Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGAKDAGUR 17. APRÍL 1999 sakamál var þá spurð hvað fengi hana til að halda það. Svar hennar var á þá leið að Ingeborg hefði kvartað undan því við sig og aðrar grann- konur að dóttursonur hennar, Steffen, sýndi sér hörku og grimm- lyndi. Þannig hefði hún eitt sinn sagt sér að hann hefði rekið henni kinnhest og þá hefði henni komið til hugar að gera hann arflausan. hafði honum mistekist að koma henni fyrir kattarnef. Hann yrði því að fara öðruvísi að næst. Hann gekk fram á gang og út úr húsinu, fór út í verkfæraskúr og sótti jámstöng. Með hana fór hann inn í húsið og niður hin níu þrep kjallarastigans. Er hann kom að ömmu sinni fór hann að berja hana með að sér við að sjá hvemig amma hans leit út. í brunninn Steffen bar líkið í teppinu upp kjaUarastigann, fram ganginn, út úr húsinu og að gömlum brunni. Hann var fyrir löngu uppþornað- ur, en dýptin var um þrír metrar. Fyrir réttinum kom fram sú spuming hvort verið gæti að Inge- borg Nicht hefði enn verið með lifsmarki þegar dóttursonur henn- ar kastaði teppinu í brunninn. Réttarlæknarnir sem fram- kvæmdu líkskoðunina gátu ekki sagt til um það, þvi þeir fengu lík- ið ekki í hendur fyrr en það löngu síðar að engin leið var fyrir þá að segja af eða á. Þegar Steffen hafði kastað tepp- inu með ömmu hans í brunninn fór hann að huga að því hvað hann ætti að gera við morðvopn- ið, stöngina. Beckwitz stendur við fljótið Elbe, og niðurstaðan af hugleiðingum hans varð sú að áin myndi best geyma hana. Hann gekk því niður á ár- bakka og kastaði henni í fljót- ið. Til lögreglunnar Tilgangur Steffens með morðinu var að tryggja að hann fengi hús ömmu sinnar í arf. Til að svo mætti verða þurfti að úr- skurða hana látna og því fór hann á fund lögregl- unnar og tilkynnti að amma hans væri horfin. Tekin var niður lýsing á gömlu konunni og honum sagt að svipast yrði um eftir henni. Niu dögum síðar hafði leitin að Ingeborg Nicht engan árangur bor- ið. Þá hafði það hins vegar spurst út að hún væri horfin og þótti ýmsum ljóst að eitthvað undar- legt hefði gerst, því Ingeborg hafði verið heimakær kona og Ástæða kemur fram Þungur dómur Er málið kom fyrir rétt voru allmörg vitni leidd fram, þar á meðal réttarlæknarnir. Báru þeir að likið af Ingeborg Nicht hefði verið iila leik- ið, beinbrot og áverkar margir. Reyndar var listi læknanna yfir niðurstöður rannsóknar þeirra svo lang- ur að það tók stundarfjórðung að lesa hann allan. Stefifen Köhler sýndi lítil svip- brigði í réttarsalnum. Honum mátti vera ljóst frá upphafi að hann yrði fundinn sekur, en allt bendir til þess að hann hafi ekki Hrint niður stiga Þennan dag ætlaði Ingeborg nið- ur í kjallara hússins. Steffen gekk á eftir henni að stiganum og þeg- ar hún var komin í efsta þrepið gekk hann hratt aftan að henni og hrinti henni niður stigann. Svo beið hann til að sjá hvort það yrðu ekki endalok hennar eins og hann hafði búist við. Eftir að hún hafði legið á kjall- ara- Nokkru eftir að hann skildi dó móðir hans. Enn á ný huggaði amman dóttursoninn, Steffen Köhler. Hún taldi í hann kjark sem fyrr og gekk reyndar enn lengra. Hún sagði honum að hann myndi að henni genginni erfa litla húsið sem hann hafði búið í næstum alla sína ævi. Amman, Ingeborg Nicht, sagðist skyldu sjá til þess að rétt yrði frá öllu geng- ið. Hún gerði því boð fyrir lög- mann og lét hann ganga frá erfða- skrá með ákvæði um að húsið yrði Steffens. Það eina sem hún fór fram á sér til handa var að gengið yrði frá yfirlýsingu um að hún fengi að búa í húsinu svo lengi sem hún lifði. Steffen var glaður og það var amma hans líka. Hún vissi að dóttursonur hennar var hand- laginn og þvi myndi hann geta séð um viðhald á húsinu. Þannig myndi hún spara sér útgjöld. Það fé sem hún myndi þannig spara sér hugðist hún síðar láta ganga til dóttursonarins. Fyrir rétt Fyrir nokkru kom Steffen Köhler fyrir rétt, sakaður um að hafa ráðið ömmu sinni bana. For- sagan er ekki skemmtileg. Inge- borg Nicht, sem varð sjötug, dó skelfilegum dauðdaga. Steffen hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann yrði að ryðja henni úr vegi því hætta væri á því að hún gerði hann arflausan og hann stæði uppi húsnæðislaus og félít- ill. Atburðurinn gerðist í litla hús- inu í Beckwitz við Elbe í Saxlandi í Þýsklandi síðasta mánudaginn í desember 1997. Eins og fyrri ár hafði Steffen haldið jólin með ömmu sinni og að vanda hafði hún gólf- inu í smá- stund sneri hún sér að honum og reyndi að skríða að stiganum. „Hvað kom fyrir?“ spurði hún. „Hrintir þú mér?“ Augun lýstu furðu því hún gat ekki gert sér í hugarlund að dóttursonur hennar gæti gert henni slíkt. Svo rétti hún fram höndina í von um að hann hjálpaði henni á fætur. En Steffen hjálpaði henni ekki. Hann beið eftir því að amma Grannkonan sem kom til lög- reglunnar færði þeim sem með rannsókn málsins fóru ástæðu til að taka það nýjum tökum. Fram var komið að Steffen gæti hafa haft hagsmuna að gæta með því að koma ömmu sinni fyrir kattarnef. Var nú tekið að yfirheyra þá sem til hans þekktu með það í huga að fá fram hvort grannkonan hefði rétt fyrir sér um að hann væri í raun grimmlyndur maður sem gæti hafa myrt ömmu sína. Fyrrverandi eiginkona Steffens var ein þeirra kvenna sem yfir- heyrð var. Hún sagði að meginá- stæðan til þess að hún hefði skilið við hann væri sú að hann hefði sýnt henni hörku í hjónabandinu og sagði að i raun væri hann hald- inn ofbeldishneigð. Hann hafði alltaf fengið það sem hann vanhagaði um frá ömmu sinni. Hún tók við honum ungum og sá um hann á æskuárunum af því móðir hans ákvað að ganga í kennaraskóla. Á unglingsárunum sá amma hans einnig um hann af þvi móðir hans gat ekki tekið hann til sín. Þar kom að hann sagðist ætla að verða rafmagnsmaður. Þá bauðst amma hans til þess að styrkja hann til námsins. Og síð- ar, þegar hann varð ástfanginn og ákvað að kvænast, var það amma hans sem hélt brúð- kaupsveisluna. Þegar í ljós kom svo síðar að hjónabandið myndi ekki endast var það amma hans sem huggaði hann. „Sýndu styrk," sagði hún, „og borgaðu það sem þú þarft að borga vegna skilnaðarins. Hafðu ekki áhyggjur af peningamálun- um. Þú munt aldrei líða skort hjá mér.“ Fyrirheit um örugga framtíð Leitin hert Lögreglan tók nú málið fóstum tökum. En ljóst var að meginfor- senda þess að Steffen yrði sóttur til saka fyrir að hafa myrt ömmu sína, hefði hann þá gert það, væri sú að líkið fyndist. Og nákvæm leit í og við litla húsið leiddi loks til þess að það fannst í brunnin- um. Eitt af þvi sem fékk lögreglu- mennina til að leita í honum var sterk bensínlykt sem barst úr honum. Við yfirheyrslu yfir Steffen kom fram að hann hafði hellt bensíni niður í brunninn því hann hafði ætlað sér að brenna líkið til að þurrka út öll spor. En hann hafði frestað því þar eð leit stóð yfir nærri brunninum. Líkið í hrunninum gefið honum margar gjafir. Eng- inn veit af hverju hann beið með að hrinda fyrirætlun sinni í fram- kvæmd fram yfír jól. Sumir ganga svo langt að segja að hann hafi viljað fá gjafirnar en aðrir eru þeirrar skoðunar að þrátt fyrir þá grimmd sem hann átti eftir að sýna hafi hann ekki viljað ganga til verks sjálfa jóladagana. En hver svo sem skýringin kann að vera beið hann fram til 29. desember. hans kæmi upp stigann. Þá hrinti hann henni aftur af krafti, þannig að hún steyptist enn á ný niður stigann. í þetta skipti fékk hún slæma áverka og stundi af kvölum þar sem hún lá á kjallaragólfinu. Greip til annars ráðs Um hríð stóð dóttursonurinn efst í stiganum og virti ömmu sína fyrir sér. Honum var ljóst að í annað sinn stönginni. Og hann hélt áfram að beija þar til hann taldi að hún væri öll. Þegar Steffen faldi sig hafa lokið ætlunarverki sínu fór hann að huga að því að koma líkinu úr húsinu. Það mátti auðvitað ekki sjást og því fór hann og sótti teppi. I það vafði hann líkið, en áður hafði hann sett plastpoka yfir hluta þess svo blóð rynni ekki úr teppinu. Er hann ræddi þennan þátt fyrir rétti sagði hann að ógleði hefði sett ólíklegt að hún hefði skyndilega ákveðið að láta sig hverfa. Annað- hvort hefði hún veikst einhvers staðar þar sem hún hefði verið á ferð eða þá að henni hefði verið gert mein. Einn nágrannanna, kona, fékk miklar grunsemdir um að Inge- borg hefði verið ráðinn bani, og grunur hennar beindist að Steffen. Hún hélt því á fund lögreglunnar og sagðist telja að ekki væri um hvarf að ræða heldur morð. Hún verið undir það búinn að heyra lífstíðardóm kveðinn upp yfir sér, en saksóknarinn, Klaus Schúddekopf, hafði farið fram á þunga refsingu. Steffen Köhler fór að gráta er hann heyrði dóminn. Að lokinni dómsuppkvaðingu sagði einn þeirra sem fylgst höfðu með réttarhaldinu að enn einu sinni hefði sannast hið gamla spakmæli, sem er á þá leið að sjaldan launi kálfurinn ofeldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.