Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JjV 22 viðtal Ernir Snorrason. „Mínar hugmyndir um siöferði, ritfrelsi og lýöræöi eru ættaöar úr Mosfellssveitinni. Þar var ákveöin siöfræði á ferðinni og peningar fengu ekki aö ráöa öllu í mannlífinu.“ DV-myndir GVA Ernir Snorrason geðlæknir segir skoðun sína á gagnagrunnsfrumvarpinu: Þaó sem kemur Kára Stefánssyni og mörgum öörum undarlega fyrir sjónir þessa dagana er hvers vegna Ernir Snorrason, stofnandi og einn af aðaleigendum í íslenskri erfðagreiningu, er á móti gagnagrunnsfrumvarpinu. „Ég tel að ef þetta frumvarp nœr fram að ganga verði það banabiti íslenskrar erfðagreiningar og það muni auk þess vega þungt í að skemma fyrir áframhaldandi þróun líftœkni á íslandi. Við erum að gera okkur að fiflum á alþjóðavettvangi og mér finnst það ekki skemmtilegt, “ segir Ernir. Ernir segist vera maður sem er mjög meðvitaður um sína hagsmuni og sínar eignir. Reyndar segir hann að það gangi svo langt að hann sé stund- um kallaður Jóakim aðalönd vegna þess hve honum þykir leið- inlegt að tapa peningum og eyða þeim. Hann segist eiga góð hross og hafi í raun mun meiri áhuga á því að tala um hrossarækt heldur en Islenska erfðagreiningu. Málið sé hins vegar þess eðlis að það verði að ræða það. „Ég hef þungar áhyggjur af því að þetta frumvarp sé slæmt mál fyrir íslensku þjóðina og íslenska erfðagreiningu, auk þess sem lýð- ræðið á íslandi er í stórhættu. Öll umræða um íslenska erfðagrein- ingu hefur einkennst af hræðslu stjórnmálamanna og almennings við það að við séum að missa af einhverri lest. Að kraftaverka- menn uppi á Tunguhálsi hafi frumkvöðulsrétt á einhverju sviði. Peningarnir sem eru handbærir hjá íslenskri erfðagreiningu eru þó skítur á priki miðað við það sem við getum fengið ef við vilj- um. Það er verið að hræða þjóðina með því að það séu aðeins örfáir menn sem geta náð í peninga á svona skreipu og ljótu skeri eins og íslandi, en það er alrangt. Við íslendingar erum rík þjóð og það er fráleitt að halda að okkur muni skorta fé í framtíðinni." Ernir segir að það sem okkur ber að gera, sé að ræða allar hlið- ar málsins, því mikilvægt sé að um það skapist sátt. Hann leggur til að frumvarpið verði dregið til baka og segir að nú þegar séu til lög í landinu sem vernda réttindi sjúklinga. Ef vilji sé til þess innan sjúkrastofnana að tölvuvæða sín gögn verði það bara gert, en frá- leitt sé að ætla að selja slíkar upp- lýsingar. „Ég vil ræða málin æsinga- laust,“ segir Ernir. „Eins og ég hef sagt við Kára Stefánsson, þá hef ég, sem íslenskur ríkisborgari, fullan rétt á því að tjá mig um mál- ið, þótt það vilji svo til að ég hafi þar fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Menn eru að segja að ég tapi 500 milljónum á því að vera á móti því að miðlægur gagnagrunnur verði að veruleika en í mínum huga skiptir það ekki máli. Ég hef góð tengsl við lyfjaiðnaðinn og síð- asta hálfa árið hafa erlendir vinir mínir i faginu sagt með sívaxandi þunga að þetta gangi alls ekki upp, íslendingar eigi eftir að lenda í miklum vandræðum ef frumvarp- ið verður samþykkt. Ég hef ekki haft tíma til þess að kynna mér málið fram að þessu og því hugsað eins og margir íslendingar: „Hvað eru þessir menn að röfla?“ En þegar ég kynnti mér málið til hlitar fóru að renna á mig fleiri en tvær grimur. Þetta er alveg svaka- legt frumvarp og mesta atlaga að mannréttindum á íslandi síðan lýðveldið var stofnað. Ef frum- varpið verður samþykkt geta stjórnmálamenn sem að því stóðu orðið fyrir miklu aðkasti í framtið- inni. Ég vil engum manni svo illt að hans hrösun felist í því að hann hafi verið blekktur, né að vafi leiki á heiðarleika hans. Fyrirtæk- ið var stofnað í góðri trú til að auka atvinnu og verðmætasköpun en ekki til að skaða neinn.“ Frumvarpið er mannréttindabrot Mínar hugmyndir um siðferði, ritfrelsi og lýðræði eru ættaðar úr Mosfellssveitinni, þar sem ég ólst upp við hliðina á Halldóri Laxness og þekkti hann og hans fólk per- sónulega. Þetta var yndislegt fólk og þarna var bannað að skrökva, enda skrökvaði enginn. Þarna var ákveðin siðfræði á ferðinni og pen- ingar fengu ekki að ráða öllu í mannlífinu. Ernir kýs að vitna í Halldór Kiljan máli sínu til stuðnings: Þaö er engin smá reynsla fyrir mann, sem álítur þaö höfuöatriöi lífs síns aö semja bœkur, að uppgötva aö bók er blekkíng. Og bók getur aldrei oröiö góö nema aö þaö sé „Það er gersamlega útilokað að virina að erfðarannsóknum án þess að vita hver viðfangsefnin eru. Annað er lygi, sem sögð er með það fyrir augum að blekkja fólk. Það er líka öruggt að þessar upplýs- ingar munu verða misnotaðar í fram- tíðinni. “ aukaatriöi aö hún er bók. Þessi reynsla áfellur mann sem betur fer ekki í einni svipan, enda mundi hún þá ríöa manni að fullu, heldur sannfœrast góöir höfundar um þetta smám saman. Bókin er sjón- hverfing, sá maöur sem skrifar bœkur, skrifar ekki bœkur. “ „Hvað er Kiljan að segja þama? Jú, hið sama er uppi á teningnum með vísindin. Sá maður sem er að fremja vísindi, hann er ekki að fremja vísindi í sinni eigin per- sónu. Það er til dæmis ekki hægt að segja þegar þú ert að skrifa bók, að þú sért að skrifa snilldarverk. Það er hægt að reyna að skrifa snilldarverk en það er lesandinn sem dæmir að lokum. Túlkun sam- tíðar- og framtíðarkynslóða er al- veg sú sama í bókmenntum og vís- indum. Það getur enginn sagt að hann ætli sér að búa til nýja vís- indalega þekkingu, það getur eng- inn vitað það með fullri vissu. Sköpunarfrelsi, tjáningarfrelsi og frelsi til þess að fremja vísinda- störf er grundvöllur mannréttinda og lýðræðis. En aðalatriðið er, eins og Kiljan er að benda á þama, að það má aldrei gefa neinum ein- um manni sjálfdæmi um eigin verk. Ef það er gert er viðkomandi sviptur þeirri lífsreynslu að vera gagnrýndur og þeim möguleika að læra af mistökum sínum. Það sem er einna verst við gagnagrunnsfrumvarpið er að það er í grundvallaratriðum mannrétt- indabrot. Vísindamenn mega nota miðlægan gagnagrunn ef þeir af- sala sér höfundarétti og ágóða af eigin verkum. Dæmi má nefna, ef íslenskur vísindamaður hefur unnið að erfðafræðirannsóknum I tíu ár og vantar herslumuninn upp á að hnykkja á ákveðinni þekkingu. Hann ákveður að nýta sér gagnagrunninn, en á þá sam- kvæmt lögunum að afsala sér því sem hann hefur komist að með tíu ára rannsóknum. Umræðan hefur verið á þann veg að slík mannréttindabrot séu sjálfsögð vegna þess að það kosti peninga að búa gagnagrunninn til. Þetta eru ekki gild rök. Ef einka- rétturinn kemst í gegn, þá eru það brot á mannréttindum starfsfólks íslenskrar erfðagreiningar. Þá er það fólk eina fólkið í landinu sem hefur engan höfundarétt á sínum verkum." Sérkennileg staða Vigdísar Finnbogadóttur Ernir lærði í Frakklandi lífeðlis- fræðilega sálarfræði og málvís- indi. Á íslandi lærði hann hins vegar læknisfræði og sérhæfði sig síðan í taugageðsjúkdómum. Hin síðari ár hefur hann unnið sem klínískur geðlæknir á stofu og tek- ið þátt í rannsóknum breska lyfja- fyrirtækisins Shire. Hann segist hafa lítinn áhuga á peningum en aftur á móti mikinn áhuga á hug- myndum og óskaplega gaman af því að skapa. Emir hefur þegar fengið einkaleyfl varðandi notkun lyfja, en segist ekki vita hversu verðmæt þau einkaleyfi eru og segir það fjarri sér að fullyrða að hann sé að skapa nýja þekkingu. Þó að hann vinni í þekkingarleit, viti hann ekki hvort sú þekking sé nothæf. Það verði tíminn að leiða í ljós. Fyrstu afskipti Ernis af við- skiptalífi voru þau að hann stofn- aði fyrirtæki í hugbúnaðargerð árið 1987, Taugagreiningu, sem enn þá er við lýði. Síðan stofnaði hann íslenska erfðagreiningu ásamt Kára Stefánssyni og Krist- leifi Kristjánssyni, barnalækni og erfðafræðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.