Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 ttfgf fólk / A/u er sá viöburöur f V~// y orðinn árlegur aö / Fataiöndeild Iðn- skólans í Reykjavík og Unglist halda sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur á flíkum sem nemar í fata- iðn hanna og sauma sjálfir. Skap- ast hefur heíð fyrir því að nemar á þriðju önn sjái um stjóm sýn- ingarinnar og Guðrún Sjöfn Ax- elsdóttir var ein þeirra sem sáu um sýninguna þetta árið. Hún segir að starfið hafi byggst á mik- illi og góðri samvinnu nemanna og allra þeirra sem að sýning- unni stóðu. „Við vomm mjög dugleg að redda öllu sem við þurftum á að halda, frítt eða með miklum afslætti," segir Guðrún. „Við vomm líka svo heppin að nemar i Förðunarskóla Face sáu um að farða fyrirsætumar sem allar eru á skrá hjá Eskimo mod- els. Hárgreiösludeild Iðnskólans sá um hárið og sviðsmyndina unnu starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur. Þetta gekk allt mjög vel þrátt fyrir ýmis skakkaíoll. Sem dæmi má nefha að plötu- snúðurinn fékk ekki frí í vinn- unni og þurftum við því að út- vega annan á síðustu stundu. Við héldum líka að enginn vildi sýna flíkur nema viö þrjár í stjóminni en raunin varð önnur. Flestir voru með eitthvað á sýningunni. Ég sýndi til dæmis brúðarkjólinn sem ég gifti mig í en hann sneið ég og saumaði sjálf,“ segir Guð- rún Sjöfn. Guðrún Sjöfn Axelsdóttir. Hún stefnir á framhaldsnám í London eða New York. DV-mynd ÞÖK. Námið i fataiðndeild tekur alls fjögur ár og snýst um það að læra að búa til snið af flíkum og sauma þær. Nemamir eru i deildinni fyrstu þijú árin en síðan kemur eitt ár á samn- ingi. Þá fara nemamir að vinna hjá saumastofum eða öðrum fyrirtækj- um. Eina skilyröið er að á staðnmn sé meistari í iðninni og neminn starfi undir handleiðslu hans. Guðrún seg- ir að það sé mjög misjafnt hvemig reynsla það sé fyrir nemann. Sumir þurfi að festa rennilása i buxur allan samningstímann, en aðrir öðlist góða þjálfun i öllu sem snertir greinina. Það sé svo sem hægt aö líta á björtu hliðamar og segja að einhverjir verði þá meistarar í rennilásasaumi þó hitt þyki ólíkt gagnlegra. En hvað vakti áhuga Guðrúnar á náminu? „Áður var ég í rafmagns- og tölvu- verkfræði i Háskólanum en það nám hentaði mér illa þar sem ég er les- blind og það gekk hægt að komast yfir námsbækur sem skrifaðar eru á erfiðri tölvuensku. Ég ákvað því að byrja á einhverju öðru og þar sem ég hafði alltaf haft vmun af því að sauma flíkur lá þetta beinast við.“ Guðrún er á öðm ári. Hún segir að það sem hún geri í skólanum sé í meginatrið- um að læra að vinna eftir teikning- um. „Ef við sjáum mynd af flík í blaði eigum viö að geta gert flíkina, tekið mál og gert snið sem henta hverri manneskju fyrir sig. Aðalat- riðið er vitaskuld að láta manneskj- una líta sem best út í fötunum og fela gallana. Við lærum að þar skiptir mestu máli nákvæmni í saumum og sníðagerð. Þegar við förum að vinna er líka mjög mikilvægt að gleyma eigin smekk. Það er ekki hægt að segja: „Þetta finnst mér hræðilegur kjóll, það kemur ekki til greina að ég saumi á þig svona ljótan kjól“.“ Þrjár annir af náminu eru tísku- teikning en að sögn Guðrúnar gera nemendumir minna af því að hanna og teikna fot. Þegar námi lýkur verð- ur neminn kjólasveinn og getur unn- ið sjálfstætt við sauma og sníðagerð. Margir halda líka áfram að loknu náminu hér og fara þá utan því fata- hönnun er ekki kennd hér á landi. Guðrún Sjöfn hyggur einmitt á fram- haldsnám í fatahönnun og yfir standa samningaviðræður viö eigin- mann hennar lun hvort stefnt skuli á New York eða London. -þhs ... í prófil Logi Berg- mann,verðandi sfjórnandi Gettu betur Fullt nafn: Logi Bergmann Eiðsson. Fæðingardagur og ár: 2. desember 1966. Maki: Ólöf Dagný Óskars- dóttir stjómmálafræðingur. Böm: Elín Tinna, 10 ára, Fanndís Bima, 3 ára, og Linda Björg, 1 árs. Starf: Fréttamaður. Skemmtilegast: Að takast á við eitthvað nýtt. Leiðinlegast: Eiga við þröng- sýnt og snobbað fólk. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsdrykkur: Sterkt kaffi á morgnana. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Michelle Pfeiffer. Fallegasta röddin: Gísli Marteinn Baldursson. Uppáhaldslíkamshluti: Eig- in eða annarra? Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjóminni: Uhumm. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Jessicu úr Who Framed Roger Rabbit (leikin af Kim Basinger). Uppáhaldsleikari: Gunnar Helgason. Uppáhaldstónlistarmaður: KK. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ámi Johnsen. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Leiðinlegasta auglýsingin: Sjónvarpsmarkaðurinn eins og hann leggur sig. Leiðinlegasta kvikmyndin: Speed 2. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Get ekki (og þori ekki) j að gera upp á mUli Elínar | Hirst og Jóhönnu Vigdísar. Uppáhaldsskemmtistaöur: Kaffi List. Besta „pikköpp“-línan: Miðað við hvað þú ert feit þá svitnar þú nú ekkert rosalega mikið. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Afi. Eitthvað að lokiun? ... Kjóll eftir Berglindi Ómarsdóttur. Til hægri er Guðrún Sjöfn f brúðarkjólnum sem hún gifti sig í í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.