Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 25
JL*'V LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 ★ ★ fréttir. Fjölskyldan stóra. Ingunn, Birkir, Aron, Elísabet, Bjarni, Markús og Elías. DV-mynd ÞOK Sjö manna fjölskylda er nýkomin frá kristniboðsstörfum í Eþíópíu: Með kristniboð í blóðinu Bjami Gíslason og Elisabet Jóns- dóttir störfuðu um fimm ára skeið sem kristniboðar í Addis Abeba, höfuðborg Eþiópíu. í tilefni þess að kristniboðsdagurinn er á morgun hittum við Bjama og Elísabetu á heimili þeirra. Þau komu heim aftur í júní og vora þá tveimur bömum ríkari en þegar þau fóru út árið 1993. Eþíópía var ekki alls ótengd þessari fjöl- skyldu því að Bjarni ólst þar upp fyrsta hluta ævi sinnar en foreldrar hans vom kristniboðar þar í fjölda mörg ár. Bjarni og Elísabet unnu meira að segja í sama skóla og Bjarni gekk í þegar hann var lítill. Skólinn er norskur grunnskóli en i hann ganga böm frá Noregi, Dan- mörku og íslandi. „Eþíópía hefur alltaf verið í huga mér eftir að ég var þar sem barn. Mig langaði alltaf að fara aftur út þótt það væri ekki nema í heim- sókn. Staðurinn sat mjög í mér en það var öðmvísi að koma til baka fullorðinn. En ég var samt að koma til baka til einhvers," segir Bjami. Fjölskyldan kunni mjög vel við sig í Eþíópíu og eignaðist góða vini. „Það er einkennandi fyrir Eþíópíu- menn að þegar maður eignast vini þá eru þeir góðir og traustir. Þeir era gestrisnir og vinir vina sinna,“ segir Elísabet. Nokkur munur er á íslendingum og Eþíópíumönnum, að mati þeirra. „Stærsti munurinn er í tímaskyni. Fyrir Eþíópum þá kemur tíminn, hann flýgur ekki frá okkur. Það gef- ur allt annað sjónarhorn á lífið, miklu rólegra yfirbragð og minna stress. Það er þveröfugt hér, tíma- leysið og lífsgæðakapphlaupið áber- andi. Samt er mikið af vandamálum í Eþíópíu, mikið atvinnuleysi og fá- tækt,“ segir Bjami. „Þeir una glaðir við sitt. Margir sem komu í heimsókn til okkar fannst brosið svo áberandi. Viðmótið hefur svo sterk áhrif. Fólk hefur svo mikið að gefa þrátt fyrir eymdina," segir Elísabet. Trúin er sterkur þáttur Trúarbrögð í Eþíópíu eru fjöl- breytt. Þar er auk lútherstrúarinn- ar aldagömul rétttrúnaðarkirkja, Múhameðstrú, baptistakirkja og svo em margir sem trúa á stokka og steina. Bjami og Elísabet segja það mjög þakklátt að boða Eþíópíu- mönnum trú. „í lífi þeirra sem tóku trú er trú- in mjög sterkur þáttur," segir Bjarni. „Þeir starfa með kirkjunni og leggja sig algjörlega í það starf fyrir þann guð sem þeir trúa á. Þar held ég að við getum lært mikið, að láta trúna vera drifkraft i lífi okk- ar. í Eþíópíu em enn þann dag í dag margir sem aldrei hafa heyrt um Krist og vita ekki hver hann er. Þéss vegna eram við i þessu starfi. Skólar era reistir, sjúkrahjálp veitt og orðið er boðað til að fleiri fái tækifæri til að kynnast boðskapn- um sem okkur þykir svo mikilvæg- ur. Um það snýst þetta allt saman." Þau telja að ekki veitti af að koma hinum kristna boðskap enn meira á framfæri á íslandi. „Við leitum öll að hamingju," segir Bjami. „Það hlýtur að vera grundvallarþörf mannsins. Þá er spumingin hvar hamingjan finnst. Ef hún finnst ekki í einu þá heldur leitin áfram. Hin kristna trú gefur manni lífsfyllingu þannig að ann- ars staðar þarf ekki að leita. Það er ekki þar með sagt að maður taki ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Maður þarf að vara sig á þvi að hlaupa ekki endalaust á eftir gæð- um heimsins. Þeir sem hafa ekki þessa trúarvissu og lífsfyllingu held ég að leiti enn sterkar að einhveiju öðra. Trúin gefur frið. En trúarþörf mannsins er sú sama í Eþíópíu og á íslandi. Við hér á íslandi höfum kannski meira til að fylla líf okkar með. Það má segja að þess vegna sé á margan hátt auðveldara að boða þeim trúna en íslendingum." Ætlið þið aftur til Eþíópíu? „Við vitum ekkert um það í dag en við erum ekki búin að loka neinni bók.“ -sm Gott tilboð! • Bolir úr undraefninu „microfiber". * Einstaklega mjúkir og þægilegir. • Margir litir. • Stærðir S-M-L-XL * Verð aðeins 1.000. Laugavegi 40 - sfmi 551 3577 n „Ef þu kaupir ekki a okkur almennilega sokka þa köllum við bara a sveppina" iX'k >"cc- oorur V" ■: c... r: \ SOCKSHOP DEFINITIVE BODY WRAPPING KRINGLUNNI 4-1 2, SÍMI 553 70I0 Ragnar Björnsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 á RB-rúmi Gæðarúm á góðu verði Svíf bú inn í svefnimL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.