Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 40
48 LAUGARDAGUR 23. MAÍ1998 ENN EINN NYR hornsófi frá Húsqaqnahöllinni. . BOSTON Ekta leöur á slitflötum. Fáanlegur í mörgum leðurlitum. 159.980,- Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Raðgreiðslur í 36 mánuði. Meðalgreiðsla kr. 5.659,- mánuði. Boston er gott dæmi um sófa fyrir þá sem kjósa að eiga vandaöan og fallegan hornsófa. Hátt bak, góður stuðningur og nautsterkt leður á slitflötum. Boston hornsófinn er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Sparaðu þér sporin og komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. Við erum hérfyrir þig. Einnig fáanlegur sem sófasett. 3-2-1 3-1-1 169.980,- 154.780,- \ HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20 - 112 Rvík - S:510 8000 GARÐ- VINNUDAGAR 20. - 30. maí Ollum garðeigendum er nauðsyn á að eiga réttu plöntulyfin og varnarefnin þegar óboðinn vágest ber ab garði. Á þessum garðvinnudögum ' sérstaka áherslu á GRÆNA LYFJAHORNIÐ. Þar færð þú öll ré upplýsingum og ráðgjöf sérfræöinganna. um við réttu efnin með TILBOÐ: MESTO HARDI - VOLPI UÐABRUSAR í ýmsum stærðum bæði fyrir fagmenn og almennan garðeiganda. Verðdæmi: 5 I brúsi á 2.980 kr. Gróðurkalk heldur mosanum í skefjum sé það notað á hverju vori. 10 kg á 425 kr.; 25 kg á 845 kr. Köfnunarefnisríkur áburður fyrir grasflötina: Graskorn 5 kg á 295 kr. Fyrir trjágróðurinn: Trjákorn 5 kg. á 295 kr. Græna lyfjahorniö hefur. að geyma fjölbreytt úrval plöntulyfja og skordýraeiturs sem virka vel s.s.: ROUND UP lllgresiseyðir. Hentar vel á gangstíga. stéttar og heimkeyrslur. Virkar vel á hvönn og snarrót. DE-MOS Eyðir mosa á gangstígum, steinum, timbri, gleri, plasti og grasflötum. BASUDIN / MALADAN / ROGOR Breiðvirkt efni. Eyðir t.d. roðamaur, starafló, blaðlús, ranabjöllu, spuna- maur, grenilús og sitkalús. CASORON Stráduft til að halda í skefjum illgresi í görðum. TROUNCE Náttúrulegt alhliða skordýralif til notkunar á jurtir, runna og trjágróður. Umhverfis- vænt. Eyðir blaðlús, fiðrilda- lirfum o.fl. 1/VEEDAR Deyðir tvikímblaða jurtir, t.d.fífla, njóla og sóleyjar á grasflötum. SÉRFRÆÐINGAR veita viðskiptavinum okkar faalega ráðgjöf um garðyrkju, tæfd og tól. Opið laugardag kl.10-18 og sunnudag kf.l 1-16 " GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA RÁDBJÓF SÉRFRÆÐINBA UM BARÐ- OB BRÓÐURRÆKT m t Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1 m staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáaugiýsingar 550 5000 Nýhöfnin iðar af lífi. Hér hafa margir íslenskir sjómenn stigið á land. Kaupmannahöfn: Gönguferð um slóðir íslendinga Kaupmannahöfn hefur löngum verið meöal vinsælustu áfangastaða íslenskra ferðamanna enda engin borg sem geymir jafnmiklar sögu- legar minjar sem tengjast sögu þjóð- arinnar. íslendingaslóðir í Kaupmanna- höfn hafa ævinlega verið vinsælt viðfangsefni þeirra sem sækja þorg- ina heim. Undanfarin fimm ár hefur ferðaskrifstofan In Travel Scandina- via mætt þessum áhuga með göngu- ferðum undir leiðsögn um þessar slóðir. Gönguferðimar eru farnar alla sunnudaga og veröur sú fyrsta á morgun en þær munu standa fram til 13. september. Þátttaka í göngu- ferðunum hefur aukist ár frá ári að sögn ferðaskrifstofunnar hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í þeim frá upphafi. Ibúar í miðborg Kaupmannahafnar séu gönguferð- irnar ásamt komu farfuglanna og laufgun beykiskógarins orðnar að einum af vorboðunum í borginni enda fara hópar íslendinga á göngu ekki framhjá innfæddum. Þá munu ferðirnar hafa vakið áhuga fjöl- margra Dana sem slæöast stundum með í gönguna. í gönguferðunum er gengið að ýmsum stöðum og byggingum sem tengjast sérstaklega sögu íslendinga í Kaupmannahöfn, meðal annars er trappan illræmda, sem batt enda á feril Jónasar Hallgrímssonar, heim- sótt og hús Baldvins Einarssonar. Gömlu stúdentagarðarnir og aðal- bygging Kaupmannahafnarháskóla er á leiðinni svo og Árnasafn. Þá má ekki gleyma {jölda kráa sem íslend- ingar hafa verið iðnir við að stunda bæði fyrr og síðar. Almennir þættir úr sögu Kaup- mannahafnar eru fléttaðir inn í gönguna og meðal annars er saga brunanna miklu á 18. og 19. öld rak- in auk þess sem drepið er á hegning- arsögu fyrri alda í frásögn leiðsögu- manns. Gönguferðin tekur venju- lega um þrjár klukkustundir en að sjálfsögðu er oft staldrað við á leið- inni. Lagt er upp frá Ráðhústorginu, nánar tiltekið við tröppur Ráðhúss- ins klukkan 11 á sunnudagsmorgn- um. Fargjaldið er 100 krónur en ókeypis er fyrir börn. Gönguferð- inni lýkur síðan annað hvort í húsi Jóns Sigurðssonar eða á Kóngsins Nýjatorgi. Brussel: Höfuðborg sælkerans Þeir sem ekki vilja fara í hefð- bundnar haustferð- ir þegar sumri lýk- ur býðst í ár að skella sér í helgar- ferð til Brussel. Það er Úrval- Út- sýn sem býður upp á þennan mögu- leika í nóvember, dagana 5. til 8. nóv- ember. Ferðin verður eingöngu í boði fyrir hópa. Brussel er í dag án efa sú borg Evrópu sem státar af flestum há- gæða veitingastöðum og hótelum, enda þarf aðstaða að vera góð í sjálfri miðstöð Evrópusambandsins. Þar er þvi hægt að borða góðan mat auk þess sem 400 bjórtegundir bjóð- ast hinum þyrstu. Veitingastaðir eru þó ekki það eina sem borgin býður upp á því borgin sjálf er falleg og saga hennar áhugaverð. Hinir verslunarglöðu finna fjölda góðra verslana með hóflegu verðlagi. Leiðrétting Á síðustu ferðasíðu var rang- lega farið með dagsetningu á þjóðardegi íslendinga á Heim- I sýningunni i Lissabon. Þjóðar- dagurinn verður þann 27. júní næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.