Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 25
T 25 JL>'V" LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Jafnaðarmenn í Svíþjóð hræðast einræðisáráttu Görans Perssons forsætisráðherra: Sænska jarðýtan Göran Persson í ræðustóli á Gautatorgi í Gautaborg í haust. Hann er snjall ræðumaður og um leið illskeyttur í pólitískum deilum. DV-mynd Gísli Kristjánsson DV Oslo:___________________________ Það er ekki stefnan, heldur stíllinn, sem veldur því að forsætisráðherra- stóilinn er orðinn valtur undir Göran Persson. Sænska forsætisráðherran- um er líkt við jarðýtu í mannlegum samskiptum, og nú í vikunni þakkaði íjármálaráðherrann, Erik Aasbrink, fyrir sig og sagðist ekki þola lengur við vegna ofrikis Perssons. Að þessu sinni fann Persson upp á að boða umtalsverðar skattalækkanir í sjónvarpsviðtali án þess að hafa rætt málið við fjármálaráðherrann og vitandi að fjármálaráðaherrann var á allt annarri skoðun. Stjómmálamenn taka pokann sinn fyrir minna. „Ég er ósáttur við bæði stjórnunar- stU Perssons og hvernig samvinna okkar hefur þróast," sagði fjármála- ráðherrann þegar hann kvaddi. En Persson var fljótur tU sem fyrr og kynnti nýjan fjarmálaráðherra að- eins fáum mínútum eftir að hinn fyrri hafði sagt af sér. Þetta er í þriðja sinn á hálfu ári sem ráðherra víkur úr sænsku stjóminni og aUtaf er yfir- gangi Perssons kennt um. Persson hefur byggt um einveldi sitt í flokknum með því að vera aUtaf fyrstur til að segja skoðun sína, fyrst- ur tU að ákveða sig, fyrstur tU að ákveða fyrir aðra og fyrstur til að gera lýðum ljóst hver sé stefna flokks- ins. Þetta gerir hann aUt án þess að ráðfæra sig við aðra. Góður á stríðstímum „Ég er viss um að Persson væri góð- ur leiðtogi á stríðstímum þegar þjóð þarf leiðtoga sem getur tekið skjótar ákvarðanir. Núna era friðartímar og þjóðin þarf aUt annað en stríðsherra," segir Lars Johnasson, blaðamaður við Dagens Nyheter, við DV. Sænskir kratar hafa um árabU van- ist opnum umræðum um stefnu Uokksins. Ingvar Carlsson, forveri Perssons á formannsstóli, þótti shind- um of umburðarlyndur og hógvær. Hann sagði ekkert þó flokksmenn deildu og ýmis sjónarmið væra á lofti. Nú segja Uokksmenn að Persson hafi drepið aUa umræðu í flokknum. Enginn þorir að segja neitt opinber- lega af ótta við að Persson komi og valti yfir hann. Svona var ástandið líka löngum stundum í tið Olofs Palmé, en hann hafði mestan áhuga á utanríkismálum og þá fengu litlu mýsnar að leika sér heima meðan stóri kötturinn var úti að bjarga heiminum. Nú eru utanríkismál nær horfin af dagskrá sænska jafnaðarmanna. í kosningabaráttunni fyrir þingkosn- ingarnar siðasta haust voru utanríkis- mál vart nefnd enda nóg að gera við að endurskipuleggja sænska velferð- arkerfið. Persson hefur ákveðið að bjarga sænsku verlferðinni með einkavæð- ingu og skattalækkunum. Heibrigðis- kerfið er einkavætt og öldrunarþjón- ustan boðin út í von um sparnað. Og nú á að lækka skattana til að koma í veg fyrir að fyrirtækin flýi öll til út- landa. Þetta eru allt stefnumál sem göml- um, sænskum krötum falla illa, en era stefna krata af nýja evrópska skól- anum. En munurinn á Persson og flokksbræðrum eins og Tony Blair -og einnig Bili Clinton - er stíllinn. Clint- on og Blair hafa tamið sér léttan og fijálslegan gáfumannastíl meðan Pers- son er líkt við jarðýtu. Allir á flótta Núna er skrifað um hvaða ráðherra verði næstur til að hrökklast úr stjórninni vegna einveldis Perssons. í Svenska Dagbladet er Persson kallað- Erlent fréttaljós Gísli Krlstjánsson ur í leiðara „maðurinn sem fælir burt fólk“ og því spáð að hann verði ekki langlífur í embætti. í leiðaranum segir: „Göran Persson stýrir ríkisstjóminni, hann stýrir flokknum og hann stýrir landinu. Allt gengur þetta með ósköpum og allir eru á flótta frá Persson: Ráðherramir úr stjórninni, flokksfélagarnir úr flokknum og fólkið úr landi.“ Það er bara ritstjóri síðdegisblaðs- ins Expressen sem hefur lýst því yfir að hann sé sáttur við stíl Perssons, enda aldrei hörgull á fréttum af sund- urþykkju og sárindum í ríkisstjór- inni. Persson er m.a. fundið það til for- áttu að hann etji sínu eigin stuðnings- fólki saman. Að deila og drottna er hans still. Hann á það til að sögn sænskra fjölmiðla að lofa einum flokksmanni ráðherraembætti fyrir að vinna gegn öðrum. Svo ku vera undir hælinn lagt hvort hann stendur við loforðið. Hann hefur líka rekið ráðherra fyr- irvaralaust með einu símtali. Þau urðu örlög Carls Tham, ráðherra menningarmála. Persson hringdi bara í hann og sagði að hann væri ekki lengur með. Hæðist að konunum En menningarráðherrann var karl- maður og slapp léttar en konumar í stjórninni. Tvær þeirra hafa hætt eft- ir að hafa verið auðmýktar opinber- lega af fosætisráðherranum. Ylva Johansson var menntamála- ráðherra. Persson spaugaði með að hún væri feit. Síðan var henni spark- að úr stjórninni eftir að hún og fjár- málaráðherrann, Erik Aasbrink, hófu sambúð. Það er því engin furða þótt fjármálaráðherrann hafi sagt að hann þyldi ekki stjórnunarstíl Perssons. Margot Wallströn sat líka í ríkis- stjóminni. Hana lagði Persson í ein- elti og á endanum flutti hún til Sri Lanka með fjölskyldunni. Engum kemur á óvart þótt skoðanakannanir sýni að Persson á lítið fylgi meðal kvenna. Göran Persson er fimmtugur að aldri. Hann segist ætla að draga sig í hlé þegar hann verður 55 ára. Enginn veit þó hvort hann fær ráðið því eins og öllu öðru. Hann gæti orðið að hætta fyrr. Persson varð óvænt forsætisráð- herra fyrir þremur árum. Ingvar Carlsson vildi hætta og krónprinsess- an, Mona Sahlin, var úr leik vegna ógætilegrar meðferðar á opinberu greiðslukorti. Smámál að mati flestra, en það varð að finna nýjan kandídat í stöðu flokksformanns og forsætisráð- herra. Persson var þessi varaskeifa. Fjármálaráðherrann Persson varð fyrir valinu. Hann þótti traustur og ábyrgur þótt ekki væri hann litríkur. Persson er gamall flokksmaður sem stýrði fyrst verkamannabústaðakerf- inu sænska og síöar ráðuneyti sveit- arstjórnarmála áður en hann varð fjármálaráðherra. Persson var vanastur að vinna bak við tjöldin. Hann var innsti koppur i búri í kerfinu en lenti svo skyndilega í framlínunni. Það var fyrst eftir að hann varð forsætisráðherra að fjöl- miðlar fóra að veita honum athygli. Enginn Olof Palme Gárungarnir segja að hann hafi enn ekki látið áhuga sinn á sveitarstjórn- armálum víkja fyrir áhuga á utanrík- ismálum. Þess vegna er hann enginn Olof Palme. En Persson er í það minnsta jafnákveðinn í framgöngu og Palme. Fylgi Perssons er mest úti á lands- byggðinni og innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Konur í stærri borgum og bæjum kjósa hann ekki. Þetta er vandi flokksins því Vinstriflokkur Guðrúnar Schyman lokkar til sín unga fólkið og þá ekki síst ungar konur. Persson er bara gamaldags kerfiskall og fauti að mati unga fólksins. En Persson er ekki alls varnað. Það sem hann skortir í lipðurð bætir hann upp með klókindum. Minnihluta- stjóm hans nýtur stuðnings Vinstri- flokksins - og einnig Græningja - gegn loforðum um áhrif á stjórnar- stefnuna. Enginn hefur þó enn séð hver þessi áhrif era og í næstu kosn- ingum gæti það reynst flokkunum til vinstri dýrt að hafa haldið Persson við völd. Gömul hefð í Svenska Dagbladet var því haldið fram nú í vikunni að vinnubrögð Perssons ættu ekki að koma nokkram manni á óvart. Svona hafi sænskir jafnaðarmenn alltaf unnið - en til þessa bara bak við tjöldin. í innsta kjama flokksins hafi félagamir alltaf vegið mann og annan í mesta bróð- erni, troðiö á keppinautum sínum og otað sinum tota. Svenska Dagbladet hallast til hægri í stjómmálunum og er í nöp við Pers- son og jafnaðarmenn. En flokkarnir hægra megin við miðju græða lítið á því þótt Persson stundi sína pólitísku vígamennsku fyrir opnum tjöldum. Hægriflokkarnir eru þrír og mikið vantar á að þeir geti myndað nýja rík- isstjórn. Það er því bara hallarbylting í flokki jafnaðarmanna sem gæti velt Persson úr sessi. 70 ARA AFMÆLI I tílefni stórafinælis fyrirtækisins bjóðum við þetta afinælistilboð. • Tegundin er PFAFF 6122 -þýsk gæðavara. • Full af auðveldum og þægilegum saumum. • 30 spor. • Auðvelt val. • Nálarþræðari. • Efri flytjari, nauðsynlegur fyrir bútasauminn. • Hátt undir fótinn, gott fyrir þykku efnin. • Margir hentugir fylgihlutir. • Ótai fleiri kostir. PFA PFAFF. ÁÍSLANDI 1929-1999 cIleimilisUekjaverslim Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 w JM m /c/ Æar +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.