Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 ttfgf fólk / A/u er sá viöburöur f V~// y orðinn árlegur aö / Fataiöndeild Iðn- skólans í Reykjavík og Unglist halda sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur á flíkum sem nemar í fata- iðn hanna og sauma sjálfir. Skap- ast hefur heíð fyrir því að nemar á þriðju önn sjái um stjóm sýn- ingarinnar og Guðrún Sjöfn Ax- elsdóttir var ein þeirra sem sáu um sýninguna þetta árið. Hún segir að starfið hafi byggst á mik- illi og góðri samvinnu nemanna og allra þeirra sem að sýning- unni stóðu. „Við vomm mjög dugleg að redda öllu sem við þurftum á að halda, frítt eða með miklum afslætti," segir Guðrún. „Við vomm líka svo heppin að nemar i Förðunarskóla Face sáu um að farða fyrirsætumar sem allar eru á skrá hjá Eskimo mod- els. Hárgreiösludeild Iðnskólans sá um hárið og sviðsmyndina unnu starfsmenn Ráðhúss Reykjavíkur. Þetta gekk allt mjög vel þrátt fyrir ýmis skakkaíoll. Sem dæmi má nefha að plötu- snúðurinn fékk ekki frí í vinn- unni og þurftum við því að út- vega annan á síðustu stundu. Við héldum líka að enginn vildi sýna flíkur nema viö þrjár í stjóminni en raunin varð önnur. Flestir voru með eitthvað á sýningunni. Ég sýndi til dæmis brúðarkjólinn sem ég gifti mig í en hann sneið ég og saumaði sjálf,“ segir Guð- rún Sjöfn. Guðrún Sjöfn Axelsdóttir. Hún stefnir á framhaldsnám í London eða New York. DV-mynd ÞÖK. Námið i fataiðndeild tekur alls fjögur ár og snýst um það að læra að búa til snið af flíkum og sauma þær. Nemamir eru i deildinni fyrstu þijú árin en síðan kemur eitt ár á samn- ingi. Þá fara nemamir að vinna hjá saumastofum eða öðrum fyrirtækj- um. Eina skilyröið er að á staðnmn sé meistari í iðninni og neminn starfi undir handleiðslu hans. Guðrún seg- ir að það sé mjög misjafnt hvemig reynsla það sé fyrir nemann. Sumir þurfi að festa rennilása i buxur allan samningstímann, en aðrir öðlist góða þjálfun i öllu sem snertir greinina. Það sé svo sem hægt aö líta á björtu hliðamar og segja að einhverjir verði þá meistarar í rennilásasaumi þó hitt þyki ólíkt gagnlegra. En hvað vakti áhuga Guðrúnar á náminu? „Áður var ég í rafmagns- og tölvu- verkfræði i Háskólanum en það nám hentaði mér illa þar sem ég er les- blind og það gekk hægt að komast yfir námsbækur sem skrifaðar eru á erfiðri tölvuensku. Ég ákvað því að byrja á einhverju öðru og þar sem ég hafði alltaf haft vmun af því að sauma flíkur lá þetta beinast við.“ Guðrún er á öðm ári. Hún segir að það sem hún geri í skólanum sé í meginatrið- um að læra að vinna eftir teikning- um. „Ef við sjáum mynd af flík í blaði eigum viö að geta gert flíkina, tekið mál og gert snið sem henta hverri manneskju fyrir sig. Aðalat- riðið er vitaskuld að láta manneskj- una líta sem best út í fötunum og fela gallana. Við lærum að þar skiptir mestu máli nákvæmni í saumum og sníðagerð. Þegar við förum að vinna er líka mjög mikilvægt að gleyma eigin smekk. Það er ekki hægt að segja: „Þetta finnst mér hræðilegur kjóll, það kemur ekki til greina að ég saumi á þig svona ljótan kjól“.“ Þrjár annir af náminu eru tísku- teikning en að sögn Guðrúnar gera nemendumir minna af því að hanna og teikna fot. Þegar námi lýkur verð- ur neminn kjólasveinn og getur unn- ið sjálfstætt við sauma og sníðagerð. Margir halda líka áfram að loknu náminu hér og fara þá utan því fata- hönnun er ekki kennd hér á landi. Guðrún Sjöfn hyggur einmitt á fram- haldsnám í fatahönnun og yfir standa samningaviðræður viö eigin- mann hennar lun hvort stefnt skuli á New York eða London. -þhs ... í prófil Logi Berg- mann,verðandi sfjórnandi Gettu betur Fullt nafn: Logi Bergmann Eiðsson. Fæðingardagur og ár: 2. desember 1966. Maki: Ólöf Dagný Óskars- dóttir stjómmálafræðingur. Böm: Elín Tinna, 10 ára, Fanndís Bima, 3 ára, og Linda Björg, 1 árs. Starf: Fréttamaður. Skemmtilegast: Að takast á við eitthvað nýtt. Leiðinlegast: Eiga við þröng- sýnt og snobbað fólk. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsdrykkur: Sterkt kaffi á morgnana. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Michelle Pfeiffer. Fallegasta röddin: Gísli Marteinn Baldursson. Uppáhaldslíkamshluti: Eig- in eða annarra? Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjóminni: Uhumm. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Jessicu úr Who Framed Roger Rabbit (leikin af Kim Basinger). Uppáhaldsleikari: Gunnar Helgason. Uppáhaldstónlistarmaður: KK. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Ámi Johnsen. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir. Leiðinlegasta auglýsingin: Sjónvarpsmarkaðurinn eins og hann leggur sig. Leiðinlegasta kvikmyndin: Speed 2. Sætasti sjónvarpsmaður- inn: Get ekki (og þori ekki) j að gera upp á mUli Elínar | Hirst og Jóhönnu Vigdísar. Uppáhaldsskemmtistaöur: Kaffi List. Besta „pikköpp“-línan: Miðað við hvað þú ert feit þá svitnar þú nú ekkert rosalega mikið. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Afi. Eitthvað að lokiun? ... Kjóll eftir Berglindi Ómarsdóttur. Til hægri er Guðrún Sjöfn f brúðarkjólnum sem hún gifti sig í í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.