Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 DV »> heygarðshornið ”* * Kosningarnar vestra og Clinton Ég vona að lesendur DV misvirði það ekki við mig þótt ég leyfi mér að fitja upp á svo klámfengnu efni og forseta Bandaríkjanna. Afsökun mín er sú að bandaríska þjóðin hef- ur nú enn einu sinni sent þingi og fjölmiðlum afdráttarlaus skilaboð um að hún telji það ekki koma sér við hvernig mökum Bills Clintons er háttað, hvort sem þau eru kennd við munn eða annað. Ég get að minnsta kosti lofað því að ég er ekki búinn að yrkja neina vísu - en umræðan hér á landi um Clintonsmál einkum hefur verið borin uppi af hagyrðingum lands- ins. Sem er svo sem ekki að undra enda málið óvenju sneypulegt. ****** Á síðasta áratug siðustu aldar varð líka kynlífshneyksli í voldug- asta riki heims og mikill ráðamað- ur var niðurlægður opinberlega fyrir hneigðir sínar. Það var Oscar Wilde sem var áhrifamesti höfðing- inn í ríki andans í þá daga, leiðtogi fin-de-siecle fagurfræðinnar. Hann afneitaði opinberlega samkyn- hneigð sinni og þegar réttarhöld þóttu hafa leitt annað í ljós með óyggjandi hætti var honum blátt áfram varpað i fangelsi og líf hans lagt í rúst. Atlagan á hendur Bill Clinton átti að leiða til sömu niður- stöðu. Munurinn var sá að þar var karlmanni gefið að sök að vera gagnkynhneigður og að hafa iðkað slíkt kynlif með hætti sem að vísu hefur til þessa ekki verið talinn til fyrirmyndar, en þó ekki refsivert athæfi. ****** Og nú virðist enn sem málið ætli að fjara út. En eftir stendur hitt: þetta er stórkostlegasta niðurlæging valda- manns á öldinni. Einn helsti rithöf- undur Bandaríkjamanna, Gore Vidal, vakti í blaðagrein í tengslum við vitnaleiðslurnar athygli á hlut lögmannanna í þessu máli öllu. Hann segir: „Tveir þriðju hlutar lögfræðinga heimsins eru banda- rískir og þeim hefur tekist að gera glundroðann í löggjöf okkar að gróðavænlegu lifibrauði sínu. Þar sem okkur virðist fyrirmunað aö einbeita okkur að kjarna málsins höfum við gert það að segja ekki allan sannleikann eiðsvarinn að verstu dauðasynd sem til er. Þetta er lögfræði í sinni úrkynjuðustu mynd.“ Gore Vidal staðhæflr í grein sinni að Hillary Clinton hafi að sjálfsögðu haft rétt fyrir sér þegar hún staðhæfði að í gangi væri víðtækt samsæri peningafursta og hægri manna um að klekkja sem mest á þeim hjónum. Gallinn sé bara sá að fjölmiðlarnir hafi þjálfað Bandarikjamenn eins og Pavlov þjálfaði hundana sína þannig að sérhverjum Bandaríkja- manni finnist að um leið og hann trúi á samsæri einhvers staðar verði hann líka að trúa á fljúgandi diska. Dauðasynd Clinton-hjónanna var sú, að sögn Gore Vidals, að ætla sér að koma fram umbótum á sjúkratryggingakerfinu banda- ríska. Þeirri tilraun þeirra hafi verið hnekkt, hægri öflin látið kné fylgja kviði Allt má þetta rétt vera hjá hinum arlærdóm, að hafa paragraffa á reiðum höndum, og síðan hitt: að geta túlkað sérhvem lagabókstaf sér í hag, þeim málstað sem þeir verja hverju sinni, burt séð frá réttu eða röngu. Með útúrsnúningi mætti jafnvel segja að þeir þjálfíst í útúrsnúningi. Og endi flestir sem rukkarar. Lögfræði hefur alltaf verið upp- áhaldsfag ís- lendinga. Lög- fræði eru hin einu sönnu ís- lensku fræði því hér ríkir mikil og virðu- leg hefð fyrir rifrildi og þrasi um landa- merki, rekavið, lit á þaki fjöl- býlishússins og hvaðeina sem kostur gefst á ágreiningi um.Virðing er því borin fyrir lögfræðingum. Og vitaskuld er mikilvægt að við löggjafarsamkunduna starfi fólk sem veit um hvað lögin snúast, en kannski að íslendingar mættu fara að gefa því gaum að það er brýnt að fólk með víðtækari menntun og annan sjónarhól en lögfræðingar sinni stjórn landsins, því að þótt lögfræðingarnir verði seint önnur eins plága og í Bandaríkjunum sjá- um við þó þaðan að brýnt er að hafa vit fyrir þeim. Eins og banda- ríska þjóðin virðist hafa gert að þessu sinni. ágæta rithöfundi. Það sem hins vegar kann að vera umhugsunar- efni fyrir okkur hér er það sem hann segir um völd lögfræðinga, sem svo sannarlega eru þjóðarplága í Bandaríkjunum þar sem sérhver miski er mældur í peningum sem lögfræðingurinn getur nælt sér í hluta af. Og þegar að ofsóknunum á hendur Banda- ríkjaforseta kem- ur virðist manni að grundvallar- reglur réttarríkis- ins séu þverbrotn- ar. Slíkt er sem betur fer ekki stundað hér á landi. En er víst að lögfræðin sé jafn heppilegur imdirbúningur valdamanna í þjóðfélaginu og ís- lendingar virðast SHsiandílr Guðmundur Andri Thorsson stjórnað af lög- fræöingum, og allir þeir sem hljóta framgang i helstu stjórnmálaflokk- unum virðast vera fyrst og fremst lögfræðingar. Getur verið að það sé æskilegt? Hvað læra lögfræðingar? Hvaða menntun hcifa þeir? Hver er sið- ferðileg undirstaða menntunar þeirra? Ég veit ekki svörin við neinu af þessu, en ímynda mér að þjálfun þeirra í há- skólanum snúist verulega um utanaðbók- Tfr w gurílífi Dagur sigurs í lífi Helga Sigurðssonar knattspyrnukappa: I stressinu gleymdist stressið „Þjálfarinn hafði gefið okkur skýr fyrirmæli um að við ættum ekki að vakna seinna en átta og vitaskuld hlýddi ég því. Öll fjöl- skyldan vaknaði snemma, einnig foreldrar mínir, sem voru hjá mér og litla dóttir mín, það voru fjörug- ar umræður í gangi við morgun- verðarborðið og allir voru mjög spenntir. Klukkan tíu, þegar aðeins voru þrír tímar í leikinn, hittumst við leikmennirnir svo á hóteli hér í bænum og þar var snæddur annar morgunverður. Menn fengu sér eggjaköku og djús, leikurinn var ræddur og þjálfarinn kom og barði inn í okkur hvað við ættum helst að hafa í huga í þessum mikilvæga leik. Ég bjóst eiginlega við því að vera miklu stressaðari en ég var, í raun var ég afskaplega rólegur og fann litið fyrir þessu. Það var svo mikið að gera og að svo mörgu að huga, að í stressinu gleymdi ég að vera stressaður. Mér leið bara eins og ég væri að fara að spila venju- legan deildarleik. Um ellefuleytið héldum við út á Ulleval-stadium. Á leiðinni keyrð- um við framhjá skrúðgöngu Sta- bæk-aðdáendanna og ég veit svei mér ekki hvað margir tóku þátt í henni, en fólkið veifaði til okkar og það var alveg gífurleg stemning því þetta er í fyrsta skipti sem lið- ið er í úrslitum í bikarkeppninni. Draumur verður að veruleika Þegar komið var út á völlinn biðu þar 25.000 manns í mikl- um ham. Við klædd- um okkur í búning- ana, pússuðum skóna og bjuggum okkur undir leikinn. Rúmum hálftíma fyrir leik fórum viö að hita upp og þá fann ég mest fyrir stemning- unni og þrýstingnum því það er ekki á hverjum degi sem það koma 25.000 manns að horfa á fótboltaleik. Hvorki á íslandi né í Noregi. Þetta var eitthvað al- veg nýtt. Svo hófst leik- urinn klukkan eitt og ekki voru liðnar fimm mín- útur þegar ég skor- aði fyrsta markið. Markið gaf okkur aukið sjálfstraust og ekki hvað minnst mér sjálfum. Rosenborg jöfnuðu seinni hálf- inn á þetta með þvi að skora þriðja markið í lokin. Gleðin var ólýsan- leg. Þetta er það stærsta sem hefur gerst í sögu klúbbsins og stærsti sigurinn á mín- um fótboltaferli; í raun draumur sem er orðinn að veruleika. það Leik viti ur en við komumst aft ynr fram ur lengingunm og eg rak enda svo hnút Klappað, stappað og sungið fram á kvölð Ásamt Rosenborgarliðinu fórum við út að borða á vegum knatt- spymusambandsins þar sem haldnar voru ræður og farið yfir leikinn. Allir voru sammála um að hann hefði verið frábær og í raun besti úrslitaleikurinn til margra ára. Tekin voru við mig mörg við- töl og ég sagður hetja dagsins. Ég taldi mig þó enga sérstaka hetju. Aðalatriðið var að við unnum leik- inn og það þurfti fleiri leikmenn en mig til þess, þó að ég hafi verið svo lánsamur að skora tvö mörk. Eftir matinn fórum við á heima- völl Stabæk og þar biðu okkar u.þ.b. sjö þúsund manns. Hátíða- höldin minntu mig á sautjánda júní, það var klappað, stappað og sungið fram á kvöld og eftir það fórum við i gleðskap hjá liðinu sem stóð fram á rauða nótt. 1. nóvember var dagur sem líð- ur mér seint úr minni. Hann var einn af þessum dögum sem maður vildi gjarnan upp- lifa í annað sinn. Helgi Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá norska liðinu Stabæk, iýsir deginum þegar hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik bikarkeppninnar á Ulleval í Ósló. Þá skellti Stabæk meisturum Rosenborg 3-1. „Alltaf grimmur, alltaf í baráttunni, alltaf hættulegur,“ var sagt í norska sjónvarpinu um framgöngu Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.