Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 26
26 fólk LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 Stjörnuspekúlantarnir Tryggvi, Sverrir og Páll. Jóel var fjarri góðu gamni þegar myndin var tekin. DV-mynd Hilmar Þór Sigurvegarar Hugvísis: |... í prófíl Sigurbjörg, skáld Fullt nafn: Sigurbjörg Þrast- ardóttir. Fæöingardagur og ár: 27. ágúst 1973. Maki: Utan ratsjár. Böm: Ekki á þessari öld. Starf: Blaðamaður á Mogga og ljóðskáld á köflum. Skemmtilegast: Að læra á lífið. Leiðinlegast: Að klaufast við heimilisverkin. Uppáhaldsmatur: Jólamat- urinn hjá mömmu og vatnsmelónur á sumrin. Uppáhaldsdrykkur: Heitt súkkulaði hjá ömmu og epla- safi á sumrin. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Gína númer tvö í GK. Fallegasta röddin: Norska söngkonan Sissel Kyrkjebö. KISLE.EL + E&itQ Vetrarbrautaþyrplngin MS1621+2640. Myndin er unnin upp úr mælingum íslenskra stjarnfræðinga á Norræna sjón- aukanum. Sigurvegarar i Hugvísi, vís- indakeppni ungs fólks á íslandi, voru MR-ingarnir Jóel Karl Frið- riksson, Páll Melsted, Sverrir Guðmundsson og Tryggvi Þor- geirsson með verkefnið „Vetrar- brautaþyrpingin MS1621+2640“. Leiðbeinandi verkefnisins var kennari þeirra, Vilhelm Sigfús Sigmundsson stjameðlisfræðing- ur. Keppnin er hluti af mannauðs- áætlun Evrópusambandsins sem ísland tekur þátt í með samningn- um um EES. Að Hugvísi standa menntamálaráðuneytið, Hitt hús- ið, ísaga og íslensk erfðagreining. Sigurlaunin voru peningaverð- laun að upphæð kr. 200.000. Að auki keppa drengirnir fyrir ís- lands hönd í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin verður í Grikklandi næsta haust. „Við fengum upplýsingar af Intemetinu frá kanadískum og ís- lenskum vísindamönnum sem höfðu gert rannsóknir á ákveð- inni vetrarbrautaþyrpingu og not- uðum þær til þess að reikna út ýmsar mælistærðir. Við gátum áætlað stærðir, massa og fjölda vetrarbrauta í þyrpingunni. Lit þeirra og þar af leiðandi aldur gátum við einnig fundið út. Það hafa auðvitaö verið gerðar ótal rannsóknir á ótai vetrarbrauta- þyrpingum en það sem okkur finnst merkilegast við þetta verk- efni er það að við erum að sýna fram á að hver sem er geti náð sér í upplýsingar á Intemetinu og gert sínar eigin mælingar," sagði Jóel Karl Friðriksson á blaða- mannafundi. Virðist vera flókið Páll, Tryggvi og Sverrir segja í samtali við Helgarblaðið að Kanadamennirnir hafi aðallega verið að mæla fjarlægðir en ís- lenski hópurinn hafði tekið mynd af svæðinu og mælt litinn. Það sem þeir síðan gerðu var að tengja þetta tvennt saman. „Við skoðuðum hóp vetrarbrauta, um 400 vetrarbrautir sem hafa þyrpst saman á einn stað. Okkur langaði að finna aðferð til þess að vita hvaða vetrarbrautir væru í bak- grunni og tókum eftir því hvemig þessi mikli massi breytti ljósinu," segja strákarnir þegar þeir eru beðnir að útskýra verkefnið á ein- földu máli. „Þetta virðist vera al- veg ógurlega flókið," segja þeir svo. „En það sem er skemmtUeg- ast er að þegar maður kynnir sér það aðeins þá er það svo einfalt og skiljanlegt." En hvenær fóru strákamir að hafa áhuga á stjarneðlisfræði, sem ekki getur talist algengt áhugamál menntaskólanema? Sá áhugi hefur víst verið lengi til staðar. Þeir hafa bæði gaman af eðlisfræði og þvf að skoða stjörn- urnar. Það sem þeim þykir þó skemmtilegast er að vinna við þessi ógnarfjarlægu fyrirbæri og komast að einhverri niðurstöðu. Þeir viðurkenna að það sé oft yfirþyrmandi að ímynda sér svo miklar fjarlægðir eins og þeir eru að vinna með þó að allir haldi þeir geðheilsunni enn. Sem dæmi má nefna að fyrirbærið sem þeir eru að rannsaka birtist þeim eins og það leit út áður en sólkerfið okkar myndaðist, svo miklar eru fjarlægðirnar. Stressaðir vegna stúd- entsprófanna Stákamir segja ennfremur að það hafi verið frábærlega skemmtilegt að vinna að verkefn- inu og hópurinn verið mjög sam- stilltur. Hvað ætla þeir svo að gera við peningana sem þeir fengu í verðlaun? Verða það vín og villtar meyjar eftir alla inni- veruna? Nei, í sumar ætla þeir að gera enn frekari rannsóknir og undir- búa sig fyrir Grikklandskeppnina en þeir þurfa að skila af sér skýrslu varðandi hana I byrjun júní. Þeir em heldur stressaðir vegna þess því þeir eru einmitt í stúdentsprófum þessa dagana og sjá fram á að þurfa að taka sér eitthvert frí frá lestri til þess að koma saman skýrslunni. Hvað með framtíðina? Ætla þeir að verða stjarneðlisfræðing- ar? Ekki alveg. Páll og Tryggvi ætla í „plain“ eðlisfræði í háskólanum en Sverrir er staðráðinn í því að verða verkfræðingur. En það er víst ráðlegt að klára stúdentspróf- in fyrst. -þhs/-hvs Uppáhaldslíkamshluti: Dug- andi upphandleggsvöðvar. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Stikkfrí í stjómmálum. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Garfield í hláturskasti. Uppáhaldsleikari: í augna- blikinu Roberto Benigni. Uppáhaldstónlistarmaður: Björk. Hún er snillingur. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Siv frænka. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Stutt í spunann, en sakna Prúðuleikaranna. Leiðinlegasta auglýsingin: Sjónvarpskringlan er sérlega þreytandi. Leiðinlegasta kvikmyndin: j Johnny Mnemonic. Sætasti sjónvarpsmaðurinn:| Logi Bergmann, Hrannar P. og Darri Kolkrabbi myndast best. Uppáhaldsskemmtistaður: Flest kaffihús í skemmtilegum | félagsskap. Besta „pikköpp“-hnan: “Af- sakið, hvar keyptirðu þessi augu?“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Flökkuskáld og ferðablaðamaður. Eitthvað að lokum: Spennið leltin og brosið ávallt í hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.