Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 61 I Geisladiskurinn er á við 4 þúsund síðna ferða- handbók. 1999 Færeyjaferð og fuglaskoðun lceland Complete: Risavaxin ferðahandbók á geisladiski I vikunni kom út margmiðlunardiskurinn Iceland Complete sem hefur að geyma upplýsing- ar um hvaðeina er lýtur að ferðaþjónustu hér- lendis. Þegar diskurinn er ræstur birtist viðmót með korti af íslandi og flokkahnöppum. íslandskortið er gagnvirt og þar er hægt að skoða götukort af öllum þéttbýliskjömum landsins þar sem búið er að merkja staösetningu þjónustusala í hverju byggðarlagi. Með auðveldum hætti er síðan hægt að kalla fram nánari upplýsingar um hvem aðila fyrir sig. í flokkakerfmu getur notandinn síðan afmark- að leit sína við ákveöinn þjónustugeira. Markmiðið með Iceland Complete er m.a. að gera ferðamanninum auðveldara að nálgast upp- lýsingar um allt sem snýr að ferðalögum. Efnið er skipulega framsett og menn losna við að vera með gríðarlegt magn ferðabæklinga i höndum því Iceland Complete er í raun risavaxin ferðahand- bók. Margmiðlunardisknum er dreift í 50 þúsund eintökum erlendis og í 20 þúsund innanlands. Diskinn má nálgast hjá flestum ferðaþjónustuað- ilum, menntastofnunum og bókasöfnum. Þá munu afgreiðslustöðvar Esso bjóða upp á notkun disksins. Einnig má heimsækja Iceland Complete á slóðinni www.icelandcomplete.is á Netinu. Saksun á Straumey þykir með fegurstu stöðum á eyjunum. Dúvugarður heitir bóndabærinn á myndinni en hann hýsir nú safn. Saksun hefur verið vinsæll af kvikmyndagerðarmönnum og bregður honum til dæmis fyrir í kvikmyndunum Barböru og Dansi Ágústs Guðmundssonar. Færeyjaferð er á döfinni þann 26. maí næstkomandi hjá Ferðafélagi íslands og ferðaskrifstofu Vestfjarðaleiðar. Að sögn Kristjáns Bald- urssonar hjá FÍ er ferðin skipulögð í samvinnu við Kunn- ingarstovan og Felag- ið Torshavn í Færeyj- um. Ferðin hefst í Reykjavík þann 26. maí en þá verður haldið með Vest- fjarðaleið austur til Seyðisíjarðar þar sem farþegar fara um borð í ferjuna Nor- rænu. Komið verður til Þórshafnar að morgni föstudagsins 28. maí. „Við ætlum að ferðast vítt og breitt um eyjamar. Það er alltaf gaman að heimsækja Fær- eyjar, því þar bland- ast hlutir sem eru okkur skyldir við aðra framandi. 1 ferð- inni munum við skoða Norðureyjam- ar, Borðey, Viðey og Konuey. Svo ætlum viö sigla með frægum póstbáti, Barskor, til Karl- eyjar og fara í skoðunarferð um eyj- una sem er dásömuð í feröahand- bókum,“ segir Kristján sem verður fararstjóri í ferðinni. Þá verður fylgst með hátíðarhöld- um í Klakksvík, svokallaðri Norð- ureyjastefnu. Straumey, Austurey, Vogar og eyjan Koltm- verða einnig heimsótt. Kirkjubær, einn frægasti sögustaður Færeyja, er einnig á dagskránni og að lokum kynnast farþegar höfuðstaðnum, Þórshöfn. Haldið verður heim á leið með Nor- rænu þann 2. júní og komið til Seyð- isfjarðar daginn eftir. Fuglaskoðun á kosningadegi Ferðafélagið og Hið íslenska nátt- úrufræðifélag efna til árlegrar fuglaskoðunarferðar, sem ber yfir- skriftina Suður með sjó, laugardag- inn 8. maí næstkomandi. „Þessi fuglaskoðunarferð hefur verið farin á ári hverju síðastliðin þrjátíu ár. Það sem er hins vegar merkilegt við hana er að frá uphafi hefur verið haldið utan um talningu á þeim fuglategundum sem sést hafa í ferðunum," segir Kristján. í fyrstu ferðinni sáust 36 tegundir en sú tala hefur verið breytileg í gegnum árin og á síðasta ári voru 59 fuglategundir skráðar. Sjaldséðar tegundir svo sem taumönd, bláönd, skeiðönd, bleshæna og landsvala eru meðal fugla sem hafa orðið á vegi göngumanna. Leiðsögn verður í höndum sérfræðinga og annarra áhugamanna um fuglaskoðun. Lagt verður upp frá BSÍ klukkan 10 og einnig frá Mörkinni 6. Ekiö verður um Bessastaði, Garðskaga, Sand- gerði, Hafnir og Reykjanes. Gott er að hafa sjónauka og fuglabók með- ferðis. Fuglaskoðunarferðin er kjör- in fyrir alla fjölskylduna. Farkostur næstu aldan Fljúgandi „skemmtiferðaskip" Fljúgandi skemmtiferðaskip hafa menn kallað nýjustu þotu Air- bus Industrie sem reyndar er enn á teikniborðinu. Airbus-menn hafa í hyggju að smíða 650 sæta farþega- flugvél en það eru 200 fleiri en rúmast í Boeing 747, stærstu far- þegavélinni um þessar mundir. Nýja vélin, sem hefur hlotið vinnuheitið A-3xxx, er hugsuð þannig að á efri hæð verða sæti fyrir farþega en á þeirri neðri mun umhverfiö minna svolítið á skemmtiferðaskip. Líkamsrækt, verslanir, veitingasala og svefii- klefar eru meðal þess sem farþegar mega eiga von á. Forráðamenn Airbus segja tíma- bært að hugsa stórt þegar farþega- vélar eru annars vegar og þessa stundinan vinna keppinautar fyr- irtækisins, Boeing, að smíði vélar sem á að taka 550 farþega. Fjöldi flugfarþega vex að meðaltali um 5% á ári og samkvæmt spám er gert ráð fyrir að sá fjöldi muni tvö- faldast á næstu fimmtán árum og þrefaldast á næstu 22 árum. Þaö leiðir af sér aukna umferð um há- loftin og kostir stærri flugvéla þykja ótvíræðir í því samhengi. í upphafi stóð til að nýja A-3xxx hæfi sig á loft árið 2003 en því hef- ur verið frestað um tvö ár. Alls vinna 600 manns að hönnun nýju vélarinnar. Ókostirnir við svo stóra flugvél þykja nokkrir. Til dæmis tekur langan tíma að koma 650 farþegum á sinn stað og ferma farangurinn. Þá hafa flugmálayfirvöld í Banda- ríkjunum gert athugasemd en flug- vél veröur að vera hægt að tæma á 90 sekúndum. Það verður eitt stærsta vandamál Airbus á næstu árum. -aþ/cnn Hitchcock í New York Aðdáendur Alfreds Hitchcocks sem eiga leið um New York á næst- unni ættu ekki að láta hjá líða að heimsækja nýlistasafh borgarinn- ar, Museum of Modem Art. Þar hófst nýlega umfangsmikil sýning á verkum meistarans. Gríðarlegt magn ljósmynda frá æviferli Hitchcocks er á sýningunni; bæði frá einkalífí og ferlinum sem kvik- myndaleikstjóri auk veggmynda sem gerðar hafa verið til kynning- ar á myndum hans. Markmiðið með sýningunni er að gestir fái glögga mynd af lífshlaupi kvik- myndaleikstjórans og ekkert sé skilið útundan. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað að á risavöxnu sýningar- tjaldi safnsins verða gömlu góðu Hitchcock-myndirnar sýndar á degi hverjum. Sýningin stendur til 13. júni næstkomandi. -aþ -r Frelsi, festa, framsókn Kraftur, þekking og frumkvæði fyrir Reyknesinga Siv Friöleifsdóttir Hjdlmar Árnason Ko»ninga«kHf«tofa f Ðæjarhrauni 26 Hafnarfirði, s.565-4790
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.