Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 J-lV
12 &ðta[
Kliður náttúrunnar yfirgnæfir pönkrokkið
- Einar Kárason með nýja skáldsögu
kvæmlega sömu stöðu og söguper-
sónan. Sömu fjöllin, sömu fuglarnir
og sami himinninn yfir.“
Fjallar um verstu tíma
Islandssögunnar
Einar er spurður hvort það geti
ekki verið að hann sé allur að róast,
þar sem Norðurljós sé á einhvern
hátt ljóðrænni en fyrri sögur hans
og mikið lagt upp úr náttúrulýsing-
um. Er það ef til vill aldurinn sem
er að færast yfir?
„Já, ætli það sé ekki sennilegt.
Áður var maður með eitthvað pönk-
rokk í eyrunum, en nú veit maður
ekkert dásamlegra en kliðinn í nátt-
úrunni," segir Einar glottandi.
„Nei, en auðvitað gerist sagan að
litlum hluta í þéttbýli, hún gerist
úti í náttúrunni og efnistök ráðast
af söguefni. Þessi saga er ólík þeim
fjölskyldusögum sem ég hef áður
skrifað. Hins vegar tel ég að hún sé
ekki ólík sögunni Þetta eru asnar
Guðjón, sem kannski færri þekkja,
en er fyrsta skáldsaga mín. Það sem
þær eiga sameiginlegt er að þær eru
sagðar í fyrstu persónu af tiltölu-
lega ungum manni. Viðhorf til lífs-
ins, samfélagsins og umhverfisins
eru heldur ekki ólík og báðar sögur
snúast um baráttu við samfélag og
aðstæður sem erfitt er að ráða við.“
Hver er þessi Svartur?
„Svartur er rödd sögunnar og að-
alpersóna. Timarnir sem hann lifir,
átjánda öldin, eru verstu tímar ís-
landssögunnar og í lok aldarinnar
voru menn að segja i fúlustu alvöru
að hér væri óbyggilegt og réttast
væri að flytja restina af þjóðinni í
burtu. Á sama tíma og hér ríkti
skelfilegt ástand var hins vegar upp-
gangstími hjá flestum grannþjóðum
okkar og meðan íslendingum fækk-
aði jafnt og þétt þá þrefaldaðist
íbúafjöldi í Noregi og Danmörku.
ísland var mjög einangrað vegna
stríða í Evrópu og harðneskja yfir-
valda var mikil, auk þess sem veður
voru válynd. Ég hafði lesið svo
margt um þessa öld, og það stakk
mig að fólkið sem fjallað er um ligg-
ur alveg flatt. Það er eins og það
hafi ekki döngun í sér til þess að
berjast gegn óréttlætinu. Ég er hins
vegar sannfærður um að það hlýtur
að hafa verið til svoleiðis fólk og
sögupersóna mín rís upp og berst
fyrir lífi sínu. Þetta er því nokkurs
konar upprisusaga."
Á Svartur við ofurefli að etja?
„Það eiga náttúrlega allir við of-
urefli að etja og það vinnst aldrei
neinn afgerandi sigur. Óréttlætið og
hörmungarnar hcifa sinn gang í sög-
unni en Svartur heldur sóma sín-
um. Þegar maður kynnir sér þessa
tíma tekur maður eftir því að þrátt
fyrir aflt þá stóð íslenska þjóðin
upprétt. Þó mikið væri til dæmis
reynt að þröngva upp á hana ofsa-
trú var eins og það hafl aldrei hrin-
ið á fólki. Ég hef á tilfinningunni að
þetta hafl verið öðruvísi á hinum
Norðurlöndunum. í bókum Heines-
ens blandast til dæmis óttinn við yf-
irvöldin óttanum við guð og þá upp-
lifun að mannfólkið verði alltaf eins
og maðkar í svaðinu. Mín tilgáta er
sú að íslendingar hafl sótt sér styrk
til fornsagnanna. Svartur og hans
íjölskylda telja sig vera afkomendur
Sturlunga og fyrirmynd Svarts í líf-
inu er Grettir Ásmundarson. Hall-
dór Laxness sagði einhvern tíma að
Grettir væri hinn íslenski þjóðar-
kristur sem liflr sögu sinnar þjóðar
og tekur á sig allar þær píslir sem
lagðar eru á þjóðina. Svartur er svo-
lítið upptekinn af þessu og hans fyr-
irmyndir í lífinu voru menn en ekki
guðir. Menn sem risu gegn ofurefl-
inu án þess að bera sigur úr býtum,
en standa samt sem áður uppi sem
hetjur.
Trúarbrögð helstu sögupersóna
minna snúast því ekki um mannfé-
lag sem er undir einhverjum yfir-
skilvitlegum hæl, heldur upplifa
þeir sig sem menn sem kannski
standa halloka, en neita að láta aðra
beygja sig.“
Á þriðjudaginn kem-
ur út hjá Máli og menn-
ingu bókin Norðurljós
eftir Einar Kárason.
Þetta er svonefnd sögu-
leg skáldsaga sem ger-
ist á átjándu öld en að
sögn Einars eru at-
burðirnir þó sannsögu-
legir að mjög litlu leyti.
„Partur af bakgrunnin-
um og sögutímanum
eru persónur sem voru
uppi á átjándu öld, eins
og Eyvindur og Hafla
og Snorri á Húsafelli.
En þau eru bara þar
rétt eins og hafísinn og
vetrarhörkumar," seg-
ir Einar. „Þetta er nátt-
úrlega hin klassíska
aðferð, maður tekur
þekkt baksvið, en
spinnur einhverja at-
burði sem manni finnst
passa. Bræðurnir Ljót-
ur og Svartur voru
aldrei til, né heldur
nokkuð af fólkinu á
Slitvindastöðum."
Það ætti vel
við mig að
verða sendi-
herra
Einar kannast ekki
við að það sé fortíðar-
bylgja í gangi hjá ís-
lenskum skáldsagna-
höfundum. Frekar
megi segja að langt
tímabil þegar mest
veir í tísku að fjalla
um íslenskan sam-
tíma sé að líða undir
lok. Sjálfur segist
hann hingað til hafa
einbeitt sér að 20. öld-
inni i bókum sínum
en haft áhuga á því að
breyta tfl. „Samtím-
inn er auðvitað eitt-
hvað sem maður
stendur klárari gagn-
vart í upphafi. Mér
þótti erfitt að ýta
þessum bíl í gang, að
byrja að skrifa um
fortíðina, en ég vildi
samt gera það. Sögu-
aðferðin tengist líka á
vissan hátt hugmynd-
um mínum og hugs-
unum um Islendinga-
sögurnar, þær voru
skrifaðar tveimur og
hálfri öld eftir að at-
burðirnir sem þær
fjalla um gerðust."
Þegar Einar er
spurður hvort Norð-
urljós sé besta verkið
á ferlinum og hvemig
hann haldi að viðtök-
urnar verði, þá segist
hann ekki hafa verið
neitt sérstakt eftir-
læti bókmenntafræðinga í gegnum
tíðina eða notið aðdáunar gagn-
rýnenda. Hann þurfi hins vegar
ekki að kvarta mikið yfir sölu
bókanna.
„Maður ímyndar sér kannski
alltaf að síðasta verkið sé það besta,
en veit þó bak við eyrað hvenær
maður hefur verið í bestu stuði og
hvenær hefur lánast betur en vana-
lega. Nú hef ég einmitt þá tilfinn-
ingu. Ég ímynda mér að þetta sé
minn ópus magnum."
Þegar Einar er spurður hvað sé í
bígerð á næstunni segist hann varla
geta svarað því vegna þess að þegar
hann sé í miðjum kliðum með verk
þá ljósti þeirri hugmynd afltaf niður
í hann að þetta skuli verða í síðasta
skipti sem hann leggur í það að
skrifa skáldsögu. Nú sé ef til vill
komið nóg.
„Þeir sögðu það gömlu togarajaxl-
amir þegar þeir voru spurðir hvort
þeir ætluðu ekki að fara að hætta á
sjónum: „Ja, þetta er nú það eina
sem maður kann.“ Ég hef oft verið
að velta því fyrir mér hvað menn
sem hafa dagað uppi í því að skrifa
skáldsögur gætu gert ef þeir hættu
því. Þegar suðuramerisku þjóðimar
voru að byrja með utanríkisþjón-
ustu, þá fengu þeir skáld og lista-
menn tfl þess að vera sendiherra.
Ég hef stundum ímyndað mér að
það ætti vel við mig. Að vakna um
hádegi í sendiráði erlendis, punta
mig upp í samkvæmisdress og fara
svo að kjafta við fólk í þægilegum
síðdegisboðum með kokkteilglas í
hendi.
Sú löngun að leggja ritstörfin á
hflluna magnast þegar jólahasarinn
hefst. Maður er kannski einhvers
staðar að keyra í sakleysi sínu og
heyrir þá í útvarpinu einhvern
spakvitring vera að leggja mat á
bækur ársins. Þá hugsa ég oft að nú
sé kominn tími til þess að hætta
þessum andskota. Sú tilfinning
hverfur svo yfirleitt upp úr áramót-
unum.“
-þhs
Einar Kárason rithöfundur.„Trúarbrögð helstu sögupersóna minna snúast
ekki um mannfélag sem er undir einhverjum yfirskilvitiegum hæl, heldur
upplifa þeir sig sem menn sem kannski standa halloka, en neita að láta aðra
beygja sig.“ DV-mynd GVA.
söguefnið nær nútímalesandanum,"
segir Einar. „Húsakynni, verkslag
og klæðaburður er öðruvísi, en fólk-
ið var fólk eins og við. Það er ef til
vifl þess vegna sem ég legg svo
mikla áherslu á náttúrulýsingar
fremur en lýsingar á innanstokks-
munum. Einhvern veginn finnst
mér ég svo oft lesa sögur þar sem
mikið er gert úr þvi að lýsa hús-
næði og mataræði, lykt og atvinnu-
háttum, að persónurnar falla í
skuggann.
Ég vildi ímynda mér að ég væri
staddur þar sem atburðirnir gerast
og þeirri tflfinningu er ekki hægt að
ná ef maður situr við skrifborð með
stafla af fræðibókum fyrir framan
sig. Þá myndast þoka á milli sögu-
persóna og lesanda. Ég fór þvi inn á
hálendið og rölti um þá staði sem
vitað er að útilegumenn gistu. Þeg-
ar maður er kominn út í óbyggðir er
ekkert sem skilur á milli. Ef ég
hefði steypt yfir mig lúsugum gæru-
skinnsfeldi hefði ég verið í ná-
Fór á slóðir
útilegumanna
Einar segir að hug-
myndin að verkinu
hafi kviknað fyrir mjög
löngu síðan, þegar
hann las í fyrsta skipti
Haustskip eftir Björn
Th. Björnsson, sem
einmitt gerist á þessum
tima. „Haustskip er
sagnfræðilegt verk
fyrst og fremst, en þar
fékk ég þá hugmynd að
gaman væri að skrifa
skáldsögu sem gerðist
á þessum tíma. Ég ímyndaði mér að
þessi tími væri fyrir skáldsögu rétt
eins og víkingaöldin var í augum
þeirra sem skrifuðu íslendingasög-
umar. Ég var lengi að búa mig und-
ir þessa sögu og reyna að átta mig á
hvaða tökum ég tæki verkið. Hug-
myndin að efnistökum kom svo loks
þegar mér varð hugsað til bókar
sem ég hef lengi haft mikið dálæti á,
Möttull konungur eða Caterpillar,
eftir Þorstein frá Hamri. Sú saga er
í aðra röndina um Heflismenn, sögð
af einum þeirra sem enn þá sveim-
ar einhvers staðar um uppsveitir
Borgarfjarðar og ræðir við gröfu-
stjóra sem er að ræsa fram rnýrar."
Einar segir að rannsóknaraðferð-
irnar hafi aðallega gengið út á að
reyna að komast nær sögusviðinu.
Oft þegar menn skrifi skáldsögur
sem gerast á öðrum tímum, þá stúd-
eri þeir út í hörgul allt sem er frá-
brugðið okkar tímum. „Mig langaði
meira að leggja áherslu á það sem
er eins, og með því tel ég mig færa