Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 54
66 Qyndbönd LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MYNDBAMDA GAGNRYNI Whatever Unglitigsstiilkur á viHigötum ★★* Anna og Brenda eru tvær 17 ára stelpur sem eru bestu vinkonur þótt ólíkar séu. Anna er íhugul stelpa meö listrænar tilhneigingar. Hún stendur sig ágætlega í skóla þrátt fyrir nokkra uppreisnargimi og er að bíða eftir svari frá góðum listaskóla í New York þar sem hún vill komast i framhalds- nám. Framtíðaráætlanir Brendu eru óljósari enda hugsar hún mest um að skemmta sér. Hún er orðin drykkfelld og lauslát í kjölfar misnotkunar stjúp- foður sins og þegar hún loksins fær nóg biður hún Önnur að stinga af með sér til Flórída með tveimur smákrimmum, sem þær hafa kynnst. Kynlíf, fyllirí, misnotkun, dóp og brostnir draumar eru meðal helstu við- fangsefna myndarinnar en i henni er reynt að segja nokkuð raunsanna en þó dramatíska sögu af lífi tveggja unglingsstúlkna og tekst það ágætlega en endirinn er svolítið ódýr. Myndin á að gerast í upphafi níunda áratugarins en gæti allt eins gerst á þessu ári. Liza Weil gerir sér góðan mat úr bitastæðu hlutverki Önnu og staðallinn á leiknum i myndinni er yfirleitt fremur hár. Þetta er ágæt frumraun leikstjórans og handritshöfundarins Susan Skoog og vert að fylgjast með henni í framtíðinni. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Susan Skoog. Aöalhlutverk: Liza Weil og Chad Morg- an. Bandarísk, 1998. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Snake Eyes , s j Sjónarspö De Palma ★★* Rick Santoro (Nicholas Cage) er lögreglu- maður sem er fulimikið gefinn fyrir lystisemdir lífsins. Hann þiggur mútur til þess að halda uppi lífsstíl sem einkennist af kvennafjöld, veðmálum og drykkju. Hann er viðstaddur hnefaleikabardaga þar sem mikils metinn pólitíkus er skotinn til bana og tekur að sér stjóm mála í íþróttahöllinni. Rick er fljótur að mannast og kemst að því að margt býr undir yfirborði atburðarásarinnar. Hugmyndin að baki Snake Eyes er afskaplega áhugaverð, þ.e. nokkuð margbrotin úrvinnsla á sjón, sjónarhomum, sjón- varpi, kvikmyndum og yfirborði (ólíkra) framsetninga almennt. Brian De Palma var á svipuðum slóðum í mynd sinni, Blow Out (1981) sem hann bæði skrifaði handrit að og leikstýrði. Þar lenti John Travolta í svipaðri aðstöðu og Cage nema hvaða sjónarþemað snerist um hljóð og heym. Það sem skilur þó myndimar fyrst og fremst að er að De Palma tekst í Blow Out að skapa spenn- andi sögu samfara öðram hugleiðingum. Hann missir aftur á móti Snake Eyes um miðbik myndarinnar út langþreyttar og lítt spennandi klisjur - eitthvað sem við höfum „séð“ svo alitof oft áður. Útgefandi: SAM-myndbönd. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Nicolas Cage og Gary Sinise. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. Bönnuð innan 16. -bæn The Sting Þokkafullir hrappar & ★★★ Johnny Hooker (Robert Redford) er fær svindl- ari sem sver þess dýran eið að heftia dauða félaga síns. Fómarlamb hans er valdamikill og miskunnar- laus glæpakóngur að naftii Doyle Lonnegan (Robert Shaw). Skipuleggur Johnny ásamt meistarahrappnum Henry Gondorff (Paul Newman) svikamyllu sem á að láta Lonnegan „blæöa“ fyrir myrkraverk hans. Það er þó eins gott að allt gangi að óskum því annars verða þeir næstu fómarlömb hans. Leikstjórinn George Roy Hill gerði árið 1969 myndina Butch Cassidy and the Sundance Kid með þeim Redford og Newman í aðalhlutverkum. Sam- vinna þeirra skilaði afbragðsmynd og vom þvi miklar vonir gerðir til þessar- ar myndar þríeyksins. Óhætt er að segja að hún hafi uppfyllt þær því mynd- in fékk alls sjö óskarsverðlaun. Allt fjaðrafokið í kringum myndina kann þó að koma áhorfendum á óvart í dag. Þetta er hefðbundin og léttúðug glæpa- saga með hættulegum tálkvendum, góðum krimmum og vondum og heimsk- um löggum. Fræg kaflauppbygging myndarinnar gerir hana kannski sérstaka en ekki betri en fjölmargar aðrar myndir þessarar tegundar. Að vísu leikur myndin skemmtilega með vonir og væntingar áhorfenda þótt óvíst sé að áhorfendur samtímans falli i gildrur ársins 1973. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: George Roy Hill. Aðalhlutverk: Paul Newman, Robert Redford og Robert Shaw. Bandarísk, 1973. Lengd: 124 mín. Öllum leyfð. -bæn Safe Men m Meinleysisleg della ★ Sam og Eddie em tvö lúðaleg gerpi sem rembast við að halda úti tveggja manna hljómsveit þrátt fyrir algjör- an skort á tónlistarhæfileikum og að annar þeirra geti ekki lært textana. Þeir era teknir í misgripum fyrir færa innbrotsþjófa af gyðingamafíu sem neyðir þá til starfa fyrir sig. Með líflátshótanir yfir höfðum sér reyna þeir að þóknast mafiósunum þrátt fýrir að hafa litla hugmynd um hvemig eigi að bera sig að. Það er frekar erfitt að ímynda sér hvað leikstjóranum og handritshöfund- inum John Hamburg gekk til með þessari mynd. Hún er að öllu leyti fúll- komnlega fáránleg, atburðarásin út í hött, og mafiósamir einhveijir þeir bjánalegustu sem ég hef séð síðan skoska mafian lék lausum hala i The Pest. Þrátt fyrir þetta er delluhúmor ekki hafður í fyrirrúmi, heldur meinleysisleg- ur og bitlaus sjónvarpsmyndahúmor, og minnir myndin að þessu leyti nokk- uð á hina ömurlegu Dead Husbands sem ég sá nýlega. Þessi er þó mun skárri þar sem nokkrir ágætir leikarar bjarga þvi sem bjargað verður með hæfilega ýktum og geggjuðum leik. Og myndin er blessunarlega stutt. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: John Hamburg. Aðalhlutverk: Sam Rockwell og Steve Zahn. Bandarísk, 1998. Lengd: 85 mín. Öllum leyfð. -PJ John Cusack: Meí leiklistina í blóðinu Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni. Þessi málsháttur á vel við um John Cusack, leikarann með sak- leysissvipinn. Hann er sonur leikar- ans og heimildarmyndaieikstjórans Richards Cusacks og systkini hans (Joan, Susan, Ann og Bill) hafa öll einhverja reynslu af leiklistarstörf- um. Þeirra frægust er Joan Cusack sem m.a. lék aukahlutverk í mynd- um bróður síns, Say Anything... og Grosse Pointe Blank. Móðir hans var stærðfræðikennari en hafði mikinn áhuga á leikhúslífinu og það var hún sem kom honum á bragðið í leiklistinni. Fyrstu kynni hans af leikhúsum var sem öskrandi ungbam í faðmi móður sinnar. John Cusack hóf leikferil sinn átta ára gamall með The Pi- ven Theatre Workshop í heima- bæ hans, Evanston í Illinois, sem er í nágrenni Chicago og hefur alið af sér margar af leikhússtjöm- um borgarinnar. Næstu árin aflaði hann sér reynslu og lærði leik- listina jafnframt skólagöngu sinni sem reyndar gekk ekk- ert alltof vel þar sem hann mætti illa og þjáðist af því sem hann sjálfur kall- ar króníska uppreisnargimi. Unglingastjarna Aðeins 16 ára gamall lék John Cusack í sinni fyrstu mynd, tán- ingakynlífskómedíunni Class með Jacqueline Bisset. Þetta var árið 1983 og næsta ár lék hann í tveim- ur mynd- um, Grand- view, U.S.A. með Jamié Lee Curtis og Sixteen Candles með Molly Ringwald og Anthony Michael Hall. Þetta var á lokaári hans í skólanum. Hann innritaði sig síðan í háskóla í New York en hætti eftir aðeins eina önn og sneri sér alfarið að leiklist- inni. Árið 1985 varð hann að unglinga- stjörnu með fyrsta aðalhlutverki sínu í The Sure Thing og hann lék í fleiri unglingamyndum næstu árin, þ.á m. Better off Dead, One Crazy Summer og Hot Pursuit. Hann vildi þó ekki festast í þessum myndum og fór að neita táningahlutverkum. Hann samþykkti þó að leika slíkt hlutverk í síðasta skipti í Say Any- thing... árið 1989. Myndin var alvar- legri og innihaldsríkari en gengur og gerist í unglingamyndum og með henni náði John Cusack að sanna sig sem leikari og ná í bitastæðari hlutverk í framtíðinni. Frammi- staða hans ári síðar í mynd Steph- ens Frears, The Grifters, staðfesti leikhæfileika hans og varð honum ákjósanlegt veganesti inn í tíunda áratuginn. John Cusack hafði þar með öðlast frelsi til að velja og hafna hlutverk- um og ráða því hvaða stefhu leikfer- ill hans taki. Hann hafhaði m.a. hlutverkum í pottþéttum smellum eins og Appollo 13 og Indecent Propo- sal en lék í staðinn lít- il hlutverk í mörgum áhugaverðum mynd- um, svo sem Bob Ro- berts, Shadows and Fog og The Player. Um miðjan áratug- inn minnti hann síðan heldur betur á sig með aðal- hlutverkmn í Bullets over Broadway og City Hall. Færir út kvíarnar Árið 1997 var stórt ár á ferli Johns Cusacks. Hann var aðal- stjaman í biksvörtu kómedlunni Grosse Pointe Blank, ásamt því að vera einn framleiðenda og Better Off Dead er fyrri myndin af tveimur þar sem John Cusack lék aðalhlutverk undir stjóm leikstjór- ans og handritshöfundarins Savage Steve HoOand en sú seinni var One Crazy Summer. Leikstjórinn hefur einnig m.a. gert hina ágætu How I Got into CoUege en hann hefur aðal- lega unnið við sjónvarpsþáttagerð enda er hann sennfiega of mikiU rugludaUur fyrir HoUywood. John Cusack leikur Lane Myer, smábæjarungling sem dýrkar kærustuna sina, Beth, einum of mikið. Það verður honum því mikið áfaU þegar hún segir honum upp og tekur saman við fyrirliða skíðaliðs sem er sjálfumglaður druUusokkur Stalin að nafni. MiUi misheppnaðra sjálfsmorðstilrauna reynir Lane að finna leiðir til að vinna ástir Beth aftur. Honum verðm- litið ágengt þar tfi honum berst hjálp úr óvæntri átt frá faUegri franskri skiptinemamey úr næsta húsi (sem auðvitað er miklu betri kostur en Beth). Lane er temmUega mglaður ung- lingur en hann er umkringdur því- likum furðufuglum að í samanburði virkar hann ofur venjulegur. Móðir hans er undarleg vera sem matreið- ir hina furðulegustu rétti (sem í sumum tilfeUum skriða á brott ef potað er í þá). Yngri bróðir hans er sniUingur sem smíðar geimflaug í frístundum sínum. Nágrannakonan er stjómsöm gribba sem reynir að troða akfeitum syni sínum upp á vesalings skiptinemann. Vinur hans reynir að vera dópisti en þar sem hann getur hvergi náð í dóp sniffar hann snjó og jarðarberjabúð- ing í staðinn. Svona mætti lengi telja. Hér er deUan svo yfirgengUeg að það er ómögulegt annað en að hlæja að henni. Söguþráðurinn er eins og í þynnstu og vitlausustu unglinga- myndum enda hefur hann engan annan tUgang en að vera vettvangur fyrir stanslausan straum deUu- brandara. Sumir missa marks en það em það margir guUmolar þama að heUdarhláturmagn ætti að vera með mesta móti. Sérstaklega eftir- minnUeg er barátta feðganna við Ul- an blaðburðarstrák sem kastar blöð- unum í gegnum rúðumar á bU- skúmum og innheimtir blaðburðar- gjaldið með hníf að vopni (I want my two doUars!) Sjálfsagt er þessi húmor þó einum of geggjaður fyrir marga. Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leik- stjóri: Savage Steve Holland. Að- alhlutverk: John Cusack, Diane Franklin og Curtis Armstrong. Bandarísk, 1985. Lengd: 97 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.