Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Qupperneq 35
!D"V’ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 enmng 43 r Volapiik í Osló - aldargömul hús með nýtt hlutverk: Vilja íslenska rithöfunda á hausthátíðina Við Krusersgötu í Ósló standa tvö gömul hús, númer 7 og 9. Þau láta ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn og fátt bendir til að hér sé til húsa ein virkasta menningarmiðstöð Óslóborg- ar; Volapúk. Það var árið 1989 að samtök arkitektanema hófu baráttu fyrir vemd húsanna tveggja. Húsin voru byggð um 1890 og era að mati margra þau merkustu í öllum Noregi af svoköll- uðum svissnesk- um stíl frá þess- um tíma. Fyrst í stað skiptist fólk á að vakta húsin, dag og nótt, fljót- lega fluttu nokkr- ir inn og í kjölfar- ið komu upp hug- myndir um frjálsa menning- armiðstöð. Mark- miðið skyldi vera að gefa lista- mönnum af ólík- um toga tækifæri til að koma fram, óháð aldri, menntun og fyrri reynslu. Fyrsta uppákoman fór fram í mars 1990, og var með ein- faldasta sniði. Gamalreynt ljóðskáld var fengið til að lesa upp úr verkum sínum fyrir 10-15 hræður, en uppá- tækið mæltist mjög vel fyrir. Upp úr því var svo miðstöðin Volapúk stofn- uð og hóf starfsemi af fullum gangi haustið 1990. Húsin eru nú friðuð með lögum, en menningarmiðstöðin stend- m- í fullum blóma og er stöðugt að færa út kvíarnar. Nafnið Volapúk var upphaflega nafn á tilbúnu tungumáli sem átti að sameina ólik þjóðemi, likt og esper- anto sem síðar var fundið upp. Fylgis- menn tungumálsins skiptust svo í tvo hópa sem ekki gátu komið sér saman um frekari þróun málsins og aUt fór í hnút. Orðið volapúk finnst í dag til dæmis í dönsku og þýsku og merkir kaos, óreiðu. Forsvarsmenn Volapúks segjast þó fyrst og fremst hafa verið á höttunum eftir nafni sem var sér- stakt, hugsanlega erfitt að muna í fyrstu en sem síðan myndi ævinlega minna á áðumefnda menningarstarf- semi. Góðar undirtektir almennings Volapúk hefur allt frá fyrstu uppá- komu hlotið mikla athygli almenn- ings og góðar undirtektir. Hans Broch Nielsen er einn stofnendanna og hann telur að velgengni þeirra í byrjun hafi að miklu leyti stafað af því að stofn- endur voru allt reyndir listamenn um og yfir þrítugu, sem kunnu listina að koma sér á framfæri í ijölmiðlum. Á menningarkvöldi hjá Volapúk er af ýmsu að taka. Menningarkvöld eru haldin síðasta sunnudag hvers mán- aðar. Allir sem vilja mega þá stíga á stokk og syngja, dansa, leika, lesa ljóð eða sögu, fremja gjöming eða yfirleitt tjá sig á þann hátt sem þeim hentar best. Listamenn era á öllum aldri og frá ólíkum löndum en mælst er til þess að fólk tali annaðhvort skandin- avískt mál eða ensku. Þess eru þó dæmi að lesin hafi verið ljóð á rúss- nesku og öðrum framandi málum og chileanska skáldið Fernando Rodrigu- es tók með sér túlk þegar hann las upp úr verkum sínum á Volapúk í fyrra. Menningarkvöld aprífmánaðar var hinn 26. apríl sl. Að venju var fúllt hús og góð stemning. Meðal þeirra sem fram komu voru norskur bama- bókahöfundur, sænskt ljóðskáld, finnskur rithöf- undur, norsk djasssöngkona ásamt undirleik- ara, dansari frá Bangladesh, skáld frá Uganda og norsk hljóm- sveit. Dagskráin var þétt og vel skipulögð og hvert atriðið öðru áhugaverð- ara. Áhorfendur sitja á pullum á gólfinu eða á bekkjum með fram veggjum og andrúmsloftið er jákvætt og af- slappað. Dag- skráin hefst klukkan sjö og varir venjulega í 3-4 klukkustund- ir, með stuttum hléum. A Volapúk mega allir koma fram með þá list sem þeir hafa fram að færa. Hér er Mashfiqul Islam frá Bangladesh. Norrænar bókmenntir á hausthátíð Auk menningarkvöldanna stendur Volapúk fyrir ýmsum reglulegum við- burðum, svo sem hausthátíð með ákveðið þema, tónleikum kvöldið fyr- ir 1. maí og fyrir þjóðhátíðardaginn 17. maí og ótalmörgu fleira. Hausthá- tíðin í ár fer fram dagana 27. til 30. ágúst og er tileinkuð norrænum bók- Þrír af forsvarsmönnum Volapúk. Lengst til vinstri er Hákon Sandell, Ijóðskáld og leiðbeinandi launuðu starfsmennirnir hjá Volapúk: Hanne B. Ramsdal og Hans Broch Nielsen. í ritun. Hin tvö eru DV-myndir Helga Dis menntum. Hausthátíðin er að því leyti ólík öðrum Volapúk-viðburðum að þar er ekki öllum frjálst að koma fram, heldur er boðið til hennar sér- staklega. í ár hyggjast aðstandendur hátíðarinnar bjóða fiórum íslenskum rithöfúndum að koma fram en einnig munu verða þar fúlltrúar allra Norð- urlandanna, að Græniandi, Færeyjum og Álandseyjum meðtöldum. Ekki er enn ákveðið hvaða Islenskum rithöf- Krusersgötu, sem og utanaðkomandi sjálfboðaliðar, lagt mikla vinnu í að viðhalda húsunum. Skipt hefur verið um gler í öllum gluggum, lagt nýtt raf- magns- og hitakerfi, gólf pússuð upp, garðurinn tekinn í gegn og svo mætti lengi telja. Húsin teljast nú vemdaðar minjar og eru opin almenningi. Árið 1993 safnaði Volapúk saman efni í bókiúa „Stemmer i et hus“ (Raddir i húsi) sem gefin var út af Mashfiqul Islam sýnir tilþrif í kerta- dansi. Krusersgata 7 - barátta nokkurra arkitektanema fyrir verndun hússins og hússins viö hliöina, númer níu, varð aö lokum aö frjálsri menningarmiöstöö sem sífellt vex fiskur um hrygg. undum verður boðið, en mikill áhugi er fyrir að fá Einar Má Guðmunds- son, svo að einhver sé nefndur. En Volapúk er ekki bara uppákom- ur og hátíðir. í húsunum tveimur við Krusersgötu iðar allt af lífi frá morgni til kvölds. Leikhópar leigja ódýra æf- ingaaðstöðu, málarar leigja vinnuher- bergi, hljómsveitir æfa í kjallaranum, myndlistarmenn sefia upp sýningar í húsakynnunum og tvisvar í viku mæta upprennandi skáid á námskeið í ritun, svo eitthvað sé nefnt. Þar fyr- ir utan búa í dag 10 manns í húsnæði Volapúk, þar með talið hjón með _________________________________ bam! íbúar borga eingöngu fyrir raf- |9| i II magn og leggja svo sitt af mörkum til (I starfseminnar, en ibúum hefur fækk- HlHp... ‘ UPHH að mjög á undanfórnum misserum og L'v” stefnan er aö enginn búi í húsunum tveimur, heldur verði allt húsnæðið Norömaöurinn Kjell Erik Johnsen les tileinkað menningarlegri starfsemi. í úr barnabók sinni um herra Simmel. gegnum árin hefúr heimilisfólk á Karmela Belinki frá Finnlandi les úr nýjustu bók sinni. virtu bókaforlagi, Aschenhoug. Bókin er samansafn ljóða, örleikrita og smá- sagna ýmissa höfunda sem ýmist eru þekktir eða óþekktir. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur og þvi var gefiö út annað bindi árið 1996. Nú í ár stendur svo til að gefa út þriðja bindi og er skilafrestur efnis til 1. október. Erfitt að fá styrki Það sem einna helst hefur staðiö Volapúk fyrir þrifum er að starfsemi í þessu húsnæði er enn þá strangt til tekið ólögleg, þó svo að bæði yfirvöld og húseigendur hafi óformlega gefið grænt ljós á starfsemina, auk þess sem samtökin Volapúk hafa frá upp- hafi verið löglega skráð og starfað samkvæmt lögum. Þrátt fyrir að al- menningur hafi tekið Volapúk opnum örmum frá byijun og margir heims- þekktir listamenn hafi komið þar fram hefúr reynst erfitt að öðlast op- inbera styrki til starfseminnar. Ein- ungis tveir starfsmenn eru á launum og fá þeir greitt í gegnum atvinnuleys- isskrifstofuna. Ýmis fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum og m.a. gefið tölv- ur, en helsta tekjulind Volapúk er eft- ir sem áður inngangseyrir á menning- arkvöldin (um 400 kr. ísl.) og ágóði af kaffi- og kökusölu. Helmingur þessara tekna fer í viðhaldssjóð húseignanna og helmingur í rekstur Volapúk. Um 5000 manns hafa komið fram á uppákomum Volapúk síðastliðin 8 ár og fer ásókn stöðugt vaxandi. Meðal íslendinga sem þar hafa komið fram má nefna Björgu Þórhallsdótfrir sem er nemandi við listaskóla (Art Academy) í Barcelona og Lilju Ingólfs- dóttur, nema í kvikmyndagerð i London. Verk eftir hana má m.a. kynna sér á heimasíðu Volapuk sem er þessi: http://pluto.wit.no/dogie/volapuk Margir merkir listamenn eru með- al þeirra sem á undanförnum árum hafa stigið sín fyrstu skref innan veggja Volapúk og enn fleiri eiga ef- laust eftir að hefia feril sinn í öðru hvoru gömlu húsanna við Krusers- götu. Það sem byrjaði sem húsvernd- unaraðgerðir hefur þróað af sér öfl- uga menningarstarfsemi sem spenn- andi verður að fylgjast með í framtíð- inni. Helga Dís Sigurðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.