Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 É lV Til hamingju með afmæ ið 7. nóvember 90 ára Ólafur B. Ólafsson, Hjúkrunarheimilinu Eir við Gagnveg, Reykjavík. 80 ára Ásgeir Magnússon, Bústaðavegi 97, Reykjavík. 75 ára Guðmundur Finnbjörnsson, Bugðulæk 18, Reykjavík. 70 ára Garðar B. Jónsson, Háaleiti 25, Keflavík. 60 ára Guðmundur Bjarnason, Hrafnhólum 4, Reykjavik. Arnheiður R. Sigurðardóttir, Goðatúni 13, Garðabæ. Auður Jónsdóttir, Stekkjargötu 7, Hnifsdal. Karl Eiríksson, Vatnshlið, Varmahlíð. 50 ára Jón S. Ingimundarson, Bergþórugötu 45, Reykjavík. Kristín Bragadóttir, Suðurgötu 20, Reykjavík. Kristjana Ársælsdóttir, Sigtúni 33, Reykjavík. Edda Snorradóttir, Skagaseli 8, Reykjavík. Júlíus Ámason, Eyrargötu 3, Siglufirði. Ragnheiður Njálsdóttir, Bröttuhlíð 2, Akureyri. 40 ára Þóra Ólafía Eyjóifsdóttir, Aflagranda 30, Reykjavík. Snorri Eiríksson, Viðarási 81, Reykjavík. Auður Leifsdóttir, Hverafold 39, Reykjavík. Þórir Karl Jónasson, Álfhólsvegi 97, Kópavogi. Gréta Kjartansdóttir, Fjallalind 125, Kópavogi. Jón Ingi Bjömsson, Furugrund 81, Kópavogi. Hafsteinn Þorgeirsson, Löngufít 7, Garðabæ. Hjörtur Már Benediktsson, Amarheiði 17, Hveragerði. Sigurlln Óskarsdóttir, Norðurgarði 20, Hvolsvelli. Helgi J. Sveinsson Helgi J. Sveinsson, fyrrv. starfs- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Þorragötu 7, Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill Helgi er fæddur í Norðurstíg 3, Reykjavík. Hann gekk í bamaskól- ann við Vatnsstíg, var tvo vetur í æfíngadeild Kennaraskólans, síðan tvo vetur í Austurbæjarskólanum, hóf síðan nám í Gagnfræðaskóla Austurbæjar haustið 1932 og lauk þaðan burfararprófi úr þriðja bekk vorið 1935. Helgi réðst til Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1936 og starfaði þar til 1941. Þá hóf hann störf hjá Litir og lökk hf. og fékkst þar við skrifstofu- störf þar til fyrirtækið var selt Hörpu hf. en þar starfaði hann til 1948. Það ár var hann ráðinn til inn- kaupadeildar Landssambands Is- lenskra útvegsmanna en þar var hann bókari og gjaldkeri uns hann lét að störfum árið 1989. Fjölskylda Helgi kvæntist 10.7. 1945 Sigríði Sigurðardóttur, f. 30.4. 1920, húsmóður. Hún er dóttir Sigurðar Sigurðs- sonar, skipstjóra, út- gerðarmanns og borgar- fulltrúa í Reykjavik og Ágústu Ólínu Jónsdótt- ur húsfreyju. Börn Helga og Sigríð- ar era Sigurður, f. 1.5. 1946, viðskiptafræðing- ur og forstjóri Flug- leiða, en kona hans er Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi; Sveinn Gunn- ar, f. 28.10. 1947, viðskiptafræðingur hjá Landsbanka Islands; Ágústa, f. 17.5. 1949, hjúkrunarfræðingur en maður hennar er Jón Karl Einars- son tónmenntakennari og era synir þeirra Helgi Þór Jónsson, f. 17.12. 1970, kerfisfræðingur, Einar Geir Jónsson, f. 18.6. 1974, háskólanemi, kvæntur Sigríði Völu Þórarinsdótt- ur, og Daði Jónsson, f. 2.5. 1979; Jó- hann Helgason f. 8.10. 1951, dr. í jarðfræði en hans kona er Þórhildur Guðrún Egilsdóttir félagsráðgjafí og börn þeirra era Jökull Jóhannsson, f. 27.11. 1992 og Anna Sigríður Jó- Helgi J. Sveinsson. hannsdóttir, f. 7.2. 1996; Helgi Sæmundur Helga- son, f. 22.6. 1953 við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri Til- raunastöðvarinnar í meinafræði að Keldum, kvæntur Steinunni Gunnarsdóttur meina- tækni en böm þeirra eru Ingi Úlfar Helgason, f. 28.5.1981, Stella Björk Helgadóttir, f. 13.7.1983, Gunnar Geir Helgason, f. 20.6. 1989 og Herdís Helga Helgadóttir, f. 2.3. 1993. Foreldar Helga vora Sveinn Jóns- son, f. 13.10. 1893, d. 26.4. 1938, sjó- maður og verkamaður í Reykjavík, og k.h., Anna Sigríður Guðjónsdótt- ir, f. 5.9.1894, d. 19.3.1960, húsfreyja. Ætt Sveinn var sonur Jóns b. í Stapa- koti í Njarðvíkum, Einarssonar og Margrétar Jónsdóttur. Einar faðir Jóns var Eggertsson, b. á Syðri- Brúnavöllum á Skeiðum, sem var sonur Einars b. og hreppstjóra á Litla-Fljóti í Biskupstungum og Val- gerðar Halldórsdóttur Þórðarsonar, pr. á Torfastöðum. Kona séra Þórð- ar var Vigdís, dóttir Páls prófasts, Högnasonar, frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Margrét var dóttir sr. Jóns Grímssonar, Húsafelli og Helgu dóttur Lýðs Guðmundssonar sýslu- manns Skaftfellinga. Bróðursonur Sveins er Jón Margeir Jónsson út- gerðarmaður í Reykjanesbæ. Anna Sigríður var dóttir Guðjóns b. í Reykjanesi i Grímsnesi, Finns- sonar og Jóhönnu Finnsdóttur. Foreldrar Guðjóns voru Finnur eldri Finnsson, b. á Kaldárhöfða í Grímsnesi og Guðrún Beinteinsdótt- ir. Finnur b. á Kaldárþöfða var son- ur Finns Jónssonar, b. á Langár- fossi og k. h. Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Foreldar Jóhönnu voru Finnur yngri Finnsson, b. á Hrísbrú í Mosfellssveit, en móðir Guðrún Guðmundsdóttir. Anna Sigríður var hálfsystir Guðrúnar Guðjóns- dóttur móður Magneu Hjálmars- dóttur kennara. Guðjón var bróðir Ástríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Jón Ágúst Guðbjörnsson Jón Ágúst Guðbjöms- son rafvirkjameistari, Gyðufelli 6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Vestur- bænum í Reykjavík, ólst síðan upp í Austurbæn- um í Reykjavík til níu ára aldurs er fjölskyldan flutti á Laugamesveginn. Jón var í Laugames- skóla og lauk þaðan bamaprófi 1934, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi 1947 og sveinsprófi í rafvirkjun en meistari hans var Guðmundur Þorsteinsson, stundaði nám við Vél- skóla íslands og lauk þaðan prófi frá rafmagnsdeild 1951, öðl- aðist meistararéttindi 1951, leyfi fyrir lág- spennuvirkjun 1951 og leyfi fyrir háspennu- virkjun 1959. Að námi loknu starf- aði Jón hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkja- meistara, hjá Lúðvíki Guðmundssyni og í Volta hf. hjá Magnúsi . . Hannessyni. Jón Agúst Jón var verkstjóri hjá Guðbjörnsson. Sognsvirkjun við upp- setningu rafbúnaðar í írafellsstöðina 1952-54, starfaði sjálfstætt við raf- virkjun 1954-57, var rafvirki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar 1957-62 og starfaði síðan hjá Heild- verslun Ásbjöms Ólafssonar þar til hann lét af störfum 1995 á sjötugasta og öðru aldursári. Fjölskylda Jón kvæntist 31.12. 1954 Önnu Björgúlfsdóttur, f. 18.8. 1922, húsmóð- ur. Hún er dóttir Björgúlfs Gunn- laugssonar, verkamanns á Neskaup- stað, og Ólafar Guðmundsdóttur hús- móður. Börn Jóns og Önnu eru Margrét, f. 6.9. 1955, húsmóðir í Kópavogi, gift Hjalta H. Hjaltasyni, starfsmanni hjá Sláturfélagi Suðurlands og eru synir þeirra Jón Ágúst, Einar, Jóhann og Markús; Marteinn Steinar, f. 11.4. 1960, klínískur sálfræðingur með eig- in stofu, kvæntur Úlfhildi Sigríði Úlf- arsdóttur húsmóður og eru synir þeirra Úlfar og Steinar Ágúst. Hálfbróðir Jóns, samfeðra, er Ragnar Hafsteinn Guðbjörnsson, f. 9.6. 1917, búsettur í Reykjavík. Alsystkini Jóns; Ólafur, f. 19.8. 1925, þjónn, búsettur í Hafnarfirði; Ásmundur, f. 25.9. 1926, pípulagning armeistari í Reykjavík; Sigríður, 4.11.1927, húsmóðir í Reykjavík; Ingi björg, f. 3.9. 1929, húsmóðir í Reykja vík; Guðmundur, f. 12.7. 1938, mat- sveinn í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Guðbjörn Ás- mundsson, f. í Sveinskoti í Bessa- staðahreppi 27.6. 1893, d. 19.7. 1966, verkamaður á Háteigi í Garðahreppi, og k.h., Kristbjörg Jónsdóttir, f. í Krókshúsum í Rauðasandshreppi 11.1. 1898, d. 7.3. 1977, húsmóðir. Jón Ágúst verður að heiman á af- mælisdaginn. Halldór Friðriksson Halldór Friðriksson, fyrrv. hús- vörður og sýningarmaður, Stein- holtsvegi 12, Eskifirði, varð áttræð- ur á fimmtudaginn var. Starfsferill Halldór fæddist á Eskifirði. Hann stundaði almenna verkamanna- vinnu og sjómennsku framan af en eftir 1960 stundaði hann múrverk ásamt Þorvaldi bróður sínum. Þeir stofnuðu fyrirtæki 1965 er fram- leiddi múrsteina og var þaö starf- Framhaldsaðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður sunnudaginn 15. nóvember kl. 15 í Baðstofunni, Ingólfsstræti 5 Fundarefni: Reglugerðarbreytingar 1. Reglugerð sjúkrasjóðs 2. Reglugerð orlofsheimilasjóðs 3. Reglugerð fræðslusjóðs 4. Reglugerð vinnudeilusjóðs 5. Sagt frá undirbúningi að stofnun nýs stéttarfélags sem stofnað verður 5. desember nk. Stj rnin rækt í nokkur ár. Halldór var húsvörður (fram- kvæmdastjóri) við félagsheimilið Valhöll á Eskifirði 1971-93. Hann hefur verið kvikmyndasýningar- maður frá 1947. í fyrstu með eigin vél og fór hann þá á milli staða í ná- grenninu, síðan hjá ungmennafélag- inu á staðnum og loks hjá Valhöll frá 1957 og fram til dagsins í dag. Á fimmtíu ára sýningarafmæii hans var hann sæmdur gullmerki Félags sýningarmanna við kvik- myndahús. Fjölskylda Hcilldór kvæntist 26.12. 1940 Þóra Magneu Helgadóttur, f. 15.2. 1915, d. 17.5. 1988, húsmóður. Foreldrar hennar: Helgi Konráðs- son Kemp skósmiður og Hansína Jónsdóttir húsmóðir. Þau era bæði látin, þau bjuggu á Eskifirði. Böm Halldórs og Þóru Magneu: Georg Friðrik, f. 2.10. 1941, skrifstofumaður á Eski- firði, maki Bára Kol- brún Pétursdóttir, þau eiga þrjú böm; Hans- ína Margrét, f. 31.10. 1946, húsmóðir á Eski- firði, maki Árbjörn Magnússon, þau eiga þrjú böm; Kristinn Helgi, f. 22.4. 1951, skólastjóri á Egilsstöðum, maki Alberta Tulinius, þau eiga Starf í boöi Útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfskraft í innheimtudeild. Hér er um krefjandi starf að ræða og þarf viðkomandi að vera samviskusamur, nákvæmur og með gmnnþekkingu á tölvunotkun og bókhaldi. Þarf að geta byrjað strax. Umsækjandi leggi inn nafn með uppl. um fyrri störf ásamt mynd á auglýsingadeild DV fyrir kl. 17 fimmtudaginn 12.nóvember n.k. ______________________________________Merkt:"Talnaglöggur" þrjú böm; Sigríður Frið- ný, f. 7.6.1953, kennari á Egilsstöðum, maki Bene- dikt Vilhjálmsson, þau eiga þrjá syni. Systkini Halldórs; Margrét, f. 14.3. 1920, húsmóðir í Keflavík, maki Baldm- Guðmunds- son sem er látinn, þau eiga fjögur böm; Krist- inn, f. 14.2. 1922, d. 1990, verkstjóri í Stykkis- hólmi, hans kona var Halldór Friðriksson. Þóra Sigurðardóttir, þau eignuðust fjögur börn; Þorvaldur, f. 10.7. 1923, verkamaður á Eskifirði, maki Kristín Pétursdóttir, þau eiga sex börn; Helga, f. 31.1.1925, d. 1954; Þorlákur, f. 15.1. 1927, bóndi á Skorrastað, maki Jóhanna Ármann, þau eiga sex böm; Guðni, f. 8.4.1930, skrifstofumaður í Stykkishólmi, maki Elsa Valentínusardóttir, þau eiga þrjú böm; Ámý, f. 12.1. 1932, húsmóðir í Reykjavík, maki Jón Hilmar Gimnarsson, þau eiga tvo syni; Helgi Seljan, f. 15.1.1934, fyrrv. alþm., maki Jóhanna Þóroddsdóttir, þau eru búsett í Reykjavík og eiga fimm börn. Hálfsystir Halldórs: Vilborg, f. 4.10. 1946, húsmóðir á Dalvík, maki Jón Hreinsson. Foreldrar Halldórs vora Friðrik Ámason, f. 7.5. 1896, d. 25.7. 1990, hreppstjóri, og k.h., Elínborg Þor- láksdóttir, f. 21.9. 1891, d. 11.1. 1945, húsmóðir. Þau bjuggu á Eskifirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.