Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 64
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR o E Líí < c/j O 'Si Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 Tvíhöfði: Yfirheyrður vegna hrekks „Viö ætlum að biðjast fyrirgefhing- ar og lofa að gera þetta aldrei aftur. -^Aldrei. Við erum nefhiiega góðir strákar," sögðu þeir Sigurjón Kjart- ansson og Jón Gnarr, stjómendur morgunþáttarins Tvíhöfða, þegar þeir komu i skýrslutöku á lögreglustöð- inni í Reykjavík í gær. Þeir voru kvaddir í skýrslutöku eft- ir að hafa platað lögregluna í beinni útsendingu í gærmorgun og lýst með tilþrifum því sem fram fór. Höfðu þeir hringt á lögregluna og sagt að ógæfulegur maður í hettuúlpu væri að selja tölvu á Ingólfstorgi. Þeg- ar lögregla kom á staðinn gekk hinn grunaði vasklega burt en náðist og var stungið í lögreglubílinn. Þar sagði hinn handtekni, starfsmaður þáttar- ins, að um gabb væri að ræða og veif- • jaði til Tvíhöfða sem fylgdist náið með öllu út um gluggann. Þeir Tvíhöfðar sögðust hafa fengið vinsamlegar mót- tökur á lögreglustöðinni og verið yfir- heyrðir hvor í sínu lagi.__-hlh Kærður fyrir 660 kílómetra hraða Ólafi Bimi Sveinssyni á Bakkafirði brá heldur betur þegar hann fékk sektarboð frá lögreglustjóranum á Seyðisfirði þar sem fram kom að hann hefði verið kærður fyrir að aka 660 km hraða á klukkstund á Vopna- firði í ágúst og bæri því að greiða 6000 króna sekt. Leyfilegur hámarkshraði þama er 45 km á klukkustund. Vik- mörk em 21 km þannig að mældur hraði, samkvæmt sektarboðinu, reyndist 681 km. Öllum var ljóst aö þama vom mistök á ferð en illa gekk að fá þau lagfærð. Ólafur óttaðist að punktareikningur hans spryngi illa ef þessi hraði fengi að standa óbreyttur í tölvukerfmu og sá fram á að öku- skírteinið fyki um alla framtíð. En eft- ir mikið þref og hringingar tókst hon- um þó að fá mælda hraðanum breytt í 65 km og greiddi sektina. -hlh 1] TOBLIRONE' l! lCálindw t§ ándegjurinar CVARÐ TVÍHÖFÐI NOKKUÐ TVÍSAGA? Tvíhöfði, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, koma til yfirheyrslu á lögreglustöðinni í Reykjavík í gærdag eftir að hafa platað iögRegluna í beinni útsendingu. Jón er undir hettunni. DV-mynd Pjetur íslenskur bóndi í stríði við norska herinn: Æfa sig á fallbyss- urnar í túnfætinum DV, Ósló: „Ég er mest hræddur við að þetta hafi slæm áhrif á hestana. Þessu fylgir auðvitað mikill hávaði og líka mikil umferð hermanna og her- bíla,“ segir Tryggvi Tryggvason, bóndi á Skafhaug í Heiðmörk í Nor- egi, við DV. Norski herinn hefur fengið auga- stað á landi sem liggur upp að tún- fætinum hjá Tryggva og ætlar að nota það í framtíðinni til æfinga með fallbyssuskot og aðrar spreng- ingar. Raunar eru þrjú svæði í sveit Tryggva sem hemum þykja ákjós- anleg til æfinga og hafa sveitungar hans fundað um málið og mótmælt. „Þeir gætu auðvitað fundið upp á að taka landið eignarnámi og hagað sér svo bara eins og þeim sýnist. Það er nú þegar orðinn ágangur af hermönnum sem koma hingað til heræfinga. Ég lenti i fyrra í miðju stríði hér á túninu hjá mér og nú síðustu daga hefur ekki verið friður fyrir þyrlum sem fljúga hér yfir,“ segir Tryggvi. í nágrenni Skafhaugs em víðáttu- mikil ónotuð skógarsvæði ■ sem norski herinn vill nota til skotæf- inga. Málið vekur vaxandi athygli í Noregi vegna þess að æfmgunum fylgja mikil náttúruspjöll, auk þess sem hávaðinn er hvimleiður fyrir íbúa sveitarinnar. Auk hefðbundins búskapar hefur Tryggvi fjölda íslenskra hesta á bæ sínum og tekur unglinga í sumar- dvöl til að kenna þeim hesta- mennsku. Þessi starfsemi kann að vera í hættu ef herinn leggur útreið- arsvæðið undir sig. „Við vonum í lengstu lög að mót- mæli okkar dugi til að herinn finni annað svæöi þcU sem byggð er minni og minni hætta á röskun. Enn sem komið er hefur ekkert ver- ið ákveðið og við vonum bara að herinn komi sér eitthvað annað," sagði Tryggvi. -GK Íslendingar selja nor- ræna arfinn DV, Ósló: „Hneyksli,” segir norski líftækni- prófessorinn Kare Berg um þá hug- mynd að veita íslenska fyrirtækinu deCode einkaleyfi á miðlægum gagna- runni með upplýsingum um ættir, erfðir og sjúkdóma allra íslendinga. Aftenposten kynnti í gær íslenska gagnagrunnsfrumvarpið fyrir lesend- um sínum, fyrst norskra fjölmiðla. Þar er sagt að íslendingar hafi í hyggju að seðja alþjóðlegum lyfjafyr- irtækjum „norræna menningararf- inn“ og hafi þegar fengið ádrátt um 2000 milljóniR dala fýrir safiiið. Vitn- að er til norska læknisins Linn Getz og haft eftir henni að íslendingar hafi minni áhyggjur en Norðmenn af að persónulegar upplýsingar séu skráð- ar. Á íslandi sé fólk vant því að slíkar upplýsingar séu öllum aðgengilegar í ættartölum. Því séu það helst læknar sem hafi áhyggjur af málinu á íslandi og vari við misnotkun grunnsins. Kári Stefánsson er að visu ekki nefnd- ur í greininni en sagt að í haust verði íslendingar að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji selja útlendum lyfia- fyrirtækjum aðgang að einstæðum upplýsingum um erfðaefni, ættfræði og sjúkrasögur sínar. -GK Ernir Snorrason: Sérkennileg þögn Vigdísar „Mér þykir sérkennilegt að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti lýðveldisins, er í stjóm íslenskrar erfðagreiningar um leið og hún situr í nefnd Unesco um sið- fræði vísinda. Gagnagrunns- frumvarpið er stærsta siðferði- lega vandamálið sem komið hefur upp á íslandi og hún hefur ekki séð ástæðu til þess að segja orð um málið,“ segir Emir Snorra- son, geðlæknir og einn af stofn- endum íslenskrar erföagi'eining- ar, meðal annars i opnuviðtali á bls. 22-23. -þhs Vigdís Finnbogadóttir. Mánudagur Veðrið á morgun: Veðrið á mánudag: Skúrir eöa rigning Sunnan- og suðvestanátt Á morgun, sunnudag, býst Veðurstofan við suðlægri átt og skúmm eða Á mánudag verður sunnan- og suðvestanátt og skúrir vestan til en rigningu á landinu öllu. Hiti verður á bilinu 4 til 8 stig. skýjað með köflum austan til. Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.