Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 33
DV LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 %f iðs!jós 33 Elizabeth Taylor: Flakkar milli stöðva Elizabeth Taylor hefur ekki ver- iö góð til heilsunnar að undan- förnu og hefur verið bundin heima við. Þessar löngu heimasetur hafa orðið til þess, að sögn kunnugra, að hún er orðin háð spjallþáttum og situr yfir þeim löngum stund- um. Hún hefur ihugað alvarlega að koma fram í einum slíkum en getur ekki gert upp við sig hvort hún á að fara til Opruh Winfrey eða Rosie O’Donnell. Lausmáll vinur Betu segir að hún sé mjög hrifín af Opruh en hundurinn hennar, Sykur, sé hrifnari af Rosie. Þannig að Beta situr ein heima með Sykri og skiptir á milli stöðva og getur ekki ákveðið sig. Hún ætti að fara meira út, bless- unin! Billy Bob Thornton er með lystarstol: Leggur sig í hættu Heimurinn hefur undanfarið fylgst með hinum horuðu Calistu Flockhart og Courtney Cox gerast æ horaðri vegna lystarstols. Nú hafa augu margra beinst að leikaranum Billy Bob Thomton sem tilnefndur var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni A Simple Plan. Hann hefur lést ótrúlega á einu ári og hefur viðurkennt að vera hald- inn hinum skæða sjúkdómi lystar- stoli. Hann er orðinn mjög veik- byggður og hafa læknar ráðlagt honum að taka það rólega. Hann hefur hins vegar ekki farið að til- mælum sérfræðinga og er sagður vera óður í að leikstýra nýjustu mynd Matts Damon og leggja þannig líf sitt í hættu. Billy er sagður nota farða til að fela folan húðlit sinn og veikleika- merki. Hann er sagður komast ferða sinna en fara hægt um. Fjölmiðla- fulltrúi Billys hefúr hins vegar sagt að allt sé í lagi með Billy. Hann hef- ur kannski ekki séð hann þegar hann hefur rekið í gegnum skrif- stofuna hans. David Schwimmer um Shirley MacLaine: Vill verma sæng hennar David Schwimmer er orðinn vel þekktur fyrir leik sinn í Vinaþætt- inum vinsæla auk þess sem hann hefur leikið í kvikmyndum á við The Pallbearer. Hann var nýlega fenginn til segja tímariti einu frá því hvaða konum hann vildi sam- rekkja. Nokkur nafnanna voru fullkomlega eðlileg og má þar nefna Helenu Bonham-Carter og Winonu Ryder. Eitt nafnið stakk þó nokkuð í stúf og eiga kollegar hans eflaust eftir að hlæja ofan í bollann sinn á Central Park kaffi- húsinu. David er skotinn í Shirley MacLaine. Þrátt fyrir að geta verið formóðir hans kemst hún á topp átta í rúmforgangsröðun Davids. Engin viðbrögð hafa verið frá Shirley en ménn telja fullvíst að David kæmist ekki á topp 30 í hennar forgangsröðun. Melanie Griffith með peningaáhyggjur: Hamingjan kostar 3,5 milljarða Melanie Griffith hefur háleit markmið í lífinu. Hún segir að til að hún verði ánægð þurfi hún að eiga 3,5 milljarða á bankabók. Upp- hæðina útskýrir hún þannig að það sé krónutalan sem þurfi til að sjá fyrir bömunum. Þau eru eftir því sem best er vitað tvö talsins þannig að það er dágóð summa á hvort. Fjárhagur Melanie virðist þó ekki á mjög öruggum grunni þar sem leiklistarferill hennar hefur ekki gengið sem best. Fáir vilja leika á móti henni og má nefna að í nýjustu mynd hennar Loving Lulu var leitað logandi ljósi að góð- um mótleikara en að lokum fékkst aðeins Alec Baldwin til starfans. Þrátt fyrir vinnuvandræðin ætti Melanie ekki að verða blönk. Hún ku hafa neyðarúrræði og er það að markaðssetja Neyöarbox fyrir ófrískar konur. Og svo má ekki gleyma manninum hennar, Anton- io Banderas. Clint Eastwood: Vill fara úr fötunum Aldur fer misjafnlega með fólk. Einn þeirra sem hafa andlit sem ekkert bítur á er Clint gamli Eastwood. Hins vegar hefur skrokkur kappans látið nokkuð á sjá. Hann virðist þó ekki átta sig á því. Framleiðendur hans hafa nokkrar áhyggjur af því að hann vill fækka fótum í öllum myndum sínum. Segja þeir að strípihneigð hans hafi orðið til þess að fæla áhorfendur frá nýjustu mynd hans True Crime. En maður segir Dirty Harry ekki sisona að hylja líkama sinn. Kannski hann ætti að fá sílikonið sem Pamela fiarlægði úr barmi sin- um til að flikka upp á kassann. Við byrjuðum saman fyrir tt mánuðum Fyrir fjórum mánuðum byrjuðum við hjónin í líkamsrækt hjá Gauja litla. Síðan þá höfum við misst samanlagt 44 kíló. Hringdu í Gauja litla, þetta er léttara en þú heldur. Ný námskeið hefjast í World Class 3. maí og standa til 19. júní 1999- Námskeið þar sem feitir kenna feitum í allt sumar. Yogaspuni þrisvar í viku - Vigtun - Fitumæling - Ýtarleg kennsiugögn - Matardagbækur Mataruppskriftir - Æfingarbolur - Vatnsbrúsi - Fræðsludagur - Kennsla í tækjasal - Hvetjandi verðlaun - Viðtal við næringarráðgjafa - Vaxtamótun með íþróttakennara - Sér yogatímar Ótakmarkaður aðgangur að World Class Skráning stendur yfir núna í síma: 561 3434 og 896 1298
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.