Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 4 ______________________________________________________________________ viðtal ___________________________________________________________________________ jt yt Rætt við Robert Rodriguez í tilefni af nýrri mynd hans, The Faculty: DV, Berlín:_____________________ Roberto Rodriguez er talinn til efnilegustu leikstjóra nýju leik- stjórakynslóðarinnar. Eitt þekktasta verk hans hingað til er myndin Desperado með Antonio Banderas í aðalhlutverki en einmitt þessi mynd varð til að koma Banderas í hóp eftirsóttustu leikara í Hollywood. Nýjasta mynd Rodriguez, The Faculty, er örugglega engin stórmynd en hún hefur víða hlotið lof fyrir að ná til þess áhorfenda- hóps sem hún er gerð fyrir, þ.e.a.s. táninga. Söguþráðurinn; blanda af hroll- vekju og spennumynd, leikararnir og tónlistin hafa fallið í góðan jarð- veg hjá þeim og það var einmitt takmarkið sem Rodriguez ætlaði að ná með myndinni. Það sem er bannað í viðmóti er Rodriguez einstak- lega opinn og þægilegur. Ólíkt flestum öðrum stórstjömum virð- ist hann ekki vera í neinni varnar- stöðu hvað varðar fjölskylduna eða einkalífið því strax í byrjun við- talsins dregur hann upp myndir af fjögra og sex ára sonum sinum sem hann segir að hafi verið á staðnum ailan tímann á meðan tökur mynd- arinnar fóru fram. „Við höfum allir þrír skemmt okkur konunglega á meðan tökurn- ar stóðu yfir. Það er einmitt það sem skiptir mig höfuðmáli þegar ég geri kvikmyndir, ég verð að hafa gaman af því sem ég er að gera.“ Faculty er svo sannarlega engin barna- og fjölskyldumynd. Voru synir þínir ekkert hræddir? „Nei, þeir hafa reyndar ekki séð myndina í heild en á tökustað var ekkert sem þeir máttu ekki sjá.“ Þetta beinir talinu að því hvort ekki eigi að banna bömum að sjá myndir sem þessar. „Það verður auðvitað að setja einhver takmörk en þessi bönn virka mjög oft öfugt. Börn og ung- lingar vilja helst sjá það sem er bannað. Þagar ég var 12 ára fannst mér myndir sem ég mátti ekki sjá langmest spennandi." Enain dæmigerð hroll- vekja The Faculty er ekki gerð með það í huga að keppa um óskarsverð- launin eða aðrar viðurkenningar. Engu að síður hefur myndin verið Robert Rodriguez ræðir við Elijah Wood á tökustað The Faculty. Samstarfið við Tarantino víða á kvikmyndahátíðum eins og t.d. Berlínale í Berlin. Hefur þú engar áhyggur af því að menningarvitarnir á kvik- myndahátíðunum rakki „The Faculty" niður? „Ég passa mig auðvitað á því að láta myndina ekki vera með í keppni um verðlaun hátíðanna. Þar með getur enginn sagt að þetta sé mynd sem eigi ekki möguleika á að vinna. Það hefur komið mjög vel út að sýna myndina á hátíðum sem afþreyingu sem ekki þarf að dæma. Margir blaðamenn hafa komið til mín og sagt að Faculty sé fin mynd til skemmtunar og til að slappa af yfir á milli allra flóknu stórmyndanna." Þema myndarinnar, þ.e. barátta við ókunnar verur utan úr geimn- um, er ekki nýtt af nálinni. Hvernig kom til að þú tókst þetta efni fyrir? „Þegar höfundur handritsins, Kevin Williamson, kom til mín með handritið var ég að undirbúa gerð grínmyndar. Ég vildi upphaf- lega alls ekki gera þessa mynd, sagðist ekki hafa neinn áhuga á að gera ein eina táningahrollvekjuna. Ég breytti um skoðun þegar ég las handritið. Þetta er engin dæmigerð hrollvekja eða vísindaskáldsaga. Mér fannst hugmyndin að láta þetta gerast í menntaskóla alveg fráþær. Margt minnti mig á mín eigin menntaskólaár, þetta hvað unglingarnir geta verið andstyggi- legir hver við annan o.s.frv. Eftir á að hyggja var þessi mynd eins kon- ar uppgjör við menntaskólaárin." Elijah Wood leikur Casey sem er lagður í einelti af skólabræðrum sínum. Óþekkt fólk I myndinni eru mestmegnis óþekktir leikarar. Er ekkert áhættu- samt að láta aðalhlutverk í hendur lítt reyndra og lítt þekktra leikara? „Ég vildi endilega óþekkt fólk. Ég hef mjög gaman af að uppgötva nýja leikara. Það er auðvitað erfiðara og tímafrekara að finna og þjálfa óreynda leikara. Það tók mig 4 mán- uði að finna þá réttu fyrh The Faculty. En ég er ánægður með ár- angurinn og það sem gerir þessa unglinga sem eru í aðalhlutverkum myndarinnar enn- þá trúverðugri er einmitt að fæsth þekkja þessi andlit úr allt öðrum hlut- verkum og tengja þau þeim.“ Ein leikona myndarinnar, Salma Hayek, hef- ur verið í öllum þínum myndum. Hvernig stendur á því? „Hún er stór- kostleg og við erum farin að skilja hvort annað nánast orðlaust. Reyndar átti hún upphaflega ekki að vera í Faculty. Ég var búinn að segja henni að ég hefði ekkert hlutverk fyrir hana, hún væri of gömul til að leika menntaskólanema og of ung til að leika kennslu- konu. Það var svo ekki fyrr en tökur voru að hefjast að ég sá að mig vantaði einhvem til að leika hjúkrunarkonuna og þá hringdi ég auðvit- að eins og skot í Salmu Hayek og hún sló til.“ einnig í aukahlutverki í Desperado. Er Tarantino jafnerfiður og honum er oft lýst? „Tarantino er mikill snillingur. Við eigum mjög gott með að vinna saman. Það skemmtilega við sam- starf eins og í 4 Rooms er að þú ert ekki einn ábyrgur. Þetta eru ekki bara þínar hugmyndh. Með svona verkefni getur leikstjórinn á vissan hátt hvílt sig á sjálfum sér.“ Hvað er annars fram undan, frekara samstarf við Tarantino? „Ég er að vinna að gamanmynd- inni sem ég lagði til hliðar þegar ég fór út í The Faculty og ég er með ákveðnar humyndir um að gera DESPERADO 2. Vandinn er aftur sá að ég vildi gaman hafa Antonio Banderas í aðalhlutverkinu sem er erfitt vegna þess að hann var myrt- ur í fyrri myndinni. Hvort eitthvað verður úr hekciri samvinnu við Q. Tarantino veit ég ekki. Við höfum rætt það. Hann hefur mikinn áhuga á að ég skrifi fyrh hann handrit en ég á aftur erfltt með að láta aðra hafa gott handrit sem ég hef skrifað því þá vil ég nefnilega sjálfur vera leikstjórinn." Kristín Jóhannsdóttir Sjálfur hefur þú verið hinum megin við myndatökuvélina í smá- hlutverkum. Hvernig er það? „Það er ekki starf sem á við mig. Það er alveg á hreinu að ég er leik- stjóri en ekki leikari. Ég lék smáhlutverk í nokkrum sjónvarps- myndum, sem var fyrst og fremst góð reynsla til þess að skilja leikarana betur og vita hvað væri mikilvægast í sambandi leikstjóra og leikara.“ Rodriguez hefur unn- ið tvær kvikmyndir, 4 Rooms og From Dusk till Dawn, með Quentin Tarantino, og hann var Jordana Brewster leikur Delilah sem er klapp- stýra og ritstjóri skólablaðsins. < é- MÍRA OPNAR í DAG, 17 APRÍL NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ BÆJARLIND 6 OPIÐ LAUGARDAG 10-18 SUNNUDAG 12-18 20% afsláttur af tekk garðhúsgögnum t- Lampar Gjafavara Húsgögn Glæsileg opnunartilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.