Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 JL>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, Sl'MI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.vislr.is
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
íslenskar rætur í Grænlandi
í tllefni þúsund ára afmælis landafundanna árið 2000
væri tilvalið að ríkisstjórnin minntist siglingaafreka áa
vorra með því að láta rita hina íslensku sögu Græn-
lands. í dag liggur hún flestum gleymd milli Grænlands
köldu kletta.
Mörg rök hníga að því að saga hins íslenska landnáms
verði rituð. Síðustu árin hafa margvíslegar vísinda-
rannsóknir varpað skýrara ljósi á lífshætti og þróun
búsetunnar í Grænlandi. Þær kalla á að vera færðar
saman í eina sögulega heild.
Afdrif nýlendnanna tveggja, Eystri- og Vestribyggðar,
eru enn ekki kunn. Gísli Oddsson biskup, sem dó 1638,
hafði aðgang að skjalasafni Skálholtstóls er síðar brann.
Hann fullyrti í annál sínum að hluti íslendinganna hefði
kastað trúnni á 13. öld og flust yfir til Ameríku.
Ýmislegt í fornum heimildum fellir stoðir undir stað-
hæfingu biskups. Þær heimildir þarf að rannsaka betur.
Tilgáta um að sjóræningjar, sem nóg var af á 14. og 15.
öld, hafi eytt Eystribyggð, sækir jafnframt nýjan
stuðning í heimildir sunnan frá Kanaríeyjum.
Tilgáta um að íslendingar hafi ekki getað lagað sig að
kólnandi veðurfari og dáið út af þeim sökum er umdeild.
Niðurstöður íslenskra rannsókna, sem sýna að hlutur
sjávarfangs óx með vaxandi landnauð vegna kulda
styður hana ekki.
Við skuldum hins vegar sögu okkar sjálfra að leiða
þessar tilgátur saman, og þau rök sem mæla með þeim
eða gegn. Vera má, að hluta skýringar á hvarfi íslending-
anna megi leita í þeim öllum. Við skuldum hinum fornu
ættingjum að finna þeim sögulegan legstað.
Meginrökin fyrir því að kosta rannsóknir og ritun á
sögu íslensku Grænlendinganna liggja þó í nútímanum.
Sjálfsmynd þjóðar byggir að stórum hluta á sögu hennar.
Við þekkjum sögu okkar jafn vel og raun ber vitni af því
hún var færð á skinn og bókfell fyrr á öldum.
Þung rök eru nú komin fram um að sagnaritun á
íslandi hafi verið miklu háðari íslenskri búsetu á
Grænlandi en áður var talið. Undir þetta er skotið
stoðum í bók Helga Guðmundssonar, Um haf innan.
Þessi rök setja tengsl íslands og Grænlands í nýtt ljós.
íslendingar, einkum um vestanvert landið, stunduðu
blómlega verslun við nýlendurnar í Grænlandi. íbúar
þeirra sóttu norður á hjarann til að afla dýrmæts
vamings í formi tannvöru, rostungssvarðar, feldvöru og
konungsgersema í líki lifandi fálka og jafnvel ísbjarna.
Frá Breiðafirði sigldu skip með grænlenska varning-
inn til Evrópu, þar á meðal írlands og Frakklands, auk
Norðurlandanna. Grænlensk tannvara frá miðöldum
hefur síðan fundist á írlandi, Skotlandi, og heimildir eru
um náhvalatennur í kirkjum í Bretlandi og Ítalíu.
Bókagerð miðalda var feykilega dýr og ekki á færi
annarra en höfðingja. Arðurinn, sem Grænlands-
verslunin flutti inn í landið, stóð undir henrn. Það er
athyglisvert að sagnaritunin stóð með mestum blóma
við vestanvert landið, þaðan sem skipin sigldu.
Verslunarskipin fluttu einnig heim erlendar bækur
sem voru mikilvægar fyrir sagnaritun íslendinga.
Sömuleiðis fóru efnilegir námssveinar með þeim til
náms. Þar á meðal var líklega Sæmundur fróði. Þeir
komu aftur með erlenda menningu í farteskinu.
Landnámið á Grænlandi var því mikilvæg fyrir
sagnaritun íslendinga. Af sjálfu leiðir að það á
þýðingarmikinn hlut í sjálfsmynd okkar í dag. Okkur
ber því skylda til að sinna hinni grænlenskri sögu okkar
betur. Össur Skarphéðinsson
Pólitískur svanasöngur
Gott gengi demókrata í banda-
rísku þingkosningunum á þriðju-
dag kom á óvart. Þótt
repúblikanar hafi haldið meiri-
hluta sínum á Bandaríkjaþingi
töpuðu þeir frnim þingsætum í
fulltrúadeildinni og tókst ekki að
þæta við sig sætum I öldunga-
deildinni. Úrslitin hafa styrkt
Bili Clinton Bandaríkjaforseta í
sessi, en fullyrða má að stærsta
stund hans, og ekki síður Hillary
konu hans, hafi verið ósigur öld-
ungadeildarþingmannsins Alfon-
se D’Amato frá New York. Sem
formaður rannsóknarnefndar í
Whitewater-málinu hafði
D’Amato tekið að sér hlutverk
böðulsins í tilraunum repúblik-
ana til að grafa undan forsetan-
um með því að beina spjótum
sínum að Hillary Clinton fyrir
lögfræðistörf hennar og afskipti
af jarðabraski í Arkansas.
D’Amato hefur lengi verið eitur í
beinum margra demókrata, enda telst það til tíðinda
að jafn íhaldssamur þingmaður hafi verið kjörinn til
setu í öldungadeildinni samfleytt 18 ár fyrir New
York-ríki. Þar eru kjósendur þekktari fyrir að senda
demókrata eða hófsama repúblikana á Bandaríkja-
þing.
Fyrirgreiðslupólitíkus
D’Amato var fyrst kosinn á þing árið 1980 og naut
góðs af öruggum sigri Ronalds Reagans í forsetakosn-
ingunum og klofningi meðal demókrata. D’Amato
sveigði stefnu Repúblikanaflokksins í New York til
hægri og tókst á stuttum tíma að eyða áhrifum hóf-
sama armsins, sem verið hafði ráðandi afl í áratugi.
D’Amato fór ekki í felur með skoðanir sínar: Hann
lýsti yfir andstöðu við byssueftirlit, fóstureyðingar og
hertar reglur í umhverflsmálum. Slík viðhorf áttu
ekki upp á pallborðið hjá íbúum New York-borgar og
nágrennis, þar sem um helmingur kjósenda býr. En
hann sótti stuðning sinn til dreifbýlisins í New York-
riki, þar sem kjósendur eru íhaldssamari. Tvennt
kom D’Amato einnig til góða: hægribylgjan á Reagan-
tímanum og sundurlyndi demókrata í New York.
D’Amato fékk snemma orð á sig fyrir að vera
fyrirgreiðslupólitíkus og laginn við að útvega pen-
inga úr ríkiskassanum til framkvæmda í New York-
ríki.
Þegar Clinton var kosinn
forseti árið 1992 vandaðist
málið fyrir D’Amato. Sigur
Clintons markaði endalok
12 ára valdatímabils
repúblikana og fráhvarf frá
hægristefnu Reagans. Hóf-
samari öfl í Repúblikana-
flokknum vöknuðu af löng-
um dvala og tóku að láta i
sér heyra. D’Amato virtist
um tima vera að missa tök-
in þótt hann yrði endurkjör-
inn. En óvinsældir Clintons
fyrstu tvö árin og stórsigur
repúblikana í þingkosning-
unum árið 1994 urðu til
þess að D’Amato náði sér
aftur á strik. Hann hóf
krossferð á hendur Hillary
Clinton og studdi „bylt-
ingu“ repúblikana í innan-
ríkismálum: hallalaus fjár-
lög, niðurskurð til félags- og
heilbrigðismála og ýmsar
tilslakanir í umhverfis-
verndarmálum. Það var
einn galli á gjöf Njarðar: New York-
bÚEir voru andsnúnir byltingarstefnu"
Newts Gingrichs og annarra Suður-
ríkjarepúblikana og tóku árásum
D’Amatos á Hillary Clinton illa. Afleið-
ingamar létu ekki á sér standa: Per-
sónufylgi D’Amatos hrapaði niður i
30% árið 1996. Sama ár var Clinton
endurkjörinn forseti með miklum mun.
D’Amato ákvað að freista þess að koma
sér út úr klípunni með því að svíkja lit.
Hann hætti að gagnrýna Clinton og
neitaði að tjá sig um Lewinsky-málið
eða hugsanlega málshöfðun á hendur
forsetanum. Hann lýsti því meira að
segja yfh- að „bylting" repúblikana
hefði verið gagnbyltingartilraun. Hann
fór að sinna umhverfismálum, hvatti
til endurbóta á heilbrigðiskerfmu og
barðist fyrir auknum réttindum sam-
kynhneigðra. Og til að sýna yfirburði
sína á sviði fyrirgreiðslustjórnmála
benti hann á að honum hefði tekist hið
ómögulega: að búa svo um hnútana að
ákveðin upphæð af fjárlögum, sem út-
hlutað var til hermála, yrði látin látin renna til
krabbameinsrannsókna!
Annar tíðarandi
Þegar kom að kosningabaráttunni i ár treysti
D’Amato því að geta beitt sömu aðferðum tii sigurs
og á árunum 1986 og 1992. Andstæðingur hans var
Charles Schumer, fulltrúadeildarþingmaður og
vinstri demókrati frá Brooklyn. í málflutningi sínum
atti D’Amato saman dreifbýli og þéttbýli með því að
saka andstæðing sinn um að vera vinstri mann og
vera fulltrúa New York-borgar, en ekki New York-
ríkis. En nú gekk dæmið ekki upp: Meirihluti kjós-
enda taldi að öldungadeildarmaðurinn væri of íhalds-
samur og trúði því, sem Schumer hamraði á í kosn-
ingabaráttunni: D’Amato væri tækifærissinni, sem
skipti um lit eftir pólitískum árstíðum. Schumer sigr-
aði örugglega, fékk 54% atkvæða en D’Amato 44%.
Með ósigrinum hefur D’Amato glatað leiðtogahlut-
verki sínu í Repúblikanaflokknum í New York, flokki
sem hann hefur stjórnað eins og einræðisherra. Ekki
er von á sjálfsævisögu D’Amatos, sem hefur ávallt
verið
stoltur af ítölskum uppruna sínum. Bók hans,
Vald, pasta og pólitík, kom út fyrir nokkrum árum.
Hvað verður um D’Amato veit enginn - nema hann
sjálfur.
Demókrötum gekk mun betur í þingkosningunum í Bandaríkjunum en búist
hafði verið við. Bill Clinton Bandaríkjaforseti leyndi ekki ánægju sinni með ósig-
ur repúblikanans og öldungadeildarþingmannsins Aifonse D’Amato frá New
York, en hann hefur lengi verið demókrötum þyrnir í augum.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
skoðanir annarra
Hungursneyð blasir við
„Fellibylurinn Mitch hefði alls staðar valdið
manntjóni. Þaö er hins vegar fátæktin i Mið-Amer-
íku sem veldur því að manntjónið verður enn meira.
Húsakostur er slæmur á þessum slóðum og engin
tækni fyrir hendi til þess að sjá slíkt mannskaðaveð-
ur fyrir. Ekki reyndist unnt að vara íbúana við og
þaðan af síður voru fólksflutningar mögulegir. Af-
leiðingar slíkra hörmunga hjá fátækri þjóð eru gríð-
arlega alvarlegar. Flestir eru ótryggðir og aðeins at-
vinnuleysi og hungursneyð blasir við stærstum
hluta þjóðarinnar. Hjálparstofhanir leggja sitt af
mörkum til þess að lina þjáningar fómarlambanna
en slík aðstoð er ætíð tímabundin.
Úr forystugrein New York Times 28. október.
Endurskoðum viðskiptabann
„Það er þess virði að velta fyrir sér hvort ekki eigi
að endurskoða viðskiptabannið á írak og ef til vill
afnema það. Það yrði mannúðarbragð í garð íraka
og myndi svipta Saddam Hussein píslarvættisljóm-
anum. En samtimis verður Öryggisráðið að ítreka
að áframhaldandi vopnaeftirlit verður að fylgja af-
námi viðskiptabannsins þar til þjóðir heims hafa
fengið vissu fyrir því að ekki séu kjamorkuvopn,
efna- eða sýklavopn við Efrat og Tígris.“
Úr forystugrein Politiken 3. nóvember.
Slappir repúblikanar
„Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum voru sann-
arlega athyglisverð. Hið mikilvægasta sem þau fela
í sér fyrir önnur lönd er að óvænt léleg frammistaða
repúhlikanaflokksins gerir það að verkum að liklega
veröur ekki höfðað mál til embættismissis á hendur
Clinton forseta. í Bandaríkjunum verður mest
spennandi að sjá hvernig repúblikanar ætla að
bregðast við lélegri frammistöðu sinni.“
Úr forystugrein Financial Times 5. nóvember.