Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 4
> fréttir LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JjV Meinatæknar gagnrýndir fyrir ábyrgðarleysi: Taka þjóðfélagið kverkataki - segir Guðmundur G. Þórarinsson, mitt í eldlínu vandamála sem steðja að Landspítalanum „í rauninni ríkir hér mikið hættuástand. Við höfum orðið að fækka aðgerðum mikið og þetta er auðvitað gríðarlega erfitt ástand sem ríkir á spítalanum,“ sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, formaður stjórnamefndar Ríkisspítalanna, í samtali við DV í gær. Hann stendur mitt í miklum ófriði sem ríkir inn- an Landspítalans. „Að mínu viti orkar þessi framgangsmáti sem nú er að koma fram í kjaramálum mjög tvímælis lagalega séð. Og ég tel að ábyrgð meinatækna sé mjög mikil í þessu máli gagnvart sjúklingum, stofnuninni og sínum félagsskap," sagði Guðmundur. „Það sér það hver maður að ef kjarabaráttan á að fara í þennan farveg, það er, að menn efni til hóp- uppsagna, þrátt fyrir að kjarasamn- ingar séu í gildi, þá eru þeir sem sterkasta hafa aðstöðuna að taka ákveönar stofnanir og jafnvel þjóð- félagið kverkataki. Menn hljóta að sjá hvert stefnir. Einhverju sinni var sagt á Alþingi, ef að við slítum í sundur lögin, þá slítum við friðinn," sagði Guðmundur. Guðmundur G. Þórarinsson segir að hann sé ekki montinn af þeim launum sem greidd eru innan heil- brigðisgeirans, það sé langt í frá. En hann bendir á að búið sé að semja um kaup og kjör. Það sem meina- tæknar hafi fengið út úr samning- unum og var boðið, samsvari frá áramótum um 29% hækkun. „Þeim var boðið meira en öðrum hefur verið boðið hingað til. Aðrir hópar sýndu þó þá ábyrgð að ganga ekki út,“ sagði Guðmundur. Fólkið labbar burt „Það er ljóst að það er mikill þrýstingur á vinnumarkaði núna og allt rannsóknarumhverfi hefur ver- ið aö breytast eins og allir vita, lyfjafyrirtækin og erfðagreiningin og fleira. Ef við færum einn mann upp í launum þá erum við að opna ríkiskassann. Ef það er gert, þá munu margir hópar koma og segjast ætla að ná í sitt. En eigi að síður eru kjarasamningar í gildi. Við erum komin í algjörlega nýjan fasa í kjaramálum ef kjarasamningar skipta ekki lengur máli og menn geta á samningstima gengið út í hópum," sagði Guðmundur. Guðmundur segir að á Landspít- ala sé afar hæft og gott fólk. En stendur stjómarnefndin nægilega vel við bakið á sínu góða fólki? Með- al starfsmanna er oft rætt um slæm- an móral og erfiðan láglaunavinnu- stað þar sem spítalinn er. Topp- menn spítalans þykja ekki við al- Guðmundur G. Þórarinsson er for- maður stjórnarnefndar Ríkisspítal- anna. þýðuhæfi og margir þeirra eru gagnrýndir fyrir afar slaka stjórn- un. Staðreyndin er að afar hæfir starfskraftar em að labba burt frá Ríkisspítölunum. „Við viljum gjaman standa vel við bakið á okkar fólki sem er flest afar hæft í störfum. En menn verða að líta til þess að varðandi meina- tæknana er um að ræða launahækk- un sem er rétt um 30 prósent. Ríkis- spítalar keppa ekki á almennum markaði við einkafyrirtæki um laun. Þeir geta það einfaldlega ekki,“ sagði Guðmundur G. Þórar- insson. Hann segir að fiárveitinga- valdið geri harðari kröfur um hag- ræðingu til sjúkrahúsakerfisins en unnt hefur verið að ná fram. Vissu- lega séu þær kröfur of miklar og ekki sanngjamar. Guðmundur sagði að málið sner- ist ekki bara um meinatækna, það væri ljóst að aðrir hópar kæmu í kjölfarið ef þetta reyndist leiðin til að knýja fram enn frekari launa- hækkanir. Reyna átti í dag að ræða við meinatæknana sem sagt hafa upp störfum. Sama er að segja um líf- fræðinga í Blóöbankanum, þar er erfið staða. „Við eram að skoða mál- in í heild og i ljósi þeirra fiárlaga og fiáraukalaga sem liggja fyrir,“ sagði Guðmundur. „Við emm í þeirri stöðu að við höfum ekki neina peninga nema þá sem Alþingi skaffar okkur. Hins vegar það að við emm í annarri að- stöðu en aðrar ríkisstofnanir því þær geta sumar hverjar dregið úr starfsemi sinni og gert betur við fólkið. Við ráðum ekki þjónustu- magninu, við erum ekki eins og sjoppa sem lokar yfir helgina," sagði Guðmundur. -JBP Finnur Ingólfsson spáir í spilin: Kvikmyndir og tónlist flutt út rétt eins og fiskur - Ráöherra segir lækkun raforkuverös fyrirsjáanlega Jónas Garðarsson og félagar hans fóru f gærmorgun um borð í hentifána- skipið Hansewall til að kanna kjarasamninga áhafnarinnar. Hér sjást þeir koma frá borði. DV-mynd Pjetur Sjómannafélag Reykjavíkur: Formaðurinn hoppaði yfir hlið - var neitað um aðgang að Sundahöfn Kvikmyndir og tónlist em em ekki síst atvinnugreinar sem við eigum að nota til þess að styrkja stoðir at- vinnulífsins. Þetta telur Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra sem spáði í spilin næstu tíu til tólf árin í gærdag á ráðstefnu verkfræðinga og tækni- fræðinga um virkjanir og umhverfi. Finnur vill renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Hann bendir á að í Bandaríkjunum sé skemmtanaiðnað- urinn stærsta útflutningsgreinin, orðin stærri en bílaiðnaðurinn. Þessi grein sé líka stór i Svíþjóð, þriðja stærsta útflutningsgreinin og þannig sé það víðar. Vaxtarbroddurinn í íslensku at- vinnulífi á næstu 10-12 árum liggur i öðrum greinum en sjávarfangi, helm- ingnum af öllum vömútflutningi frá landinu í dag. Sú prósentutala á að verða mun lægri eða um það bil þriðjungur árið 2010 enda þótt sjávar- útvegur vaxi nokkuð. Finnur var bjartsýnn fyrir hönd þjóðarinnar og efaðist ekki um ágæti ýmissa aðgerða ríkissfiómarinnar. Hann benti meðal annars á að verð- bólga hér yrði aðeins 0,7% í ár. Að- gerðir vegna orkufreks iðnaðar und- anfarin ár hefðu haft afgerandi áhrif fyrir þjóðarbúið. Aukin sala á raf- orku þýddi jafnframt að skömmu eft- ir aldamótin mundi raforkuverð hér á landi lækka um 20-30% og það gæti jafnvel orðið fyrr en reiknað hafði veriö með. Finnur Ingólfsson sagði i ræðu sinni að orkufrekur iðnaður og ferðaþjónust- an ættu að geta unnið vel saman og að ekki sé sjálfgefið að einn atvinnuvegur komi í staðinn fyrir annan. Sóknarfæri næstu ára em mörg en mest þó í svokölluðum þekkingariðnaði, hug- búnaði, erfðafræði, líf- tækni og hátækniiðn- aði. „Ég fullyrði á grundvelli reynslunn- ar og af viðtölum mín- um við þá sem starf- andi em í þessari at- vinnugrein að við get- um haldið 20% árleg- um vexti í þessum greinum á næstu áram,“ sagði Finnur í gær. Hann sagði að við þyrftum að snúa okkur að nýjum sókn- arfæram, til dæmis í lyfiaiðnaði, tækja- framleiðslu fyrir sjáv- arútveg, kvikmynda- iðnaði og tónlistariðn- aði. -JBP „Eimskip reyndi að koma í veg fyrir að við færum um borð og starfsmaður í hliði neitaði að opna. Ég fór þá út úr bílnum og hoppaði yfir hliðið," segir Jónas Garðars- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Honum og félögum hans í Sjómannafélaginu var neit- að um að fara inn á svæði Eim- skips við Sundahöfn til að kanna pappíra hentifánaskipsins Han- sewall. Þeir gripu því til þess ráðs að fara yfir hlið og síöan um borð í skipið. „Við vomm í okkar fulla rétti þeirra erinda að kanna kjör áhafn- arinnar. Það kom í ljós við skoðun að samningar þeirra eru ekki stað- festir af Alþjóðaflutningamanna- sambandinu," segir Jónas. Sjómannafélagsmenn stöðvuðu í síðustu viku alla vinnu við henti- fánaskipið Hanseduo. Jónas segir að sjái Eimskipafélagið ekki að sér dragi aftur til tíðinda. „Ef þessir menn sjá ekki að sér þá munum við grípa til aðgerða að nýju,“ segir Jónas. -rt Finnur Ingólfsson - sér fyrir sér blómlegt ísland með ný sóknarfæri. Fáir á hamingjufundi Stjómmálafundur Áma John- sen á Hótel Örk í Hveragerði á miðvikudagskvöldið heppnaðist vel að sögn. Auglýst hafði verið að Kalmannsson frá Siðfræði- stofnun myndi flytja fyrirlestur um leiðir til lífshamingju. Að- eins 7 manns mættu auk Áma sjálfs sem þýðir að Stokkks- eyrarmetið var jafnað. Fréttamað- ur á staðnum sagði að þar hafi verið tveir sjálfstæðismenn, Elín Pálmadótt- ir, sem reyndar kýs í Reykjavík, og Einar Hákonarson, listamað- ur og galleríeigandi í Hveragerði. Greinilegt er að sjálfstæöismenn í Hveragerði sem borist hafa á bana- spjótum um árabil þurfa enga handleiðslu til að finna lífsham- ingjuna ... Ekki með sjómannaafslátt Komið er á daginn að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri „situr“ í hafnarstjórn Reykjavik- urborgar og þiggur góð laun fyrir. Algengara en ekki er að borgar- sfiórinn skrópi á fundum hinnar mikilvægu hafnar- sfiómar. Reikn- ingsglöggir menn hafa reiknað út að mætingin gefi borgarstjóranum sem nemur tæp- um 240 þúsundum króna fyrir hvem fund. Á ábyrgð hafnar- stjómar er hin makalausa 30 manna áhöfn lóösbátsins Haka sem þiggur sjómannaafslátt fyrir álíka litla viðvem á skipinu og komið er á daginn með borgar- sfióra í hafnarstjóm. Aftur á móti er upplýst að borgarstjóri nýtur ekki sjómannaafsláttar... Þrýst á Guðlaug Þór Guðlaugur Þór Þórðarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks á Vesturlandi og borgarfulltrúi, þakk- aði sinu fólki á Vesturlandi fyrir samfylgdina á dögunum og lýsti þvi yfir að hann ætlaði að draga sig í hlé frá landsmálunum í bili. Margh- telja að hann vilji með þessu ein- beita sér að borgar- málum með það fyr- ir augum aö ná stór- auknum áhrifum á D-lista. Ekki er ólíklegt að Guðlaugur Þór vilji láta á það reyna hvort hann hafi möguleika til að leiða listann fyrir næstu kosningar. Einhverjir stuöningsmanna Guð- laugs leggja þó hart að honum að sækjast eftir sæti á D-lista i Reykja- vík við þingkosningar í vor. Talið er að hann eigi góða möguleika á þvi að hafa Ara Edwald og Július Vífils- son, sem sækjast eftir áhrifum þar, undir... Toppur hjá Kók Bæring Ólafsson er einn af topp- unum hjá Coca Cola Intemational. Bæring, sem er bróðir Gísla Ólafs- sonar, fyrrum bæjarstjóra Vesturbyggðar, starfaði á sínum tima sem markaðssfióri hjá Vífilfelli en er nú kominn í þær álnir að fara með yfirsfiórn markaðssvæðis sem fer m.a. með Indland. íslendingar hafa náð góöum árangri innan Coke og sá sem næstur kemur Bæring að áhrifum er væntanlega Lýður Friðjónsson sem er yfir Norðurlöndunum með aðsetur í Osló... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.