Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
9elgarviðtal
41
stu viku verður gefin út ævisaga Steingríms Hermannssonar:
etjusaga
hringdi ég oft í bankastjóra og bað
þá að skoða einstök mál en hafði
það alltaf fyrir reglu að gera þeim
ljóst að ákvörðunin væri þeirra og
þeir bæru ábyrgð á henni. Það
kom oft fyrir að þeir hringdu aftur
og sögðu að því miður stæði við-
komandi fyrirtæki svo veikt að við
getum ekki hjálpað því. Ég beitti
bankastjóra aldrei þrýstingi til að
gera það sem þeir töldu rangt.
Stundum tókst þó að beina athygli
þeirra að einhverju sem þeir höfðu
ekki skoðað og gátu leyst úr.
Því verður ekki neitað að fyrir-
greiðslupólitíkin var ákaflega mik-
ilvæg fyrr á árum. Ég neita því
ekki að helmingaskipti voru mikil
á milli Framsóknarflokks og Sjálf-
hvaða flokki þeir voru, hafi gert
þetta allt að bestu vitund. En það
er rétt að svona höft leiða oft til
þess að þeir sem eru við völd hafa
betri aðgang að bakdyrum hinna
ýmsu stofnana."
„Við treystum okkur að minnsta
kosti til að fullyrða að í þessari
bók er afskaplega bitastætt dæmi
um fyrirgreiðslupólitík," segir
Dagur. „Það snertir verktakafyrir-
tæki sem Steingrímur átti með
öðrum sem allir voru framsóknar-
menn og fékk fyrirgreiðslu frá
framsóknarráðherra og hrepptu
þannig einn feitasta bitann af
borði Marshall-aðstoðarinnar.“
þegar í gegnum söguna er farið, að
nefna það sem manni mislíkaði þá
og telur að hafi komið í veg fyrir
skynsamlegri ákvarðanir. Því
verður aldrei neitað. Ég hef hins
vegar alltaf haft óbilandi trú á því
að menn hafi tekið ákvarðanir með
tilliti til þess sem þeir töldu rétt-
ast. Ég hef aldrei hitt íslending
sem hefur verið illa innrættur að
því leyti að hann hafi tekið ákvörð-
un til að valda landi og þjóð skaða.
Menn eiga sér ákveðnar hugsjónir
og á þeim byggja
þeir sínar ákvarð-
anir. Menn geta svo
verið ósammála um
hugsjónimar. Ég
held að menn verði
ekki hlusta á aðrar raddir, aðrar
skoöanir."
Á Steingrímur þarna við Þor-
stein Pálsson?
„Ég ætla ekki að nefna neina
einstaka menn á þessu stigi.“
Að bíta í sig
ákveðnar skoðanir
„Það sem mér finnst fróðlegt að
rifja upp og skoða er hvað lífið í
þessu landi hefur gjörbreyst og
hvað ég hef gjörbreyst. Þegar ég
fór til náms tU Bandaríkjanna átti
ég þann draum æðstan að verða
verkfræðingur og virkja fallvötnin
hér. Um leið og ég kom heim ferð-
aðist ég um landið með útlendinga
til að sýna þeim virkjunarmögu-
leika. Stærsta hugmyndin var að
setja Þjórsárver undir vatn. Það
var ekki nokkur sem fann að því. í
dag er það nánast heilagt svæði. Ég
var einn af aðalstóriðjupostulum
og flutti umdeildar ræður um það,
reyndar í andstöðu við Framsókn-
arflokkinn.
Ég hef algjörlega breyst að þessu
leyti og sé nú verðmætin allt önn-
ur en ég sá þá, allt önnur. Ef ég á
að ráðleggja mönnum eitthvað þá
mega menn ekki vera of fastir í
hjólfari nútíðarinnar. Menn verða
að horfa fram á veg. Maður taldi
Sama er með kvótakerfið. Ég er
mjög efins um kvótakerfið í núver-
andi mynd en ég held að það þurfi
að vera einhvers konar kvótakerfi.
Ég sá á því annmarka þegar það
var tekið upp og finnst þeir ann-
markar hafa vaxið. Ég hef verið
talsmaður þess að menn viður-
kenni það og lagfæri. Það eru mis-
tök að viðurkenna það ekki.“
Eru stjómmálamenn of hræddir
við að viðurkenna að hafa haft
rangt fyrir sér?
„Já, ég held að margir biti sig í
ákveðnar skoðanir,“ segir Stein-
grimur.
„Ég hef gert svo
morg mistök"
Hver voru mestu mistök Stein-
gríms Hermannssonar?
„Ég hef gert svo mörg mistök. Ég
held að ég geti í raun ekki svarað
því. Mér hefur alltaf fundist rétt að
viðurkenna ef mér finnst eftir á að
ég hafi gert mistök. Ég sagði það
mistök áriö 1983 að létta ekki byrð-
unum af skuldunum betur af laun-
þegunum en gert var þá. Ég vildi að
minnsta kosti taka mikið skref í að
afnema verðtryggingu á fjármagn
þegar verðtrygging af launum var
afnumin. Ég held að það hafi verið
mistök að gera það ekki en banka-
Það eru svo miklar breytingar að það versta sem kemur fyrir menn er að endurskoða sig ekki
jafnóðum. Sumir heimspekingar hafa sagt að hraðinn sé svo mikill að maðurinn geti ekki
fylgt honum og hanp hljóti að týnast f honum. Ég er að reyna að gera það ekki.“
fa elskað og misst, ég tala nú ekki um þá sem hafa átt í forræðisdeilum, geti fundið sig og sínar sárustu
iríms. í þeim hluta fannst mér hann mestur kjarkmaður en ekki þegar hann var að taka erfiðar pólitískar
sér til þess að segja þessa sögu án þess að draga neitt undan.“
stæðisflokks. Þegar ég kom heim
frá Bandaríkjunum ætlaði ég eins
og margir aðrir að verða ríkur. Ég
hafði margar hugmyndir og hrinti
sumum í framkvæmd og öðrum
ekki. Þá rakst maður oft á svona
hluti. Það þrnfti að sætta ýmsa í
stjórnmálum við ákveðnar um-
sóknir. Sem betur fer er þetta liðið
en ég er alls ekki sammála þeim
sem líta til baka og segja að þetta
hafl verið óhemju spilling. Eflaust
fór eitthvað úrskeiðis í þá veru en
við áttum engan gjaldeyri í þá tíð,
við sóuðum honum i raun og veru
skömmu eftir stríðið.
Ég er mjög eindregið þeirrar
skoðunar að þeir menn sem réðu
þessu þá, mér er alveg sama í
Samráðið mikilvægt
Má ætla að einhverjir stjóm-
málamenn sitji sveittir og kvíði út-
komu bókarinnar?
„Eigum við ekki að vona það?“
segir Dagur.
„Jú, jú. Það getur vel verið að
þeir geri það einhverjir,“ segir
Steingrímur. „Það er ómögulegt að
ganga í gegnum svona langan
stjórnmálaferil og tala af hrein-
skilni án þess að einhver sé ósam-
mála eða mislíki. Hins vegar hef ég
verið haldinn þeirri áráttu að ég
þekki enga óvini mína, bara vini.
Engu að síður hlýtur maður,
alltaf að við-
urkenna rétt
andstæð-
ingsins til
að hafa sína
skoðun á því
hvernig á að
framkvæma
hlutina.
Ég var
mjög ein-
dreginn tals-
maður ein-
mennings-
kjördæma
hér á landi
til að tryggja
eins flokks meirihlutastjóm sem
ég taldi miklu stöðugri. Hún er það
að vissu leyti en þegar allt kemur
til alls tel ég það okkar lán að geta
unnið saman í mörgum flokkum.
Ég hitti einu sinni Margaret
Thatcher sem oft áður. Hún kom
hlaupandi yfir þveran salinn og
sagðist alltaf kenna í brjósti um
forsætisráðherra íslands að þurfa
að starfa með svo mörgum flokk-
um. Ég leyfði mér að segja við
jámfrúna að ég fyndi ekkert til út
af því. Það kæmi oft betra út úr því
samráði en einræði. „Ekki trúi ég
því,“ sagði hún, sneri við og fór.
Samstarf getur auðvitað verið
mjög erfitt ef sá sem leiðir það hef-
ur ekki þessa tilfinningu og vill
„Síðan komu fram
nýjar staðreyndir um
loftlagsbreytingar og
þau áhrif sem meng-
un hefur á líf manns-
ins og framtíðina.
Mér finnst það mjög
sorglegt þegar menn
í dag neita að horfast
í augu við þær stað-
reyndir. Menn eiga
að horfast í augu við
staðreyndir og breyta
þá um stefnu.“
sig vera að horfa fram á veg og
virkjun og stóriðja var hin viður-
kennda leið. Síðan komu fram nýj-
ar staðreyndir um loftlagsbreyting-
ar og þau áhrif sem mengun hefur
á líf mannsins og framtiðina. Mér
finnst það mjög sorglegt þegar
menn í dag neita að horfast í augu
við þær staðreyndir. Menn eiga að
horfast í augu við staðreyndir og
breyta þá um stefnu.
veldið taldi það alls ekki hægt og ég
veit að það voru miklir erfiðleikar
að gera það. En ég held að allir erf-
iðleikar séu til þess að yfirstíga þá
og að við hefðum getað það.
Mér fannst um tíma að fyrra
hjónaband mitt hefði verið mikil
mistök. Það olli miklum erfiðleik-
um. Ég hef stundum hugsað um að
ef það hjónaband hefði ekki orðiö þá
væru ekki til þrjú dásamleg böm
sem ég á í Bandaríkjunum og fjórir
afasynir sem eru allir yndislegir.
Það er svo erfitt að segja um slíkt.
Ef maður hefði ekki gert eitthvað þá
hlýtur það sem á eftir kemur að
breytast. Þannig að ég á mjög erfitt
með að draga fram einn ákveðinn
hlut.
Lífið verður að vera í stöðugri
endurskoðun. Stærðfræðingur sagði
við mig á námsárum mínum í Kali-
fomiu að hraði breytinganna væri
þannig að hann tvöfaldaðist á hverj-
um sjö ámm. Allt væri orðið nýtt að
sjö árum liðnum. Kannski er hrað-
inn miklu meiri.
Það em svo miklar breytingar að
það versta sem kemur fyrir menn er
að endurskoða sig ekki jafnóðum.
Sumir heimspekingar hafa sagt að
hraðinn sé svo mikill að maðurinn
geti ekki fylgt honum og hann hljóti
að týnast í honum. Ég er að reyna
að gera það ekki.“ -sm