Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1998, Síða 25
JL*'V LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 ★ ★ fréttir. Fjölskyldan stóra. Ingunn, Birkir, Aron, Elísabet, Bjarni, Markús og Elías. DV-mynd ÞOK Sjö manna fjölskylda er nýkomin frá kristniboðsstörfum í Eþíópíu: Með kristniboð í blóðinu Bjami Gíslason og Elisabet Jóns- dóttir störfuðu um fimm ára skeið sem kristniboðar í Addis Abeba, höfuðborg Eþiópíu. í tilefni þess að kristniboðsdagurinn er á morgun hittum við Bjama og Elísabetu á heimili þeirra. Þau komu heim aftur í júní og vora þá tveimur bömum ríkari en þegar þau fóru út árið 1993. Eþíópía var ekki alls ótengd þessari fjöl- skyldu því að Bjarni ólst þar upp fyrsta hluta ævi sinnar en foreldrar hans vom kristniboðar þar í fjölda mörg ár. Bjarni og Elísabet unnu meira að segja í sama skóla og Bjarni gekk í þegar hann var lítill. Skólinn er norskur grunnskóli en i hann ganga böm frá Noregi, Dan- mörku og íslandi. „Eþíópía hefur alltaf verið í huga mér eftir að ég var þar sem barn. Mig langaði alltaf að fara aftur út þótt það væri ekki nema í heim- sókn. Staðurinn sat mjög í mér en það var öðmvísi að koma til baka fullorðinn. En ég var samt að koma til baka til einhvers," segir Bjami. Fjölskyldan kunni mjög vel við sig í Eþíópíu og eignaðist góða vini. „Það er einkennandi fyrir Eþíópíu- menn að þegar maður eignast vini þá eru þeir góðir og traustir. Þeir era gestrisnir og vinir vina sinna,“ segir Elísabet. Nokkur munur er á íslendingum og Eþíópíumönnum, að mati þeirra. „Stærsti munurinn er í tímaskyni. Fyrir Eþíópum þá kemur tíminn, hann flýgur ekki frá okkur. Það gef- ur allt annað sjónarhorn á lífið, miklu rólegra yfirbragð og minna stress. Það er þveröfugt hér, tíma- leysið og lífsgæðakapphlaupið áber- andi. Samt er mikið af vandamálum í Eþíópíu, mikið atvinnuleysi og fá- tækt,“ segir Bjami. „Þeir una glaðir við sitt. Margir sem komu í heimsókn til okkar fannst brosið svo áberandi. Viðmótið hefur svo sterk áhrif. Fólk hefur svo mikið að gefa þrátt fyrir eymdina," segir Elísabet. Trúin er sterkur þáttur Trúarbrögð í Eþíópíu eru fjöl- breytt. Þar er auk lútherstrúarinn- ar aldagömul rétttrúnaðarkirkja, Múhameðstrú, baptistakirkja og svo em margir sem trúa á stokka og steina. Bjami og Elísabet segja það mjög þakklátt að boða Eþíópíu- mönnum trú. „í lífi þeirra sem tóku trú er trú- in mjög sterkur þáttur," segir Bjarni. „Þeir starfa með kirkjunni og leggja sig algjörlega í það starf fyrir þann guð sem þeir trúa á. Þar held ég að við getum lært mikið, að láta trúna vera drifkraft i lífi okk- ar. í Eþíópíu em enn þann dag í dag margir sem aldrei hafa heyrt um Krist og vita ekki hver hann er. Þéss vegna eram við i þessu starfi. Skólar era reistir, sjúkrahjálp veitt og orðið er boðað til að fleiri fái tækifæri til að kynnast boðskapn- um sem okkur þykir svo mikilvæg- ur. Um það snýst þetta allt saman." Þau telja að ekki veitti af að koma hinum kristna boðskap enn meira á framfæri á íslandi. „Við leitum öll að hamingju," segir Bjami. „Það hlýtur að vera grundvallarþörf mannsins. Þá er spumingin hvar hamingjan finnst. Ef hún finnst ekki í einu þá heldur leitin áfram. Hin kristna trú gefur manni lífsfyllingu þannig að ann- ars staðar þarf ekki að leita. Það er ekki þar með sagt að maður taki ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Maður þarf að vara sig á þvi að hlaupa ekki endalaust á eftir gæð- um heimsins. Þeir sem hafa ekki þessa trúarvissu og lífsfyllingu held ég að leiti enn sterkar að einhveiju öðra. Trúin gefur frið. En trúarþörf mannsins er sú sama í Eþíópíu og á íslandi. Við hér á íslandi höfum kannski meira til að fylla líf okkar með. Það má segja að þess vegna sé á margan hátt auðveldara að boða þeim trúna en íslendingum." Ætlið þið aftur til Eþíópíu? „Við vitum ekkert um það í dag en við erum ekki búin að loka neinni bók.“ -sm Gott tilboð! • Bolir úr undraefninu „microfiber". * Einstaklega mjúkir og þægilegir. • Margir litir. • Stærðir S-M-L-XL * Verð aðeins 1.000. Laugavegi 40 - sfmi 551 3577 n „Ef þu kaupir ekki a okkur almennilega sokka þa köllum við bara a sveppina" iX'k >"cc- oorur V" ■: c... r: \ SOCKSHOP DEFINITIVE BODY WRAPPING KRINGLUNNI 4-1 2, SÍMI 553 70I0 Ragnar Björnsson Dalshraun 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 á RB-rúmi Gæðarúm á góðu verði Svíf bú inn í svefnimL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.