Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 52
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 J j"V »» brídge________________________________________ Landsliðskeppni Bridgesambands Islands: Dræm þátttaka eftir langa bið Þegar ísland vann heimsmeistara- titilinn í Japan 1991 hafði það eðlilega þær afleiðingar að spilararnir sem unnu tryggðu sér fast sæti í landslið- um næstu ára. Fóru landsliðseinvald- ar með málin og völdu fyrrverandi heimsmeistarana með fáum undan- tekningum. Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar og þegar loks var haldin landsliðskeppni þá brá svo við að fáir fengust til þátttöku og engir fyrrverandi heimsmeistara. Margar gagnrýnisraddir höföu heyrst um ein- valdsfyrirkomulagið, en þegar því var loks aflétt sáu helstu gagnrýnendur sér ekki fært að mæta í landslið- skeppnina. Vera má að Norðurlanda- mót hafi ekki nóg aðdráttarafl! Sjö pör skráðu sig í kvennaflokk og spiluðu þær um fjögur sæti helgina 2.-3. maí. Soflia og Hrafnhildur unnu þá keppni og völdu Svölu Pálsdóttur skák og Amgunni Jónsdóthn með sér í úr- slitakeppnina. Ólöf Þorsteinsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir voru í öðru sæti í undankeppninni og völdu Erlu Sig- urjónsdóttur og Dröfn Guðmundsdótt- ur með sér. Einvígi þeirra um lands- liðssætin fór þannig að þær fyrr- nefndu unnu 112 spila einvígið með 12 impa mun. Lokatölur voru 314-298. Ekki mikill munur það. í opna flokkinn skráðu sig 5 pör og var ákveðið að sleppa undankeppn- inni og mynduðu fjögur pörin tvær sveitir sem spila skyldu 112 spila ein- vigi um hnossið. Var önnur sveitin skipuð þeim bræðrum Antoni og Sigurbirni Har- aldssonum og Jakobi Kristinssyni og Jónasi P. Erlingssyni en hin Páli Valdimarssyni, Ragnari Magnússyni, Þórði Bjömssyni og Þresti Ingimars- syni. Þeir fyrmefndu unnu spennandi einvígið eftir að hafa verið undir fyrstu 84 spilin. Lokatölur voru 275-264. Þegar mjótt er á mununum skiptir hvert einasta spil miklu máli. Þröstur Ingimarsson gleymir áreiðanlega ekki spilinu í dag alveg strax. V/A-V V/Allir * 3 ♦ K98764 4 G98764 4 KG82 »984 4 Á52 4 K102 4 ÁD9653 » D105 -f 3 4 ÁD5 í lokaða salnum sátu n-s Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson en a-v Jónas P. Erlingsson og Jakob Kristinsson. Þar gengu sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður 1 » 2 G 3 4 5 4 pass pass dobl allir pass Tvö grönd sögðu frá láglitum en þrjú lauf voru góð hækkun í hjarta. Páll velur árásarleiðina, stekkur í fimm lauf í stað þess að bíða átekta. Ragnar gaf fjóra slagi og tapaði 300. Þetta virtist heldur neikvætt, því lík- lega tapast fjögur hjörtu, héldu þeir. En víkjum í opna salinn. Þar sátu n-s bræðumir Sigurbjörn og Anton en a-v Þórður og Þröstur. Sagnir byrjuðu eins: Vestur Norður Austur Suður 1 » 2 grönd 3 4 3 4 4 » pass pass dobl pass pass pass Anton ákveður strax að verjast og undirbýr vörnina með því að benda á útspil í spaða. Málin þróast síðan eins og hann bjóst við. Einu vonbrigði hans eru þau að Sigurbjöm spilar ekki spaða út heldur tígli. Þröstur er líka hissa á útspilinu, svínar strax og fær slaginn á tíuna. Það er nokkuð ljóst að norður á engan spaða, en hvað á hann mörg tromp? Þröstur spilar hjartaás og staldrar við. Getur verið að norður hafi byrjað með einspil í hjarta og tvo sexliti? Getur verið að suður sé að dobla með tvíspil í hjarta? Alla vega er engin innkoma á blindan, eða hvað? Loks tekur hann hjarta- kóng og spilið er tapað. En var þá eng- in leið að vinna það? Segjum að Þröstur spili laufi í öðrum slag, lítið frá norðri, tían úr blindum og suður fær slaginn á drottninguna. Hann er nú kirfilega enda- spilaður. Til þess að gera eitthvað spilar hann laufás sem Þröstur trompar. Nú spilar Þröstur spaða og lætur gosann. Suður er nú endaspilaður í annað sinn og verður að gefa Þresti innkomu á blindan til þess að svína trompinu. Umsjón Stefán Guðjöhnsen Ekki svo fjarlæg spilaleið. Og hún hefði gefið 10 impa og landsliðssæti á einum impa. Stefán Guðjohnsen 4 1074 » ÁKG762 4 DG10 4 3 Þröstur Ingi- marsson. limman sýndi snilldartakta - setjast Fischer og Spassky að tafli í Búdapest í haust? Stórmeistaramir Jan Timman og Loek van Wely háðu tiu skáka ein- vígi í hollenska bænum Breda nú í maí og lauk þvi sl. þriðjudag. Einvígi þeirra virtist ætla að verða lítt YANMAR Loftkældar dísilvélar Hagstætt verö isÍímMb ” Skútuvogi 12A, s. 568 1044 spennandi, því að eftir jafntefli í upp- hafstaflinu vann van Wely 2. og 3. skákina sannfærandi. Timman lætur sér hins vegar ekki allt fyrir brjósti brenna og með harðfylgi tókst hon- um að jafna stöðuna, svo að eftir tíu skákir hafði hvor hlotið 5 vinninga. í bráðabana hafði van Wely aftur á móti betur, vann tvær skákir en Timman aðeins eina, en ein varð jafntefli. Mesta athygli í einvíginu vakti 6. skákin, sem var glæsilega tefld af Timmans hálfu. í hefðbundinni Sikil- eyjarvörn fórnaði hann hrók fyrir riddara og lét svo hinn hrókinn líka flakka fyrir léttan mann. Hugsanlegt er að van Wely hefði getað varist bet- m- en eins og skákin tefldist gafst Timman færi á að halda áfram upp- teknum hætti: fórnaði peði og svo biskupi til þess að brjóta varnir svarts endanlega á bak aftur. ' • Hvítt: Jan Timman Svart: Loek van Wely Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rc6 7. h3 Á þennan hátt tefldi Fischer nokkrum sinnum (raunar lék hann peðinu fram í 6. leik) en engu að síð- ur er þessi leikmáti ekki sérlega hátt Umsjón Mnw - H • 9 : ' skrifaður. Hvítur vill gjarnan leika g2-g4 án þess að sólunda leik til því til stuðnings. 7. - e6 8. g4 Be7 9. Bg2 h6 10. f4 Dc7 11. 0-0 Rxd4 12. Dxd4 e5 13. Dd2 exf4 14. Hxf4 Be6 15. Hafl 0- 0?! Stingur höfðinu í gin ljónsins í þeirri bjargfóstu trú að ljónið sé tannlaust. Hann er bersýnilega hvergi banginn, því að annars hefði hann getað leikið 15. - Bc4, eða 15. - Rd7. Timman grípur tækifærið. 16. Hxf6! Bxf6 17. Hxf6 gxf6 18. Df2!! Þetta hafði Timman í huga. Hótun- in er Bd4 og DxfB og máta. 18. - Kg7? Hinn varnarmöguleikinn er 18. - De7 og eftir á að hyggja er hann sá eini sem er raunhæfur. Áfram gæti þá teflst 19. Dh4 Hfc8 20. Bd4 Kg7(?) 21. g5 hxg5 22. Dxg5+ Kf8 23. BxfB Dc7 24. Rd5 Bxd5 25. exd5 Db6+ 26. Kh2 og svartur er vamarlaus. En í stað 20. - Kg7 er 20. - Hc5! betra og svartur kynni að klóra í bakkann. 19. e5! Tilgangur þessarar peösfórnar er að rýma e4-reitinn, sem kemur bisk- upi eða riddara hvíts að góðum notum eins og brátt kemur í ljós. IENSEN' MAORASSER 3000 m2 Sýningarsalur mm 14 cki j (I u IENSEN URVAL IENSEN HVÍLD 1ENSEN ENDING IENSEN fiJÓNUSTA JENSEN GÆ3I Springdýnur Rammadýnur (þad er ekki nóg ad dreyma um góða dýnu) Þú verður að vita hvar hún fæst! Rúmbotnar m/rafmagnsstillingu T »a uncrÁrM * 15 ára ábyrgð a fjaðrakjarna, 5 ára heiidarabyrgð JN\ - nUDÖO&N • Sérstærðirfáanlegar SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI 568 6822 * Teigjanlegt bómullaráklæði, má bvo við 60 gráðu hita Op*ð: Mávfös. 9-18 • Lau.10-16 • Sun. 14-16 • Mjúkar ■ Millistifar ■ Stífar - Mjög stífar 19. - fxe5 20. Bxh6+! Kg6 Engu betra er 20. - Kxh6 21. DÍ6+ Kh7 22. Be4+ (reiturinn góði!) Kg8 23. Dg5+ Kh8 24. Dh6+ Kg8 25. Dh7 mát. 21. Dh4! Og eftir þennan leik kaus van Wely að gefast upp. Hvítur hótar 22. Dg5+ Kh7 23. Dg7 mát. Ef 21. - Hg8 kæmi e4- reiturinn aftur í góðar þarfir, því að eftir 22. Re4! er fátt til varnar Dh5+ Kh7; Rf6+ og mát í næsta leik. Sannarlega glæsileg sóknarskák. Tefla Fischer og Spassky í haust? Haft er eftir Boris Spassky í við- tali við rússneska skákritið „64“ að þriðja einvígi hans við Bobby Fischer sé fyrirhugað í Búdapest í haust. Einvígið yrði ekki með hefðbundnu sniði, heldur yrði tafl- mönnunum í byrjun skákarinnar stillt upp á handahófskenndan hátt að baki peðanna. Fischer hefur þá trú að þessi að- ferð muni leysa hefðbundna skák af hólmi, sem byggist nú orðið allt of mikið á „teóríu“. Með nýju að- ferðinni er engin þörf á að leggja löng og margslungin byrjunaraf- brigði á minnið. Mönnunum er raðað upp í byrjun tafls með að- stoð tölvuforrits, sem Fischer hef- ur sjálfur hannað. Eins og frægt er orðið hvarf Fis- cher af sjónarsviðinu eftir „einvígi aldarinnar" við Spassky í Laugar- dalshöllinni 1972. Hann tefldi ekki opinberlega eftir það í 20 ár, þar til hann birtist skyndilega í Svart- fjallalandi og mætti þá Spassky öðru sinni. Stjórnvöld í Bandaríkj- unum litu taflmennsku hans þar alvarlegum augum vegna við- skiptabanns á Júgóslavíu, sem þá var í algleymingi. Síðan hefur Fischer verið í útlegð í Búdapest. Hann á yflr höfði sér háar sektir og varðhald ef hann snýr aftur til Bandaríkjanna. Fischer er nú 55 ára gamall en Spassky 61 árs. Anand sigraði í Madrid Rússneska stórmeistaranum Peter Svidler tókst ekki að brjóta Caro-Kann vöm Indverjans Visw- anathans Anands á bak aftur í lokaumferð stórmótsins í Madrid, sem tefld var á fimmtudag. Skák- inni lauk með jafntefli eftir 23 leiki og þar með tryggði Anand sér sigurinn á mótinu. Anand hlaut 6,5 vinninga úr 9 skákum. Svidler kom næstur með 5,5 vinninga, en þriðja sæti deildu Lekó frá Ungverjalandi og Spán- veijinn San Segundo, sem fengu 5 vinninga. Næstir komu Krasen- kov, Illescas og Adams með 4,5 v., Yermolinski fékk 4 v., Beljavskí 3 og Granda Zuniga 2,5 v. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.