Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Qupperneq 28
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 T>V 2. Mikamál ----- Renato Villepelle lestarþjónn tók eftir því að hurðin á salerninu var læst þegar hraðlestin á Mið- jarðarhafsströndinni kom á enda- stöðina í Ventimiglia. Farþegarnir stigu af, en enginn kom út af sal- erninu. Klukkuna vantaði tæpar tuttugu minútur í tólf á miðnætti, en þetta var 12. apríl síðastliðinn. Villepelle bankaði á dyrnar og spurði hvort nokkur væri iiini. Þegar enginn svaraði tók hann fram lyklakippuna sína og opnaði. Út um dyrnar féll líkið af konu. Henni hafði verið nauðgað en hún síðan skotin. Lestarvörðurinn tók eftir því að hún hafði verið mjög lagleg. Hvarf úr klefanum Lögreglunni var gert viðvart og umfangsmikil rannsókn hófst. Það var þó ekki fyrr en næsta dag að í ljós kom hver látna konan var. Nafnið var Marie Angela Rubino og hún var þrjátíu og tveggja ára ítölsk hjúkrunarkona á leið frá Menton á franska hluta Miðjarðar- hafsstrandarinnar til foreldra sinna á Ítalíu, en þangað hafði ferðinni verið heitið því fyrir dyr- um stóð jarðarför frænda hennar. Eldri hjón sem hún hafði verið með í klefa höfðu veitt henni at- hygli. Þau sögðu að hún hefði óhreinkað á sér hendurnar við að loka glugganum, tekið tösku sína og sagst ætla fram á snyrtingu að þvo sér. Hún sneri ekki til baka og hjónin héldu að hún hefði annað hvort ákveðið að fá sér sæti i öðr- um klefa eða þá að hún hefði yfir- gefið lestina skömmu eftir að hún fór fram á snyrtinguna. Kenning lögreglunnar var sú að Marie Angela hefði hitt morðingja sinn á gangi lestarvagnsjns. Hann hefði elt hana að salerninu, nauðg- að henni og skotið. Tæknideild lögreglunnar gat skömmu síðar upplýst að kúlan sem varð henni að bana hefði komið úr Smith & Wesson skammbyssu með hlaup- víddinni .38. Fleiri morð með sams konar vopni Morðið í hraðlestinni minnti á morð konu í hraðlestinni frá Gen- óa til Mílanó fjórum dögum áður. Þá haföi tuttugu og átta ára konu, Elisabettu Zopetti, verið nauðgað en hún síðan skotin með Smith & Wesson skammbyssu af sömu hlaupvídd. Hún hafði einnig verið mjög lagleg. Kvennamorðin tvö urðu frétta- efni og um hríð óttuðust margar konur sem voru einar síns liðs ferðir með lestum á Miðjarðar- hafsströndinni. En þótt lögreglu- menn færu með ýmsum þess- ara lesta urðu þeir einskis varir um lestarmorðingj- ann dularfulla. Brátt vaknaði þó grunur um að sá sem myrt hafði kon- urnar í lestunum hefði fleiri morð á samviskunni, þótt ekki hefðu þau verið framin í járn- brautarlestum. Fjórar vændiskon- ur höfðu verið myrtar á nokkrum ■ vikum. Ein þeirra, albönsk kona, hafði verið myrt 10. apríl, það er milli lestarmorðanna tveggja. í fyrstu hafði lögreglan haldið að morð vændiskvennanna tengdust átökum glæpahringja sem hagnast á vændi, en eftir að í ljós kom að konurnar fjórar höfðu einnig verið skotnar með Smith & Wesson skammbyssu með hlaupvíddinni .38 þótti Ijóst að um sama morð- ingja væri að ræða. Klæðskiptingurinn Lorena, klæðskiptingur sem Á hæli um tíma Morðtilraunin leiddi til þess að Bilanca var á geðveikrahæli í nokkur ár. En honum var sleppt eftir að geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu „að hann þjáðist að vísu af geðsjúkdómi, en gæti ekki talist hættulegur umhverfi sínu“. Einn yfirmanna rannsóknar- sveitar lögreglunnar, Filippo Ricciarelli, færði sér vel i nyt teikninguna sem gerð hafði verið eftir fyrirsögn Lorenu. Hann leit- aði Bilanca uppi, sá hve líkur hann var viðkomandi og að auki reyndist Bilanca eiga svartan Mercedes Benz bíl. Frekari rann- sókn leiddi í ljós að bílinn hafði verið í viðgerð vegna beyglu á aft- urhluta. Þá kom í ljós að ein vændiskvennanna haföi verið myrt í þorpinu Cogoleto við Gen- óa, þar sem foreldrar Bilancas bjuggu. Það sem varð Bilanca end- anlega að falli voru niðurstöður DNA-rannsókna, en þær sýndu að Donato Bilanca. stundaði vændi, bauð gjarnan þjónustu sína mönnum sem komu akandi i bílum sínum á þann stað þar sem hún beið viðskiptavin- anna. Kvöld eitt kom maður á svörtum Mercedes Benz bíl og bauð Lorenu að setjast inn hjá sér. Samið var um verð og ekið af stað. En Lorenu fannst maðurinn fljót- lega undarlegur á svip og í fram- komu og bað um að mega fara út. Hann þvertók fyrir það og sagðist vilja fara á „öruggan stað“ þar sem ástarleikurinn gæti farið fram í friði. Lorenu tókst hins veg- ar að kasta sér út úr bílnum í krappri beygju. meðalháan mann með gráleit augu og dökkt hár“. Lögreglan fékk teiknara til að gera mynd af hon- um samkvæmt fyrirsögn Lorenu. Og á daginn átti eftir að koma að teikningin var furðulík mannin- um sem hafði myrt næturverðina tvo. Lögreglan beindi nú augum sín- um að mönnum sem gerst höfðu sekir um kyn- sæði í látnu konunum í lestunum og blóðblettir sem fundust á þeim voru úr honum. Hann var hand- tekinn, en neitaði allri sekt fyrsta daginn. Mörg morð Maður- inn ók á eftir klæðskiptingnum, sem hafði tekið stefnuna á vöruhús. Nokkrum augnablikum síðar komu tveir næturverðir hjólandi, en þeir höfðu heyrt ópin í Lorenu. Þegar þeir nálgðust bílinn tók öku- maðurinn fram skammbyssu og skaut þá báða. Lorena æpti nú hærra en nokkru sinni. Ökumað- urinn var hræddur, sneri bílnum en rak afturhluta hans í tré og beyglaði hann. Síðan ók hann burt á miklum hraða. Teikningin Lorena varð fyrst til þess að geta gefið lögreglunni lýsingu á manni sem grunaður var um mörg morð. Hún var á þann veg að um væri að ræða „dálítið feitlaginn, glæpi. Brátt lá fyrir listi með um fimmtíu nöfnum. Einn þeirra sem voru á honum var Donato Bilancia, fjörutíu og sjö ára. Hann hélt sig oft í spilavítinu í San Remo og þótti heldur skugga- legur. Á yngri árum hafði honum ver- ið refsað fyrir gislatöku í tengslum við rán. Og árið 1987 virtist hann hafa verið gripinn miklu hatri í garð kvenna eftir að bróðir hans framdi sjálfsvíg með því að kasta sér fyrir hraðlest á fullri ferð. Bilanca kenndi konu hans um ör- lög hans og hafði reynt að hefna sín á þann hátt að skjóta á vænd- iskonu, en tilræðið hafði mistek- ist. Næsta dag gerði Bilanca hins vegar játningu sína. Hún vakti í senn furðu og skelfingu því ekki var um sex morð að ræða heldur sautján. Um lestarmorðin sagði hann meðal annars: „Ég var á leið með lest til að heimsækja foreldra mína og sá þá lag- lega konu. Ég elti hana inn á salemið. Hún æpti en ég fékk hana til að þagna með því að troða jakka- erminni upp í hana. Eftir að við höfðum elskast skaut ég hana. Ég læsti svo salern- ishurðinni með lykli sem ég hafði stolið af lest- arverði. Fjórum dögum siðar myrti ég konu á alveg sama hátt. Ég hef myrt í járn- brautarlestum af því að bróðir minn dó þegar hann fór fyrir lest. Konur eru eitt af því sem ég hata mest í heiminum. Ég gat ekki lát- ið vera að myrða laglegar konur." Þama var fengin staðfesting á að Bilanca var einn af þeim sem fá útrás fyrir hatur sitt á einhverju eða einhverjum með því að yfir- færa það, eins og það er gjarnan nefnt. Bróðir hans hafði framið sjálfs- víg með því að kasta sér fyrir hraðlest. Og Bilanca kenndi konu hans um. Þannig vaknaði hatur á lestum og konum. Útrás fyrir það fékk Bilanca svo á þann hátt sem fram er komið. Nánari lýsingar Bilanca skýrði nú frá hinum morðunum. Nokkur fómardýra hans höfðu verið vændiskonur, en hann hafði einnig skotið bensínaf- greiðslumann, tvo gjaldkera í spilavítinu í San Remo og öryggis- vörð. Fyrst myrti hann Marizio Parenti, eiganda spilaklúbbs, en í honum hafði Bilanca tapað fé í póker. Hann grunaði Parenti um að hafa haft rangt við og ákvað að hefna sín á honum. Kvöldið eftir tapið fór hann að húsi hans og beið þess að hann kæmi heim. Þegar Parenti kom neyddi Bilanca hann til að hleypa sér inn. Kona spilavítiseigandans lá sofandi í rúmi sínu. Eftir að hafa bundið þau bæði við hjónarúmið tæmdi Bilanca peningaskáp í húsinu. Síð- an skaut hann Parenti. Þá nauðg- aði hann konu hans, en skaut hana síðan í brjóstið. Marie Rubino. Á hæli til æviloka Þegar öll málin höfðu verið upp- lýst hófst mikil umfjöllun um þennan fjöldamorðingja sem hafði látið stjómast af hefndarþörf sem hann virtist aldrei geta fullnægt. Flestum þótti ljóst að um vanheil- an mann væri að ræða sem hæpið væri að talist gæti sakhæfur. Sak- Teikningin. sóknarar könnuðu með hverjum hætti væri hægt að taka þennan hættulega mann úr umferð 1 eitt skipti fyrir öll, og brátt varð ljóst að það yrði ekki gert með fangels- isdómi. Hann reyndist ekki sak- hæfur og yrði því ekki dreginn fyrir rétt til að svara fyrir morðá- kærur á hefðbundinn hátt. Niðurstaðan varð sú að geð- læknar fundu Bilanca andlega vanheilan og því ósakhæfan og verður hann til æviloka á hæli fyr- ir vanheila afbrotamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.