Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
66
★
jnyndbönd
th
IHYNDBAHDA
GAGNRYNI
Martha, má ág kynna Frank,
Daniel & Laurence
Ást við fyrstu sýn -1
'k'k'k Hin bandaríska Martha (Monica Potter) er búin að fá sig
fullsadda af niðurbrjótandi hversdagslífi sinu vestra. Hún ákveður að
segja skUið við fortíðina og skeUa sér eitthvað út í heim. London
reynist ódýrasti ákvörðunarstaðurinn svo þangað er haldið. Á flug-
veUinum hittir hún breskan kvennaflagara, Daniel (Tom HoUander),
sem reynir að heiUa hana upp úr skónum. Eitthvað gengur það þó illa
og fær hann til liðs við sig vini sína, Laurence (Joseph Fiennes) og
Frank (Rufus SeweU). Frank verður ekki síður hrifinn af Mörthu og
etur kappi við félaga sinn um hyUi hennar. Gerir þetta Laurence svo
áttaviUtan að hann leitar tU geðlæknis og segir honum (og um leið
áhorfendum) frá árekstrum félaganna.
Ef marka má lofsamlega gagnrýni breskra fjölmiðla á myndinni er ljóst
að upphafning þeirra á breskri kvikmyndagerð er gengin út í öfgar.
Myndin á miklu meira sameiginlegt með hefðbundnum rómantískum
HoUywood-kvikmyndum en skapandi fuUtrúum bresks nýjabrums (t.d.
Secrets & Lies og Trainspotting). Ef takmarkið er aftur á móti að líkja
eftir HoUywood verður ekki annað sagt en að vel hafi tU tekist því
myndin er hvorki verri né betri en bandarísku frummyndimar.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nick Hamm. Aðalhlutverk: Monica
Potter, Joseph Fiennes, Rufus Sewell og Tom Hollander. Bresk, 1997.
Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -bæn
Just Write
Ást við fyrstu sýn - 2
★ Harold McMurphy (Jeremy Piven), sem hefur
frá unga aldri hrifist af kvikmyndastjörnum, er
bílstjóri lítiUar rútu sem keyrir ferðamenn á mUli
sögiúrægra hfbýla HoUywood. Og þótt hann sé
orðinn þrítugur er hann enn laus og liðugur, en
af því hefur faðir hans nokkrar áhyggjur. Hið
ótrúlega gerist aftur á móti er Harold hittir hina vinsælu leikkonu
Amöndu Clark (Sherilyn Fenn) á veitingastað. Hann gefur sig út fyrir
að vera virtur handritshöfundur, sem Amanda þarfnast sárlega. Sam-
band þeirra verður nánara með hverjum fundi, en hvemig í ósköpun-
um getur Harold hrist handrit fram úr erminni.
Just Write er afskaplega upptekin af þeirri tísku að vitna í aðrar mynd
ir. Þótt þann leik megi rekja áratugi aftur í tímann, hefur hann fyrst
núna hlotið virðingu sem listrænt (póstmódemískt) stílbragð. Um er að
ræða sjálfhverfar kvikmyndir er íjalla um framleiðsluferli kvikmynda
og/eða vitna í kunn meistaraverk. Og er ekkert slæmt um það að segja
en handritshöfundur Just Write (sem einmitt fjallar um gerð handrits)
gleymir aftrn- á móti eigin mynd í öllu tilvísanaflóðinu. Þá vekja samræð-
urnar um sígild verk kvikyndasögunnar lítinn áhuga áhorfandans, sem
óskar sér þess í stað að eitt þeirra væri nú frekar í tækinu.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Andrew Gallerani. Aðalhlutverk: Sher-
ilyn Fenn og Jeremy Piven. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð.
-bæn
Afterglow
Frábærir leikarar
★★★ Hér er sögð saga tveggja para í Montreal, en
leiðir þeirra skarast eftir að viðgerðarmaðurinn
Lucky Mann er ráðinn til að útbúa bamaherbergi
af Marianne, eiginkonu unga viðskiptasnillingsins
Jeffrey Byron. Hann er reyndar lítið hrifinn af hug-
myndum konu sinnar um bameignir, því hann er
afar upptekinn af sjálfum sér og ferli sínum. Hann hefur varla tima til
að sinna eiginkonur sinni, hvað þá ungabarni. Lucky Mann er heill-
andi miöaldra kvennabósi og fyllir í tómarúmið í lífi Marianne. Mikið
tómarúm er 1 hjónabandi hans sjáifs og fyrrverandi B-myndaleikkon-
unnar Phyllis, en þau hafa ekki séð dóttur sína síðan hún hljópst að
heiman átta árum áður. Jeffrey rekst á Phyllis þar sem þau em bæði
að njósna um maka sína og hún höfðar til fágaðs smekks hans. Hjóna-
band hvors pars riðar til falls og að lokum sýður upp úr. Afterglow er
fágað drama sem snertir mjúklega á ýmsum spumingum án þess að
svara þeim á afgerandi hátt. Stærsti kostur myndarinnar er frábær
leikhópur, þar sem hvert hlutverk er eins og sniðið fyrir leikarann í
því. Julie Christie var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir sitt hlutverk,
en Lara Flynn Boyle, Nick Nolte og Johnny Lee Miller em engu síðri.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Alan Rudolph. Aðalhlutverk: Nick Nolte,
Julie Christie, Lara Flynn Boyle og Johnny Lee Miller. Bandarísk, 1997.
Lengd: 111 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Little Bit of Soul
Hver hefur sinn djöful að draga
★★★i Dr. Richard Shorkinghorn er ungur vísinda-
maður sem er að vinna að rannsóknum sem gætu orð-
ið til að stöðva hrömun líkamans. Gallinn er að hann
fær hvergi styrk til að kosta rannsóknimar. Það er þó
einn styrktaraðili sem sýnir áhuga, hin auðuga Grace
Michael, og hún býður honum til helgardvalar á
sveitasetri sínu ásamt helsta keppinauti hans og fyrmrn ástkonu, Kate,
en hún er að fást við sömu hluti. Grace og eiginmaður hennar (sem er
fjármálaráðherra landsins) taka vel á móti gestunum, en það er ekki
laust við að Richard og Kate séu hálfsmeyk við þessi sérvitru hjón.
Óvæntar uppljóstranir og skrýtnar uppákomur fylgja í þessari ófyrir-
leitnu og léttgeggjuðu áströlsku gamanmynd, sem hrærir saman vís-
indarannsóknum, ástarsamböndum, djöfladýrkun, lífsspeki og efna-
hagsmálum í skemmtilega beyglaða þvælu. Óskarsverðlaunahafinn
Geoffrey Rush fer á kostum í hlutverki hins djöfullega lúðalega ráð-
herra. Aðrir leikarar, ófrægari, standa sig einnig vel og virðast hafa
skemmt sér vel við tökur myndarinnar.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Peter Duncan. Aðalhlutverk: Geoffrey Rush,
David Wenham, Frances O'Connor og Heather Mitchell. Áströlsk, 1997.
Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Mel Brooks:
Geðþekkur
Nú eru liðin þrjátíu ár síðan Mel
Brooks sendi frá sér sina fyrstu
mynd. Hann hefur unnið sér sess
sem eitt af stærstu nöfnunum í grín-
bransanum með því að senda frá sér
vinsælar gamanmyndir reglulega.
Hemn er þekktur fyrir brjálæðisleg-
an og farsakenndan húmor þar sem
hann blandar gjarnan saman háði
og slapstick. í flestum mynda hans
er hann að taka fyrir einhverja teg-
und kvikmynda, eða einfaldlega
ákveðnar kvikmyndir, og hæðist að
þeim miskunnarlaust (og oft á mjög
smekklausan hátt), jafnframt því
sem áhorfendum er skemmt með
ærslaleik. Stundum getur þó teygst
heldur mikið úr ærslaleiknum hjá
honum þannig að hann verði leiði-
gjam til lengdar. Annað einkenni
mynda hans er gyðingahúmorinn
sem tröliriður nánast hverri einustu
mynd hans, en Mel Brooks er auðvit-
að sjálfur gyðingur og veit ekkert
skemmtilegra en að henda gaman að
eigin fólki. Sjálfshæðni hans gerir
hann viðkunnanlegri en ella en
stundum er grínið þó of mikið einka-
grín og fer þá fyrir ofan garð og neð-
an hjá þeim sem lítil kynni hafa haft
af hans menningarheimi.
Melvin Kaminsky
Rétt nafn Mel Brooks er Melvin
Kaminsky og hann fæddist árið 1926
í Brooklyn í New York. Hann var
lágvaxið og veiklulegt bam og var
strítt mikið en kom sér í mjúk-
inn hjá félögunum með þvi að
koma þeim til að hlæja.
Eftir herþjónustu í
seinni heimsstyrjöld-
inni vann hann
fyrir sér sem
trommuleikari á
sumarhótelum í
Catskill-fjöll-
unum áður
en hann komst í stöðu
skemmtanastjóra og
fasts grínleikara á
einu hótelinu. Til að
forðast rugling á
honum og trompet-
leikaranum Max
Kaminsky breytti
hann á þessum tíma
nafni sínu í Brooks
en móðir hans bar
nafnið Brookman
áður en hún giftist fóð-
ur hans.
Árið 1949 sótti Mel
Brooks um starf
sem handrits-
höfundur við
sjónvarpsþætti
Sid Caesars.
Sagan segir
að Sid Caes-
ar hafi ráð-
ið hann
eftir að
hann féll
á kné og
söng
lag
um
sjálfan sig. Mel Brooks vann fyr-
ir Sid Caesar í áratug í félags-
skap með mönnum eins og
Woody Allen og Carl Rein-
er. Hann og Carl Reiner
þróuðu síðan hin frægu
„2000 Year Old Man“-at-
riði sem endaði með met-
söluplötu. Hann gerði
síðan sjónvarpsþætti
með Buck Henry sem
kölluðust Get Smart og
náðu nokkrum vin-
sældum.
Klassísk myndbönd Silent Movie ★★*
Ekki alveg þögul ©
Það er erfitt að ímynda sér mynd
sem kemst lengra í því að speglast í
sjálfri sér. Silent Movie er þögul
mynd, gerð löngu eftir að skeið
þöglu myndanna er liðið undir lok.
Mel Brooks leikur Mel Funn, leik-
stjóra sem eitt sinn var stórt nafn
en hefur eyðilagt feril sinn með
drykkju. Hann hefur bætt ráð sitt og
er að reyna að skapa sér nafn að
nýju með þeirri snilldarhugmynd
sinni að gera þögla mynd. Forstjóri
kvikmyndaversins er lítið hrifinn af
hugmyndinni þangað til Mel Funn
segist munu fá stórstjömur í hlut-
verkin til að tryggja afkomuna.
Meðan Mel Funn og félagar (Marty
Feldman og Dom DeLuise) nota
vægast sagt óheföbundnar aðferðir
til að klófesta stjörnumar sínar em
óprúttnir fulltrúar fyrirtækisins
Engulf & Devour að reyna að kaupa
upp kvikmyndaverið. Þeir hafa
áhyggjur af því að myndin verði svo
vinsæl að hún muni bjarga fjárhag
kvikmyndaversins og senda því
kynbombuna Vilmu Kaplan (Bema-
dette Peters) til að tæla Mel Funn og
koma honum í flöskuna á ný.
Silent Movie: Mel Brooks og Sid Caesar
Myndin er mjög metnaðarfull til-
raun til að nýta form þöglu mynd-
anna og ber vott um listrænan
metnað Mel Brooks á þessum ámm.
Það þarf kraftmikinn og áræðinn
leikstjóra til að gera mynd sem
stríðir gegn öllum markaðslögmál-
um og hefur varla átt upp á pall-
borðið hjá peningamönnunum í
Hollywood. Hann sækir auðvitað
mikið til „slapstick" húmorsins sem
var allsráðandi í þöglu myndunum
og tekst að búa til mörg mjög fynd-
in atriði. Hins vegar dregur hann
myndina svolítið niður með fremur
misheppnuðum inn-
skotum þar sem flæði
myndarinnar er stöðv-
að til að koma að ein-
um brandara. Mel
Brooks, Marty Feld-
man og Dom DeLuise
ná ágætlega saman í
Bakkabræðrahlutverk-
um sínum en Berna-
dette Peters stelur sen-
unni sem hin lostafulla
Vilma. Nokkrir frægir
leikarar leika sjálfa sig
í myndinni, þar á meðal Burt
Reynolds, James Caan, Liza Minelli,
Anne Bancroft og Paul Newman. Þá
segir látbragðsleikarinn frægi,
Marcel Marceau, eina orðið í mynd-
inni þegar hann segir hátt og snjallt
Nei!“ (á frönsku auðvitað) þegar
Mel Funn býður honum hlutverk.
Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leik-
stjóri: Mel Brooks. Aðalhlutverk:
Mel Brooks, Marty Feldman, Dom
DeLuise og Bernadette Peters.
Bandarísk, 1976. Lengd: 83 mín.
Pétur Jónasson