Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 18
18 jfeygarðshornið LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 gurílífi Bréf Davíðs Guðmundur Andri Thorsson maður ekki fyrr en bréfið verður birt - sem er sjálfsögð og eðlileg krafa úr því sem komið er. Á séra Karl að svipta séra Örn hemp- unni? Á hann að veita honum áminningu? Og fyrir hvað þá? Þetta er afar forvitnilegt. En hvað sem það nú annars er sem séra Karl, yfirmaður séra Amar Bárðar, á nákvæmlega að gera þá fer ekki á milli mála til hvers er ætlast. Séra Örn Bárður skal'ekki gera svona aftur. Né aðr- ir. Þetta er með öðrum orðum ódul- búin tilraun til skoðanakúgunar. ****** Leiðist Davíð? Hefur hann eitt- hvaö lítið fyrir stafni? Getur verið að ástæða þessa furðulega upp- hlaups sé að hann hefur kosið að eiga ekki orðastað við stjómarand- stæðinga í þessari kosningabar- áttu en þarf að skeyta skapi sinu á einu prestkomi í staðinn? Em það virkilega svona vald- stjómendur sem íslendingar vilja? Frétt var í Degi í gær af sér- kennilegum tiltektum forsætisráð- herra. Samkvæmt henni mun hann hafa ritað biskupi íslands bréf þar sem hann lét að sögn í ljós óánægju með smásögu eftir séra Öm Bárð Jónsson sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins. Öm starfar eins og tit- illinn gefur til kynna innan vé- banda Þjóðkirkjunnar. Þetta var ádeilusaga um græðgi íslendinga og rangt verðmætamat þegar pen- ingahyggja er látin ráða ferðinni í samskiptum við náttúru landsins, tilhneigingar í samtímanum leidd- ar út í sínar röklegu ógöngur, sem er klassískt bragð höfunda. í sög- unni er dæmigerður íslenskur lukkuriddari sem kallar sig at- hafnamann látinn telja ríkisstjórn, borgarstjóra og þjóðinni allri trú um að snjallræði sé að selja Esjuna til Evrópu, og allt endar það vita- skuld með ósköpum. Myndskreyt- ing fylgir sögunni þar sem Davíð Oddsson er auögreindur sem nokk- urs konar persónugervingur ís- lenskra stjórnvalda. í sögunni er hins vegar hvergi sneitt að honum, hvorki persónulega né sem ráð- herra. Bréf forsætisráðherra til biskups er sagt vera ritað á bréfsefni forsæt- isráðuneytisins. í frétt Dags neitar séra Karl Sigurbjörnsson biskup að tjá sig um málið, en hann er sam- kvæmt öðrum heimildum blaðsins sagður hafa svarað bréfi ráðherr- ans. Æskilegt væri að þetta mál kæm- ist af stigi orðróms óg óstaðfestra fregna því að sé fréttin sönn þá er þarna um að ræða framferði hjá forsætisráðherra sem full ástæða er fyrir þjóðina að vita um. Þótt málið og loddara, og þar með látið liggja að þeirri svívirðilegu aðdróttun að hann - Davíð Oddsson - myndi nokkurn tímann tcika í mál að sjálf Esjan yrði seld til útlanda. Allt hans starf er þannig afbakað á ræt- inn máta, allt sem hann hefur gert til þjóðþrifa dregið niður í svaðið, á ósmekklegan og einstaklega óprestlegan hátt. Það er svo misjafnt hvernig menn upplifa sjálfa sig. Og í sjálfu sér er það alls ekki óeðlilegt að ráðherranum skyldi mislíka sagan - það sýnir kannski viðkvæma lund og heitt hjarta. Og heldur ekkert við því að segja að hann láti óánægju sína í ljós með einhverj- um hætti.. Hann gæti ritað grein í Morgunblaðið þar sem hann and- mælir því að hann hafi í hyggju að selja Esjuna; hann gæti kvartað við ritstjóm blaðsins yflr því að birta slíkan ósóma; hann gæti jafn- vel sent höfundi sögunnar orð- sendingu þar sem hann léti i ljós vanþóknun sína, eða kannski frek- ar þeim Andrési sem merkt hefur sér myndina sem fylgir sögunni, því Davíð er aldrei nafngreindur i sjálfum textanum. Slik viðbrögð yrðu að vísu alltaf kjánaleg, en þó ásættanleg. Það sem hann gerir hins vegar - sé fréttin í Degi sönn - er að hann færir málið á opinbert plan, sem er með hreinum ólíkindum. Sem einn æðsti embættismaður þjóðarinnar ber hann fram formlega kvörtun við annan afl æðstu embættis- mönnum þjóðarinnar, og kvartar yfir framferði undirmanns hins. Því framferði að skrifa smásögu. Nú veit maður ekki til hvers hann ætlast af biskupi. Það veit virðist að sönnu ekki stórvægilegt þá er það vissulega nokkur vitnis- burður um það hvernig ráðherrann kýs að fara með vald sitt. ingarfrelsi þeirra og atvinnuöryggi. Úr því að málið er komið í blöðin ætti ráðherrann að minnsta kosti að sjá sóma sinn i að leiða okkur Oft hefur maður heyrt orðasveim um tilhneigingar hjá honum: menn hafa hvíslað um heiftrækni og lang- rækni og misbeitingu valds - „en berðu mig ekki fyrir því“. Allir muna tilraun ráðherrans til að skjóta fréttastofu sjónvarps skelk í bringu sem bar góðan árangur, og fleiri slík mál hafa komið upp sem sýna frámunalegt ráðriki en bréfa- skriftfr ráðherrans út af svo af- dráttarlausu smámáli benda hins vegar til þess að ranghugmyndir hans um valdsvið sitt geti reynst þegnum landsins hættulegar, tján- fyrir sjónir hvaða nauðsyn bar til þess að kvarta við sjálfan biskup ís- lands yfir smásögu í Lesbók Morg- unblaðsins. ****** Nú kynni að hvarfla að einhverj- um að það sé ekkert að því að ráð- herra finni að því að saga sem þessi birtist, enda um að ræða háðsádeilu á einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar, og hann sýnd- ur á mynd með glas í hendi að skála við einhvem ævintýramann Dagur í lífi Bjarneyjar Þóru Hafþórsdóttur, fegurðardrottningar Norðurlands: Árstíó feguröardrottninga er runnin upp. Fallegasta kvenfólk landsins byrjar aö œfa sig aö ganga rétt og koma vel fram. Þær keppa hver í sínum landshluta og sumar gráta af gleöi en aörar gráta. Þœr sem sigra hafa ekki lok- iö keppni því aó þœr halda áfram á göngunni til titilsins feguröar- drottning íslands. Og ein vinnur. Ein þeirra sem hlotiö hafa titil- inn ungfrú Eitthvertland að und- anfömu er Bjamey Þóra Hafþórs- dóttir, sem var kjörin ungfrú Norðurland fyrir viku. Hún á, þrátt fyrir titilinn, rætur að rekja til Austurlands. Hún segir að Norðlendingar séu sáttir við að stúlka úr öðru kjördæmi hreppi hnossið. Bjamey er í Menntaskól- anum á Akureyri og prófin eru ekki fyrr en á versta tíma, í lok maí, á sama tíma og Fegurðarsam- keppni íslands verður haldin. Bjamey leyfði okkur að kíkja í dagbókina sína daginn sem hún var kjörin ungfrú Norðurland á Akureyri. -sm Frekar stressuð Þegar ég vaknaði föstudags- morguninn níunda apríl, daginn sem höföum undirbúið okkur fyr- ir síðustu sjö vikur, var ég frekar stressuð. Klukkan var níu og ég byrjaöi á að fara í sturtu því að við áttum að hitta dómnefndina eftir klukkutíma. Fyrir dómarana gengum við um á bikiníum. Dómnefndin tók síðan stutt viðtal við okkur. Allt tók þetta sinn tíma. Ég náði að skjót- ast heim áður en ég átti að mæta í greiðslu fyrir kvöldið. Þegar því var lokið var komið að næsta þætti, förðuninni. Stóra stundin Förðuninni lauk þegar klukk- an var orðin rúmlega fjögur. Þá tók við bið: Ég þurfti að bíða nánast alveg tilbúin, alveg þar til um kvöldið. Þegar ég kom heim var fjölskyldan komin alla leið frá Vopnafirði. Hún var önnum kafin við að taka sig til fyrir kvöldið. Ég notaði þennan tíma til að aðstoða mömmu og systur mína við að taka sig til. Tíminn var því mjög fljótur að liða. Svo var komið að því; keppnin var að byrja. Það gekk allt upp hjá okkur stelpunum. Engin datt á þessum hræðilegu pinnahæl- um, allt fór eins og við höfðum æft og okkur tókst vel upp. Það eftirminnilegasta við dag- inn var auðvitað stóra stundin, krýningin sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.