Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 14
14
rir 15 árum
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
Þóra Fríða Sæmundsdóttir meðleikari kom heim til íslands fyrir 15 árum:
Enn jákvæð en reiðubúin að slaka á
Það hlýtur ávallt aö vera fengur
fyrir hverja þjóö aó eiga á aö skipa
vel menntuöum tónlistarmönnum.
Vió íslendingar höfum átt því lániö
aö fagna aö tónlistarmenn okkar
hafa einskis látið ófreistaö í þeim
efnum aö komast eins nálœgt full-
komnuninni í list sinni og kostur er
á og þá ekki sett fyrir sig aö halda af
landi brott um lengri eöa skemmri
tíma til framhaldsnáms.
Á þessum orðum hófst viðtal við
Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanó-
leikara fyrir 15 árum þegar hún var
að ijúka námi sínu í Stuttgart og
farin að hugsa til heimferðar. Hún
var við nám í Þýskalandi í sex ár
þar sem hún sérhæfði sig í ljóða-
flutningi. Einn af þekktari ljóðaund-
irleikurum Þýskalands var for-
stöðumaður deildarinnar og komst
Þóra inn í bekk hans eftir inntöku-
próf. Viðtalið endaði á þessum orð-
um Þóru:
„Ég er á leiöinni heim. Ég fer meö
jákvœöu hugarfari og er reióubúin
aö vinna mikiö."
Þegar DV hafði samband við Þóru
núna höfðu aðstæður breyst örlítið
hjá henni. Hún var heima i barn-
eignarleyfi frá tónlistarkennslu.
„Þegar ég kom heim var ég auð-
vitað mjög jákvæð og hlakkaði til að
takast á við allt. Þáð varð úr og ég
er búin að vinna eins og skepna síð-
astliðin flmmtán ár.“
Hvernig var að koma heim?
„Það var mjög spennandi tími.
Það var mikil uppsveifla í tónlistar-
lífinu og ég tók hverju verkefni sem
kom. Ég var svo heppin að fá strax
stöðu við tónlistarskóla og byrjaði
að kenna. Fyrst hjá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík og Tónskóla Sigur-
sveins og seinna hjá Tón-
listarskóla
FÍH. Þar hef
ég kennt á pi-
anó og meðleik.
Ég hef haldið
marga tónleika
Þóra Fríða Sæmundsdóttir er um þessar mundir í barneignarleyfi.
Wptanáimkarínrt tmrf »0 h*M* mikió aftur *f*ét *n styðj* söngvarmn þéímmun hetur. '*
„Ég fer heim með jákvæðu
hugarfari og er reiðubúin
að vinna mikið”
—rætt við Þóru Frfðu Sæmundsdóttur pfanóieikara
fímm breytingar
og þá aðallega með söngvurum. Ég
lék með íslensku hljómsveitinni
sem því miður er búin að gefa upp
öndina. í henni var hópur tónlistar-
manna sem nýlega hafði lokið námi.
Viö vorum undir handleiðslu Guð-
mundar Emilssonar, þáverandi tón-
listarstjóra Ríkisútvarpsins."
Hefur ekki orðið mikil breyting í
tónlistarlifi íslendinga á þessum
árum?
„Jú, það hefur orðið gífurleg
breyting. Ég myndi segja að í dag
væri þetta eins og i stórri heims-
borg. Ég dvaldi um skeið í London
fyrir tveimur árum og þegar ég ber
það saman þá er ótrúlegt framboð
hérna miðað við fólksfjölda."
Geturðu ímyndað þér af hverju
það er?
„Áhugi fólks á menningu er mik-
ill og einkaframtakið er svo sterkt.
Þeir sem vilja haida tónleika panta
bara sal, æfa og halda tónleika. Það
er ekki svo auðvelt að komast að
úti.“
Þú hefur aldrei ætlað að fara út
aftur?
DV-mynd
„Ég fór til London árið 1995. Þá
hafði ég starfað hér á landi í 11 ár
og var orðin þyrst í stórborgarbrag.
Ég fékk því hálfs árs laun úr endur-
menntunarsjóði og dvaldi í
London."
Er það lítill munur á Reykjavík
og London að það skipti ekki máli
hvar þú ert?
„Nei, ég segi það nú ekki. Fram-
boðið hérna er ótrúlega mikið og
hægt er að fara á tónleika og leik-
sýningu á hverjum degi sem var
ekki árið 1984. Munurinn á því sem
tíðkast núna og því sem tíðkaðist
þegar ég var í námi er mikill. Þá var
algjör viðburður að komast á tón-
leika. Þeir voru &-8 sinnum á vetri
en núna er stórviðburður í raun
hvenær sem er.“
Ertu enn með jákvætt hugarfar
og reiðubúin að vinna mikið?
„Já, ég er það en auðvitað eru
breyttir tímar. Ég vildi gjarnan fara
að minnka vinnuna. Þessi tími hef-
ur verið mjög skemmtilegur og ég
sé ekki eftir honum þó að mikill
tími hafi farið í tónlistina." -sm
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefur fimm atriöum ver-
ið breytt. Finnir þú þessi fimm at-
riði skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að tveimur
vikum liönum birtum við nöfn
sigurvegaranna.
1. verðlaun:
Tasco 7x50 sjónauki frá
Sjónvarpsmiðstöðinni,
Síðumúla 2,
að verðmæti kr. 6.900.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur að verðmæti
kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og
Kólibrísúpan eftir David Parry og
Patrick Withrow.
Vinningarnir verða sendir heinu
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm
breytingar? 511
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 511
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir getraun
númer 508 eru:
1. verðlaun:
Anna A. Halldórsdóttir,
Skjólbraut 9,
200 Kópavogi.
2. verðlaun:
Kristín M. Eggertsdóttir,
Starengi 28,
112 Reykjavík.
METSOLUBÆKUR
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
L Danielle Steel: The Long Road Home.
2. Jeffrey Archer: The Eleventh
Commandment.
3. Nick Hornby: About a Boy.
4. Lesley Pearse: Charlie.
5. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams.
6. Catherine Cookson: The Solace of Sin.
7. John Grisham: The Street Lawyer.
8. Joanna Trollope: Other People's
Children.
9. Barbara Vine: The Chimney Sweeper’s
Boy.
10. Anne Tyler: A Patchwork Planet.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
L Blll Bryson: Notes from a Small Island.
2. John Gray: Men Are from Mars, Women
Are from Venus.
3. Ted Hughes: Birthday Letters.
4. John Gray: How to Get What You Want
and Want What You Have.
5. Frank Mccourt: Angela's Ashes.
6. Lillian Too: The Little Book of Feng
Shui.
7. Peter Ackroyd: The Life of Thomas
More.
8. Bill Bryson: Neither Here Nor There.
9. Rohan Candappa: The Little Book of
Wrong Shui.
10. Bill Gates: Business @ the Speed of
Thought.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
L Wilbur Smith: Monsoon.
2. John Grisham: The Testament.
3. Bernard Cornwell: Sharpe's Fortress.
4. Vlkram Seth: An Equal Music.
5. Danielle Steel: Bittersweet.
6. John le Carré: Single & Single.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Germaine Greer: The Whole Woman.
2. Lacey & Danzlger: The Year 1000.
3. Andrew Morton: Monica's Story.
4. Michael Smith: Station X.
5. Matt Groening: Bart Simpson's Gulde
to Life.
6. Monty Roberts: Shy Boy.
(Byggt á The Sunday Times)
BANDARIKIN
SKALDSOGUR - KIUUR:
1. Bemhard Schlink: The Reader.
2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha.
3. Alice McDermott: Charming Billy.
4. Blllie Letts: Where the Heart Is.
5. Rebecca Wells: Divine Secret of the Ya-
Ya Sisterhood.
6. Nora Roberts: The MacGregors: Daniel
and lan.
7. J.D. Robb: Conspiracy in Death.
8. Chris Bohjalan: Midwives.
9. Anne Tyler. A Patchwork Planet.
10. John Grisham: The Street Lawyer.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Robert C. Atkins: Dr. Atkin's New Diet
Revolution.
2. Nuala 0'Faolain: Are You Somebody?
3. Edward Ball: Slaves in the Family.
4. lynla Vanzant: One Day My Soul Just
Opened Up.
5. Elsenberg, Markoff & Hathaway: What
to Expect When You're Expecting.
6. Daniel Goleman: Emotlonal
Intelligence.
7. Canfield o. fl.: Chicken Soup for the
Teenage Soul II.
8. Richard Carlson: Don’t Sweat the
Small Stuff...
9. James McBride: The Color of Water.
10. Canfield o. fi.: Chicken Soup for the
Couple’s Soul.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. -John Grlsham: The Testament.
2. E. Lynn Harris: Abide With Me.
3. Maeve Binchy: Tara Road.
4. Thomas Berger: The Return of Little
Big Man.
5. Anne Rice: Vittorio the Vampire.
INNBUNDIN RITALM.EÐLIS:
1. George Stephanopoulos: All Too
Human: A Political Education.
2. Tom Brokaw: The Greatest Generation.
3. Andrew Morton: Monica's Story.
4. lyanla Vanzant: Yesterday, I Cried.
5. Sontag & Drew: Blind Man's Bluff.
(Byggt á The Washlngton Post)