Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 Þórunn Lárusdóttir homst fyrst í sviðsljósið þegar hún var valin Ungfrú Skandinav- ía eftir að hafa lent í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú ísland árið 1992. Þaðan lá leiðin í fyrirsœtubransann og starfaði hún í Mílanó í nokk- ur ár. í London lœrði hún svo leiklist og hefur verið aó reyna fyrir sér þar síðastliðið ár. Henni hefur gengið vel, hefur unnið mikið og verið nálœgt því að fá eftirsótt hlutverk í kvikmyndum. Hingað heim er Þórunn kom- in og hefur tekið að sér að leika eitt aðalhlutverkanna í Litlu hryllingsbúðinni sem verður frumsýnd í Borgar- leikhúsinu á nœstunni. Þórunn hefur alltaf haft áhuga á leiklist, enda alin upp í Þjóðleik- húsinu að hálfu leyti, eins og hún orðar það sjálf. Móðir hennar er Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona. Var Þórunn kannski alin upp til þess að verða leikhúsprímadonna þegar hún yrði stór? „Nei,“ segir Þórunn. „En það stóð aldrei neitt annað til en að verða leikari, í því var ég alveg harðákveðin. Ég eyddi miklum tíma i leikhúsinu þar sem ég horfði á æfingar og var að dunda mér við að telja sæti leikhússins. Svo þegar ég varð unglingur komst ég á mótþróaskeið og ætlaði að verða læknir. Ég er fegin að ég komst yfír það, því ég efast um að ég hefði fundið mig í því. Ég hef áhuga á raunvísindum en ég þarf á listinni að halda til þess að vera hamingjusöm." sama hvað gerist. Ég hef farið í gegnum það í fyrirsætustarfinu og brotnað niður nokkrum sinnum, en það er þá búið.“ Af hverju brotnar maður niður? „Þetta er svo ofboðslega harður heimur. Þess vegna blöskrar mér þegar verið er að senda barnungar stelpur út í bransann, sérstaklega þegar þær hafa alist upp hér á ís- landi í vernduðu umhverfi. Þegar út er komið mæta þeim úlfar. Það er alveg hræðilegt. Fyrirsætan fær líka beint fram- an i sig á „casting" hvað er að. Og það finnst öllum eitthvað að þér. Að vera krítíseraður svona daginn út og daginn inn er ofsalega erfitt. Þú ert með of stórt nef, þú ert allt of feit, þú ert allt of mjó, nei þú ert allt of gömul, þú ert allt of ung. Endalaust. Og þannig er þetta orð- ið í leiklistinni líka. Kvikmynda- bransinn er alveg hræðilegur að þessu leyti, þar eru úlfarnir marg- ir.“ Hvað gera úlfarnir? „Úlfarnir eru mikið i því formi sem manni dettur í hug þegar hugsað er um Hollywood-brans- ann. Úlfarnir eru ekki bara í Hollywood heldur alls staðar þar sem öllu máli skiptir að koma sér vel við fólk sem einhverju ræður. Inn á milli eru leikarar og leikkon- ur sem koma sér inn í bransann með ósiðlegum hætti og fólk í bransanum nýtir sér það, án þess að ég sé með einhverjar lýsingar. Leikhúsbransinn held ég að sé þó mun betri að þessu leyti." Lék geðveiku unnustuna Þórunn lærði leiklistina í London. Hún reyndi að komast inn í Leiklistarskóla íslands, komst í 16 manna hópinn, en ekki inn. „Ég varð auðvitað svekkt og hugsaði með mér að þetta skyldi Þórunn Lárusdóttir leikkona. „Fyrirsætan fær líka beint framan í sig á „casting" hvað er að. Og það finnst öllum eitt- hvað að þér. Að vera krítíseraður svona daginn út og daginn inn er ofsalega erfitt. Þú ert með of stórt nef, þú ert alit of feit, þú ert allt of mjó, nei þú ert allt of gömul, þú ert allt of ung. Endalaust. Og þannig er þetta orðið í leiklistinni Ifka. Kvikmyndabransinn er alveg hræðilegur að þessu leyti, þar eru úlfarnir margir." Þórunn Lárusdóttir er stjarnan í Litlu hryllingsbúðinni: Auður er ekkert vitlaus Hvað er þér minnisstæðast úr leikhúsinu þegar þú varst lítil? „Gæjar og píur,“ segir Þórunn strax og hlær. „Mamma var þar í aðalhlutverki og ég sá verkið þrjá- tíu sinnum." Hún bætir því við að það sé skemmtileg tilviljun að Ken Oldfíeld, sem leikstýrir Hryllings- búðinni, var einmitt danshöfund- ur í þeirri uppsetningu. Úlfarnir í bransanum Fyrirsætubransinn segir Þór- unn að hafi komið óvænt upp á og verið nokkurs konar hliðarspor, þegar við byrjum að rekja ferilinn. En hvemig dettur fólki í hug að fara í fegurðarsamkeppni? „Það voru reyndar fyrirsætu- störfin sem komu á undan. Ég var uppgötvuð í Ameríku þegar ég bjó þar og síöan sendi íyrrverandi kærastinn minn mynd af mér í Ford-fyrirsætukeppnina. í fram- haldi af því var ég beðin að taka þátt í fegurðarsamkeppninni. Þetta var frí líkamsrækt í þrjá mánuði, ég var fátækur námsmað- ur og hugsaði bara Why not?“ Þórunn segist þó mjög fegin að hún fór í fyrirsætustarfið. Þetta er starf sem hljómar ofsalega „glam- our“, en er svo hræðilega erfitt. „Það var þó ágætis undirbún- ingur fyrir það sem ég er að fara að gera úti, þar sem leiklistin er mjög svipuð fyrirsætubransanum. Það eru allir með umboðsmann og maður þarf að berjast með kjafti og klóm til að komast áfram. Auð- vitað þarf þess líka hér á íslandi, en það eru ekki nærri eins margir um bitann. Það er ágætt að hafa myndað utan um sig ákveðna skel, því sem leikari þarftu að halda áfram alveg ég nú ekki reyna aftur. Ég ákvað að fara út, en það er mjög stór ákvörðun vegna kostnaðarins. Húsaleiga er svívirðilega há í London. Við kærastinn minn leigðum pínulítið herbergi á 50.000 krónur á mánuði og fyrir utan það sem kostar að lifa eru skólagjöldin tæp milljón á ári.“ Þórunn kláraði skólann fyrir ári og hefur síðan verið að reyna að koma sér á framfæri. „Það er ofsalega erfitt og einna helst hægt að líkja því við að ganga i mýri eða hlaupa upp rúllu- stiga sem fer í gagnstæða átt. Ég hef þó verið heppin, því ég fékk mjög góðan umboðsmann sem heitir William Morris. Hann hefur komið mér í kynni við alveg súperfmt fólk og ég hef komist verulega nálægt því að fá mjög góð störf. En af því að ég er bara ný- skriðin úr skóla þá hef ég lent i þvi að vera með mun minni reynslu en keppinautarnir, sem hafa meðal annars verið stór nöfn, og það er ójafh leikur." Þórunn hefur fengið smáhlut- verk í sjónvarpsþáttum, leikið í myndbandi, tekið þátt í leikhús- vinnu og verið í stuttmynd. Hún segir að tónlistarmyndbandið hafi verið sérlega fyndið. „Lagið, sem er með hljómsveitinni Lucan, fjall- ar um par sem er mjög hamingju- samt í byrjun sambands sins, en svo kemur í ljós að konan er hálf- geðveik. Það reyndi rosalega á leikhæfileikana, þar sem ég þurfti að vera grenjandi og öskrandi dag- inn út og daginn inn. Svo endar myndbandið á því að veslings kon- an hoppar fram af þaki - ægilegt drama, en ég lá í rúminu í heilan dag eftir tökur.“ Fékk næstum því að kyssa Bond Heyrst hefur að Þórunn hafi komið sterklega til greina sem Bondstúlka í nýjustu kvikmynd- inni um þann heiðursmann. Hvernig bar það til? „Ég var á leiðinni hingað heim í jólafrí í byrjun desember. Þá allt í einu var hent í mig tiu prufum á þremur dögum og þeirra á meðal var prufa fyrir hlutverk í nýju Bond-myndinni. Ég mætti í pruf- una og gekk voða vel, ég var köll- uð til aftur og fékk þá að hitta leik- stjórann og allt flna fólkið. Það var meiri háttar spennandi, þar sem ég er svo mikill Bond-aðdáandi að ég var alveg eins og lítill krakki. Það gekk það vel að þeir vildu fá að sjá mig í þriðja sinn. Ég var mjög spennt, en það þýddi að ég gat ekki farið heim á þeim tima sem ég hafði ákveðið. Þeir ákváðu þá að splæsa á mig fargjaldinu þar sem ég gat ekki breytt miðanum mínum. Ég var síðan sótt á lim- mósinu merktri Bond og mér þótti ég ægileg gella. Mér gekk ágætlega í prufunni og þeir sögðust ætla að hringja í mig eftir áramótin. Ég var öll jólin með hnút í maganum, en í janúar kom í ljós að ég hafði verið að keppa við stórt nafn, Denise Van Outen, sem er mjög fræg bresk sjónvarps- kona. Við vorum tvær í lokapruf- unni og hún hafði betur. Því mið- ur. Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að leika á móti Pierce Brosnan, ég hefði fengið að kyssa hann og allt,“ segir Þórunn og hlær. Hefðirðu ekki fengið að gera meira en að kyssa hann? „Bond er ekki bannaður börn- um, þannig að það eru ekki einu sinni tungukossar í myndunum. Það finnst mér æðislegt, því í flest- um handritum sem maður les eru einhverjar ástarsenur þar sem ein- hverjir líkamshlutar sjást berir. Ég er ekki á móti því ef það er gert á smekklegan hátt. Þarna kemur fyrirsætustarfið líka að góðu, þar sem maður er vanur að segja nei við slíku og lætur engan annan segja sér hve langt verður gengið.“ Plantan spillir tíllu Þá komum við að Litlu hryll- ingsbúðinni, því gríðarvinsæla verki. Hvernig kom til að þú varst valin i hlutverkið? „Ken Oldfield hringdi í mig þar sem ég var heima hjá mér í London og spurði hvort ég vildi ekki koma í prufu. Ég fór síðan i aðra prufú hingað, hún gekk upp og þá var mér boðið hlutverkið." Þórunn segir að verkið sé mjög skemmtilegt. Gísli Rúnar Jónsson hefur gert nýja þýðingu og stað- færir einnig verkið, en stuðst er við söngtextaþýðingar Megasar sem hann vann fyrir Hitt leikhús- ið. Þórunn segir að þýðing Gísla sé sprenghlægileg og allar breytingar til hins betra. Selma Björnsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir eru radd- irnar þijár. Þær eru að sögn Þór- unnar alveg frábærar og koma heldur betur stuði í sýninguna. Valur Freyr Einarsson leikur Baldur, sem raunar heitir ekki lengur Baldur, heldur Bárður. Þannig er þvi farið með fleiri nöfn sem aðdáendur kannast við. Auð- ur er nokkurn veginn eina nafnið sem eftir stendur óbreytt. Bubbi Morthens er plantan og hefur röddina í það. Stefán Karl Stefáns- son tekst á við hlutverkið sem Laddi sló í gegn með um árið, sadíska tannlækninn, og Eggert Þorleifsson er eigandi búðarinnar. Um hvað fjallar Litla hryllings- búðin frá þínum bæjardyrum séð? Hvert er inntak verksins? „Stórt er spurt. Verkið er ekki sérlega djúpt, en auðvitað er með góðum vilja hægt að túlka það á margvíslegan hátt. Það er til dæm- is hægt að velta sér upp úr því hvað plantan táknar og þess hátt- ar. Týpumar eru margs konar og mjög ýktar. Auður og Bárður eru ofsalega gott fólk, barnslega ein- læg, en þó alls ekkert vitlaus. Svo kemur plantan og spillir fyrir. Þegar peningar eru komnir i spil- ið breytist allt og það kemur í ljós hvernig fólk raunverulega er. Ef þú vilt fá djúpan skilning á verk- inu þá gæti þetta verið hann, en fyrst og fremst er þó verkið skemmtilegt og kómískt. Þegar músíkin hefst getur fólk ekki ann- að en dillað sér með.“ Æfingar á Litlu hryllingsbúð- inni eru í fullum gangi og stefnt er að því að frumsýna 4. júní. En þeg- ar þessu verkefni lýkur, hvað þá? „Ég get ekkert sagt til um fram- tíðina og hvað ég tek mér fyrir hendur," segir Þórunn. „Hvort ég bind mig við leikhús eða kvik- myndir, eða hvort ég vinn hér heima eða í London. Ég ætla held- ur engu að spá um það. Hins veg- ar hlakka ég mikið til sumarsins og þykir frábært að fá að vinna á íslandi við svo skemmtilegt verk- efni. Auður er einmitt eitt af mín- um draumahlutverkum." -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.