Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 43
J3"V" LAUGARDAGUR 1. MAÍ1999 ™#n t i Fram undan... Maí 1. maí haup UFA (**) Hefst kl. 13.00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu i öllum flokkum og allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Útdráttarverðlaun. Skólakeppni. Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. 1. maí hlaup Fjölnis og Olís (***) Hefst kl. 14.00 við íþróttamið- stöðina Dalhúsum. Skráning frá kl. 12-13.45. Vegalengdir: 1,6 km og 10 km með tímatöku. Flokka- skipting bæði kyn: 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, 15-18 ára, 19 ára og eldri hlaupa (1,6 km), 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40 ára og eldri (10 km). Upplýsingar Jónína Ómarsdóttir i síma 899 2726 og Hreinn Ólafsson í síma 587 8152. 01. Vímuvamarhlaup Lions i Hafnarflrði (**) Hefst kl. 11.00 á Víðistaðatúni í Hafnarfírði. Skráning frá kl. 9.00 í skátaheimilinu við Víði- staðatún. Vegalengdir: 2,2 km og 4,5 km án tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening. Útdráttarverðlaun. All- ir þátttakendur fá frítt í sund daginn eftir hlaup í Suðurbæj- arlaug. Þátttökugjald 500 kr. Upplýsingar Bryndís Svavars- dóttir í síma 555 3880. 06. Flugleiðahlaup (**) Hefst kl. 19.00 við Hótel Loft- leiðir. Vegalengd: 7 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Sveitakeppni skokkklúbba. Skráning frá kl. 17.00. Upplýs- ingar Guðni Ingólfsson í síma 505 0300 og Dagur Egonsson í síma 505 0300. 9. Smárahlaup (**) Hefst kl. 13.00 við Smára- skóla. Vegalengdir: 2,5 km og 7 km með tímatöku. AUir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing og T-bol. Upplýsingar í Smáraskóla í síma 554 6100. 13. Breiðholtshlaup Leiknis (***) Hefst kl. 13.00 við sundlaugina í Austurbergi. Vegalengdir: 2 km án tímatöku og flokkaskiptingar, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri (2 km), 13-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri. Upplýsingar Ólafur I. Ólafsson i síma 557 9059 og Jóhann Úlfars- son i síma 587 2853. 15. Landsbankahlaup (**) Fer fram um land allt. Hefst kl. 13.00 í Laugardal. Rétt til þátttöku hafa böm fædd 1986, 1987, 1988 og 1989. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Skráning fer fram í útibú- um Landsbankans. 29. Neshlaup TKS (**) (Ath. - breytt tímasetning) Hefst kl. 11.00 við Sundlaug Seltjarnamess. Vegalengdir: 3,25 km án tímatöku og flokka- skiptingar, 7 km og 14 km með tímatöku. Flokkaskipting bæöi kyn: 16 ái'a og yngri (7 km), 17-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í öllum flokkum. Uppiýsingar Kristján Jóhannsson í síma 561 1594 og Svala Guðjónsdóttir í síma 561 1208. 30. Hólmadrangshlaup (**) Hefst kl. 14.00 við hafnarvog- ina á Hólmavík. Vegalengdir: 3 km án tímatöku og flokkaskipt- ingar, 10 km meö tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri, 17-39 ára, 40 ára og eldri. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki og allir sem ljúka keppni fá verðlauna- pening. Upplýsingar Matthías Lýðsson í síma 451 3393. Áður aðeins í tískublöðum Núfóonlegirí Gardone Fimmta Flugleiðahlaupið - fer fram fimmtudaginn 6. maí Fimmtudaginn 6. maí næstkom- andi fer fram fimmta Flugleiða- hlaupið og hefst það klukkan 19.00. Flugleiðahlaupið hefur frá upphafi (1995) verið eitt vinsælasta al- menningshlaup ársins, enda vel að allri skipulagningu staðið. Á síð- ustu tveimur árum hafa þátttak- endur verið rúmlega 400 talsins og það eru ekki mörg almennings- hlaup, utan Reykjavíkur maraþon, sem slá þeirri tölu við. Umsjón Isak Öm Sigurflsson Hlaupið fer fram að venju í kringum Reykjavíkurflugvöll. Hlaupið verður ræst við Loftleiða- hótelið og endar á upphafspunkti (sjá kort hér á síðunni). Skráning fer fram að Hótel Loftleiðum á hlaupadaginn frá klukkan 17.00 um daginn. Vegalengdin er 7 km og allir sem ljúka hlaupinu fá verð- launapening. Keppt verður bæði í flokki einstaklinga og sveitakeppni hópa. Skokkhópar, fyrirtæki, fjöl- skyldur og aðrir hópar geta mynd- að sveitir og hver hópur getur sent margar sveitir til keppni. Verð- laun verða veitt fyrir þrjár fyrstu sveitirnar. „Við erum með glæsileg útdrátt- arverðlaun til að höfða til almenn- ings. Fyrstu verðlaun eru tveir ferðavinningar fyrir tvo á Evrópu- leiðum Flugleiða," segir Guðni Ingvarsson, framkvæmdastjóri hlaupsins. „Önnur verðlaun eru tveir flug- farseðlar á leiðum Flugfélags ís- lands innanlands. Þriðju verðlaun Asics hlaupaskór frá Sérverslun Hlauparans í Kringlunni og fjórðu verðlaun gisting fyrir tvo 1 eina nótt með morgunverði á Hótel Loftleiðum. Fimmtu útdráttarverð- launin eru kvöldverður fyrir tvo í Lóninu á Hótel Loftleiðum og sjöttu verðlaun vörur frá Leppin sport, Frísport, Bláa lóninu og Jóni Bakan,“ segir Guðni. Margir af bestu hlaupurum landsins hafa spreytt sig á Flug- leiðahlaupinu. í hlaupinu í fyrra var sett met, bæði i karla- og kvennaflokki. Sveinn Margeirsson hljóp þá vegalengdina á tímanum 22:26 mínútum sem er frábær tími (rúmlega 3 minútur og 12 sekúnd- ur á hvern kílómetra að meðaltali). Martha Emtsdóttir settti þá met í kvennaflokki og hljóp á 25:17, en það nægði henni til fimmta sætis i hlaupinu í fyrra. Líklegt má telja að atlaga verði gerð að þessum metum í hlaupinu í ár. -ÍS 3. Heilsuhlaup Krabbameinsfé- lagsins (***) Hefst kl. 10.00 við hús Krabbameinsfélagsins, Skógar- hlíö 8. Vegalengdir: 2 km án tímatöku, 5 km og 10 kn með tímatöku. Hlaupið fer jafnframt fram á fleiri stöðum. Upplýsing- ar á skrifstofu Krabbameinsfé- lagsins i síma 562 1414. 3. Bændadagshlaup UMSE (**) Upplýsingar á skrifstofu UMSE í síma 462 4477. 6. Grindavíkurhlaup (**) Hefst kl. 10.00 við Sundmið- stöðina. Vegalengdir: 3,5 km án tímatöku og flokkaskiptingar og 10 km víðavangshlaup með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri konur, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Farandbikar fyrir fyrsta einstakling í karla- og kvennaflokki og verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Frítt í sund fyrir þá sem greiða þátttökúgjald. Upplýs- ingar gefur Ágústa Gísladóttir í síma 426 8206. 8. Mini-maraþon ÍR (**) Hefst kl. 19.00 við ÍR-heimilið við Skógarsel. Vegalengd: 4,2195 km (1/10 maraþon) með tíma- töku. Flokkaskipting ákveðin síðar. Upplýsingar Kjartan Árna- son í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. ocUuu/jjAejJl fíjJM átae^eu^ JtfataAtarfl JfelusM Sœll o /r) o /Jiuj’ /jjf> ru/sue/rujs. /i/ruijM/s oejsutaj’ flaj’/i/c/Jé í ra>Al/ru//f ofj' u/yifXJd/é i/uJ// táacfíojf JJUœUejj^. \ Upplýsingar í síma 562 0200 II J i J , A\ i Við undirritun samningsins. Frá vinstri: Björn Þórisson fyrir hönd Austur- bakka og Ágúst Þorsteinsson frá Reykjavíkur maraþoni. (leðurSt. 36-4^1 yVerð 7.800 ) /ÍMÍÍÁ VVerá 9.950 ) < jr'i Reykjavíkur maraþon og Austurbakki: Samstarfssamningur til þriggja ára Reykjavíkur maraþon og Austur- bakki hf. (Nike og Aquafresh) hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára, fyrir árin 1999, 2000 og 2001. Austurbakki mun sjá Reykja- víkur maraþoni og „Laugavegin- um“ fyrir Nike vörum í tengslum við hlaupin. Einnig mun skráning í hlaupin fara fram í Nike-búðum í Reykjavík. -ÍS Mývatnsmaraþon 25. og 26. júní: Skrá sig í tíma Mývatnsmaraþonið hefur undanfarin ár verið eitt vinsælasta almennings- hlaup ársins. Stór hópur hlaupara hefur að jafnaöi komið af höfuðborgar- svæðinu og útlit er fyrir jafnvel enn meiri þátttöku í ár. Mikilvægt er að skrá sig í hlaupið í tíma, til að auðvelda alla skipulagningu hlaupsins. Volmiki Leður. glansáferð] Offwnite St. 36-41 Verð 7.700 Valmiki /íeðurSt. 36-41^1 ýerð 7.900 ) Fleiri gerðir af Ijósum skóm fáanlegur. ringlu sími 553 2888 (við hliðina á Landssímanum) K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.