Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 jLlV
stuttar fréttir
Jákvæðir út í mynt
Örlítið fleiri Evrópubúar eru já-
kvæðir gagnvart sameiginlegri Evr-
ópumynt en hinir sem finnst lítið
til koma, eða 48 prósent gegn 41.
Myntin á að taka gildi um áramót.
Lipponen sigurviss
Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands,
er viss um að
jafnaðarmanna-
flokkur hans
muni rífa sig
upp úr þeirri
lægð sem hann
er í, ef marka má
skoðanakannan-
ir, og fara með sigur af hólmi í
þingkosningunum í mars á næsta
ári. Þetta kom fram í finnsku blaði
í gær.
Klifurköttur tekinn
Franski klifurkötturinn Alain
Robert, sem hefur hlotið viður-
nefnið kóngulóarmaöurinn, var
handtekinn í gær eftir að hafa
klifrað upp eina hæstu byggingu
Tokyo.
Mannfall í Tadsjikistan
Varnarmálaráðuneytiö í Tadsji-
kistan skýrði frá því i gær að
meira en tvö hundruð manns, þar
af margir óbreyttir borgarar,
hefðu fallið í átökum uppreisnar-
manna og hersins.
Áflótta
Að minnsta kosti 630 þúsund
manns hafa farið á vergang vegna
áframhaldandi átaka í norðvestur-
hluta Rúanda. Ástand í flótta-
mannabúðum fer hríðversnandi,
að sögn starfsmanna SÞ.
Sendiherra heim
Stjórnvöld í Chile kölluðu sendi-
j herra sinn á Spáni heim í gær eft-
ir að spænsk stjórnvöld féflust á
beiðni dómara um að fara fram á
að Augusto Pinochet, fyrrum ein-
ræðisherra í Chile, yrði framseld-
ur frá Bretlandi.
Prestur reynir að vehja
Finnskur prestur hefur verið
ávíttur fyrir að reyna að vekja
fjögurra ára gamlan dreng upp frá
dauðum með bænahaldi. Drengur-
inn drukknaði.
Milosevic samþykkti
Richard Holbrooke, sendimaður
Bandaríkja-
stjórnar á Balk-
anskaga, sagðií
gær að ekki
færi á milli
mála að Slobod-
an Milosevic
Júgóslavíufor-
seti hefði fallist
á að leyfa rann-
stríðsglæpadóm-
stóls SÞ að koma til Kosovo.
Semja við ESB
Færeyingar og Evrópusamband-
iö hafa gert með sér nýjan fisk-
veiðisamning fyrir árið 1999. Hann
er eins og sá fyrir 1998.
Danmörk:
Orkufyrirtæki
einkavædd
Fyrirtæki í Danmörku sem nota
mikla raforku mega eiga von á af-
sláttartilboðum frá einkavæddum
orkufyrirtækjum sem dreifa raf-
orku til neytenda. Orkuveitur hafa
verið einkavæddar í Danmörku og
hafa ýmist sameinast eða tekið upp
samstarf. Þannig hefur hin einka-
vædda rafmagnsveita Kaupmanna-
hcifhar nýlega sameinast orkufyrir-
tækjunum SEAS og NVE á Sjálandi
og sænska fyrirtækinu Sydkraft.
Framkvæmdastjóri SEAS segir í
samtali viö Jyllands-Posten að
verslun með raforku sé mjög svipuð
verslun með gjaldeyri. Orkufyrir-
tækin fjögur munu á næstunni opna
skrifstofu 1 Kaupmannahöfn en þar
mun tugur manna fylgjast stöðugt
með alþjóðlegu raforkuverði og gefi
ráð um kaup eða sölu á raforku þeg-
ar verðlag gefur tilefni til. -SÁ
Sprengjutilræöi í Jerúsalem dregur dilk á eftir sér:
ísraelar stíga
á bremsurnar
Tveir tilræðismenn sprengdu
sjálfa sig í tætlur og særðu tuttugu
og einn þegar þeir óku bifreið, hlað-
inni sprengiefni, inn á aðalmarkaðs-
torg Jerúsalem í gærmorgun. Mikill
fiöldi fólks var á markaðstorginu
þegar árásin var gerð. ísraelsk
stjórnvöld svöruðu með þvi að
fresta staðfestingu á nýja friðar-
samningnum við Palestinumenn.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hvatti ísraela og Palestínumenn til
að slá ekki slöku við í friöarvið-
leitninni, þrátt fyrir árásina.
„Það er besta leiðin til að tryggja
öryggi ísraels og besta leiðin til að
tryggja að Palestínumenn nái fram
markmiðum sínum og þegar öllu er
á botninn hvolft er það eina svarið
við glæpsamlegu hryðjuverki dags-
ins,“ sagði Clinton.
ísraelska lögreglan sagði að
óþekktur maður hefði lýst ábyrgð á
sprengjutilræöinu á hendur skæru-
liðasamtökunum Hamas. Samtökin
hafa valdið dauða tuga manna í
sjálfsmorðsárásum sínum.
„Ég sá rauðan Fiat 127 sem í vor
tveir menn. Eftir nokkrar sekúndur
tókst hann á loft. Allt sprakk og ég
þeyttist inn i einn sölubásinn,"
sagði Mordechai Haroush, 46 ára
maður sem slasaðist lítillega í
sprengingunni.
Þetta var annað sprengjutilræðið
á þessu markaðstorgi á sextán mán-
uðum. Fimmtán manns týndu lífi í
sjálfsmorðsárás Hamasliða í júlí
1997.
Stjóm ísraels stöðvaði þegar í
stað umræður um hvort staðfesta
ætti friðarsamninginn.
Hinn tveggja ára gamli Felix Silva grætur hástöfum í neyðarathvarfi fyrir þá sem komust undan gífurlegum
aurskriöum i Posoltega í norövesturhluta Níkaragva. Óttast er aö um eitt þúsund manns hafi oröiö undir
skriðuföllum af völdum fellibylsins Mitch. Tvö bæjarfélög þurrkuöust út í aurskriöunum.
Mið-Ameríkuríki biðja um aðstoð:
Lyf vantar i einum
Mið-Ameríkuríkin sem urðu fyrir
barðinu á fellibylnum Mitch, þeim
mannskæðasta í tvö hundruð ár,
fóra í gær fram á aðstoð erlendra
ríkja við að koma í veg fyrir út-
breiðslu sjúkdóma.
Talið er vist að ellefu þúsund
manns hafi týnt lífi í hamforunum í
Hondúras, Níkaragva, Gvatemala
og E1 Salvador og þrettán þúsunda
er enn saknað. Björgunarsveitir
keppast nú við að koma matvælum,
vatni og lyfjum til milljóna manna
sem hafa einangrast af völdum felli-
bylsins.
„Mið-Amerikurikin þurfa lyf
fljótt. Við höfum fregnir af því að
kólera og aðrir banvænir sjúkdóm-
ar hafi skotið upp kollinum í kjölfar
fellibylsins," sagði Claudio Ridel
Telgue, sendiherra Gvatemala í
Mexíkó, í útvarpsviðtali í gær.
Arnoldo Aleman, forseti Níkar-
agva, sagði að örvæntingin, hungr-
grænum
ið, niðurgangspest og kólera hefðu
gert vart við sig á nokkrum stöðum.
„Fiskimenn hafa sagt okkur að
mönnum verði óglatt af nályktinni
við stendumar," bætti Aleman við í
viötali við mexíkóska sjónvarps-
stöð. Mexíkósk stjómvöld hafa
hvatt þjóðir heims til að aðstoða.
Fómarlömb hamfaranna búa við
mjög bágar aðstæður. Matur er af
skomum skammti og hreinlætisað-
staða sömuleiðis.
Gorbatsjov
hrósar áætlun
Prímakovs
Míkhaíl Gorbatsjov, fyi-ram
leiðtogi Sovétríkjanna sálugu,
jós efiiahagsumbótatillögur Jev-
genís Príma-
kovs, forsætis-
ráðherra Rúss-
lands, lofi í
gær og sagði
aukið hlutverk
ríkisins, scm
þar er gert ráð
fyrir, lífsnauð-
synlegt.
„Mér sýnist stefnan, sem
stjórn Jevgenís Prímakovs hefur
valið, vera sú best hæfir. Það
sem mestu máli skiptir nú er að
varðveita öryggi landsins," sagði
Gorbatsjov í viðtali við rúss-
neskt dagblað.
Áætlun Prímakovs, sem gerir
meðal annars ráð fyrir rikisað-
stoð til iðnfyrirtækja og seðla-
prentun, hefur ekki hlotið náð
fyrir augum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Sjóðurinn neitaði að
veita Rússum milljarðadollara-
lán vegna þessa.
Vill skattleggja
vildarpunkta-
ferðirnar
Ole Stavad, ráðherra skatta-
mála í Danmörku, er nú á eftir
þeim þúsundum Dana sem á ári
hverju fara í frí fyrir vildar-
punkta sem þeir fengu fyrir flug-
ferðir sem atvinnurekandi
þeirra greiddi fyrir. Viðkomandi
eiga að gefa upp andvirði ferð-
anna á skattaframtalinu en lítið
er um að farið sé eftir því, að
sögn danskra skattayfirvalda.
„Vandinn fer vaxandi og ég vil
gera allt sem í mínu valdi stend-
ur til að finna lausn sem tryggir
að farið sé að viðeigandi skatta-
reglum,“ segir Ole Stavad í við-
Itali við Jyllands-Posten.
Skattstjórar í Danmörku hafa
í fjölda ára skorað á skattaráð-
herrann stoppa upp í gatið á
r skattalögunum.
Sænska HIV-
mannsins nú
leitað í Hollandí
Talið er að Mehdi Tayeb,
| íranski HlV-smitaði maðurinn
| sem sænska
lögreglan hef-
I ur leitað um
nokkurt skeið,
sé nú í felum í
Hollandi.
ITayeb er tal-
inn hafa sofið
hjá hundrað
um ungra kvenna án þess að
segja þeim frá smiti sínu.
Sænska lögreglan gerði þeirri
hollensku viövart eftir að tókst
að rekja símtal Tayebs, eða
James Kimballs eins og hann
kallaði sig, til vina sinna í Sví-
þjóð fra Hollandi.
Sænska Aftonbladet hefur eft-
ir yfirmanni í hollensku lögregl-
unni að upplýsingar um Tayeb
hafi verið sendar á allar lög-
1 reglustöðvar.
Færeyskur ráð-
herra ákærður
fyrir nauðgun
Fógetinn í Færeyjum ákvað í
gær að ákæra John Petersen
sjávarútvegsráðherra fyrir
nauðgun. Ef hann verður fund-
inn sekur á hann yfir höfði sér
allt að sex ára fangelsisvist.
í septemberlok var hinn fimm-
1 tugi Petersen opinberlega gran-
; aður um að hafa nauðgaö
I sautján ára gamalli stúlku sem
leigði hjá honum á árinu 1995.
Petersen hefur lýst yfir sakleysi
| sínu í málinu.
Petersen hefur um tíma veriö
í leyfi frá störfúm.