Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 20
2» 'tfréttaljós *★ ★ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 ]D"V Olía og könnun setlaga á og við ísland: - olíufélag lýsir áhuga - málið í höndum iðnaðarráðuneytis Samkvæmt heimildum frá Orku- stofnun var fyrsti „olíufundurinn" á íslandi í Lóni við Öxaríjörð 1985. - „Þar hafði myndast örlítið magn af jarðolíu við sérstakar aðstæður í surt- arbrandslagi í gömlu jarðhitakerfi. Önnur vísbending um olíu fannst svo í Öxarfirði ári síðar, en þar háttar svo til, að olíu- og gasmyndun virðist vera i gangi í virku jarðhitakerfi“, segir Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarð- fræðingur á Orkustofnun, í kjallara- grein í DV í marsmánuði 1996. Fljótlega eftir að Jarðboranir ríkis- ins hófu að bora um 500 metra djúpa holu í Flatey á Skjálfanda birti DV frétt um málið, og alllanga og sérstaka umfjöllun í blaðinu á haustdögum árið 1982. Tilgangurinn með borun- inni þá var að kanna setlög undir eynni. Kjarnann úr borholunni átti að rannsaka af sérfræðingum hér og í Noregi. Síðari skrif um málið, m.a. í kjallaragreinum fræðimanna um orkumál, benda og til að þær rann- sóknir hafi farið fram. Þessi borun Flatey átti sér stað austast á eynni. Hvers vegna olíuleit? Samkvæmt orðum Karls Gunnars- sonar jarðeðlisfræðings í yfirlits- skýrslu um hafsbotninn umhverfis ís- land, þar sem hann fjallar um mynd- un olíu segir hann: „Olía er talin myndast úr leifum lífvera, sem setjast fyrir í seti á sjávarbotni eða í vötnum. Þær lífverur, sem leggja mest af mörk- um eru plöntu- og dýrasvif, en sums staðar er framburður plöntuleifa af landi einnig mikilvægur." - Ailmikil lægð er á hafsbotningum frá mynni Skjálfanda út fyrir mynni Eyjafjarðar, segir einnig í skýrslu Karls. Svonefhd „þyngdarlægð" bendir til þess að nokkuð þykkt set hafi safnast í sig- dæld, sem mynd- ast hefur í mis- genginu. Flatey á Skjálfanda situr ofan á setdæld- inni, og eyjan er hlaðin upp af basalthraunum, og sýnir að basalt- myndanir hylja nokkurn hluta sets- ins. „Þótt engar upplýsingar liggi fyr- ir um gerð þessara setlaga, má at- huga, hvort þau geti hugsanlega upp- fyllt þau skilyrði sem þarf til að olía fmnist“, er haft eftir Karli enn frem- ur. - Það virtist því ekki alveg út í bláinn að gera frumkönnun á því með borunum á þessu svæði, hvort eitt- hvað frekar kæmi í ljós. Ágiskanir eða staðreyndir? Talið er að mikill hluti setmyndana á landgrunni íslands sé jökullfram- burður frá ísöld, myndaðar á síðustu 3-4 milljónum ára. Því má búast við að setið undir Flatey sé að miklu leyti grófur jökulframburður, lítt fallinn til olíumyndunar. Þetta eru þó hreinar ágiskanir og beinar athuganir þarf til áður en nokkuð verður fullyrt. Áætl- aður hámarksaldur setsins er um 6 millj. ára og er nokkuð lágur, en þó eru til álíka gamlar olíulindir í heim- inum. Og ef setið er 4 km að þykkt ætti hitastig jarðarinnar að vera nógu hátt til myndunar olíu í neðri hluta þess. Þess má og geta, að flestar olíulind- ir heimsins eru myndaðar á fyrri jarð- sögutímabUum og þá helst frá miðís- öld, fyrir um 65-230 miUj. ára, þótt dæmi séu um að olía sé mynduð og unnin úr setlögum á aldri við island, kannski 20 miUj. ára. Þeir kostir sem taldir voru koma tU greina tU áframhaldandi könnunar á jarðgasi hér voru m.a. að kortleggja svæðisbundið gasuppstreymi tU yfir- borðs í nágrenni við Skógalón með 2-3 m djúpum holum - að ljúka við túlkun á fyrirliggjandi jarðeðlisfræði- gögnum bæði af landi og sjó til að fá betri mynd af setlagastaflanum í Öx- arfirði - að gera endurkastsmælingar á landi tU að kanna þykkt og uppbygg- ingu setlagastaflas betur. - Þetta kem- ur m.a. fram hjá Jakobi Bjömssyni, fyrrv. orkumálastjóra, og Guðmundi Pálmasyni, forstj. Jarðhitadeildar Orkumálastofnunar, um könnun á uppnma gass í Öxarfirði í árslok 1992. Erlendir aðilar Bandarískt olíufélag hefur nú lýst áhuga á að kanna vísbendingar í gögnum Orkustofnunar og fleiri aðUa um hvort olíu sé að finna í ís- lenskri lögsögu. Það er þó ekki aUt þegar talað er um erlenda aðUa sem þama koma nærri. Það var hinn 17. ágúst 1978 að þá- verandi iðnaðar- ráðherra, Gunn- ar Thoroddsen, heimilaði rannsóknar- fyrirtækinu Western Geophysical Co. að framkvæma rannsóknir og olíuleit á landgrunni íslands, þ.e. út af Eyja- firði og Skjálfandaflóa. Niðurstöður lofuðu mjög góðu um tUvist auðlinda á þessu svæði, og mátti finna á svæð- unum aUt upp í 4 km þykk setlög (líkt og áður er minnst á hér að ofan). í október árið 1981 var svo gerður samningur miUi íslands og Noregs sem tók gildi 2. júní 1982 um land- grunnið á svæðinu miUi íslands og Jan Mayen og í þeim samningi var ákveðið að Island og Noregur myndu sameiginlega láta fara fram rannsókn- ir á ákveðnum svæðum. Settar voru reglur um hvernig skyldi hátta olíu- leit á þeim ef tU kæmi. Áttu Norð- menn að kosta forrannsóknir á hafs- botninum, en skipulag að vera í hönd- um beggja aðUa sameiginlega. Lítið hefur þó farið fyrir þessu samstarfi frændþjóðanna að því er best er vitað. Enn er þess ógetið, að árið 1973 bár- ust óljósar fregnir af rannsóknum rússnesks jarðeðlisfræðileiðangurs sem var á ferð hér við land á skipinu Akademik Kurchatov undir stjóm dr. Gleb frá rússnesku vísindaakademí- unni. Var á þeim tíma talað um að leiðangurinn hefði fundið augljós merki um olíu og gas í þykkum setlög- um inn 160 km norðaustur af Langa- nesi. Ekki allir jákvæðir Fyrir þessu máli öUu hefur ekki ávaUt verið hrópað „húrra“, og tU voru þeir sem sögðust ekki hafa minnstu trú á að hér væri setlög að finna, hvað þá olía sem væri vinnan- leg úr þeim. Var þar hugsanlega hinn ógurlegi „olíugróði" sem stakk í augu. - Þannig skrifuðu bæði Júlíus Sólnes verkfræðingur og Kjartan Thors jarð- fræðingur í ÞjóðvUjann á sínum tíma um málið. í Þjóðviljanum hinn 13. júlí 1978 mátti m.a. lesa eftirfarandi: „Olía og olíuleit eru viðkvæm málefni og vandasöm. Ef við íslendingar hættum okkur inn á þau svið, erum við komn- ir í frumskóg stórfyrirtækja og einka- gróða og þar gilda lögmál frumskógar- ins ... Við megum ekki flýta okkur um of, og við megum ekki láta fram- kvæmdahraða verkefnanna taka af okkur völdin, líkt og gerst hefur við Kröflu ... Náttuúruvemdarsjónarmið koma e.t.v. ekki mikið við sögu í fyrstu þáttum olíuleitar, en við verð- um einhvern tíma að gera upp við okkur hvaða áhættu við viljum taka í sambandi við boranir og hvort við viljum yfirleitt olíu eða ekki.“ Enn em áreiðanlega ekki allir sátt- ir við leitina að svarta gullinu hér, á landi eða við það, en einhvem tíma verður að fá úr því skorið hvað kunni að vera til staðar langt niðri iðrum jarðar. Málinu haldið vakandi Það er langt í frá að málið hafi leg- ið í láginni allan tímann frá því Jarð- boranir ríkisins hófu boran á 500 metra djúpu holunni á haustdögum árið 1982. Við og við hafa birst grein- ar um málið. Aðallega og lengi vel ein- göngu í DV. Þannig hafa verið skrifað- ir á annan tug kjallaragreina í DV af ýmsum aðilum sem málinu tengjast. Þar má nefna Guðmund Ómar Frið- leifsson jarðfræðing og Halldór Ár- mannsson, báða á Orkustofnun, svo og Þorkel Helgason orkumálastjóra, alþingismennina Guðmund Hallvarðs- son, Guðmund Guðjónsson og Áma Ragnar Ámason, Áma Magnússon i viðskiptaráðuneytinu og Bjöm Bene- diktsson, fyrrv. oddvita í Öxarfjarðar- hreppi. Auk leiðara í DV og lesenda- bréfa á tímabilinu frá ótölulegmn fjölda manna, allt til þessa dags. Guðmundur Hallvarðsson alþm. var í fararbroddi fimm annarra þing- manna sem fluttu árið 1996 tillögu til þingsályktunar um olíuleit við ísland. Tillagan var síðan samþykkt í maí 1997. Ráðherranefnd var skipuð í september 1997. „Starfshópur um olíuleit á landgrunni íslands." Formaður þeirrar nefndar var Sveinbjöm Bjömsson, deildar- stjóri auðlindadeOdar Orkustofn- unar. Þessi nefnd skilaði af sér greinargerð um mitt þetta ár. Samkvæmt heimildum DV mun ætlunin að opinbera niðurstöður nefndarinnar snemma í næstu viku. Jafnvel strax á mánudag. FuEyrða má, að talsvert vatn eigi eftir að renna til sjávar við Öxarfjörð áður en olíupallar verða reistir við fjörðinn eða ann- ars staðar á Norðausiurlandi. Það má hins vegar taka undir orð Sig- urgeirs Ingimundarsonar, fyrrv. verkstjóra Jarðborana ríkisins, í viðtali við DV árið 1982 um ol- íufund hér: „Það er hugsanlegt, það er það sterkasta, sem ég hef heyrt tekið til orða.“ mr Æ § - '| 1 ml iarlarkaup ■Staðarkaup Kaupfélag Suðurnesja ■amkaup pdafiHlf ■ n.n. I" 11 Kjanval Sparkaup Allt í matinn! HtmUiíml iérlnrlilm: SBPknnt Stíiflvar 2 5351020 Greidir fyrir góda dagskrá! Innlent fréttaljós Geir R.Andersen Frá rannsóknum í Flatey. - Orkan streymir úr iðrum jarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.