Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998
44 bókmenntir
Um þessar mundir sendir Guð-
bergur Bergsson frá sér nýja
bók, Eins og steinn sem hafið
fágar. í þessu mikla verki heldur hann
áfram sögunni sem hófst i verðlauna-
4 bókinni Faðir og móðir og dulmagn
bemskunnar, og leitar uppi líf sem er
hvergi lengur að flnna nema í hug-
skotinu, leitar uppi þann heim sem
mótaði vitsmuni hans og tilfinningar -
og skáldskap. Sjálfur hefur skáldið lát-
ið svo um mælt að verk þetta sé óður
um lítiö timburhús við sjó, óður um
fátækt og óupplýst fólk sem býr yfir
miklu viti og djúpum tilfinningum,
saga sem hvorki sé ætlað að lofsyngja
neinn né vorkenna neinum. Hér birt-
ist brot úr þeim kafla sögunnar sem
nefnist Týran. Forlagið gefur bókina
út.
Nú leita ég gegnum löngu liðna tið
að uggvænlega hljóðinu sem hleypti í
mig beyg þegar skipstjórinn bankaði í
suðausturhornið á húsinu, snöggt og
hart, á dimmum vetrarnóttum,
þrisvar sinnum, miskunnarlaust en á
kristinn hátt með tveimur stuttum
hléum svo enginn illur andi kæmist á
milli högga sem merktu: faðirinn, son-
urinn og hinn heilagi andi. Síðan kom
ógnvænleg þögnin.
Maður vandist þessu aldrei. Við
hrukkum alltaf með andfælum upp af
þungum svefni. Ég heyrði einhvern
veginn glymja í köldum nóttum geims-
ins og höggin leituðu djúpt í hugann.
Ég rankaði svo smám saman við mér
og vissi að kall guðs væri ekki komið
> til mín heldur væri verið að kalla fóð-
ur minn á sjóinn; kallið hans væri
kannski komið, sá hugsanlegi mögu-
leiki að hann myndi drukkna. Svo þeg-
ar hann reis upp og ræskti sig varlega,
alltaf með ræmu í hálsinum af þreytu
sem jókst við þungan svefn, þá var lík-
legt að hann svipti ofan af sér sæng-
inni og færi á fætur í hinsta sinn. Um
leið vaknaði þessi hugsun og leitaði
stundarkom á samviskuna:
Hef ég fest íoður minn nógu vand-
lega í hugann svo ég geti geymt hann
þar, ævilanga minningu eftir að sjór-
* inn tók hann: hvemig hann hafði set-
ið við kvöldmatarborðið, hvaða svipur
var á honum þegar hann fór að hátta,
& ins
hvemig lampaljósið flökti á andliti
hans í sömu andrá og hann brá vinstri
lófanum að glasinu og blés snöggt nið-
ur í það.“
Ljósið slokknaði þá á svipstundu og
í kringum mann var ekkert eftir fyrir
skilningarvitin að dvelja við nema ör-
lítil steinolíulykt á sveimi í myrkrinu
ásamt hugsuninni.
Maður átti alltaf að vera viðbúinn
slíku, því að missa og þurfa að minn-
ast ævilangt. Hverfula lífið á sjónum
var ekki til annars gert en að með því
hefði fólk ofan í sig og á og gæti
minnst stöku sinnum á tilveruna
heima hjá sér í landlegum. Stundin,
dagurinn, vikan, mánuðurinn, árin
vom eins og hvert annað hjóm tengt
lífsbaráttunni, en það fólk sem maður
umgekkst, einkum manns nánustu,
var skylt að festa sér rækilega í minni
og varðveita þar ævUangt. Aðrir voru
efnið sem minning manns sjálfs byggð-
ist á og maður átti að vera með lífemi
sínu gott efhi í minningar annarra. í
raun og vem vora bara tU tvær teg-
undir af tíma sem skiptu höfuðmáli og
hvaðeina átti að miðast við vegna var-
anleika þeirra: tíminn sem okkur ent-
ist frá fæðingu tU dauða, ævUangt, og
síðan kom eUífðin sem var tímaleysiö
að honum loknum. Þegar einhver
hvarf i það áttu þeir sem lifðu að varð-
veita hinn látna í hverfulum tíma ævi
sinnar með því að festa hann sér vel í
minni með stöðugum umræöum um
hvaðeina sem hafði verið í kringum
hann uns varla var hægt að greina
hvort hinn látni væri lifandi eða dauð-
ur.
Ég varðveiti látna ættingja i minn-
ingu minni eins og guð hlýtur að
geyma okkur sem lifum í minningu
sinni, sagði mamma. Pabbi mjakaði
sér hægt út úr því sem hann kaUaði
* morgunleti, þreyttur eftir engan svefn
en albúinn að hefja nýtt erfiði og fá
ábót á slitiö. Hann ræskti sig tU að ná
þreyturæmunni betur úr hálsinum og
smjattaði varlega við að kanna hvort
blóðbragð kæmi í munninn með slím-
inu og örið í lunganu hefði opnast en
það merkti að hann lenti aftur á
berklahælinu.
AUt í einu virtist hann taka ákvörð-
un og svipti ákveðinn ofan af sér
sænginni. Hann gerði þetta jafn snöggt
og þegar hann stóð við flatningsborðið
og reif hrygginn úr þorskinum. í sömu
svifum var hann kominn fram á rúm-
stokkinn og baukaði hljóðlega við að
kveikja á týranni á náttborðinu.
Ég beið í eftirvæntingu eftir ljósinu
og reyndi að fylgjast með hreyfingum
hans í svefnrofunum. Þetta var ekki
bara tilhlökkunin, löngun tU að sjá
ljósið í myrkrinu heldur knúði mig
eitthvað tU að vaka um stund honum
tU samlætis, kannski gæti ég orðið
honum þannig að liði með hugarorku,
því að hugsa í sama dúr og kerlingar
sögðu manni að hugsa: Aumingja
pabbi, að þú skulir þurfa að rífa þig á
lappir um hánótt, fletta ofan af þér
þínum parti af sængurklettinum en
við getum legið áfram í bælinu, í raun
og vera fegin því að þú skulir vera far-
inn; þannig verður rýmra um okkur.“
Honum átti að finnast að hann væri
ekki einn, hann hefði hugsun mina
hjá sér og fengi skömm á eigingirni
okkar. Það hlaut að vera honum bót í
máli. Duglegir menn verða enn meira
drifandi þegar þeir sjá aumingjaskap
konu sinnar og krakka. Mamma
hreyfði sig ekki, henni datt víst ekki í
hug að skammast um hánótt yfir að
hann fengi að fara á sjóinn og losna
frá heimilinu sem bindur konuna. Lík-
lega skammaðist hún ekki vegna þess
að við vorum þegar komnir af skein-
ingaraldrinum sem fjötrar mæður
eins og fanga við rassinn á krökkun-
um.
Þegar pabbi hafði kveikt ljósið á
týrunni sem var allt of lítil fyrir hend-
urnar á honum barst fínlega sæta
steinolíulyktin inn í nefið og hugurinn
hvarf frá honum að ilminum og feg-
urðinni sem vora samfara mjólkur-
hvítu daufu birtunni. Á týrunni var
Guðbergur Bergsson.
DV-mynd GVA
þá vissi maður að hann var-kominn í
klofháu sjóstigvélin. Síðan varð þögn.
Líklega var hann farinn út, dymar að
norðanverðu höfðu verið opnaðar
snöggvast. Það fannst á súgnum sem
fór um húsið, örlitla vindstróknum, og
svo heyrðist ýlfur frá veraleikanum,
létt kveinið í dyragátt þegar þrengt er
að súgi með hurð sem leggst hægt að
stöfum. Síðan heyrðist hurðarskellur-
inn og svo að lokum alger þögnin.
Ekkert heyrðist lengur í húsinu. Þá
spruttu upp skærar, glaðvakandi radd-
ir sjómanna úti í kuldanum. Þeir voru
að bjóða hver öðram góðan daginn á
veginum í myrkrinu.
Góðan daginn um hánótt og í þessu
líka veðri?
Nei.
Ég ætlaði að rífa mig upp, ekki líða
útaf, en sú þunga efja sem svefninn er
ofinn úr dró mig ákveðin tO sin niður
í svart límið.
Nei, mótmælti ég í örvæntingu og
streittist við að hefja mig með brögð-
um upp úr tælandi festunni.
Nú heyrðust ekki lengur orðaskil
heldur ómur af glaðvakandi tali
manna í dreifðum hóp sem þrömmuðu
eftir veginum. Lausu steinamir á hon-
um skrappu til eða skoppuðu undan
fótunum. Þverrandi ómur raddanna
líktist frosnum tónum í tæru loftinu
og þeir stigu svo fast til jarðar að það
virtist heyrast hvemig gijótið moln-
aði. Síðan kom svefninn, ég heyrði í
honum svipað og í vökunni hvemig
rokið þeytti upp sjónum á meðan radd-
imar hættu að hljóma og vera til. Eft-
ir það reyndi ég að elta fóður minn
með aðstoð svefns og drauma, fylgja
honum þannig í gegnum myrkur,
storm og brim að minnsta kosti rétt út
fyrir boðann á sundinu þar sem bát-
arnir hurfu venjulega eins og skeljar í
öldudalinn og maður hugsaði með
öndina í hálsinum: Ætli þeir komi
nokkurn tímann upp aftur?" En raun-
verulegi svefninn sigraði. Hann lædd-
ist að með svikráðum og ég fann sam-
viskubit yfir að hafa ekki heldur getað
vakað þótt ég væri hvorki sjómaður
né lærisveinn fóður míns.
Synimir sofha líka í grasgarði hafs-
ins.
Guðbergur Bergsson heldur áfram skáldævisögu sinni:
og steinn sem hafið fágar
svo lítið glas að varla var hægt að
hugsa sér að inni i því gæti brunnið
ljós á mjóa kveiknum. Utan um glasið
var hvítur hnöttóttur kúfill með
rauðri upphleyptri rós. Á honum vora
tvö op, það efra fyrir mjórri endann á
lampaglasinu, þann sem stóð örlítið
upp úr, en hitt var fyrir þann breiðari
sem gullin látúnslaufm á blómlaga
kransinum luktust um og minntu á
kórónumar sem vora á kóngum í spil-
unum. Þetta hélt glasinu og kúflinum
fóstum ofan á bjöllulaga olíubelg sem
var jafn hvítur og kúfillinn. Á honum
miðjum glóðu fiórar upphleyptar mis-
stórar rósir. Þær hjúfraðu sig hver að
annarri, kúrðu auðsæilega hræddar
við myrkur og kulda, ýmist með hálf-
opna eða opna krónu sem birtan
streymdi frá þegar logaði á kveiknum,
ekki allar í jafn skærum lit, líkar
bömum með saklaus og ijóð englaand-
lit á jólakortum. Postulínið í belgnum
var næfurþunnt svo í honum sást
steinolíulöggin sem nærði kveikinn.
Þannig var hægt að vita hvenær væri
mátulegt að bæta á hann áður en hann
tæmdist. Ekkert af þessu sást nema
þegar logaði á kveiknum: gagnsæið
kom í ljós með birtunni.
Á daginn var rósin á kúflinum
fremur fyrir fingurgómana en augun.
Þegar manni leið illa eða leiddist var
sefandi að renna þeim hvað eftir ann-
að yfir hana eða ljúka lófunum um
kúpuna sem myndaði hnött og enda-
leysið þótt það væri lítið. Maður gat
lika laðað fram líf í rósinni með snert-
ingu, blöðin á henni vora hrufótt en
ekki með þymum. Það var meira að
segja hægt að leika blindingja með feg-
urðarþrá og sjá fyrir hann rauðbleik-
an lit með fingranum og lögun litarins
ef maður lokaði snöggvast augunum.
Týran var lítil og pabbi hefði næstum
getað falið hana í öðrum lófanum.
Núna hófst hún hátt á loft og rósimar
fengu svima. Þama sveif týran . . .
sjáðu, sjáðu . . . hvítur hnöttur með
einmana rós í stórri hendi á ferð gegn-
um myrkrið í herberginu. MikO var
fegurðin sem hún vakti í kuldanum og
birtan sem stafaði frá henni svo skær
að hún kveikti vöku dagsins þótt
óveruleg væri. Þama brann ekki
venjulegt fiós heldur barst frá henni
daufur bjarmi, dularfull fegurð reim-
leika rauðrar rósar en ekki drauga á
sveimi.
Mig langaði að fylgjast endalaust
með þessu en klístursleg efia syfiunn-
ar ætiaði að toga mig aftur á kaf ofan
í svefhinn. Ég þurfti að beita afli svo
ég gæti rifið mig upp úr líminu til að
fylgja rósinni á hnettinum sem dró
sveiga í myrkrið. Birtan var svo lítil
að hún lýsti varla frá sér, hún var
sjálfstætt fiós og pabbi sást ekki. Hún
þurfti ekki að lýsa. Það nægði að feg-
urð hennar fyllti hugann. Til þess
þurfti ekki einu sinni að loga, maður
fékk sig aldrei saddan á að finna upp
ímyndaða nótt á daginn til að geta
dáðst að lögun hennar og lit. Nú hafði
hún borist fram í eldhús og pabbi var
auðheyrilega að hita upp kaffileifar
frá í gær í bláu könnunni á gasmask-
ínunni á meðan hann dreif sig í
vinnugallann, þurra skrjáfið frá stífú
nankinsefninu barst inn um ósýnileg-
ar dymar. í staðinn fyrir að hugsa um
hann í myrkrinu sem hafði breiðst
yfir á ný sá ég fyrir mér ógnvænlegan
sjóinn en fann um leið að mig langaði
að faðir minn færi svo svefninn héldi
áfram og ég hefði rýmra um mig und-
ir hans hluta af sænginni. Langt í
fiarska heyrðist í vindinum fyrir utan.
Ég reyndi að víkja huganum frá sjón-
um. Eina ráðið fóður mínum til bjarg-
ar var að gera hann óraunverulegan í
birtunni frá týrunni, láta hann vera
endalaust að troða sér í gallann. Hon-
um tókst það hvað eftir annað en var
varla kominn í þegar jakkinn flettist
af honum og fór aftur á stólbakið og
þannig fannst sífellt sama lyktin af
upphituðu kaffi í vitunum. Ef þetta
gerðist í raun og veru yrði ég að bíða
ævtiangt eftir að týran birtist á ný eða
þangað til ég dæi úr elli sjö ára. Það
yrði óþolandi. Svo pabbi komst þess
vegna í gallann. Sjórinn veltist aftur á
sinn stað við ströndina og i huganum.
Innan skamms gekk ég þurrum fótum
yfir hann með týruna i höndunum að
landi sem ég þráði að stíga fæti á en
hafði aldrei augum litið nema á lit-
mynd í ramma heima hjá ömmu þar
sem kona í síðu ptisi gekk út úr næst-
um gluggalausu húsi hjá bláum kyrr-
um sjó. Allar hlíðar voru á kafi í vin-
viði og húsþakið líka. Á því var ekki
torf heldur vínviður. Mér sýndist það
vera með vínviðarskegg. Konan bar
uppmjóa krukku á höfði ofan á rauð-
um klút og við bera fætur hennar á
stéttinni stóð með útiendri stafagerð
orðið Rapallo. Loksins kom týran aft-
ur, svífandi hraðar en áður gegnum
myrkrið, og leitaði inn í svefnherberg-
ið og tyllti sér á náttborðið með nær-
vera föður míns. Hann var eflaust i
fylgd með henni. Það var auðfundið á
sterkri lykt af upphituðu kaffi og rúg-
brauði með margaríni úr munninum á
einhveijum. Hann stundi, ræskti sig.
Blés að þessu sinni hfióðlega með
varapuffi niður um glasið og kvaddi
okkur einhvem veginn þannig með
nýrri lykt af fiósi sem hefur horfið af
kveik. Hann gerði þetta á þann ófiósa
hátt sem við skynjuðum gegnum
óþreyju svefnsins og við umluðum í
kveðjuskyni. Um stund barst á milli
svefns og vöku létt fótatak í þæfðum
ullarsokkum með tátyllur yfir þeim.
Síðan þyngdist það lengra í burtu og
Þetta síaðist inn í vitundina með
þvi sem ég hafði lesið mér tti uppbygg-
ingar og lærdóms í biblíusögunum,
það læddist inn í draumana og þyrlað-
ist í brimi á nóttinni þangað tti ég
vaknaði um morguninn, rauk á fætur
og leit strax út um gluggann.
Hafði ég svikið fóður minn með því
að sofna og sjórinn tekið hann tti sín á
meðan?
Ljómi dagsins skein á landið. Guð
hafði flett birtu af himnum og breitt
hana í jöfnu snjóföli yfir allt. Kyrrð
var yfir sjónum, hann hafði ekki rok-
ið upp með haugabrim og óþarft að
hafa samviskubit yfir dugleysi við að
vaka. Ég fann frið og þakklæti við ris
nýs dags. Ég fann hvemig það flæddi
um allan líkamann. Þetta gerist aðeins
á meðan bamið trúir enn á guð og það
að hann bænheyri af fúsum og fijáls-
um vilja. Vegna þess að guð bamsins
er ekki guð trúarbragðanna, hann er
ekki guðinn í biblíusögunum, ekki I
orðum móðurinnar, heldur bara eitt-
hvað í barninu sjálfú. Hann bænheyr-
ir ekki vegna þess að bamið liggur á
bæn tti hans heldur kemur eiginleiki
trúhneigðar með eðltiegum hætti upp
úr sálinni á sama hátt og guð lætur
daginn rísa óumbeðinn úr ekki neinu.
Bæn er annað en beti. Bænin er dvöl
hugans við hlið þakklætisins. Guð er í
huganum og því þurfa böm ekki að
hafa fyrir neinu, hugur þeirra sér
óumbeöinn um allt.
Þú krefst einskis af guöi og trúir ein-
ungis af eólislœgu trúleysi.
Þú veist aó enginn nema þú ert týran
meö rósinni, þú ert lika birtan.
Þú ert hafiö og þú ert líka dagurinn í
sjálfum þér.