Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 DV * K z *ifréttir --- Ríkisspítalar dæmdir til að greiða starfsmönnum laun vegna námskeiðssetu: Málssókn undirbúin - þar sem dómurinn er talinn hafa fordæmisgildi Sérstætt mál er í gangi milli Rík- isspítala og vakt- og flutningsmanna sem þar vinna. Neita Ríkisspítalar að greiða starfsmönnum í deildinni laun fyrir að sækja námskeið sem þeir sóttu í frítíma sínum. Héraðs- dómur hefur kveðið upp dóm í máli eins þeirra sem höfðað var á hend- ur Ríkisspítölum. Dæmdi Héraðs- dómur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisspítala til að greiða vaktmann- inum laun og orlof meðan hann sótti námskeiöið, svo og dráttar- vexti og málskostnað. Ríkisspítalar Hreyfing á viðrædum Forráðamenn Ríkisspítala ræddu daglangt við þrjá meinatækna úr hópi þeirra 47 sem hætt höfðu störfum hjá Landspítalanum. Viðræður hófust kl. 14 í gærdag hjá Vigdísi Magnúsdóttur forstjóra sem boðaði til fundarins. Á myndinni eru fulltrúar meinatækna að ganga inn í skrifstofur Ríkisspítalanna við Rauðarárstfg. Þegar DV fór í prentun stóð fundur enn og einhver hreyfing var komin á mál. DV-mynd Pjetur Framboðsmál vinstri samfylkingar í Reykjavík: Pattstaöa Alþýðubandalagið klofnaði í afstöðu til prófkjörs Pattstaða er komin upp í samfylk- ingu vinstra fólks og félagshyggju- fólks í Reykjavík. Nefhdin getur ekki komið sér saman um aðferð við að raða á væntanlegan framboðslista. í undirbúningsnefndinni leggur AI- þýðuflokkurinn til að fram fari opið prófkjör með ákveðnum sanngimisá- kvæðum um að enginn fái færri en tvo af átta sem kjömir yrðu á sameig- inlegan lista. Alþýðubandalagið vill ekki prófkjör heldur að stillt verði upp á listann og enginn flokkanna fái færri en tvo af sjö. Kvennalistinn tek- ur ekki afstöðu til uppröðunaraðferða að öðm leyti en því að hvemig sem raðað verði á listann fái Kvennalist- inn eitt af þremur efstu sæfrmum í sinn hlut. Þá hefur Lára V. Júlíusdótt- ir, fulltrúi Þjóðvaka í undirbúnings- nefndinni, lýst sams konar afstöðu og Kvennalistinn. Birgir Dýrfjörð, einn þriggja fúll- trúa Alþýðuflokksins, segir i samtali við DV að Alþýðuflokkurinn hafi í tvígang lagt fram tillögu sína um opið prófkjör, nú síðast í vikunni sem er að líða. Þá gerðist það að Alþýðu- bandalagið klofnaði í afstöðu sinni og Gísli Gunnarsson, einn þriggja fúll- trúa Alþýðubandalagsins í nefndinni, lýsti yfír stuðningi við tillögu Alþýðu- flokksins um prófkjör. Birgir Dýrfjörð segir að sanngimis- ákvæðin í tillögu Alþýðuflokksins þýði það að enginn skuli fá tvo full- trúa á listann fyrr en allir framboðs- aðilar séu búnir að fá einn mann á hann. Framboðsaðilar em Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Kvenna- listi. Hann segir að Jóhanna Sigurðar- dóttir eða Þjóðvaki séu ekki fram- boðsaðili. Því sé í tiilögu Alþýðuflokks- ins sérákvæði um að gefa Jóhönnu kost á framboði þannig að hún fái sína fylg- ismælingu og raðist í sæti samkvæmt henni. „Þetta er gert til þess að tryggja að talsmenn allra sjónarmiða eigi mann inni og til að eyða tortryggni um að einhveijir tveir eða þrír geti mynd- að blokk gegn einhverjum i prófkjöri og haldiðhonum utan við,“ segir Birgir. í því ljósi undrist Alþýðuflokksmenn að fúlltrúi Jóhönnu skuli ekki fallast á til- löguna. Bæði Alþýðubandalag, Kvennalisti og fúlltrúi Jóhönnu Sigurð- ardóttir sitji því fastir við sinn keip og hafi ekki skipt um skoðun í málinu. Það eina nýja í málinu sé nýtilkominn stuðningur Gísla Gunnarssonar. Fram- boðsmál vinstri samfylkingarinnar séu því í pattstöðu. -SÁ Afskipti menntamálaráðuneytisins af Iðnskólanum: Tilfærslur ógiltar í kjölfar afskipta menntamálaráðu- neytisins af tilfærslum starfsmanna á bókasafni Iðnskólans í Reykjavík hefur Ingvar Ásmundsson skóla- meistari dregið ákvörðun sína þar að lútandi til baka. Þetta kemur m.a. fram í svari Björns Bjamasonar menntamálaráðherra við spuming- um DV um afskipti ráðuneytisins af málefnum skólans. Bókasafnsmálið snerist um það að í septembermánuði sendi skólameist- ari yfirmanni bókasafnsins bréf, þar sem hann tilkynnti honum að verka- skiptingu á safiiinu yrði breytt. Frá 1. október skyldi henni þannig háttað að nýr yffrmaður yrði á safninu, undir starfstitlinum „skipulags- stjóri“. Þáverandi yfirmaður safnsins skyldi verða óbreyttur bókasafns- fræðingur. Svo háttaði til að yfirmað- ur bókasafnsins var faglærður en „skipulagsstjórinn" ekki. Sem fyrr sagði hafði ráðuneytið af- skipti af málinu og í kjölfarið dró skólameistari bréf sitt til baka, „enda segir í reglugerð um starfslið skóla að yffrmaður bókasafns skuli vera bókasafnsfræðingur og ber skóla- meistara að hlíta henni“, segir í svari ráðherra til DV. Aðspurður hvort ráðuneytið hygð- ist aðhafast eitthvað frekar til að koma á friði í skólastarfinu í Iðnskól- anum svaraöi ráðherra að ráðuneytið hefði þegar tekið á ýmsum álitaefn- um. Málefni skólans væru nú til skoð- unar í ráðuneytinu. -JSS hafa gert að fullu upp við þennan starfsmann en fimm aðrir hafa ein- ungis fengið greiddan höfúðstól - ekki dráttarvexti. Tíu vaktmenn til viöbótar hafa alls ekki fengið nein- ar greiðslur frá Ríkisspítölum vegna sama námskeiðs. Lögmaður umræddra starfsmanna undirbýr nú lögsókn á hendur Ríkisspítölun- um fyrir hvern þeirra fyrir sig til að innheimta kröfurnar. Umrædd námskeið voru á árun- um 1994 og 1995. Þá staðfesti starfs- mannastjóri Ríkisspítalanna að vaktmennirnir myndu fá greitt fyr- fr að sækja námskeiðið. Þegar að- eins huti þess var búinn fengu þeir bréf þar sem þeim var sagt að hætta. Var gert ráð fyrir endur- skipulagningu námskeiðsins i sept- ember 1995 með þarfir vakt- og flutningadeildar í huga. Vaktmenn- imir sóttu svo námskeið haustið 1995 og um greiðslur fyrir það stendur styrinn. í dómnum segir að niðurstaða þessa máls hafi „for- dæmisgildi fyrir hópinn í heild sinni“. Launadeild Ríkisspítalanna hefur gert upp við starfsmanninn sem höfðaði málið eins og áður sagði. Hitt vekur athygli, að fimm aðrir af fimmtán manna hópi hafa fengið greiðslur en þó ekki samkvæmt nið- urstöðu Héraðsdóms því þeir hafa enga dráttarvexti fengið. Guðlaug Bjömsdóttir hjá launa- deild Ríkisspítalanna kvaðst ekki vilja tjá sig um málið við DV. Lög- menn aðila væm að fjalla um málið. Þegar DV spurði hana hvort for- dæmisgildi dómsins ætti aðeins við um fáa einstaklinga en ekki hópinn allan sveiraði hún: „Það er auðvitað spuming um hvaða hóp er verið að tala.“ -JSS Kirkjuvörðum við Hallgrímskirkju brá í brún er þeir komu til vinnu sinnar í gær- morgun. Fyrir framan kirkjuna hafði dökkum fána með áletrunina „Látum morð- ingja ekki sleppa" verið flaggað. Að sögn Sigríðar Norquist kirkjuvarðar er ekki vitað hverjir voru að verki og ekki talið að verknaöurinn tengist kirkjunni. Sig- ríður sagði að slíkum ógeðfelldum skilaboðum heföi ekki áður verið komið fyr- ir við kirkjuna og vonaðist hún til að slíktgerðist ekki aftur. DV-mynd Pjetur í stuttar fréttir í flugprófun Ein af þremur Boeing 757-300 þot- ; um sem nú era í flugprófunum í | Bandarikjunum er væntanleg til í Keflavíkurflugvallar í dag. Hún fer I hér í ýmsar flugprófanir sem krefj- í ast töluverðs vinds. Meðal þeirra ■r eru prófanir á kerfum fyrir sjálf- | virkar lendingar og flugtak með 15 : hnúta vind i stélið. 1 Rektor Ustaháskólans | Ríkisútvarpiö | greindi frá því f að stjórn Lista- háskóla íslands | hafi ráðið Hjálm- ■ ar H. Ragnars- I son tónskáld l rektor skólans til i fimm ára. Hjálm- ; ar tekur við starfinu um áramótin. Nýtt debetkort Iíslandsbanki hefúr gefið út nýtt debetkort sem nefnist Valkort en það gefur viðskiptavinum bankans margs konar valmöguleika og fríð- a indi, s.s. afslátt af greiddum skulda- j bréfavöxtum og val á útliti kortsins. j Ýmis önnur nýmæli eru í þessari j þjónustu en megináhersla er lögð á ? sveigjanleika og að fólk geti valið j sér sínar eigin leiðir til hagræðing- j ar og aukinnar þjónustu. Axlar ekki sínar skyldur Ríkisútvarpið greindi frá því að j skrifstofústjóra Alþýðusambands- j ins fyndist hryggilegt að heilbrigð- : is- og tryggingaráðuneytiö ætlaði j ekki að axla skyldur sínar til að ís- j lendingar fari eftir tilskipun Evr- ópusambandsins um vinnuvemd i þungaðra kvenna. Á rétt á upplýsingum j Hæstiréttur er búinn að staðfesta j dóm héraðsdóms um að Landsbank- ;; inn eigi að láta Fiskistofú i té allar j upplýsingar um afurðalánavið- j skipti bankans og fiskvinnslufyrir- j tækis í Grindavík. Ríkisútvarpið j greindi frá. Friðrik vorkennir Ágústi J Friðrik Þór Friðriksson seg- ist vorkenna Ágústi Guð- mundssyni fýrir það hve tapsár hann er vegna j vals á fúlltrúa ís- : : lands í keppnina um óskarsverðlaunin. Hann seg- j ir aö þær fúllyrðingar Ágústs að I hann reki kolkrabbakvikmyndafyr- 5 irtæki séu algjörlega úr lausu lofti j gripnar. Verður niðurgreitt Rikisútvarpið greindi frá því að 1 ríkisstjómin hafi ákveðið í gær að styrkja loðdýrabændur í fjárhags- | vanda þeirra með því að niður- j greiða verð á loðdýrafóðri. Á skíðum í sólarhring Fjórtán unghngar í skíðadeild | Leifturs í Ólafsfirði ætla að standa 1 fyrir svokallaðri „áheitaskíðun". t Fyrirhugað er aö hefja leikinn eftir j hádegi og vera samfleytt á skíðum í p sólarhring. Tileíni þessa er að ung- | lingamir hafa verið að safna I áheitum meðal bæjarbúa vegna æf- j ingaferðar sem fýrirhuguð er tU j Noregs í janúar. Ólafur G. Ólafúr G. Ein- j arsson, forseti I Alþingis, hefur 3 tekið við for- j mennsku stjóm- ar Hjálparstofn- unar kirkjunn- j ar. Þá hefúr 1 nafni stofnunar- ; innar verið breytt í Hjálparstarf j kirkjunnar. Rannsókn Ragnars dregst „Þetta hefúr tekið lengri tima en ég bjóst við en ég geri ráð fýrir að j málið veröi klárt um miðjan mán- j uðinn. Það reyndist ekki hægt að l ljúka málinu fýrr,“ segir Ragnar ; Hall vegna rannsóknar á afdrifúm „týndu fikniefnanna“ hjá embætti | lögreglustjórans í Reykjavik. -SJ/BOE formaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.