Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
, ' miönd
stuttar fréttir
Látinn heima í eitt ár
Lögreglan í Valby í Danmörku
fann á fimmtudag lík 75 ára gam-
als manns sem hafði legið látinn
heima hjá sér í eitt ár, að því er
best varð séð.
Rólegt afmæli
Margrét Þórhildur Danadrottn-
ing hélt upp á 59 ára afmælið sitt í
gær á rólegu nót-
unum. Eins og
venja er á afmæl-
isdegi drottningar
steig hún út á
svalir Amalien-
borgarhallar um
hádegisbilið svo
almenningur gæti
hyllt hana. Þessu
næst var haldið til Fredensborgar-
hallar þar sem drottning og nokkr-
ir úr fjölskyldunni snæddu saman.
Fimm kjarnabombur
Stjómvöld í Norður-Kóreu
hafa látið smíða að minnsta kosti
funrn kjarnorkusprengjur með
aðstoð Rússa. Þetta kemur fram í
viðtali sem japanskt dagblað átti
við landflótta fyrrum háttsettan
norður-kóreskan embættismann.
Skipstjóri kvartar
Færeyski skipstjórinn Sonny
Johannesen kvartar sáran í grein
í færeyska blaðinu Sosialurin í
gær yfir framferði norsku strand-
gæslunnar í garð færeyskra
skipa í fiskveiðilögsögu Noregs.
Segir skipstjórinn eftirlitið jaðra
við ofsóknir.
Stofna NATO-nefnd
Utanríkisráðuneyti Litháens
ætlar að biðja ríkisstjómina að
setja á laggimar sérstaka nefnd
til að samhæfa allt starf sem mið-
ar að inngöngu Litháens í NATO.
Salinas í heimsókn
Carlos Salinas, fyrmrn forseti
Mexíkós, sem hefur verið í sjálf-
skipaðri útlegð undanfarin ár,
hyggur á skotferð til heima-
landsins á næstunni til að heim-
sækja bróður sinn í fangelsi.
Bróðirinn var nýlega dæmdur
fyrir morð.
Gengið fyrir Bhutto
Stuðningsmenn Benazir
Bhutto, fyrrum forsætisráðherra
Pakistans, gengu
þúsundum sam-
an um götur
tveggja stærstu
borga landsins í
gær til að mót-
mæla fangelsis-
dómi yfir
Bhutto. Hún var
dæmd til fimm ára fangavistar
fyrir spillingu.
Kínverjar fordæmdir
Bandaríkin hafa lagt fram til-
lögu hjá mannréttindanefhd SÞ
þar sem mannréttindabrot í Kína
em fordæmd.
Skódamaður
hannar Rolls
Ekki er ólíklegt að ýmsum fast-
heldnum Bretanum sé enn brugðið
yfir örlögum konungs bílanna; Rolls
Royce. Rollsinn er nú í eigu
Volkswagen sem einnig á Skodaverk-
smiðjumar í Tékklandi sem framleitt
hafa bíla sem hafa aðra og ógöfugri
ímynd en Rolls Royce. Nú hefur
Volkswagen bætt gráu ofan á svart
og gert fyrrum yfirmann hönnunar-
deildar Skoda, Dirk van Braeckel, að
yfirmanni hönnunardeildar Rolls
Royce, að því er Milan Smutny,
blaðafidltrúi Skoda, tjáði fréttamanni
Reuters.
Dirk van Braeckel var áður hönn-
uður hjá Audi en hefur stýrt hönnun-
ardeild Skoda síðan árið 1993 og á
heiður að þeim breytingum sem orð-
ið hafa á Skodabílum síðustu ár, frá
því að vera ljótir sviplausir austan-
tjaldsbílar yfir í fallega hannaða vest-
ræna bila eins og smábUlinn Skoda
Felicia og millistærðarbíllinn Skoda
Octavia era til vitnis um. -SÁ
Serbar aftur byrjaðir að reka fólk burt í stórum stíl:
Losa sig við alla
Albana í Kosovo
Serbar eru aftur byrjaðir að reka
albanska íbúa Kosovo í burt í stór-
um stíl. Að sögn talsmanna flótta-
mannastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna virðast Serbar staðráðnir í að
losa sig við þá alla úr héraðinu.
Kris Janowski, talsmaður flótta-
mannastofnunarinnar, sagði að tólf
þúsund flóttamenn að minnsta kosti
hefðu streymt frá Kosovo til ná-
grannaríkjanna Albaníu, Svart-
fjallalands og Makedóníu á einum
sólarhring, frá fimmtudegi til föstu-
dagsmorguns. Albönsk stjórnvöld
greindu svo frá því í gærkvöld að
búist væri við 100 þúsund flótta-
mönnum að landamærunum í dag.
„Brottreksturinn hefur nú hafist
á ný af fullum krafti. Hann hafði
verið stöðvaður eða hægt á honum
síðastliðnar tvær vikur,“ sagði
Janowski á fundi með fréttamönn-
um í Genf.
Hann sagði að fyrir tveimur mán-
uðum hefði enginn í hinum sið-
menntaða heimi getað trúað því að
Serbar myndu reka alla óbreytta
borgara í burtu en sú virtist þó vera
reyndin nú.
Talið er að sjö hundruð þúsund
manns hafi flúið frá Kosovo frá því
átök hófust þar í mars í fyrra, flest-
ir þeirra á síðustu vikum. Áætlað er
að fjögur hundrað þúsund Albanir
séu enn í Kosovo og búa margir
þeirra við mjög þröngan kost.
Embættismenn Atlantshafs-
bandalagsins höfðu engar nýjar
upplýsingar um það í gær hver bæri
ábyrgð á dauða rúmlega sextíu
manna í bílalest flóttamanna í
Kosovo á miðvikudag.
Þrátt fyrir íti'ekaðar spumingar
fréttamanna sögðu talsmenn NATO
að atvikið væri enn í rannsókn.
Þeir höfðu engar upplýsingar um
árásir fyrir sunnan bæinn Dja-
kovica þar sem Serbar segja að 64
óbreyttir borgarar hafi týnt lífi.
„Ég hef engar vísbendingar um
að NATO beri ábyrgð á annarri árás
á farartæki óbreyttra borgara en
þeirri sem var gerð norður af Dja-
kovica," sagði Jamie Shea, talsmað-
ur NATO.
Fréttamenn spurðu hvort hægt
væri að fá staðfest að fjórar árásir
hefðu verið gerðar á bílalestir suður
og norður af Djakovica.
Milo Djukanovic, forseti júgóslav-
neska lýðveldisins Svartfjallalands,
sagði í gær að stríðsreksturinn í
Kosovo væri að fara úr böndunum
og hætta væri á að átökun breiddust
út um allan Balkanskaga.
Djukanovic hefur reynt að gæta
hlutleysis í átökum NATO við
Serba. Hann reyndi að draga úr ótta
manna við valdarán í lýðveldinu en
sagði júgóslavneska hernum að
hætta að skipta sér af innanríkis-
málefhum Svartfjallalands.
Albanskur faðir kyssir barn sitt og fjölskylda hans grætur örlög sín þegar hún kemur til flóttamannabúðanna í Kukes
í Albaníu á flótta undan voðaverkum Serba í Kosovo. Nærri fimm þúsund flóttamenn frá Kosovo komu til Albaníu í
gær og búist var við fleiri þar sem sprengjuárásir héldu áfram við landamærin að Júgóslavíu.
Aurskriður í Kólumbíu:
Ottast að 50 hafi farist
Óttast er að fimmtíu manns hafi
farist þegar tvær aurskriður féllu
með nokkra millibili á bæ í Andes-
fjöllunum í vesturhluta Kólumbíu á
fimmtudag.
Rúmlega fjöratíu manns grófust
undir seinni skriðunni. Að sögn yf-
irvalda voru margir þeirra þá að
leita að fólki sem hafði orðið undir
skriðunni sem féll um morguninn.
Forráðamenn almannavama í
Kólumbíu sögðu siðdegis í gær að
þegar væri búið að ná 34 líkum und-
an aumum og grjótinu. Þá var að
minnsta kosti sextán manns enn
saknað. Talið var næsta víst að fólk-
ið væri undir skriöunni.
Talið er að úrhellisrigning í Kól-
umbíu að undanfömu og jarðskjálft-
inn mikli í janúar hafi átt sök á
skriðufollunum.
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
10500 10462,72
10000 9500
7W. ■m.
9000 8500
8000 DowJones
S 0 N D
Sykúr
400 300 200 100 0 184
£S
^íllÍÍSlSí i
$/t S 0 N D
Bensín 95 okt.
170 153
ÍDU 4 cn ÉlSSiESSSji;
ÍDU 140 130 mSSSSm
1
mmm J
120 110 100 J N/
$/t S 0 N D
Tokyo Hong Kong 1
160 16851,58 |l 'y.mm 12490,3
150
15000
140 X JSg 10000 tm!
130
1 Nikkel 5000 Hang Seng
S 0 N D s 0 N D
'FCT
I
1
Engin ástæða
til að flýja und-
an evrunni
Ekki nokkur ríkisstjórn í Dan-
mörku léti sér til hugar koma að
fella gengi
dönsku krónunn-
ar. Danir geta
því allt eins
bundið trúss sitt
við evruna, sam-
eiginlega mynt
Evrópusam-
bandsins, til að
hafa sem mest
áhrif, bæði pólitísk og efnahagsleg,
innan ESB.
Mogens Lykketoft, fjármálaráð-
herra Danmerkur, sagðist í gær
mundu beita þessu rökum þegar
kemur að því að Danir greiði þjóðar-
atkvæði um að afnema undanþág-
una sem þeir fengu frá Edinborgar-
sáttmálanum um eina mynt ESB.
Forsetakosning-
arnar í Alsír
skrípaleikur
Útlendingar sem fylgdust með
forsetakosningunum í Alsír á
fimmtudag hafa lýst þeim sem
helberum skrípaleik. Abd-elaziz
Bouteflika, frambjóðandi hers-
ins, vann yfirburðasigur, enda
hættu hinfr sex frambjóðendurn-
ir við.
Evrópskar ríkisstjómir vildu
lítið tjá sig um kosningamar í
gær en gömlu nýlenduherrarnir í
París lýstu yfir áhyggjum sínum.
Fjölmiðlar vora þó ekki eins var-
kárir og kölluðu kosningamar
tóm svik.
Þúsundir Alsírbúa efndu til
mótmælaaðgerða í gær vegna
kosninganna.
Vinslit milli
Chiracs og for-
ingja gaullista
Vinslit urðu í gær milli
Jacques Chiracs Frakklandsfor-
seta og Philippes Séguins, leiðtoga
gaullistaflokksins RPR, þegar sá
síðarnefndi sagði af sér embætt-
inu. Jafnframt dró hann til baka
framboð fyrir kosningarnar til
Evrópuþingsins í sumar.
Séguin varð leiðtogi RPR eftir
ófarir flokksins í þingkosningun-
um 1997. Hann skýrir afsögn sina
með því að ágreiningur sé með
honum og forsetanum og mönn-
um hans um framboðslista hægri-
manna fyrir Evrópuþingskosning-
arnar.
Bondevik er
enn vinsæll
DV, Ósló:
Norðmenn era sáttir við for-
sætisráðherrann sinn. í landinu
finnst vart
maður sem tel-
ur að séra Kjell
Magne
Bondevik sinni
starfi sínu illa.
Aðeins 7% að-
spurðra i nýrri
skoðanakönn-
un töldu að
skipta bæri um forsætisráðherra
en 60% sögðu að hann væri góð-
ur í sínu starfi.
Þetta eru að vísu ekki sömu
vinsældir og Gro Harlem
Brundtland naut þegar hún var á
hátindi ferils síns. Þá fékk hún
stuðning 94% landsmanna.
Bondevik getur hins vegar vel
við unað því í öllum flokkum vill
meirihluti fólks hafa hann. Jafn-
vel erkifiendurnir í Verka-
mannaflokknum vilja hann frem-
ur en sinn eigin formann, Thor-
bjöm Jagland.
Vinsældir Bondeviks eru líka
athyglisverðar í ljósi þess að
flokkur hans, Kristilegi þjóðar-
flokkurinn, nýtur ekki fylgis
nema rúmlega 10% kjósenda.
Morðhótanir síðustu daga draga
og síður en svo úr vinsældum
Bondeviks. GK
.