Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 14
14 fólk LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 Ingvar bestur j . Bókaþjóöin mikla hefur á síðustu árum streymt í leikhús landsins og innbyrt mikiö af leikmenningu. Framboó á leiklist hefur aldrei verió jafnmikió og á síöustu árum og því sjálf- sagt aó spyrja þjóóina hvaöa leikari standi fremstur. Ingvar fremstur Ingvar E. Sigurðsson er besti núlifandi leik- ari landsins samkvæmt skoðanakönnun DV. 13,1% þeirra sem tóku afstöðu nefndu nafn hans eða 61. Hann var mjög vinsæll meðal beggja kynja á höfuðborgarsvæðinu en vin- sældir hans döluðu nokkuð þegar út á land var komið. Þar reyndust vinsældir hans mun meiri meðal kvenna en karla. Konur hrifnar af Erni í öðru sæti er Örn Árnason en 10,23% þeirra sem afstöðu tóku nefndu nafn hans eða 48 manns. Hann var örlítið vinsælli á lands- byggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Fylgi við hann á landsbyggðinni skiptist mjög jafnt á karla og konur en á höfuðborgarsvæðinu voru konur í miklum meirihluta þeirra sem nefndu nafn hans. - feðgarnir Örn og Árni á topp 5 Arni Tryggvason er í fimmta sæti. Arni hefur á svipaðan hátt og Bessi alið upp kynslóðir íslendinga í hlutverki Lilla klifurmúsar í Dýrunum í Hálsaskógi. Myndin er úr Maður í mislitum sokkum. Um Árna segir Halldóra: „Líkt og Bessi er Árni Tryggvason ákaflega minnisstæður fyrir leik sinn í Dýrunum í Hálsa- skógi. Þar lék hann Lilla klifurmús, eins og sonur hans u.þ.b. tuttugu árum síðar, en margir minnast hans enn fyrir frábæra túlkun á Estragon í Beðið eftir Godot sem hann lék upphaf- lega hjá Leikfélagi Reykja- víkur og síðan hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir nokkrum árum. Af nýlegri sýningum sem hann hefur tekið þátt í má nefna Gleðigjafan sem L.R. setti upp og Delerí- um Búbónis sem var sýnt í Loftkastalanum." Bessi Bjarnason er í þriðja sæti. Hann hefur í gegnum tíð- ina verið einn vinsælasti gamanleikari landsins. Myndin er úr Maður í mislitum sokkum. Um Bessa segir Halldóra: „Leikararnir í þriðja til fimmta sæti eru í hópi okkar reyndustu ieikara. Ég efast um að þeir sjálfir hafi tölu á jieim aragrúa hlutverka sem þeir hafa farið með um ævina og allir eru þeir jafn vígir á gaman og al- vöru. Um þessar mundir leika þeir saman í hinu geysivinsæla gamanleikriti Arn- mundar S. Backman, Maður á mislitum sokkum, og ekki var aðsóknin minni að Fjórum hjörtum sem þeir léku í ásamt Rúrik Haraldssyni. Gaman- hlutverk Bessa Bjarnasonar skipta tugum og einnig hefur hann leik- ið mörg burðarhlutverk barnaleikritum Þjóðleik- hússins. í hugum heill- ar kynslóðar íslend- inga er hann Mikki ref- ur en af öðrum hlut- verkum í barnasýn- ingum má nefna báða Kláusana í Litla- Kláusi og Stóra- Kláusi og Jónatan ræningja t Kar- demommubænum. Af öðrum eftirminnilegum hlut- verkum má nefna skemmtistjórann í Kab- arett, George í Á sama tíma að ári og Badda í Bílaverkstæði Badda.“ Orn Arnason er í öðru sæti. Hann er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar og hefur skemmt henni á ýmsa lund. Myndin er úr Yndisfríði og ófreskjunni þar sem hann lék bróður, ófreskjuna og prinsinn. Um Örn segir Halldóra: „Örn Árnason er meðal vinsælustu gaman- leikara þjóðarinnar af yngri kynslóðinni og ekki að ósekju. Sumpart má þakka það Spaugstofunni en einnig þeirri stað- reynd að hann hefur aðallega leikið í gamanleikritum í Þjóðleikhúsinu. Nú er hann til dæmis í öðru aðal karlhlut- verkinu í gamanleiknum Tveir tvöfaldir en frammistaða hans í Gamansama harmleikn- um á síðasta ieikári sannaði svo ekki verður um villst að dramatíkin á jafn vel við hann. Frá- bær söngrödd hefur tryggt honum allnokkur hlutverk í söngleikjum og Örn nýtur mikilla vin- sælda hjá yngstu kynslóðinni sem þekkir hann best sem Afa í morgunsjónvarpi Stöðvar 2.“ uðborgarsvæðinu. Konur á höfuðborg- arsvæðinu voru hrifnari af honum en karlar en á landsbyggðinni var því öf- ugt farið, þar var hann vinsælli meðal karla. Það athyglisverðasta Það athyglisverðasta við þessar niðurstöður er kannski það að tæp 80% þeirra sem tóku afstöðu völdu leikara sem þekktastur er fyrir störf sin í Þjóðleikhúsinu og röðuðu leikarar þaðan sér í efstu sætin. -sm Gunnar Eyjólfsson er í fjórða sæti. Hann hefur til margra ára verið í hópi bestu ieikara landsins og á síðustu árum hefur hann unnið marga leiksigra. Myndin er úr Villiöndinni. Um Gunnar segir Halldóra: „Gunnar Eyjólfsson hefur ekkert hægt á þó kominn sé á áttræðisaldur og kemur sífeilt á óvart. Túlkun hans er ávallt jafnfersk og hann virðist endalaust geta bætt við sig. Gunnar hefur unnið ótal leik- sigra á undanförnum árum en meðal eftirminnilegra hlut- verka eru Shamrajef í Mávin- um, Jóhann í Þreki og tárum, Ekdal gamli í Villiöndinni og Tsjebútykín í Þremur systrum. Hann leikur séra Guðmund í Landnámsmanni íslands og hreppstjórann á Rauðsmýri í Ástu Sóllilju og er stórkostlegur í báðum.“ Bessi Bjarnason er i þriðja sæti. Hann kemur fast á hæla Amar með 47 atkvæði eða 10,02% af at- kvæðum þeirra sem afstöðu tóku. Bessi átti svipuðu gengi að fagna um allt land en var helmingi vinsælli meðal karla en kvenna. Vinsælir á landsbyggð- inni Gunnar Eyjólfsson er í fjórða sæti. Hann nefndu 41 eða 8,74% þeirra sem aðstööu tóku. Hann var næstum helmingi vinsælli á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi hans skiptist jafnt milli kynja á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni vora ríflega helmingi fleiri konur sem nefndu nafn hans. í fimmta sæti er Árni Tryggvason. Nafn hans nefndu 36 eða 7,68% þeirra sem tóku af- stöðu. Hann átti mun fleiri fylgismenn á landsbyggðinni en á höf- Ingvar Sigurðsson er besti leikari landsins. Hann hefur verið mjög áberandi frá því hann útskrifaðist úr leiklistarskóla og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Á myndinni er Ingvar í hlutverki Don Carios í Don Juan eftir Moliére sem Rimas Tuminas leik- stýrði í Þjóðleikhúsinu. Um Ingvar segir Halldóra Friðjónsdóttir, leiklistargagnrýnandi DV: Það kemur alls ekki á óvart að Ingvar E. Sigurðsson lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um besta karlleikara landsins. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarps- og kvik- mynda og farið með mörg burðarhlutverk á sviði Þjóðleikhússins sem og annars staðar á undan- förnum árum. En það er ekki að ástæðulausu að leikstjórar sækjast eftir kröftum Ingvars. Hann er einstaklega fjölhæfur leikari og jafnvel mætti ganga svo langt að halda því fram að hann sé -°g Þessir næstir Sigurður Sigurjónsson (28) Amar Jónsson (23) Hilmir Snær Guðnason (23) Jóhann Sigurðarson (19) Baltasar Kormákur (17) Pálmi Gestsson (17) Egill Ólafsson (16) Rúrik Haraldsson (10) Jón Gnarr (9) Þórhallur Sigurðsson (Laddi) (9) Eggert Þorleifsson (5) Bergur Þór Ingólfsson (4) Bjarni Haukur Þórsson (4) Felix Bergsson (4) Róbert Arnfinnsson (4) Sigurjón Kjartansson (4) Þráinn Karlsson (4) Þröstur Leó Gunnarsson (3) Gísli Halldórsson (2) Valdimar Örn Flygenring (2) Viðar Eggertsson (2) Ámi Bjömsson (1) Árni Pétur Guðjónsson (1) Benedikt Erlingsson (1) Björn Jr. Friðbjörnsson (1) Davíð Oddsson (1) Erlingur Gíslason (1) Flosi Ólafsson (1) Gísli Alfreðsson (1) Guðmundur Ingi Þorvaldsson (1) Gunnar Bjömsson (1) Halldór Ásgrímsson (1) Halldór Gylfason (1) Helgi Skúlason (1) Hinrik Ólafsson (1) Jóhann G. Jóhannsson (1) Karl Ágúst Úlfsson (1) Karl Guðmundsson (1) Kjartan Guðjónsson (1) Magnús Ólafsson (1) Ólafur Darri Ólafsson (1) Ómar Ragnarsson (1) Rúnar Freyr Gíslason (1) Stefán Jónsson (1) Stefán Karl Stefánsson (1) Steindór Hjörleifsson (1) Viðar H. Gunnarsson (1) Þorsteinn Gunnarsson (1) gæddur því sem við köllum snilligáfu. Eins og sannir snillingar er hann lítillátur í eigin garð og umgengst starf sitt af virðingu og hógværð. Einmitt þess vegna er hann í sífelldri framför og við eigum vonandi eftir að njóta hæfileika hans um langa framtíð. Á þeim níu árum sem liðin eru frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands hefur hann túlkað fleiri eftirminnilegar persónur en komast hér á blað. Til að nefna aðeins örfáar sýningar af þeim sem strax koma upp í hugann eru Kæra Jelena, Svanurinn, Stræti, Listaverkið, Sannur karlmaður, Gauragangur, Don Juan og Þrjár systur. Þessa dag- ana fer hann á kostum í túlkun sinni á Bjarti í Sum- arhúsum í sýningunni Landnámsmaður íslands en Steinnunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem var valin besta leikkonan hér í DV fyrir viku, fer einnig með aðalhlutverk í sviðsetningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.