Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1998, Síða 55
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 afmæli Andlát Magnús Halldórsson, Öldugötu 12, Seyöisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar í gærmorgun. Jón Kristján Friðriksson, Munkaþverárstræti 21, Akureyri, lést á heimili sínu 14. maí. Jarðar- fórin hefur farið fram í kyrrþey. Jarðarfarir Ingibjörg Indriðadóttir, hús- móðir og kennari, Höfðabrekku, Kelduhverfi, verður jarðsungin mánudaginn 25. maí kl. 14 frá Garðskirkju í Kelduhverfi. Tilkynningar Ferðafélag íslands Sunnudagur 24. maí. Göngudag- ur Ferðafélagsins, sem er hinn 20. í röðinni, verður að þessu sinni í náttúruperlunni Hraunum og ná- grenni með skemmtilegum göngu- ferðum fyrir alla. í boði eru tvær gönguferðir: kl. 10.30 Gjásel- Straumsselstígur-Þorbjarnarstað- ir. Um 4-5 klst. ganga, brottför kl. 11 frá rally-krossbrautinni við Krýsuvíkurveg. Kl. 13 Straum- ur-Kúarétt, um 1,5-2 klst. fjöl- skylduganga. Brottfór kl. 13.30 frá listamiðstöðinni Straumi. Tapað fundið Plasthlíf af Honda Shadow, merkt Shadow, tapaðist. Vinsamlega látið vita í síma 565-0425 eða skilaboð í vinnusíma 565-4566. Heilsuefling í Hveragerði Bíllausir dagar. Á vegum verk- efnis um heilsueflingu var ákveðið að hafa bíllausa daga í vor. Heilsu- efling í Hveragerði óskar nú eftir samstöðu Hvergerðinga og þátt- töku í billausum dögum frá 25.-29. mái. Kjörorð daganna verður: „Göngum inn í sumarið, hvílum bílinn eftir veturinn." Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 á morg- un, allir velkomnir. Dansað i Goð- heimum kl. 20 á sunnudag. Ferð í Heiðmörk 4. júní kl. 14 frá Risinu. Farið um Hafnarfjörð og Hellis- gerði Heiðmörk skoðuð og Vatns- veita Reykjavíkur heimsótt. Veit- ingar að Jaðri. Skrásetning og miðar afhentir á skrifstofu félags- ins. Nýir leiðsögumenn útskrifast Þann 19. maí sl. útskrifuðust 25 nýir leiðsögumenn frá Leiðsögu- skóla íslands eftir heilsvetrarnám sem er bæði bóklegt og verklegt. Leiðsögumennirnir sjást hér á myndinni ásamt Magnúsi Odds- syni ferðamálastjóra, Margréti Friðriksdóttur, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, Birnu G. Bjarnadóttur, umsjónarmanni námsins, Kristbjörgu Þórhallsdótt- ur, einum af kennurum skólans, og Ragnhildi Sigurðardóttur, vara- formanni Félags leiðsögumanna. Þann 21. maí lögðu nýju leiðsögu- mennirnir upp í hringferð um landið til að kynna sér ýmsa staði á landsbyggðinni sem þeir vonast til að fá tækifæri til að sýna ferða- mönnum í framtíðinni. Borgfirðingafélagið í Reykjavík Borgfirðingafélagið í Reykjavík verður með sitt árlega kafFiboð fyrir Borgfirðinga 60 ára og eldri sunnudaginn 24. maí að Hallveigarstöðum. Húsið opnað kl. 14.30. Sigurður Axel Axelsson Sigurður Axel Axelsson krana- stjóri, Hafnargötu 30, Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp i Vestmannaeyjum. Sigurð- ur hefur unnið sem vinnuvélstjóri hér á landi og í Svíþjóð, þar sem hann bjó 1989-96, en er nú krana- stjóri í Reykjavík. Fjölskylda Sigurður kvæntist 27.3. 1976 Kol- brúnu Sandholt Jónsdótt- ur, f. 4.7. 1954, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Sand- holt vélstjóra og Önnu Lísu Einarsdóttur hús- móður, en þau búa í Hveragerði. Sigurður á 5 börn. Þau eru Guðjón Helgi, f. 15.1. 1971, en móðir hans er María Andrésdóttir; en börn Sigurðar og konu hans Kolbrúnar eru Anna Kristín, f. 2.9. 1976, Sigurður Axel Axels- en hún er gift Amari Þor- son. leifssyni, f. 3.4.1967 og er dóttir þeirra Ellen, f. 2.6. 1997; Linda Ósk, f. 7.11. 1978, en sonur hennar og Mattíasar Nilsson, f. 18.11. 1974, er Kristófer Örn Mattiasson, f. 12.3. 1995; Katrín, f. 12.7. 1984; og Einar, f. 26.4. 1988. Systkini Sigurðar sammæðra eru Magnús Friðrik Jónsson, f. 7.11. 1949, Valgeir Einarsson, f. 13.3. 1952, Kristbjörg Sigríður Kristmunds- dóttir, f. 7.3. 1954, Ólaf- ur Kristmundsson, f. 9.5. 1955, Halldóra Kristmundsdótt- ir, f. 9.5. 1957, Ásthildur Krist- mundsdóttir, f. 10.8. 1959, Svein- björg Kristmundsdóttir, f. 9.7. 1961, Sigurjón Gunnar Kristmundsson, f. 22.8. 1962, og Sigurlína Rósa Krist- mundsdóttir, f. 14.5. 1964. Bróðir Sigurðar samfeðra er Benedikt Þór Axelsson, f. 23.10. 1965. Foreldrar Sigurðar voru Axel Magnússon, f. 2.5. 1929, d. 2.3. 1991, pípulagningameistari, og Sigríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, f. 21.2.1932, d. 16.10. 1994, húsmóðir. Sigurður tekur á móti gestum á heimili sínu, Hafnargötu 30, Vog- um, Vatnsleysuströnd, á milli kl. 16 og 20 í dag. Sigríður Eyrún Guðjónsrióttir Sigríður Eyrún Guðmundsdóttir húsmóðir, Vesturbraut 1, Grinda- vík, varð fimmtug 20. maí sl. Starfsferill Sigríður Eyrún fæddist í Reykjavík en frá tveggja ára aldri ólst hún upp á Kirkjubóli í Bjam- ardal í Önundarfirði hjá Rebekku Eiríksdóttur og Halldóri Krist- jánssyni. Sigríður Eyrún stundaði nám við Grunnskólann í Holti i Önund- arfirði, og síðar við Héraðsskól- ann að Reykjum i Hrúta- firði. Hún var húsmóðir á Kirkjubóli 1971-77, og síðar í Grindavík þar sem hún býr nú en hefur auk þess unnið hjá Þor- birni hf., í Grindavík og stundað minkaveiðar með manni sínum, Sæv- ari Sigurðssyni. Fjölskylda Sigríður Eyrún giftist 12.12. 1970 Bjarna Sæv- ari Sigurðssvni. f. 15.4. 1942, verkamanni. Hann er sonur Sigrið- ar Jónsdóttur og Sig- urðar Jónssonar. Sigríður Eyrún og Sævar eiga 6 dætur. Þær eru Anna Ágústa, f. 10.3. 1967, Guðbjörg Særún, f. 12.4. 1970, Sólveig Jóna, f. 12.4. 1970, Helga Guðrún, f. 18.5. 1978, Lára Rebekka, f. 11.7. 1985, Sigríöur Eyrún Guö- mundsdóttir. r Jóhannes Olafsson Jóhannes Ólafsson lög- regluvarðstjóri, Kirkju- bæjarbraut 3, Vest- mannaeyjum, verður fer- tugur á morgun 24. maí. Starfsferill Jóhannes fæddist í Vestmannaeyjum og ólst upp þar og í Reykjavík. Jóhannes stundaði nám i trésmíðum hjá Valgeiri Jónassyni sem hann lauk 1982, en þá hóf hann störf hjá lög- Jóhannes Ólafsson. knattspyrnudeildar ÍBV í 10 ár, og þar af formaður deildarinnar í 9 ár, en einnig er hann félagi í Akóges í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 17.1. 1988, sambýlis- konu sinni í þrettán ár, Svanhildi Guðlaugs- dóttur, f. 16.10. 1959, reglunni í Vestmannaeyjum þar sem hann starfar enn. Jóhannes hefur verið í stjórn verslunarstjóra. Hún er dóttir Guðlaugs Þ. Helgasonar verkstjóra (látinn), og Lilju S. Jensdóttur, húsmóður í Vestmannaeyjum. Börn Jóhannesar og Svanhildar eru Hjördís, f. 20.9.1982, og Ólafur Björgvin, f. 17.11. 1987. Bróðir Jóhannesar er Bjami, f. 13.2. 1954 og býr hann í Dan- mörku. Foreldrar Jóhannesar eru Ólaf- ur Björgvin Jóhannesson, f. 18.3. 1930, d. 8.2. 1993, vélstjóri, og Hjör- dís Antonsdóttir, f. 17.1. 1929, skrifstofumaður, en hún býr Reykjavík. í tilefni af afmælinu verður Jóhannes með opið hús í Akóges- salnum frá kl. 18 í dag, 23.5. Olafur Rúnar Sigfússon Ólafur Rúnar Sigfússon vélamað- ur, Birkigrund 29, Selfossi, varð sextugur 20. mai sl. Starfsferill Ólafur Rúnar fæddist að Læk í Holtum þar sem hann bjó í 58 ár en síðastliðin 2 ár hefur hann búið á Selfossi. í gegnum tíðina hefur Ólaf- ur Rúnar unnið við bústörf og tamningar en er nú starfandi véla- maður á Selfossi. Fjölskylda Ólafur Rúnar kvæntist 25.12. 1961 Hólmfríði Rannveigu Hjartardóttur, f. 6.10. 1941, matráðskonu. Hún er dóttir Lilju Matthildar Fransdóttur og Hjartar Leós Jónssonar. Ólafur Rúnar og Hólmfríður Rannveig eiga 4 börn. Þau eru Anna Lilja, f. 24.4.1959, en hún er gift Bjarna Davíðssyni, f. 1.1. 1959, og eru börn þeirra Ölafur Ómar, f. 8.3. 1979, Davíð Freyr, f. 14.9. 1983, Elín, f. 22.5. 1989, og Ingunn Lilja, f. 25.4. 1992; Inga Björk, f. 20.4. 1961, en hún er gift Oddi Eyfjörð, f. 11.9. 1958, og eru börn þeirra Gabriella Ósk, f. 5.12. 1980, Hólmfríður Sara, f. 16.2. 1986, og Alexandra Rut, f. 9.10. 1996; Sigmar, f. 18.9. 1962, en sambýliskona hans er Rósa Jóhannesdóttir, f. 5.9. 1966, og eru börn þeirra Ástgeir Rúnar, f. 8.1. 1989, og Díana Kristín, f. 3.3. 1995; Birgir Leó, f. 20.2. 1970, en sambýliskona hans er Ragna Björnsdóttir, f. 7.6. 1971, og er sonur þeirra Sigurbjörn Leó, f. 1.9. 1997. Systkini Ólafs Rúnars eru Sigurður, f. 17.4. 1924, sem býr á Akranesi, Eygló, f. 28.7. 1930, sem býr i Keflavík, Davíð, f. 11.11.1936, sem býr á Hellu, Dóra, f. 20.5.1938, sem býr í Hafnarfirði, og Pálmi f. 1.12. 1945, en hann býr á Laugalandi í Holtum. Foreldrar Ólafs Rúnars eru Sigfús Davíðsson, f. 13.2. 1903, og Margrét Eyjólfsdóttir, f. 3.10. 1903. Þlánustusíini 55D 5000 N Ý R H I I IVl U R A NETINU og Kristín Bessa, f. 5.8. 1991. Alsystkini Sigríðar Eyrúnar eru Borghildur, Sólveig, Sigurður (látinn), Sigurður, Kolbrún, og Ársæll. Hálfsystir Sigríðar (sam- mæðra) er Sigríður Benediktsdótt- ir, en hálfsystkin hennar sam- feðra eru Ari, Lovísa, Þorbjörg, Jón Rúnar, Svanfríður og Þórdís. Foreldrar Sigríðar: Guðjón Gunnlaugsson verkamaður og Ann Sölvadóttir, húsmóðir og verkakona. í&k staðgreiöslu- og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur o\\t milli hlminx % 9- Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.