Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. NOVEMBER 1998
Q'iðsljós
Ólyginn sagði.
... að Gwyneth Paltrow væri lík-
lega enn ástfangin af Brad Pitt
þrátt fyrir að vera nú heitbundin
Ben Affleck. Hún hefur sagt að
Brad Pitt gæti verið ást lífs
hennar og það sem þau áttu
saman hefði verið ekta. Aum-
ingja Ben.
... að John Travolta væri að
reyna að snúa Bill Clinton. Ekki
er um að ræða kynferðislegan
snúning heldur vill John að
Clinton gangi til liðs við Vís-
indakirkjuna. John segir að Vís-
indakirkjan geti hjálpað Clinton
mjög f því gjörningaveðri sem
hann stendur f út af Monicu.
.. að hjónaband Liams Gallag-
her og Patsy Kensit stæði tæpt
þessa dagana. Patsy og James,
sex ára sonur hennar, eru flutt í
tveggja herbergja íbúð í Vestur-
London. Hún fór frá Liam fyrir
einum mánuði. Hvernig nenna
þessar stjörnur að giftast? Þaö
er algjör tímasóun.
... að Kalli prins ætlaði að
stofna eigin heimasíðu og gera
sig þannig aðgengilegrí fyrir al-
menning. Á síðunni verða
myndir af prinsinum, fjölskyldu
hans og ræður. Þess má geta
að heimasíða Buckinghamhall-
ar er heimsótt yfir 100 milljón
sinnum á hverju ári. Það slær
meira að segja heimasíðu
Garðaskóla út.
Ekki bara uppsagnir hjá íslenskum heilbrigðisstéttum:
Clooney
- hættir á bráðavaktinni
Þær fregnir hafa borist vestan um
haf að George Clooney hætti bráðlega
að leika Doug Ross lækni í Bráða-
vaktinni. George segir að hann sjái
alls ekki eftir því að hafa sagt upp og
að það sé einungis eðlileg þróun að
yflrgefa þáttinn. „Fimm ár í sama
hlutverkinu í hverri viku er mikið,“
segir George.
Hann er samt þakklátur fyrir alla
frægðina sem hann hefur hlotið
vegna þáttanna. Kvikmyndaferillinn
er ekki jafnglæsilegur og það sem er
að baki í sjónvarpi en George segist
sætta sig fullkomlega við að vera í
þeirri stöðu að fjórir eða fimm leikar-
ar þurfi að segja: „Nei, takk, það er
svo mikið að gera hjá mér,“ áður en
honum er boðið hlutverk. Hann er
þess einnig fullviss að eftir nokkur ár
muni hann grátbiðja um að fá að fara
aftur i sjónvarpið.
En þeir sem munu sakna George á
skjánum munu geta skroppið í bíó til
að sjá karlinn. Næsta mynd hans
verður frumsýnd í Bandaríkjunum í
desember en það er The Thin Red
Line sem leikstýrt er af Terrence
Malick.
Ford EscortVan
Verð 1.035.000 kr. án vsk.
Þú qetur komið
miklu i lipran bil
Ford sendibílar af minni gerðinni sameina mikið flutningsrými
og sérlega mikla burðargetu. Öryggi ökumanns, þægilegt
vinnuumhverfi og hagkvæmni í rekstri sitja í fyrirrúmi.
Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga
Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn
og útbúa hann eftir þínu höfði.
Ford Fiesta Courier
Verð 998.000 kr. án vsk.
1 Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan I Bílasala Keflavíkur
Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi 1 Hafnargötu 90, Keflavík
sími 462 2700 sími 474 1453 sími 482 3100 | sími 421 4444
Tvisturinn
Faxastíg 36, Vestmannaey'jum
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010