Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
67
|Myndband vikunnar |Apt Pupil
Aðdráttarafl hins andstyggilega
K. '
Rithöfundurinn Joseph Conrad
fjallar í bók sinni, Heart of Dark-
ness, um það sem hann nefnir sjálf-
ur aðdráttarafl hins andstyggilega.
Þaðer þema sem fjölmargir aðrir rit-
höfundar hafa tekið fyrir líkt og Ro-
bert Louis Stevenson í Dr Jekyll
and Mr Hyde, Oscar Wilde i The
Picture of Dorian Gray og William
Golding í Lord of the Flies. Þetta er
efniviður sem á ef til vill betur
heima í textaformi en á tjaldinu og
kann það að skýra rýrð vitsmuna-
legrar umfjöllunar kvikmynda á
þeim óhugnaði sem þær búa oft yfir.
Það breytir þó ekki því að fyrr-
nefndar skáldsögur hafa allar verið
aðlagaðar kvikmyndaforminu og
það oftar en einu sinni.
Úrvinnsla þemasins í verkum
samtímahöfunda á borð við Brett
Easton Ellis og Stephen King rata
einnig á kvikmyndatjaldið. Að vísu
tóku framleiðendur nýjustu aðlög-
unar Kings, Apt Pupil, þá einkenni-
legu ákvörðun að sýna hana ekki í
kvikmyndahúsum hérlendis. Er það
ekki síst við slíkar aðstæður sem
myndbandstækið kemur í góðar
þarfir. Sjálf myndin
fjallar um Todd Bowden
(Brad Renfro) sem er
einkar áhugasamur um
athafnir nasista í seinni
heimsstyrjöldinni. Hann
kemst að því að ná-
granni hans, að nafni
Kurt Dussander (Ian
McKelIen), er fyrrver-
andi stríðsglæpamaður.
í stað þess að segja til
hans krefst hann þess að
fá að heyra um grimmd-
arverkin „beint í æð“.
Þar með er hafin mikil
valdabarátta á milli
Nasistinn og áhugasamur hlustandi.
verkum sínum.
þeirra tveggja sem
vekur upp gamlar
og andstyggilegar
kenndir.
Eftir hina öld-
ungis frábæru
kvikmynd, The
Usual Suspects,
lagði Bryan Singer
til atlögu við þetta
ögrandi verkefni
ásamt frábærum
leikarahóp (þótt
spuming sé hvort
valið á David
Schwimmer setji
ekki myndina úr
lan McKellan og Brad Renfro í hlut-
karakter). En því miður tekst þeim
ekki nægjanlega vel upp og meira
að segja hinn magnaði Ian McKellen
virðist á köflum utangátta í hlut-
verki sínu. Það breytir þó ekki því
að um áhugaverða kvikmynd er að
ræða sem veltir upp spumingum
um nasisma (og „mannlegt eðli“)
sem kunnustu helfarar-myndir
seinna ára, Schindler’s List og La
Vita e bella, horfa fram hjá.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri:
Bryan Singer. Aðalhlutverk: lan
McKellen og Brad Renfro. Banda-
rísk, 1998. Lengd: 107 mín. Bönn-
uð innan 16.
Björn Æ. Norðfjörð
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 NÝ j 1 Theres Somthing About Mary Skffan Gaman
2 1 2 Rush Hour Myndform Gaman
3 2 4 OutOfSight CIC Myndbönd Gaman
4 NÝ 1 KnockOff Myndform Spenna
5 3 i 5 Dr. Dolittle Skxfan Gaman
6 5 3 Halloween: H20 Skrfan Spenna
7 8 J 3 The Horse Whisperer SAM Myndbönd Drama
8 6 6 Blade Myndform Spenna
9 4 7 j The MaskOfZorro Skrfan Spenna
10 11 2 Whishmaster SAM Myndbönd Spenna
11 NÝ 1 í Savior Bergvík Spenna
12 7 8 Perfect Murder Wamer Myndir Spenna
13 10 2 DanceWithMe Skrfan Gaman
14 12 6 Small Soldiers CIC Myndbönd Gaman
15 9 5 Species 2 Wamer Myndir Spenna
16 15 8 Palmetto Wamer Myndir Spenna
17 17 8 Kissing A Fool Myndform Gaman
18 13 7 Odd Couple 2 CIC Myndbönd Gaman
19 18 5 Buffalo 66 Skrfan Gaman
20 20 2 General Skrfan Spenna
handritshöfunda. Sama ár lék hann
í tveimur stórmyndum; hasarmynd-
inni Con Air og Suðurríkjadrama
Clints Eastwoods, Midnight in the
Garden of Good and Evil. Enn frem-
ur léði hann rödd sína í teiknimynd-
ina Anastasia.
Síðasta ár var hins vegar frekar
rólegt hjá honum og hann lék að-
eins lítil hlutverk i þremur mynd-
um, Chicaco Cab, This Is My Father
og stríðsmynd Terence Malicks, The
Thin Red Line. 1999 virðist hins veg-
ar hugsanlega ætla að slá 1997 út því
hann er með mörg jám í eldinum.
Hann leikur aðalhlutverk í mynd
Stephens Frears eftir skáldsögu
Nicks Hombys, High Fidelity, og
sannsögulegri nomamynd Alans
Arkins, Arigo, ásamt því að skrifa
handritið að þeirri fýrmefndu og
framleiða þá síðarnefndu. Hann
leikur á móti Billy Bob Thomton í
mynd Mikes Newells, Pushing Tin,
um tvo flugumferðarstjóra sem met-
ast um hvor sé meira karlmenni. Þá
leikur hann með Cameron Diaz og
John Malkovich í athyglisverðri
mynd um mann sem uppgötvar dyr
á skrifstofú sinni sem liggja inn í
hugarheim leikarans Johns Mal-
kovich. Hann leikur með bróður
sínum, Bill Cusack, í sjónvarps-
vestra eftir handriti foður síns, The
Jack Bull. Loks leikur hann auka-
hlutverk í mynd Tims Robbins, The
Cradle Will Rock, ásamt mörgum
þekktum leikumm, svo sem systur
sinni, Joan Cusack, Bill Murray,
Vanessu Redgrave, Susan Sar-
andon, John Turturro og Emily
Watson. -PJ
John Cusack ásamt Minnie Driver í Grosse Pointe Blank.
Nokkrar af myndum Johns Cusacks
Grosse Pointe Blank.
The Sure Thing \m
★' , John Cusack gefur tóninn í
fyrsta stóra hlutverkinu. Hann er
partídýr sem þarf að gera upp á
milli ástarinnar og kynlífs með
viljugri fegurðardís. Þokkaleg ung-
lingamynd.
OneCrazy Summer (1986)
★★ . Önnur mynd Cusacks með
Savage Steve Holland. Hefur sömu
kosti og sú fyrri en lengra liður á
miih góðra atriða sem sum hver eru
sprenghlægileg (sagan Goldwaith af
feita stráknum er einn af hápunkt-
um myndarinnar). Bobcat
Goldthwait er frábær. Demi Moore
er ömurleg.
SayAnything...(i989)
★★> Unglingamynd meö meiri
áherslu á dramatíkina en grínið.
Ástarsaga og þroskasaga. Cusack
verður ástfanginn
af gáfaðri stelpu
sem er á leið til
Englands á skóla-
styrk og faðir henn-
ar er ekki hrifinn af
stráknum.
The Grifters
(1990)
★★★i Metnaðar-
full og athygiisverð
mynd, byggð á sögu Jims Thomp-
sons um mæðgin sem stunda smá-
svindl. Anjehca Huston og Annette
Bening voru tilnefhd th óskarsverð-
launa fyrir leik, Stephen Frears fyr-
ir leikstjóm og Donald E. Westlake
fyrir handritið.
Bullets over Broadway (1994)
Hæfheikalítið leikskáld þarf
á hjálp mafíósa að halda th að koma
leikverki sínu á fjalirnar. John
Cusack fer með aðaihlutverkið í
annarri af tveimur bestu myndum
Woodys Ahens á áratugnum og
hermir ahnákvæmlega eftir leiksth
leikstjórans.
City Hall (1996)
★★ Cusack með A1 Pacino í póli-
tísku drama, þar sem hann leikur
aðstoðarmann borgarstjóra og verð-
ur að velja á mihi húsbóndahohust-
unnar og samviskunnar.
Grosse Pointe Blank m
★★★★Kolsvört kómedía og alveg
hreint yndisleg mynd um leigumorð-
ingja sem fer í tíu ára útskriftaraf-
mæli i gamla skólanum og hittir þar
gömlu kærustuna sem hann stakk af
frá á lokabahinu og hefúr ekki sést
síðan. John Cusack hefur aldrei ver-
ið betri og systir hans skilar frá-
bærri frammistöðu í aukahlutverki.
Midnight in the Gardenof
Good and Evil m
★★★ Clint Eastwood leikstýrir
John Cusack og Kevin Spacy í mynd
um undarlegt fólk og undarlega at-
buröi i Suðurríkjabæ. Cusack og
Spacy standa sig vel í aðalhlutverk-
unum en senuþjófurinn er drag-
drottningin Lady Chablis. -PJ
Midnight In the Garden of Good
and Evil