Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 32
32 jfelgarviðtal K ★ ÍK '■I LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 30 I næ vinsældavindar blása. Hann hefur haldið eigin persónu utan við og tekið á málum sem stjórnmálum. Vel flest sem í bókinni er hafa ekki einu sinni nánir vinir hans vitað sem sýnir um leið hvað við leyfð- um okkur að ganga langt,“ segir Dagur. Hvað var Steingrími erfiðast að rifja upp? „Það var eflaust fyrra hjónaband mitt, skilnaðurinn og allt í því sambandi,“ segir Steingrímur. „Það voru mjög erfið ár. Ég á þrjú börn af fyrra hjónabandi og það er alltaf mjög erfítt að skilja þegar börn eru í spilinu. Ég hef verið mjög látisamur að eftir allan hama- ganginn hér og í Bandaríkjunum „Mér fannst um tíma að fyrra hjónaband mitt hefði verið mikil mistök. Það olli miklum erfið- leikum. Ég hef stundum hugsað um að ef það hjónaband hefði ekki orðið þá væru ekki til þrjú dásamleg börn sem ég á í Bandaríkjunum og fjórir afasynir sem eru allir yndislegir." DV-myndir Pjetur eru tengsl mín og bam- anna mjög náin og við urðum miklir vinir. Bömin koma hingað reglulega þannig að það rættist úr þessu. En á meðan þetta stóð yfir voru þetta lang- samlega erfið- ustu árin.“ „Ég held að allir sem hai tilfinningar í sögu Steing ákvarðanir. Hann treysti i Fyrirgreiðslu- pólitíkin „Ég held aö það sé mjög gott fyrir hvern mann aö líta til baka, fara yfir þaö sem hefur gerst og gera sér grein fyrir því hvaö heföi bet- ur mátt fara. En meta þá bœöi kosti og galla þess sem hefur gerst. Þaö er stundum mjög erfitt þegar menn eru mjög nálœgt atburöun- um. Þá ríkir oft viss bit- urleiki og menn hafa ekki fyrirgefið. Ýmislegt af því sem á gekk þau ár sem voru erfiðust átti ég framan af erfitt meö aö fyrir- gefa. Ég er búinn að fyrirgefa þaö í dag. Þeg- ar tveir deila eiga báðir sök. Það sér maöur þó ekki á líöandi stundu. “ Sú bók sem beðið er með mestri eftirvæntingu fyrir þessi jól er eflaust Ævisaga Steingríms Hermannssonar sem rituð er af Degi B. Egg- ertssyni og kemur út næsta þriðjudag. Ævisagan er fyrsta bók Dags og mikill fengur fyrir ungan mann að ráðast í svo stórt verk- efni. Hvemig kom það til að lítt reyndur penni var valinn til starfans? „Vorið sem ég hætti sem formað- ur Stúdentaráðs Háskóla íslands brokkaði ég upp í Seðlabanka, af því að mig vantaði sumarvinnu, og stakk upp á því við Steingrím að við skelltum í bók,“ segir Dagur. „Ég held að ég hafi hlegið að honum,“ segir Steingrímur. „Af einhverjum ástæðum hafa mjög margir komið að máli við mig og viljað skrifa ævisögu mína. Ég hef alltaf neitað því og var í raun ákveðinn í þvi að gera það ekki. Ég lofaði honum þó að ef ég hyrfi að því ráði að láta rita ævisögu mína skyldi ég hafa samband við hann. Af ýmsum ástæðum breyttist sú ákvörðrm mín að leyfa ekki að skrifa sögu mína. Kannski var það af því að það vantar oft svo mikið í sögur sem skrifaðar eru eftir að menn eru gengnir. Æði margt hlýt- ur að fara með manninum i gröf- ina. Að höfðu samráði við mína nánustu ákvað ég að slá til. Þá stóð ég við loforðið, hringdi í Dag og spurði hvort hann hefði enn áhuga á þessu og hann virtist hafa það. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég valdi Dag því vissulega höfðu margir mjög mætir og ágætir pennar við mig talað. Mér fannst svolítið spennandi að leyfa ein- hverjum óreyndum, óþekktum, ungum sem var ekki framsóknar- maður að skrifa ævisögu mína. Það voru framsóknarmenn sem ég met mikils sem vildu skrifa en ég ákvað að það yrði of litað af flokkspólitík. Mér fannst að ungur maður sem hefði horft á ævi mína í fjarlægð liti hana ferskum augum og væri gagnrýninn á það sem hann sæi.“ Ástir, sársauki og missir „Ég hef frá upphafi litið svo á að það væri mitt hlutverk að koma í veg fyrir að þetta yrði hefðbundin hetjusaga og reynt að draga fram þær hliðar á Steingrími Her- mannssyni sem fólk hefur ekki átt- að sig á en hafa átt gífurlegan þátt í að móta hann sem einstakling og þar með sem stjórnmálamann. Þess vegna fannst mér verkefnið spennandi," segir Dagur. „Ég leit á það sem mitt hlutverk að halda þeim atriðum á lofti sem gagn- rýnendur Steingríms myndu vilja sjá i bókinni sem nauðsynlegan hluta af hans ferli og ævisögu. Ég var mjög ánægður með hvað Steingrímur sýndi mikinn kjark. Hann leyfir birtingu á ýmsu sem margir teldu gagnrýnivert á hans ferli og þar sem hann stöðu sinnar vegna og athafna i íslensku þjóðlífi getur verið lykilvitni um pólitíska fyrirgreiðslu eða annað slikt. Ég dáðist þó enn meira að því hvað hann sýndi mikinn kjark og gaf af sjálfum sér tilfinningalega. Það er miklu erfiðara en að viðurkenna mistök í pólitík sem er auðvitað mannlegt og allir gera þótt sumir viðurkenni það ekki. Það er vægast sagt óvenjulegt að þjóðþekktir menn reyni ekki að halda ákveðinni fjarlægð og upp- hafningu sem verður óneitanlega í nútímasamfélagi þar sem fólk kynnist þessum einstaklingum í „Þegar ég var í stjórnmálum hringdi ég oft í bankastjóra og baö þá aö skoöa einstök mál en haföi þaö alltaf fyrir reglu aö gera þeim Ijóst aö ákvöróunin vœri þeirra og þeir bœru ábyrgö á henni. “ gegnum fjölmiðla. Ég held að allir sem hafa elskað og misst, ég tala nú ekki um þá sem hafa átt í for- ræðisdeilum, geti fundið sig og sín- ar sárustu tilfinningar í sögu Steingríms. í þeim hluta fannst mér hann mestur kjarkmaður en ekki þegar hann var að taka erfið- ar pólitískar ákvarðanir. Hann treysti sér til þess að segja þessa sögu án þess að draga neitt undan. Þó að við höfum rætt hvað ætti að fara inn í bókina þá man ég ekki eftir neinu dæmi um það að hann hafi hlíft sér, það var miklu frekar að hann hafi tekið tillit til annarra. Saga hans um hjónabandið, ástir, sársauka og missi er þama öll og hans hugarlíf í tengslum við það. Það hefur verið mikil lifsreynsla fyrir mig að ganga í gegnum ævi annars manns. Það er ekki bara að ég hafi lýsingu á erfiðleikum og átökum heldur lika aðgang að manninum til að spyrja hann hvemig honum hafi liðið á þessum erfiðu tímum. Það að svo langt hafði liðið frá því hann rifjaði það upp gaf færi á að nota tilfinning- amar sem vöknuðu hjá honum. Það var auðvitað erfitt fyrir hann.“ Þekkir Dagur þá Steingrím manna best eftir þessi skrif? „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Kannski kemst ég nærri því,“ segir Dagur og Steingrímur bætir brosandi við: „Hann verður stór- hættulegur. Maður verður að halda honum góðum.“ „Það sem mér fannst mjög ánægjulegt var að margt í bókinni kom nánustu fjölskyldu Stein- gríms mjög á óvart og var algjör- lega nýtt fyrir þeim. Það lýsir per- sónu Steingríms vel. Hann lifir í nútímanum og er ekki einn af þeim stjómmálamönnum sem er alltaf að rifja upp eigin sögu og endurskrifa hana eftir því hvemig Að sumu leyti er Steingrímur lykilvitni um íslenskt samfélag stóran hluta þessarar aldar. Mun Ævisaga Steingríms Hermanns- sonar róta upp í kerfinu á sama hátt og gerðist þegar Sverrir Her- mannsson gekk út úr Landsbank- anum? „Sverrir Hermannsson veit það betur en ég hvort einhverjir hafi haft áhrif á hann,“ segir Stein- grímur. „Þegar ég var í stjórnmálum Erfið ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.