Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Side 21
JUV LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 21 Veiðimaðurinn ■ ■ Orn í Nesjum Það er þoka við Þingvallavatn. Bíllinn skríður niður grófan veg í átt að ísilagðri Nesjavík. Hús stend- ur við vatnið fyrir ofan litla bryggju. Þegar við komum að hús- inu kemur Öm til dyra, stór og tröllslegur með laust handtak. Við fylgjum honum inn. Kafíi. Örn er veiðimaður af náð. Fiskur á aðra hönd, fugl og tófa á hina. Hann er fæddur í Nesjum í Grafn- ingi og hefur stjómað þar búi frá sextán ára aldri. Almanakið virðist ekki vera honum jafnnærri og okk- ur komumönnum; Örn hrærist í ári náttúmnnar. Lálegur vetur „Ég hef ekkert skotiö í vetur,“ segir Öm. Ástæðan er snjóleysi. Myrkrið er svo þykkt að tófan sést ekki. Hún er veidd á fullu tungli, þegar mánagyðjan lýsir upp fonn- ina. Þá grefur Örn sig niður í skafl og bíður eftir lágfótu, stundum í átta tíma. En fyrir honum virðist þessi aðstaða ekkert síðri, óeðlilegri en rúmið. Einhvern tíma var hann búinn að liggja í skafli í 6 tíma og hafði séð nokkrar tófur; beið færis. Þá þrammaði hópur af skíðamönn- um yfir hann og Öm mátti fara heim allslaus. Dorgveiði og súrmjólk „Ég bara prófaði þetta,“ segir Öm þeg- ar ég spyr hann um áhugaverða aðferð sem hann notar við dorgveiði. Hann tek- ur súrmjólkurfernu með sér út á ísinn að gatinu. Opnar fern- una og heldur henni niðri í vatninu og snýr henni á hvolf. Þá sígur súrmjólkin, sem er eðlisþyngri en vatnið, niður á botn og dreifist þar á smáblett. „Það þarf að vera sól,“ segir Örn. „Súrmjólkin endurkastar sólarljós- inu þannig að ljóssúla myndast. Fiskurinn leitar í ljósið eins og við.“ Þessi aðferð er mun hreinlegri og umhverfisvænni en að brjóta niður glerflöskur eins og sumir hafa gert. Öm er ekki mikið fyrir stang- veiði. Honum finnst það ekki verk- legt, fiskurinn er lifibrauð hans og afkastameiri aðferðir eru nauðsyn- legar. „Græt ekki snjóinn" Þegar Brynjar ljósmyndari spyr Örn hvort það væri ekki tilvalið að fá eina veiðimynd segir Öm að það væri ekkert að skjóta á „nema“ bæt- ir hann við og bendir á lnig „nema hann fari út á vatnið.“ Síðan hlær hann rólegum og mildum hlátri. Eftir þessa stund með Emi kemst maður ekki hjá því að hugsa: Eng- inn snjór og enginn ís á vatninu þýðir að ekkert veiðist. Það hlýtur að vera erfitt og átakanlegt fyrir veiðimann og sleðamann eins og Öm. Öm blæs þær hugsanir fljótt úr höfði mínu. „Ég græt ekki snjó- inn. Það verður nóg af honum þegar hann kemur.“ -sm A tróppuuufn asamt hundinum sinum og 1 tryggasta félaga/i DV-myridir BG- Sýr lisfi. mcð yflr 600 Ijósmyndum af kcraiuik liluiiiin. Auðvcldar val muna og cr Iciðbciuaudi við litaval. Dalshrauni 1 220 Hafnarflrðl Síml: 565 2105 Fax 555 5170 _ TViic-t Komdu með uppáhaldsmyndina þína, við skönnum hana inn og setjum á diskettu þérað kostnaðarlausu. Gildir föstudag og laugardag. Nýju Irust skonnurnir komnir! Trusl Eosy Scon 19200 Trusl Eosy Scon 9000 Er með 19200 DPI (600x1200) 30 bita litaupplausn »24.900 Er með 9600 DPI (300x600) 30 bita litaupplausn 48.900 Glœiolok Bættu glærulokin á skannan og þá getur þú skannað slides og filmur! TÖLVUKJÖR Faxafeni 5 - 533 2323 tolvukjor@itn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.