Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 30
30
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 DV
%étta!jós
Forsetasonurinn George W. Bush, ný stjarna á himni repúblikana:
George W. Bush gæti allt eins verið
íslenskur. Hjá manninum, sem marg-
ir veðja á að verði frambjóðandi
repúblikana í forsetakosningunum í
Bandarikjunum árið 2000, gætir sama
þjóðarstoltsins og hjá venjulegum ís-
lendingi þegar hann segir útlendingi
frá fóðurlandinu.
„Við erum sjálfstætt þenkjandi fólk.
Við erum reglulega stolt af ríki okkar,
sögu og hefðum. Við kærum okkur
ekkert um að alríkisstjómin í Was-
hington segi okkur fyrir verkum. Við
björgum okkur sjálf. Við trúum því að
við getum leyst vanda okkar sjáif. Við
eigum margt sem önnur ríki dreymir
um. Ef þú verður nógu lengi hérna
hringirðu einn góðan veðurdag í mig
og biður um pappírana til að geta orð-
ið borgari í Texasríki."
Já, þannig kemst George W. Bush,
ríkisstjóri í Texas og sonur Georges
Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, að
orði í viðtali við blaðamann danska
blaðsins Jyllands-Posten. Ekki hótinu
betri en íslenskur ættjarðarvinur,
þessi elsti sonur í nýja pólitíska ætt-
arveldinu vestra, Bush-fjölskyldunni.
og hann hlustar á það,“ segir Gary
Mauro, maðurinn sem Bush sigraði i
kosningunum á þriðjudag.
Mauro bætir við að Bush sé ekki
maður hugmyndanna en hann viti
hvar eigi að finna þær.
„Hann eyddi ekki miklum tíma í að
gera eitthvað nýtt eða öðruvísi. Hann
greip á lofti margar hugmyndir ann-
arra og gerði þær að sínum eigin. Það
var ansi snjallt af honum," segir
Mauro.
George W. Bush er 52 ára gamall.
Hann var bam að aldri þegar foreldr-
ar hans, George eldri og Barbara,
fluttu frá New Haven í Connecticut til
Texas þar sem pabbi gamli fór út í
viðskipti. Þótt George yngri kalli sig
Texasbúa með réttu, á hann hins veg-
ar ættir að rekja til austurstrandar-
innar. Föðurafi hans, Prescott Bush,
var öldungadeildarþingmaður fyrir
Connecticut á árunum 1952 til 1962.
Pilturinn gekk í framhaldsskóla í
olíuvinnsluborginni Midland í Texas
en hélt að því námi loknu tO austur-
strandarinnar. Þar innritaðist hann í
Phillips Academy í Andover í
Massachusetts og fór síðan í hinn
virta háskóla Yale í fæðingarbæ sín-
um. George eldri nam líka við Yale á
sínum tima.
George W. hefur ekki aðeins eina
konu að baki sér, heldur tvær. Þær
em að sjálfsögðu
eiginkonan Laura,
fyrram kennari og
bókavörður. Hin
er mamma Bar-
bara.
„Ég var alinn
upp af stórkost-
legri konu og ég er
kvæntur annarri
yndislegri. Þær
eru alltaf að segja
mér fyrir verkum og ég er nægilega
gáfaður til að fara eftir því,“ segir Ge-
orge.
Hann og Laura eiga tvær dætur,
sextán ára gamla tvíbura.
Allir þekktu George
En snúum aftur til skólaára nýju
stjömunnar þeirra repúblikana.
Clay Johnson heitir maður sem
vinnur fyrir George yngri á ríkis-
stjóraskrifstofunni í Austin. Þeir voru
saman í skóla, bæði í Andover og í
Yale. Johnson segir að George hafi
verið vinsæll maður í skóla.
„Allir þekktu George Bush og hann
þekkti alla. Fólk laðaðist að honum
Ljós í myrkrinu
George yngri og litli bróðir hans
Jeb voru einu Ijósin í myrkrinu hjá
repúblikönum á þriðjudagskvöld þeg-
ar atkvæði voru talin upp úr kjörköss-
unum. George valtaði yfir frambjóð-
anda demókrata til ríkisstjóraembætt-
isins og náði glæsi-
legu endurkjöri.
Sem kom engum á
óvart því maöurinn
hefur notið mikilla
vinsælda heima fyr-
ir. Jeb reyndi i ann-
að sinn að komast í
ríkisstjórastólinn i
Flórída og hafði er-
indi sem erfiði í
þetta sinn.
Langt er síðan nokkur maður, sem
orðaður hefur verið forsetaframboð í
Bandarikjunum, hefur verið jafn dá-
samaður jafn víða og George W. Ekki
frá því menn kepptust við að hlaða
Bill Clinton lofi árið 1991. Það kveður
við nýjan repúblikanatón hjá George.
Hann hefur lært af Clinton, fóður sín-
um og sjálfum Ronald Reagan. Hann
getur talað um trúmál án þess að
skelfa áheyrendur sína og hann
hljómar miklu betur en liðið i Was-
hington.
„Hann er góður stjórnmálamaður í
þeim skilningi að hann kann að lifa í
sátt og samlyndi við ríkisþingið í
Austin, honum semur við þrýsti-
hópana, hann ræður til sín gott fólk
ÆÆ
Erlent
fréttaljós
m.
Barbara Bush, fyrrum forsetafrú, óskar syninum Jeb til hamingju með að
vera orðinn ríkisstjóri í Flórída. Stóri bróðir, George yngri, er í Texas.
þá, rétt eins og núna. Það er gaman að
vera samvistum við hann. Hann er
hressandi," segir Clay Johnson í ný-
legu viðtali við vikublaðið The Hou-
ston Press.
George yngri segir sjálfur að sér
hafi gengið vel í sögu og stærðfræði.
Eitthvað vafðist enskan þó fyrir hon-
um. Illar tungur hafa löngum tönnlast
á því að pilturinn hafi ekki komist
inn í Yale árið 1964 á eigin gáfum,
heldur hafi ættarnafnið vegið þar
þungt.
En okkar maður er annarrar skoð-
unar. Hann telur víst að hann hafi
verið tekinn inn í þennan virta há-
skóla sakir eigin verðleika. Hann seg-
ir hins vegar frá því að eitt sinn hafi
skólastjórinn í Phillips Academy í
Andover spurt hann hvað hann
ætðai að gera þegar náminu þar
lyki. Þegar George sagði skólastjór-
anum að hann væri að hugsa um
að fara í Yale, svaraði skólastjór- s
inn að bragði: „Þú kemst nú ekki f
inn þar. Hvert geturðu hugsað þér
að fara annað?“
Þótt George W. sé af góðu fólki
kominn, er ekki þar með sagt að -
hann hafi ætíð hagað sér eins og
engill. Öðru nær. Hann viðurkennir
að hafa komist tvisvar í kast við lög-
in á meðan hann var stúdent i Yale. í
fyma skiptið stal hann jólakransi úr
skreytingi í verslun nokkurri í bæn-
um og hengdi utan á dymar á húsi
bræðrafélagsins sem hann var félagi í.
Lögreglan kærði hann fyrir uppátæk-
ið en féll frá kærunni síðar. í síðara
skiptið reif hann upp markstöng á
ruðningsvelli Princeton háskóla eftir
að Yale lagði erkiijendurna að velli
árið 1967. Bush var ekki handtekinn í
þetta sinn.
Ungur og óábyrgur
George yngri er ekki til i að
ræða önnur hliðarspor
sem hann hefur tekið
í lífmu, þar á meðal
orðróminn um að
hann hafi drukkið
ótæpilega á sínum
yngri áram.
„Þegar ég var ung-
ur og óábyrgir var ég
ungur og óábyrgur,"
er það eina sem hann
vill segja. Hann viðurkennir þó fús-
lega að áfengið, sem hugsanlega hafi
fengið hann til að haga sér óábyrgt, sé
ekki lengur hluti af lífi hans. Hann
hætti nefnilega að drekka fyrir tólf ár-
um, morguninn eftir fertugsafmælis-
veisluna sína. Timburmennirnir voru
ógurlegir og Laura var ekki par hrifin
af bónda sínum það augnablikið. Og
hún lét hann heyra það.
Svo bendir hann á að hann hafi alla
tið verið trúr eiginkonu sinni, góður
faðir og opinber embættismaður.
r f tr%
þjóðvarðliðsins í Texas og fór í liðsfor-
ingjaskóla í San Antonio. George eldri
var þingmaður fyrir Houston á þess-
um tíma. Þar af leiðandi spyrja marg-
ir sig hvort strákur hafi ekki beitt fóð-
ur sínum til að vera ekki sendur í
sláturtíðina í
Austurlönd- mz.
um fjær.
í
ný-
Grafið í fortíðinni
Ef George yngri ákveður að keppa
um útnefningu Repúblikanaflokksins
fyrir forsetakosningarnar árið 2000,
svo ekki sé talað um verði hann fram-
bjóðandi flokksins, er hætt við að and-
stæðingar hans muni leita logandi
ljósi að öllum misfellunum á annars
sléttu og felldu yfirborðinu. Að
minnsta kosti ef sama andrúmsloft
nornaveiða verður ríkjandi í Was-
hington eftir tvö ár. Hvað út úr slík-
um greftri kann að koma skal ósagt
látið. Hitt er víst að ýmislegt í fortíð
Bush yngra gæti komið honum illa.
Á tímum stríðsins í Víetnam gekk
George yngri til liðs við flugdeild
stjóri, um önnur vafasöm viðskipti
Bush tengd Harken. Hún lét að því
liggja að eitthvað væri gruggugt við
sölu Bush á hlutabréfum að andvirði
ram 850 þúsund dollara aðeins tveimur
mánuðum áður en hlutabréfin féllu um
44 prósent í verði vegna skýrslu um
bága afkomu fyrirtækisins.
Bandaríska bankaeftirlitið
rannsakaði hvort Bush
hefði gerst sekur
um innherja-
viðskipti en
ekki var gef-
in út
ákæra á
hendur
honum að
rann-
sókn lok-
inni.
Bush
þrætti
fyrir að
hafa að-
hafst
neitt ólög-
legt en
Ann Ric-
hards gaf í
skyn að
pabbi hefði
komið synin-
um til bjargar.
Þá er komið
að hafnaboltan-
um. George yngri
lagði rúmlega sex
hundrað þúsund doll-
ara í hafnaboltalið-
ið Texas
Rangers
legri grein um George yngri í Was-
hington Post segir Walter nokkur
Staudt, fyrram yfirmaður Bush í þjóð-
varðliðinu, að þingmannssonurinn
hefði verið tekinn í liðið af því að það
vantaði flugmenn ög hann hefði haft
áhuga á starfinu.
„Sá sem lætur liggja að því að fjöl-
skylduáhrif hafi verið með í spilinu er
bölvaður lygari,“ segir Staudt.
Viðskiptaferill Georges yngri þykir
einnig þess verður að skoða dálítið
nánar. Á þeim vettvangi eru að
minnsta kosti tvö mál sem vekja for-
vitni. Annað snertir olíuvinnslu og
hitt hafnabolta.
Vafasöm viðskipti
Bandaríska dagblaðið Los Angeles
Times veltir því upp í maí 1992 hvort
George yngri hafi notið þess að faðir
hans var forseti þegar fyrirtæki sem
hann var stjórnarmaður hjá fékk leyfi
til að bora eftir oliu úti fyrir ströndum
Persaflóaríkisins Bahrains í janúar
1990. Fyrirtæki Bush, Harken Energy
Corporation, hafði samt enga reynslu í
olíuborun á hafi úti.
í kosningabaráttunni fyrir ríkis-
stjórakosningamar í Texas árið 1994
talaði Ann Richards, fráfarandi ríkis-
en fékk tæpar fimmtán milljónir doll-
ara fyrir hlut sinn þegar liðið var selt
fyrir 250 milljónir dollara fyrr á árinu.
Fjárfestingin hafði ávaxtast um 2300
prósent. Og munar um minna.
Lífið er dásamlegt
Nóg um það í bili. George W. Bush
stendur fyrir „brjóstgóða íhalds-
stefnu" eins og hann segir sjálfur. Ár-
angur hans í kosningunum á þriðju-
dag, þar sem tveir af hverjum þremur
kjósendum greiddu honum atkvæði
sitt, sýnir svo ekki verður um villst að
hér er maður sem ekki er hægt að
hunsa. Skoðanakannanir nú benda til
að hann mundi gjörsigra A1 Gore
varaforseta í forsetakosningunum eft-
ir tvö ár. Miðað við núverandi ástand.
En aUs er þó óvíst hvort George W.
Bush reyni að feta í fótspor fóður síns
sem hann líkist svo mjög, í útliti að
minnsta kosti. Ákvörðun þar um mun
breyta lifi hans og fjölskyldunnar og
hann hefur hreinlega ekki gert það
upp við sig hvort hann er tilbúinn í
slíkt.
„Líf okkar hér í Austin er svo stór-
kostlegt," segir George W. Bush.
Byggt á Jyllands-Posten, The Houston
Press, Washlngton Post, Reuter o.fl.