Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 4
fréttir LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 Hafdís Huld söngkona rekin úr GusGus: Beðin um að skrökva einhverju fallegu Hafdís Huld söngkona hefur verið rekin úr GusGus flokknum. GusGus sendi einmitt frá sér hljómplötuna This Is Normal nú fyrir skemmstu, þar sem Hafdís syngur ásamt fleir- um. Hún sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún sagði meðal ann- ars: „í haust gerðist það að mér var boðið aðalhlutverk í söngleiknum Rent í Þjóðleikhúsinu. Fram- kvæmdastjóri GusGus tók það að sér að samræma starf mitt við Þjóö- leikhúsið svo ekki yrðu árekstrar. í janúar sl. sá ég á Internetinu að búið var að setja tónleika með GusGus á sama tíma og frumsýning Rent var fyrirhuguð. Aðspurður hverju þetta sætti, svaraði fram- kvæmdastjórinn að ég yrði að hætta við Rent vegna tónleikanna. Eftir mikið þóf féllst ég loks á að afsala mér hlutverkinu í Þjóðleikhús- inu, þó mér væri óljúft að svíkja leikhúsið, sem ég vildi ekki skaða á neinn hátt, fremur en ég vildi á engan hátt skaða GusGus. Mér kom það því eins og þruma úr heiðskíru lofti nú fyrir skömmu þegar mér voru færð þau boð að ég væri rekin úr hljómsveitinni og von væri á bréfi frá lögfræðingi þar um næstu daga. Þessi ótrúlega frétt hefur nú loks í dag, þremur vik- um seinna, verið staðfest við mig persónulega af hljómsveitarmeð- limum. Jafnframt var ég beðin um að skrökva einhveiju fallegu um ástæður þess að ég hætti.“ GusGus flokkurinn, sem nú er orðinn fjögurra ára gamall og á Söngkonan Hafdfs Huld á tónleikum Fleira veit sá er reynir. Hann kom sér í sjálfheldu ökuþórinn sem drekkti gröfunni sinni í Arnarnesvogi í gær. Hann var að hreinsa beltin á gröfunní með því að keyra úti í sjó á meðan flæddi að. DV-mynd S Náðist í nýju skónum Tveir karlmenn reyndu í hádeg- inu í gær að pretta verslunina Smash á Laugaveginum. Þeir völdu sér tvö skópör samtals að verðmæti 12 þúsund krónur og hugðust borga fyrir þau með falsaðri ávisun. Starfsfólk verslunarinnar áttaði sig á því að um fólsun var að ræöa. Það náði taki á öðrum þeirra og var hann handtekinn skömmu seinna. Hinn slapp hlaupandi út úr búðinni með skópar. Þetta var hins vegar stutt gaman því að einungis tveim- ur tímum síðar náði lögreglan hon- um þar sem hann var á Grettisgöt- unni að spóka sig í sólinni á nýju skónum. -hvs Stjórn íslensku óperunnar réð í gær Bjarna Daníelsson sem framkvæmdastjóra Islensku óperunnar og Gerrit Schuil sem listrænan stjórnanda og aðalhljómsveitarstjóra. Garðar Cortes hverfur nú frá íslensku óperunni. Þeir þremenningar innsigluðu ráðningarnar með handtaki í gær. DV-mynd Hilmar Þór Tal kaupir Islandia Internet Forsvarsmenn Tals og íslenska útvarpsfélagsins tilkynntu á blaða- mannafundi í gær kaup Tals á Is- landia Internet. Mun starfsemi fyr- irtækisins fljótlega flytjast inn í Tal. íslenska útvarpsfélagið á þriðjungs hlut í Tali og er það trú fyrirtækjanna að framtíðarstarf- semi Islandia sé best komin í þess- um nýja farvegi. Tal hefur náð góðum árangri á fyrsta starfsári sínu og hefur nú um 20% hlutdeild á GSM-markaðinum. Islandia Internet er eitt stærsta intemetfyr- irtækið á íslandi, með ríflega 20% markaðshlutdeild á einstaklings- markaði. Kaupverð var ekki gefið upp. Tölvur og símar verða eitt „Við ætlum okkur forystu í þró- un á þráðlausum fjarskiptum, ekki bara símtölum heldur líka gagna- vinnslu. Það eru 150 milljónir GSM-notenda í heiminum. Spáin er að innan tveggja ára verði þessi tala komin upp í hálfan milljarð. Þá er fjöldi GSM-símtækja orðinn meiri heldur en línutengdra slma. Eina greinin í heiminum sem er í vexti álíkum þessum er Intemet- og tölvuþjónusta. Með nýrri tækni og nýjum símtækjum þá em þess- ar tvær greinar að renna saman í eitt. Símtæki verður að lítilli tölvu og litlar tölvur eru með síma- módemi. Það eru neytendurnir sem búa til þörfina. Aukinn gagna- flutningur með GSM er það sem heimurinn kallar á,“ segir Þórólf- ur Árnason, forstjóri Tals. Framtíðin er í þráðlausum fjarskiptum Ljóst er að samþætting GSM og Intemets mun aukast gífurlega í náinni framtíð og er tækniþróunin í þessum geira mun örari en menn óraði fyrir. Ástæöa íslenska út- varpsfélagsins og Tals fyrir þess- ari eignarhaldsbreytingu er þrí- þætt: í fyrsta lagi að koma í veg fyrir slíka skörun með því að draga ný skipulagsleg skil um starfsemina, í öðru lagi að ná fram hagræðingu og samlegðaráhrifum og í þriðja lagi að renna fleiri stoð- um undir vöxt og viðgang Tals. Ör þróun í gerð farsíma og ferðatölva býður upp á áður óþekkta möguleika. Nú þegar er hægt að beintengja ýmsar upplýs- ingaveitur fr á vefsíðum til farsíma og innan tíðar mun verða hægt að Hreggviður Jónsson útvarpsstjóri og Þórólfur Arnason, forstjóri Tals, kynntu kaupin í gær. DV-mynd Hilmar Þór flytja lifandi mynd í farsímakerf- um. Starfsfólk Islandia Intemets og Tals mun vinna sameiginlega að þessari þróun í framtíðinni. Tal hefur kynnt aukna möguleika GSM-kerfa til gagnasendinga með SMS-skilaboðum og tengingu við tvær hljómplötur að baki, er því einum manni færri og kemur það sér eflaust mjög illa, þar sem fyrir- huguð er löng tónleika- ferð. „Ég get staðfest þessar fregnir en lítið meira. Það era margar hliðar á þessu máli. Við gerðum henni fyllilega grein fyrir okkar ástæðum, þetta er per- sónulegt mál hljómsveit- armeðlima. Auðvitað kemur þetta sér illa fyrir okkur en við höfðum enga aðra kosti að okkar mati,“ sagði Baldur Stef- ánsson, framkvæmda- stjóri GusGus, í gær. -hvs heimasíður og tölvupóst, m.a. með samstarfi við Islandia Internet. Framtíðin í fjarskiptum mun byggjast á þráðlausum kerfum, ekki einungis í flutningi á símtöl- um, heldur einnig gagnaflutningi. -hvs Ný reynsla? Margir Sunnlendingar draga í efa að Árni Johnsen verði ráð- herra þótt hann hafi tekið í arf efsta sætið í kjördæminu af ráð- herra til fjölda ára og fyrram for- manni Sjálfstæðis- flokksins, Þor- steini Pálssyni. En næst á eftir ráðherraembætti kemur embætti þingforseta og sjá gárungamir það fyrir sér að 1 verði Árni for- seti Alþingis muni það leggja nýjar kvaðir á Áma og verða honum ný reynsla sem þingmaður - sem sé sú að sitja þingfundi... Vestmannaeyja- landafræði? Austur á Hvolsvefli hafa menn það í flimtingum að þegar þing- maður og frambjóðandi Samfylk- ingarinnar, Lúðvík Bergvins- son, predikaði í þingmanna- messu á Stórólfs- | hvoli við Hvols- völl á dögunum hafi lögfræöing- urinn og Vest- mannaeyingur- inn efnilegi klikkað í landa- fræðinni sinni og ávarpað messugesti al- úðlega með oröunum; „Ágætu Heflubúar..." Gein við gínu Eggert Haukdal berst nú fyrir aö öðlast aftur þingsæti og skipar efsta sætið á lista Frjálslynda flokksins í Suðurlandskjördæmi. Eggert er þekktur af að heilsa öll- um, hvort sem hann þekkir þá eða ekki - með orðunum sæll, sæll, eða sæl, sæl - enda verða þingmenn og frambjóðendur að vera duglegir við að heilsa fólki og minna á sig þegar kosningar eru á næsta leiti. Nú gengur sú saga um Suðurlandskjördæmi að Egg- ert hafi komið í fataverslun á Sel- fossi og heilsað þar fongulegri kaupkonu innivirðulega og lengi áður en það rann upp fyrir hon- um að viðkomandi var gerð úr plasti og höfð til að sýna þar fót... Gus gusugangur Sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi birtu nýja sjónvarps- auglýsingu sína í fyrrakvöld, bæði á Stöö 2 og í Sjónvarpinu. Auglýsingin er all sérstæð og lítt lík þeim auglýs- ingum sem flokkamir hafa hingað til sent frá sér í kosn- ingabarátt- unni. Fylgis- mönnum sjálf- Stæðismanna finnst hún vera nútímaleg, björt og gefa jákvæða ímynd og senda stutt og skýr skflaboð, en and- stæðingarnir láta sér hins vegar fátt um finnast og telja hana bannsettan gusugang. Auglýsing- unni er ætlað að tala til yngstu kjósendanna og ungs fjölskyldu- fólks, en til að gera hana fékk kosningastjóri sjálfstæðismanna á Reykjanesi, Pétur Rafnsson, fjöllistahópinn Gus Gus, sem kemur víða við í vitundariðnað- inum þessa dagana. Umsjón Stefán Ásgrimsson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.