Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JU V 60 mm BodyPump er 45-60 mínútna líkamsræktartími þar sem unnið er með lóð og lóðastangir til þess að þjálfa alla vöðvahópa líkamans í takt við hvetjandi tónlist. BodyPump er nýtt æði í líkamsræktarstöðvum: Áhrifarík lyftingatækni Líkamsræktaræðið sem heltekið hefur hinn vestræna heim heldur valdið miklum breytingum á lífi Qölda fólks. Allir kannast við eró- bikk-æðið sem gekk eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og hefur hvergi nærri runnið sitt skeið. Pallaleikfimi nýtur mikilla vin- sælda og tiltölulega stutt er síðan „spinning-æðið“ kom til sögunnar. Nú er nýtt æði að ryðja sér til rúms í líkamsræktarstöðvum víða um heim. Nýja líkamsræktarformið er „BodyPump", en flestar helstu lík- amsræktarstöðvar hér á landi bjóða tíma í BodyPump-æfingakerfinu. Jón Halldórsson, eigandi líkams- ræktarstöðvarinnar Þokkabót, hef- ur verið leiðbeinandi í BodyPump um nokkurra mánaða skeið. „BodyPump er 45-60 mínútna lík- amsræktartími þar sem unnið er með lóð og lóðastangir til þess að þjálfa alla vöðvahópa líkamans í takt við hvetjandi tónlist. Þrátt fyr- ir að tónlist sé notuð er engin nauð- syn að kunna dansspor eða þolfimi til þess að vera þátttakandi," sagði Jón. „Mikil áhersla er lögð á rétta lyftingatækni. Notaðar eru viðráð- anlegar þyngdir sem hver og einn ræður við. Endurtekningafjöldi æf- inganna er mikill og þar af leiðandi Nýkomið mikið úrval af herraskóm Laugavegi40 sími 551 3577 unnið mikið í fitubrennslu og kraft- þoli. Hver þátttakandi fær sína ákveðnu stöng og ákveðið magn af lóðum sem hentar hans líkamsá- standi. Allir tímar byrja á góðri upphitun þar sem unnið er með alla stærstu vöðvahópa líkamans. Eftir upphitun eru allir vöðva- hópar þjálfaðir fyrirfram á skipu- lagðan hátt. Byrjað er að fara í æf- ingar fyrir fætur og rassvöðva, þá er brjóstkassinn þjálfaður ásamt efra-, mið- og neðra baki. Því næst eru axlir og handleggir þjálfaðir en síðan aftur farið í þjálfun fótanna og rassvöðvanna. Kviðæfingar eru gerðar í hverjum tíma sem endar síðan á góðum teygjum og slök- unaræfingum." Orkukerfi líkamans „Þeir sem hafa prófað BodyPump finna strax mikinn árangur vegna þess að það er hannað til þess að vinna með tveimur stærstu orku- kerfum líkamans. Þau eru annars vegar loftháð þjáifun, aðferð þar sem súrefni er notað til þess að brenna fitu og kolvetnum og skapa þannig orku fyrir vöðvahópa líkam- ans. Hins vegar loftfirrð þjálfun, orku- ferli sem tekur við þegar álagið á vöðvahópa líkamans er orðið það mikið að loftháða þjálfunin nær ekki að koma nægu súrefni til vöðvanna. Loftfirrð þjálfun gefur vöðvunum tækifæri á að þjálfa af mikilii ákefð í stuttan tíma. Kosturinn við BodyPump er sá að allir geta tekið þátt hlið við hlið, án tillits til líkamsforms. Þátttakendur velja sjálflr þá þyngd lóða sem þeir vinna með í BodyPump. BodyPump er því fyrir konur og karla, unga sem gamla, byrjendur sem lengra komna. BodvPumn er liðin eru frá því það kom fyrst til sögunnar. Það var fyrst kynnt hér til sögunnar í júlí á þessu ári. Kerf- ið er byggt upp eftir ákveðnum að- ferðum og mjög ströngum reglum. Ef ég ætla mér að kenna BodyPump, þá verð ég fyrst að undirgangast stífa þjálfun í tvo daga og eftir það fæ ég tvær vikur til að æfa kerfið. Að loknum tveggja vikna æfingum hitti ég aftur kennarann að máli og fer með honum yfir grundvallarat- riðin, tæknina í lyftingunum, hvemig leiðbeina beri nemendum, hvemig skapa eigi gott andrúmsloft og svo framvegis. Eftir það er mér úthlutað bráða- birgðaleyfi og kenni eftir því í 3 mánuði. Að loknum þessum þrem- ur mánuðum ber mér að senda myndbandsspólu út til Les Mills með æfingum mínum og nemenda minna. Farið er gagnrýnum hönd- um um efnið. Er kennarinn að beita réttum aðferðum, gefur hann rétt merki til nemenda sinna, beit- ir hann réttri lyftingatækni eða er hann í takt við tónlistina? Ef öll at- riði em í lagi úthlutar Les Mills leyfum til þeirra kennara sem Kosturinn við BodyPump er sá að allir geta tekið þátt hlið við hlið, án tillits til iíkamsforms. ekki alveg nýtt af nálinni. Það kem- ur frá fyrirtæki i Nýja-Sjálandi sem heitir Les Mills, sama fyrirtæki og byrjaði með palla- leikfimina. BodyPump kom fyrst fram á sjón- arsviðið hjá þeim fyrir tæpum 8 árum. Ýmsar ástæður em fyrir því að BodyPump náði strax miklum vin- sældum. Þeirrar tilhneigingar gætti í líkams- ræktarstöðvum víða um heim að gestir stöðvanna færðu sig úr eró- bikkinu yfir í tækjasalinn. Ráð- endur hjá Les Mills komu auga á þessa þróun og datt fljótlega í hug að senda sérfræð- inga inn í tækja- salinn með lóð og láta hann gera æf- ingar. Afleiðingin var sú að tækja- salurinn fylltist af fólki. Les Mills hófu strax að þróa ákveðið lyftinga- kerfl sem byggt var á leiðbeiningum sérfræðinga og afraksturinn af þeirri vinnu er það sem nú er kall- að BodyPump. Þeir sem koma að framþróun þessa kerfis í dag eru allt sérfræðingar, læknar, íþrótta- fræðingar og sjúkraþjálfarar," sagði Jón. Strangar reglur „BodyPump hefur tekið nokkram breytingum á þeim átta áram sem standast prófið. BodyPump er í stöðugri fram- þróun. Ný útgáfa er sett á markað- inn á þriggja mánaða fresti. Lög- giltir kennarar þurfa að kynna sér nýjar útgáfur, að minnsta kosti þrjár af fjórum á hverju ári, til að halda réttindum sínum. í BodyPump eru ákveðnar línur sem fara verður eftir. Kennurum er meðal annars gert að klæðast þröngum fotum til þess að nemend- ur geti séð réttar líkamslínur og rétta beitingu líkamans," sagði Jón. -ÍS Fram undan 114. nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13.00 I við íþróttahúsiö Kaplakrika. Hafnarfirði. Vegalengdir. Tíma- ■ taka á öllum vegalengdum og P flokkaskipting bæði kyn. 10 ára : og yngri (600 m), 11-12 ára (1 | km), 13-14 ára (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). Allir sem ljúka keppni fá verðlaun. Upplýsing- : ar gefur Sigurður Haraldsson i sima 565 1114. 31.desember:, Gamlárshlaup IR | Hlaupið hefst klukkan 13.00 j og skráning er frá klukkan 11.00. Vegalengd. 10 km með f tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn; 18 ára og yngri, 19-39 ára, p 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, í 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- j lýsingar gefúr Kjartan Árnason I í síma 587 2361, Hafsteinn Ósk- í, arsson í síma 557 2373 og Gunn- s ar Páll Jóakimsson í síma 565 j 6228. 131. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12.00 við Dynheima og skráning er frá kl. 11.00-11.45. Vegalengdir. 4 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn; 13-15 j ára (4 km), 16-39 ára, 40 49 ára, j 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar hjá UFA, pósthólf 385, I 602 Akureyri. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13.00 j við Akratorg, Akranesi. Vega- 1 lengdir. 2 km, 5 km og 7 km. | Upplýsingar gefúr Kristinn ; Reimarsson í síma 431 2643.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.