Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Leigðu falleg og sterk samkomutjöld Baldur Steinn Helgason er 22 ára íslenskt ungmenni, sem býr í Lagos í Ní- geríu og hefur kosiö að eyöa þar einu ári. Óhœtt er aö segja aö Baldur fetar ekki troönar slóðir, í það minnsta ef tekiö er tillit til íslenskra ungmenna al- mennt, því í starfi sínu hefur hann kosiö aö kynnast svörtustu hliöum mann- _> lífsins. Baldur er ósköp venjulegt íslenskt ungmenni, sem tekiö hefur þá óvenjulegu ákvöröun aö eyöa einu ári í aö aöstoöa fanga í nígerískum fang- elsum, aöstoöa fólk sem má sín einskis, hefur jafnvel veriö svipt frelsi og haldiö í fangelsi í áraraöir, fyrir litlar sakir og án dóms og laga. Þetta gerir Baldur án þess aö þiggja neina þóknun fyrir; í sjálfboöavinnu. Gapandi byssukjaftar Þegar til Nígeríu kom mættu Baldri á flugvellinum gapandi byssukjaftar. Hermenn ýttu fólki áfram með rifflum sínum. „Það var eins og ég væri að horfa á þetta í sjónvarpi, þetta hafði ég aldrei séð áður. Þama vom æpandi hermenn með byssur á lofti og ég vissi í raun ekki hvað ég átti að gera og til hvers þeir ætluðust. Eftir að hafa staðið í hinum ýmsu röðum á leið minni í gegnum flugstöðina var ég skyndilega kominn út þar sem við tók alveg kæfandi hiti og gríðarleg- ur raki sem einkennir allt veðurfar í Nígeríu." Leigium borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Dalbrekku 22 - sími 544 5990 Greinarhöfundur til hægri ásamt þeim Baldri Steini Helgasyni og Sólveigu Norðfjörð, en Sólveig starfar á munaðarleysingjahæli í Lagos. Baldur Steinn Helgason er sonur hjónanna Helga Baldurssonar og Guðbjargar Marteinsdóttur. Hann er fæddur á Sauðárkróki en fluttist nokkurra mánaða gamall til Reykja- víkur, þar sem hann hefur verið bú- settur siðan. Fyrir síðustu jól út- skrifaðist hann ffá Fjölbrautaskól- anum í Ármúla. -Af hverju Nígería? „Já, mér fannst vera kominn tími á breytingar. Afríka heillaði mig ótrúlega mikið og kom Senegal fyrst upp í huga mér. Ég hafði síðan sam- band við Alþjóðleg ungmennaskipti og þar fékk ég þær upplýsingar að Skiýtinn svipur á ætt- ingjunum Baldur segir að það hafi komið æði skrýtinn svipur á ættingja og vini þegar hann tilkynnti þeim að hann hygðist hverfa til staifa í Ní- geríu. „Ég held að mamma og pabbi hafi ekki trúað því þegar ég sagði þeim það. Þau eyddu bara málinu og sögðust bcira sjá til hvemig mér gengi að klára skólann fyrst. Ég dreif því í að klára skólann. Það tók tíma fyrir þau að sætta sig við þetta, en þegar þau höfðu gert það Baldur starfar hjá samtökum sem nefnast The Good Shepherd Comm- unity. Verkefni samtakanna eru að mestu þríþætt. Starfsmenn samtak- anna aðstoða fyrmm fanga við að stíga sín fyrstu spor út í þjóðfélagið eftir lcmga fangelsisvist og að aðlag- ast því á nýjan leik. I þessum til- gangi reka samtökin áfangaheimili í Lagos, þar sem fyrram fangar fá mat og húsnæði, auk þess sem þeim er hjálpað að hjálpa sér sjálflr, kennd einhver iðn svo dæmi sé nefnt. Þetta áfangaheimili er einnig heimili Baldurs. Annar viðamikill þáttur í starfl samtakanna er rekst- ur skóla innan fangelsismúra í Lagos-borg og í þriðja lagi vinna samtökin með fangelsisyfirvöldum og fleiri opinberum aðilum við að reyna að frelsa fanga sem setið hafa í nígerískum fangelsum, flestir í mjög langan tíma, án þess að hafa fengið neina dóma fyrir afbrot sín. „Þetta er fólk sem hefur verið hand- tekið fyrir frekar litlar sakir, s.s. fyrir ráf, fyrir að hafa marijúana í fórum sínum, eða fyrir að vera úti á „Sanitation-day“, en það er fyrsti laugardagur í hverjum mánuði. Þá má enginn fara út úr húsi fyrr en eftir fjögur og er ætlast til þess að þá sé fólk að taka til í híbýlum sín- um. Þeir sem ekki hlíta þessu era teknir úr umferð af „Operation Sweep“ og varpað í fangelsi, þar sem þeir gleymast." Níutíu í litium klefa Baldur segir að langverst sé kom- ið fyrir þessu fólki í fangelsunum. Hann segir að í einu fangelsi sem reist var fyrir um sjö hundrað fanga, séu tæplega þrjú þúsund fangar, nær allir ódæmdir, og að al- gengt sé að fangarnir séu búnir að sitja margfalda þá dóma sem þeir hefðu fengið ef þeir hefðu verið „Fyrst í stað var ég nokkuð hræddur, þar sem flest allir sem búa þarna eru fyrrverandi fangar. Ég hef síðan vanist þeirri hugsun, auk þess sem ég komst að því að þetta er margt hið besta fólk. „ leiddir fyrir dómara. Föngunum er hrúgað saman í 20-30 fermetra klefa þar sem þeir fá að dúsa 90 saman. „Ástandið í þessum klefum er hræðilegt og það er ekki hægt að ímynda sér hörmungamar að óreyndu. Flestir, ef ekki allir, era orðnir veikir; með alnæmi, berkla og/eða einhverja tegund holdsveiki. Þama gera fangamir allar sínar þarfir og þeir fá aldrei að fara út úr þessum klefum. í klefunum hefur þróast samfélag þar sem ríkir stétta- skipting. Sá sem hefur verið þar lengst er nokkurs konar höfðingi en sá sem lægst er settur hefur aðsetur næst þeim stað í klefanum þar sem fangamir gera þarfir stacir. Þá er þeim sem brýtur reglur samfélags- ins refsað með því að setja hann á þann sama stað. Á kvöldin er slegið saman fyrir marijúana og er þá sögustund í klefanum. Svona líða dagar, mánuðir og ár hjá þessum eihstaklingum, sem ekki hafa einu sinni fengið tækifæri til að svara fyrir það sem þeim er gert að sök.“ Baldur segir að þrátt fyrir að það takist að frelsa mennina eftir langa dvöl, þá séu vandamál þeirra síður en svo að baki. Líkami þeirra er svo illa farinn, bæði vegna sjúkdóma og einnig vegna þess að allir liðir í fót- um era orðnir stífir eftir að þeir hafa setið langtímum saman á hækjum sér og ekki náð að teygja úr sér. Þá era allir vöðvar orðnir rýrir og ekki auðvelt fyrir þá að stunda neina vinnu eftir að fangels- isvist lýkur. 50-60 skotnir íeinu Baldur segir fjölda þeirra sem bíða fullnustu dauðarefsinga slá- andi, en þeir era vistaðir á dauða- deildum í fangelsum með hámarks öryggisgæslu. Hann segir aðbúnað þeirra mjög slæman og þrátt fyrir dauðadóminn sé ekkert vitað hvort eða hvenær aftakan muni fara fram. „Síðasta aftaka var framkvæmd árið 1993, en þá var 50-60 manns stillt upp við vegg í fangelsinu og þeir skotnir. Það veit enginn hvenær sú næsta verður, því einn daginn kemur bréf frá stjórninni sem inniheldur aftökuskipun og næsta dag eru fangamir skotnir." Starfsemi samtakanna The Good Shepherd Community innan fang- elsismúranna felst fyrst og fremst í fræðslustarfi. Samtökin reka skóla í tveimur fangelsum og kennir Bald- ur þar m.a. frönsku. Þá standa sam- tökin fyrir kvikmyndasýningum og fleiri uppákomum í fangelsunum. Utan fangelsimúranna er starfsem- in eins og áður sagði tvíþætt. „Hjá samfélaginu sem ég starfa í era tveir lögfræðingar í vinnu. Þeirra aðalstarf er, með hjálp annarra starfsmanna, að leysa úr haldi Matmálstími f áfangaheimilinu í Lagos þeir hygðust senda ungmenni til starfa í Keníu, Ghana og Nígeríu. Þegar ég hafði hugsað málið aðeins þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mér leist best á Nígeríu. Nígería er í hjarta Afríku, fjölmennt og ótrú- lega ríkt af auðlindum eins og olíu og ýmsum málmum. Nígería varð því fyrir valinu." Magavandamál? Ekki lengur Aleo Vera „djúsinn“ gæti lagaö alls kyns óþægindi í meltingarfærum og trefja-flórutöflurnar halda þeim náttúrulega hreinum. Póstkr./Visa/Euro. Frí heimsending. S. 562 2123/861 4577 þá tóku þau þessu vel og hafa stutt mig siðan.“ Ekki vill Baldur viður- kenna að hafa verið kvíðinn fyrir brottförina til Nígeríu, því það hafi vart gefist tími til þess. Hann hafi verið upptekinn af því að klára skólann og halda jólin hátíðleg, auk þess sem hann hafi verið að reyna að ljúka gerð stuttmyndar með fé- lögum sínum. „Ég fékk því ákaflega takmarkaðan tíma til að hugsa um þetta eftir að ég hafði tekið endan- lega ákvörðun. Skyndilega var kom- ið að brottfor og framtíð mín var í höndum örlaganna. Ég hafði reynd- ar undirbúið mig lítillega, með því að tala við fólk sem búið hafði í Afr- íku, auk þess sem ég ræddi við hjúkranarfræðinga um hvað helst þyrfti að varast."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.