Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 11 Sex sneiðar, takk Það hlaut að koma að þessu. Bjórauglýsingarnar flæða yfir blaðsíður og skjái. Héraðsdómur komst að því að það væri gegn mannréttindum að banna kynn- ingu mjaðarins. Það var þá sem framleiðendur og innflytjendur bjórs tóku gleði sína. Það er kannski ofmælt að þá fyrst hafi þeir tekið gleðina. Gleðina tóku þeir raunar fyrir nær áratug þeg- ar Sighvatur, núverandi krata- leiðtogi, þáverandi ráðherra, heimilaði bjórsölu. Bjórdagurinn var haldinn hátíðlegur 1. mars árið 1989. Það stefnir því í stóraf- mæli síðla vetrar, rétt fyrir kosn- ingar. Hin stóra ást bruggaranna Bjórmenn þessa lands urðu hins vegar ofsakátir þegar dómar- inn fann út að það væri hreinn og beinn fantaskapur að leyfa þeim ekki að auglýsa. Þekkt er að öll útlend blöð sýna freyðandi bjór á þriðju hverri síðu sem og þær út- lendu sjónvarpsstöðvar sem nást yfir hafið. Engu skal um það spáð hér hvemig Hæstiréttur tekur á málinu en er á meðan er. Löggan aðhefst ekki á meðan. Því nota menn tækifærið og auglýsa til þess að koma vörumerkinu sínu á framfæri. Hið skrýtna í málinu er raunar það að löggan sjáif kom auglýs- ingafrelsinu á. Það hafði um hríð farið í taugamar á velmeinandi fólki að sjá styrkleika ákveðinnar bjórtegundar auglýstan á flettiskilti í höfúðborginni. Þá er laganna verðir höfðu verið brýnd- ir um sinn létu þeir loks tilleiðast og kærðu bjórsalann. Hann vann málið. Löggan er því elskuð heitt af braggumm, þ. e. þeim sem brugga löglega. Staða landabragg- ara er óbreytt. Viðurkenndur veikleiki Máttur auglýsinganna er mik- ill. Um það þarf ekki að deila. Ósagt skal látið hvort bjórauglýs- ingar auka drykkju en ljóst er að þær hafa áhrif á hvaða tegund er valin. Þótt pistilskrifari sé hóf- samur á hann það þó til að kaupa sér kippu og kippu af öli. Það get- ur verið gott að eiga eins og einn kaldan í skápnum og ekki síður að vita af öðrum ef tekinn er helg- arrúntur út fyrir bæinn. Almennt er ég lélegur í búðum, finnst ekki gaman í matar- eða fatabúðum og er enn síðri ef velja skal skó eða nærbuxur. Tvo veik- leika verð ég þó að viðurkenna. Það kemur fyrir að ég kíki í bíla- búð á, nýkomna bíla, þótt ég viti með sjálfum mér að ég á ekki fyr- ir sýningargripunum. Ég er bara eins og hinir drengimir, læt mig dreyma eins og barn í leikfanga- búð. Kosturinn er sá að ég veit aö hinir sem era að skoða eiga held- ur ekki fyrir tryllitækjunum. Sið- ari búðaveikleiki minn er ríki sjálfs Höskuldar. Þótt ég fari sjald- an og kaupi lítið finnst mér gam- an að skoða tegundir þegar inn er komiö. Ég kíki á dýr koníökk og dökkar rommflöskur, handleik gjaman um stund áður en ég set flöskumar aftur á sinn stað. Síðan kaupi ég eina kippu til þess að eiga ef þannig stendur á. Ekkert hangs á Höskuldarstöðum Konan mín, sem stundum kem- ur með mér í þetta búðaráp, skil- ur þetta ekki. Yfirleitt finnst henni gaman að skoða í búðum. Hún fer stundum um kringlur og kíkir. Það gerir hún bara til þess að meta markaðinn. Ekki af því að hún ætli sér endilega að kaupa eitthvað. Hún vill þá koma við Laugardagspistill Jónas Haraldsson tuskur og taka peysur og blússur úr hillum svo búðarkonur þurfa að brjóta saman upp á nýtt. Ég treysti mér ekki í slíkt enda finnst mér álag á verslunarþjóna ærið þótt ekki sé stöðugt verið að róta í nýsamanbrotnum peysum. Kon- an mín er ekki ein um þetta. Þetta gera flestar konur og komast upp með það. Þessi búðarást konunnar á þó ekki við þá er við skreppum á Höskuldarstaði. Þar sér mín kona enga ástæðu til að hangsa. Hún viil að við kaupum strax það sem þarf og forum svo út. Hún strýkur hvorki koníökkum né viskíbrús- um og bjór finnst henni bragðvondur. Það er helst að hún fellist á eins og eina rjómalagaða eða sérrítár sem hún á þá lengi og gefur vinkonum sínum með á há- tiðarstundum. Allir völdu það sama Þannig var þetta einnig þegar við hjónin fórum í nefnt ríki í okkar kaupstað á dögunum. Þá höfðu bjórauglýsingamar dunið á okkur og andrúmsloftið var ann- að en venjulega í versluninni. Konan vildi komast sem fyrst út en mig fýsti að skoða breyting- una. Ég gat ekki séð að menn keyptu meira en venjulega en það vakti athygli mína að flestir keyptu það sama. Ef gerð hefði verið könnun við útgöngudyr hefði könnuður haldið að í búð- inni fengist bara ein tegund. Svo var þó alls ekki. Tegundimar voru allar þama. Menn keyptu hins vegar það sem auglýst var. Ríkisstarfsmennimir máttu hafa sig alla við að fylla á. Vinsæla teg- undin var á brettum á miðju gólfi. Konan fann mig þar sem ég hélt á dós af þeim auglýsta og fræddist um innihaldið, styrkleika, kom og humla. Þegar út kom var ég eins og hinir, með kippu af þeim hinum sama. Konan hlustaði ekki á innihaldslýsinguna og sagði þetta allt sama sullið í mismun- andi litum umbúðum. Kaldur og svalandi Ég lét gott heita vitandi það að minn betri helmingur er engin bjórkona. Ég held að hún kjósi fremur blávatn, eplasafa eða jafn- vel gosdrykk. Hún gaf lítið fyrir hollustu bjórsins og ég var ekki nægilega fróður í þeim málum til þess að verja mjöðinn af krafti. Upplýsingamar bárast hins vegar úr nýrri átt þá er ég opnaði blað sem lá í bílnum. Þar blasti við opnuauglýsing er sýndi ákveðna bjórtegund ýmist I áldósum eða flöskum. Bjórinn í blaðinu var svo kaldur að sjá að við lá að síð- an hrímaði. „Sérðu þetta,“ sagði ég við kon- una og sýndi henni myndimar. „Freistandi, ekki satt,“ bætti ég við. Það var ekki að sjá að þetta hefði teljandi áhrif á konuna enda frost úti þennan nóvemberdag og bíllinn kaldur eftir biðina. „Dríf- um okkur héðan,“ sagði konan um leið og hún fór í ullarvettling- ana og hneppti betur að sér káp- unni. Heitt kakó virtist ofar í hennar hug en kaldur bjór, hvað sem leið öllum auglýsingum. Fljótandi brauð „Bíddu nú hæg,“ sagði ég og las upphátt úr bjórauglýsingunni. Tennumar glömruðu í konunni en ég leiddi það hjá mér. „Það stendur hér að vegna innihalds bjórs, vatns, koms, humla, hrís- grjóna og gers sé bjórinn eigin- lega fljótandi brauð. Þetta er þá rakin hollusta." Þama vísaði ég til þess að konan leggiu- talsvert upp úr því að við borðum gróft brauð hollustimnar vegna. Ég lét að því liggja að nú gæti ég fengið mér einn í morgunmat, annan í hádeginu og þann þriðja um kvöldið í stað þess að rífa í mig rúgbrauðssneið með kæfu eða osti. Ég bauðst jafiivel til að fá mér eins og eina pepperónípylsu með ölinu í stað hefðbundins áleggs. Örfá í viðbót? „Mikil mannréttindi era að fá að fræðast um þetta," sagði ég við konuna um leið og ég lofaði visku héraðsdómarans sem leyfði bjórauglýsingamar. „Það er nýtt að þú lesir auglýsingar,“ sagði konan, „hvað kemur til? „Ja, hvaö gerir maður ekki heilsunnar vegna,“ sagði ég. „Væri ekki rétt að ég skytist inn aftur og næði í eins og sex brauð í viðbót?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.