Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 36
44 Wtal LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Laufey Helgadóttir er eini íslenski leiðsögumaðurinn með frönsk leiðsögumannaréttindi: DV, París:________________________ Þegar Parísarborg er nefnd á nafn fá margir íslendingar blik í augun; já, segja þeir, býrðu í París. Augnaráðið verður fjarrænt, upp í hugann kemur rómantísk mynd af elskendum og misskildum lista- mönnum; rauðvin og ostar. Við höfum séð þetta í hundrað kvik- myndum, nú siðast i mynd Woody Allens „Allir segja ég elska þig“ þar sem hann í ógleymanlegu at- riði lætur Goldie Hawn dansa svíf- andi í fang sér á bökkum Signu. Hugljúft háð Allens snarvirkar af því rómantíkurímyndin er allt í senn útjöskuð og sönn. Sönn vegna þess að París einfaldlega snertir við fínlegustu taugum fólks og fær þær til að titra. í stærsta listasafni heims, Louvre- safninu, brosir Mona Lisa dulúðug framan í ferða- menn, innan um önnur verk eftir Léonardo, Rubens, Veronese, van Dyck, Géricault. Louvre-safnið er einn mest sótti ferðamannastaður- inn í París ásamt hinum umdeilda Eiffel-turni sem fyrir löngu er orð- inn tákn borgarinnar. Flestir kann- ast við breiðgötuna Champs Elysée og íinnst hún flott þótt við hana standi nú fátt annað en hamborg- arastaðir og kvikmyndahús. Því er nauðsynlegt að staldra við rætur hennar á Concorde torgi áður en lengra er haldið og dást að sjón- víddinni upp að Sigurboganum, alla leið út í La Défense, líkt og Laufey Helgadóttir leiðsögumaður gerir í kynnisferðum sínum um borgina með íslenska ferðamenn. 25 ár í París Laufey hefur verið búsett í París í 25 ár og þekkir borgina eins og lófana á sér. Hún hefur alveg sér- staka ánægju af því að leiða ís- lenska gesti í allan sannleikann um leyndardóma Parísar, arkitektúr, skipulag og sögu. íslendingar koma flestir til Parísar til að njóta lista og menningar, síður til að þræða búðir enda þykir París ekkert sér- lega hagstæð verslunarborg. Fjölg- un íslenskra ferðamanna til París- ar hlýtur því að vera merki um breyttan ferðamáta. Landinn vill orðið fá meira út úr utanlandsferð- um sínum en skammlifa sól- brúnku, hagstæð kaup og svæsna timburmenn - þótt allt geti þetta verið markmið í sjálfu sér. Fréttir af frábærri leiðsögn Laufeyjar hafa líka haft sitt að segja um fjölgun- ina. „Það rennur upp úr henni fróðleikurinn,“ sagði heill ferða- mannahópur eftir sunnudagsferð til Versala í lok apríl. „Hún er bú- in að tala stanslaust síðan við kom- um hingað á fimmtudagskvöldiö." Þau fóru heim fullviss um að hafa fengið eins mikið og hægt er út úr einni helgarferð. Leiðsögnin skipti sköpum enda ljúkast leyndardómar borgarinnar ekkert upp fyrir fólki á svipstundu, jafnvel þótt það sé ferðavant. Frakkar að skána í enskunni „Þegar ég byrjaði að taka á móti hópum frá íslandi um 1980 var lítið um að íslendingar kæmu til París- ar. Mér fannst fólk heldur ekki þekkja eins vel til borgarinnar og það gerir núna. Það var ekki eins vel upplýst," segir Laufey. - Er ekki rétt hjá mér að þó svo að íslendingum flnnist París heillandi úr fjarlægð þá eigi hún það til að valda þeim vonbrigð- um? „París er á margan hátt erfið og getur virst fjandsamleg. íslending- um finnst Frakkar hrokafullir, enda eru þeir ekki vanir því að næstum sé öskrað á þá. Margir setja tungumálið fyrir sig og fmnst að þeir geti ekki bjargað sér á ensku. Það er rétt að Frakkar lögðu lítið upp úr því hér áður fyrr að læra ensku en það hefur breyst heilmikið. Yngri kynslóðin er mun betri í tungumálum. Frakkar eiga það auðvitað til að vera hranalegir í framkomu við ferðamenn en þeir sem verða fyrir slíkum áhrifum hafa oftast komið hingað án þess að þekkja til eða hafa leiðsögn. Leiðsögnin er mjög mikilvæg því hún hjálpar fólki til að skilja borgina." Öll sumur á íslandi Þá er ekki síður mikilvægt að hafa leiðsögumann sem sjálfur er fær um að láta heillast. Því þó Laufey þekki alla galla Parísar tengda hversdagslegu streði stór- borgarbúans fær hún aldrei leið á henni. Hvemig er líka hægt að fá leið á einni fegurstu borg heims, borg sem afhjúpar listaverk á öðru hverju götuhorni. Eitt slíkt, Vis- indasafnið í La Villette, blasir meira að segja við þegar horft er út um glugga á heimili Laufeyjar. Hún býr í lítilli blokkaríbúð, á is- lenskan mælikvarða, á tíundu hæð háhýsis í 19. hverfi ásamt eigin- manni sinum, Bernard Ropa arki- tekt, og Igor, 14 ára syni þeirra. Laufey kynntist eiginmanninum á námsárunum, en hún lærði lista- sögu við Sorbonne-háskóla á átt- unda áratugnum. Þótt Laufey sé búsett í París bregst ekki að hún eyði sumrun- um á íslandi. Á meðan Igor dvel- ur hjá afa og ömmu á Dalvík leið- ir móðir hans franska ferðamenn um landið. Til að byrja með leit hún á leiðsögumannsstarfið á ís- landi sem skemmtilega leið til tekjuöflunnar á sama tíma og tækifæri til að dvelja „heirna" í tvo mánuði á ári. En líkt og fleiri sem ferðast um íslensk hálendi allt sumarið varð leiðsögumanns- starfið fljótlega ómissandi þáttur af lífinu. Laufey uppgötvaði líka ánægjuna sem það veitti henni að sýna erlendum ferðamönnum land- ið og að slíkt hið sama átti við er hún fór að taka reglulega á móti ís- lendingum í París. Þegar Flugleið- ir hófu beint flug til borgarinnar tvisvar i viku hálft árið varð sífellt meira að gera hjá Laufeyju við leið- sögn. Það varð til þess að hún tók upp reglulegt samstarf við Flug- leiðir um skipulag ferðanna Vor í París fyrir fjórum árum. Henni fannst þá ómögulegt að geta ekki farið sjálf með ís- lensku ferðamennina um allt, hvorki inn í söfn né aðrar sögulegar bygg- ingar, án þess að hafa með sér franskan leið- sögumann. Það var ekki nóg fyrir hana að hafa íslensk leið- sögumannaréttindi. Hún ákvað að bæta úr því og freista þess að fá frönsk leiðsögu- mannaréttindi. Við tók tveggja ára undirbúnings nám í kvöldskóla en réttind in krefjast gríðarlega yfir- gripsmikillar þekkingar á menningar-, lista- og stjórnmála- sögu Laufey Helgadóttir, leiðsögumaöur í París, þekkir borgina eins og lófann á sér. Myndir: Helga Pórsdóttir Frakklands. Þetta er því annað vorið í röð sem íslending- ar geta skoðað Versali og Louvre í fylgd með ís- lenskum leiðsögu- manni. en sá sem tíðkast á sólar- ströndum eða í verslunarborg- um. Hingað koma fyrirtæki og starfsmannafélög í stað þess að halda árshátíðir. Margir koma gagn- gert til þess að fara út að borða og vilja þá fara á fína og dýra veit- ingastaði. Það er al- gengt að þetta fólk sé að halda upp á eitthvað, til dæmis brúðkaupsafmæli. Aðrir koma til að skoða sig um eða til að fara í Óperuna en ótrúlega margir hafa fyrirfram ákveðnar hugmynd- ir um hvað þeir vilja sjá. Flugleiðir fljúga hingað á fimmtudags- og sunnudagskvöld- um og ég er með viðtalstima morgnana á eftir á tveimur hótel- anna, Home Plazza Bastille og Cl- uny Square. Þangað getur fólk komið til að fá upplýsingar um borgina og skrá sig í ferðir. Ég byrja alltaf á þvi að bjóða fólki að koma i kynnisferð um borgina fyrsta daginn. Þá er farið með rútu framhjá helstu merkisstöðum. Þeir sem fara i þessa ferð fá allt öðru- vísi sýn á borgina en þeir sem gera það ekki. Þeir fá tilfinningu fyrir borginni og átta sig betur á samhengi hlutanna. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir þá sem eru hér í aðeins stuttan tíma. En það á reyndar við um lang- flesta. Skipulagðari en áður - Eru íslendingar ekki orðnir það ferðavanir að þeim finnist París ekki eins framandi og áð- ur? Hefur París ekki færst nær íslandi? „Það má kannski segja það, að sumu leyti. Mesta breytingin varð- andi ferðalög íslendinga hingað er samt sem áður sú hvað þeir eru farnir að skipuleggja ferðir sínar langt fram í tímann, jafnvel heilt ár. Þetta þekktist ekki hér áður fyrr. Einnig er áberandi hversu miklu meira er af ferðamönnum á vorin eftir erfiða vetur heima. Ég fékk til dæmis áberandi mikið af fólki frá Vestfjörðum vorið eftir flóðin." Það hefur lengi verið vin- sælt hjá íslendingum að fara gagngert til útlanda til að versla. Nú kemur enginn til Parísar í sér- staka verslunarferð nema hann eigi sand af seðlum. Hafa markmið ferðalag- anna breyst? Eftir hverju sækjast ís- lenskir ferðamenn sem koma til Par- ísar? „Ég býst við því að hér sé á ferðinni annars konar túrismi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.