Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 44
56 fólk LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 - gengi nokkurra fyrirtækja Á siðustu árum hafa sprottið upp íslensk hátæknifyrirtæki, drifm áfram af hugsjón frumherjanna sem tekist hefur að hrista upp í viðteknum hugmyndum og leyst þrautir sem miklu stærri fyrirtæki íslensk og erlend höfðu geflst upp á eða ekki komið auga á. Þetta hefur vakið athygli erlendis og þaðan hefur komið nýtt flármagn sem í mörgum til- fellum var ekki að fá hér á landi. Raunar hefði eitt þekktasta fyrirtækið í hátækniiðn- aði sennilega þurft að leggja upp laupana ef ekki hefði komið til tiltrú erlendra flárfesta. Frumherjarnir hafa nánast lagt líf sitt að veði fyrir framgangi hugmynda sinna. Þeir hafa þurft að selja hlut í hugmyndinni, fórna eignarhluta í fyrirtækjum sínum, og oft meirihluta, til að fá nýtt flármagn inn í fyrir- hefur snarhækkað á undanförnum tækið. Þeir hafa sjálfir verið í sviðsljósinu en í mörgun þessara fyrirtækja er Bjöm að baki Kára, annar frumherji sem skiptir alveg jafn- miklu máli og hinn sem mest ber á. Þótt gengi hlutabréfa í þessum fyrirtækjum séu ekki opinberlega skráð hefur myndast verð á þeim hjá verðbréfafyrirtækjum. Það er erfitt að meta óskráð einkafyrirtæki því þeim ber engin skylda til að birta afkomutölur né annað sem varpar ljósi á raunverulega af- komu. Fréttir af nýjungum, samningum og samstarfi við erlend fyrirtæki, jafvel sögu- sagnir hafa haft áhrif á þetta „neðanjarðar- verð“. Það sveiflast miklu meira heldur en verð á hlutabréfum í skráðum fyrirtækjum. Síðustu vikur og mánuði hefur gengi nokk- urra hátæknifyrirtækja hækkað um tugi pró- mánuðum og samkvæmt því eru senta á nokkrum vikum og mánuðum. Menn velta þvi fyrir sér hvað sé raunverulega að marka þessar hækkanir og hvort eigendurnir séu orðnir moldríkir, fyrirtæki sem enginn hafði heyrt um áður orðið milljarða virði. Hækkanirnar þurfa ekki að endurspegla góða eða trausta afkomu heldur einungis mikla trú á framtíðarmöguleikum fyrirtækjanna, hæfni starfsfólks þess eða hreinlega tilflnningalegu mati vegna frétta um samstarf og samninga. Gildi ,jákvæðra“ frétta af gengi umræddra fyrirtækja er mikið og margir halda að þær séu oft á tíðum nokkuð „ýktar" (“fake-it-till- you-make-it“), verið sé að láta hlutina líta bet- ur út en ástæða sé til. Þessar hækkanir eru oft skammgóður vermir og mikil áhætta tekin með flárfest- eigendurnir orðnir stórefnaðir ingu í þessum fyrirtækjum. Reyndar fær ekki hver sem er að kaupa hlutabréf óskráðra há- tæknifyrirtækja hjá verðbréfasölum og við- skipti eru lítil sem engin. Einhverjir gætu þó haldið að frumherjarnir væru farnir að koma „sýndarhagnaði" sínum fyrir í glæsilegum húsum og bifreiðum og berast mikið á. Sú er þó ekki raunin enda miklar hækkanir mest á pappirnum. Virði hlutabréfanna er eiginlega fast í fyrirtækjunum. Ef einhver frumherj- anna selur skyndilega stóran hlut á markaði verður fyrirtækið fljótlega einskis virði. Þótt viljinn væri fyrir hendi hjá frumherjunum til að losa eitthvað af hækkunum síðustu ára þá skortir sjálfsagt tíma til að hugsa um slíka hluti - þeir eru jú vinnandi frá morgni til kvölds alla daga. -aöh Nafn frumkvöðuls: Sigfús Halldórs. Aldur: 26 ára. Stjörnumerki: Vog. Menntun: Tölvufræðingur frá HÍ. Fyrirtæki: Memphis. > Framleiðsluvara: Survey Explorer. Áætlað markaðsvirði: 800 milljónir kr. Eignarhlutur: 40%. Áætlað virði: 320 milljónir kr. Félagarnir þorðu ekki Sigfús Halldórs stofnaði tölvuþjónustuna Höfuðlausn og seinna Huggildi eftir útskrift úr HÍ. Einn daginn fékk hann hugmynd að nýjum hugbúnaði sem félögum hans leist vel á en þorðu ekki að leggja fé í. Sigús hélt sjálf- ur áfram og þróaði hugbúnaö til að vinna úr skoðanakönnunum, Survey Explorer, sem nú er notaður hjá 53 aðilum hérlendis og vakið hefur athygli erlendis. Forritið auðveldar mjög vinnslu gagna sem aflað er með könn- unum á viðhorfi fólks. Það er fyrsta könnun- arforritið sem gerir kleift að senda niðurstöð- ur í tölvutæku formi og jafnvel með tölvu- pósti auk þess sem vinna má úr flóknum markaðsgögnum á myndrænan hátt. Það eru aðallega stórfyrirtæki og stór mark- aðs- og könnunarfyrirtæki sem hafa sýnt Sur- v vey Explorer áhuga. Móðurfyrirtækið er skráð í Bretlandi en hugbúnaðardeildin er hérlendis. Stefnt er að því að fara með það á hlutabréfa- markað árið 2001. Nú vinna 14 manns hjá Memphis og ef samningar ganga eftir þarf fyr- irtækið að ráða til sín aðra 10-20. Allir starfs- menn eru eigendur og eiga um 5% hlut. Önn- ur eignaraðild er dreifð og á margra höndum. Nafn frumkvöðuls: Guðjón Már Guð- jónsson. Aldur: 27 ára. Stjömumerki: Vatnsberi. Menntun: Næstum því stúdent eins og Bill Gates. Fyrirtæki: OZ og OZ.com. Áætlað markaðsvirði: 11-13 milljarðar. Eignarhlutur Guðjóns: 32,5%. Áætlað virði: 3,6-4,3 milljarðar kr. Erlent fé kom í veg fyrir skipbrot Guðjón Már Guðjónsson stofnaði fyrir- tækið ásamt öðrum fyrir níu árum. 1991 varð til OZ hf. IBM féll fyrir hugmynda- fræði þess og lagði því til hálfa milljón doll- ara i reksturinn svo það gæti keypt nýjasta tæknibúnað og tók í staðinn veð í tækjunum. Þremur árum síðar tókst OZ að selja Microsoft hugbúnað. Hugbúnaðarrisinn leit- aði lausna hjá dvergfyrirtækinu OZ og er for- rit þess enn í notkun úti um allan heim und- ir nafni risans (þó ekki Word). Internetið var að festa sig í sessi árin ‘94-’95 og OZ-arar hugsuðu með sér: Ef við getum boðið betri hugbúnaðarlausnir en Microsoft þá hlýtur að vera eitthvað meira en lítið varið í okkur. Framtíðarsýnin var mótuð og nú var að finna flármagn til að hrinda henni i framkvæmd. Þeir gengu á milli stofn- ana og fyrirtækja á íslandi en töluðu fyrir daufum eyrum. Þá var haldið til Japans og þar, og i Bandaríkjunum, fékkst aukið flár- magn inn í reksturinn og mátti varla tæpara standa. Fyrirtækið OZ.com var stofnað í Bandaríkjunum með aðsetur í San Fransisco (Silicon Valley). Ericsson kom auga á þá og síðan hafa þeir átt mikið og ábatasamt sam- starf við sænska risann. Fyrirtækið hefur náð langt í þróun svokall- aðs þrívíddartækni-viðmóts (3D animation) en það er ekki lengur aðalviðfangsefnið. Núna er verkefni OZ hvorki meira né minna en þróun samskiptatækni næstu kynslóðar; það að tengja saman þessa tvo helstu sam- skiptamiðla unga fólksins, tölvuna (Intemet- ið) og farsímana (GSM). Guðjón gegnir starfi stjórnarformanns og er ennþá einn af stærstu eigendunum OZ ásamt Skúla Mogensen for- stjóra sem á litlu minni hlut. Nafn frumkvöðuls: Holberg Másson. Aldur: 45 ára. Stjömumerki: Meyja. Menntun: Kerfisfræðingur frá New Mex- ico USA. Fyrirtæki: Netverk. Áætlað markaðsvirði: 2,7 milljarðar kr. Eignarhlutur: 53%. Áætlað virði: 1,4 milljarðar kr. Tengdur við Netið í 10 ár Þótt Holberg Másson hafi byrjað sem ríkis- starfsmaður var hann að mörgu leyti tíu áram á undan okkur hinum í hugsun. Hann hefur til dæmis sent tölvupóst í 17 ár!! Og fór fyrst á Internetið 1988 og hefur verið fasttengdur við það í tíu ár! Pappírssóun fór í taugarnar á Hol- bergi og hann varð einn af frumkvöðlum raf- rænna (pappirslausra) samskipta milli tölva sem í dag eru jafnómissandi þáttur í lífi okkar og tölvupóstur. Eftir að hafa talað fyrir daufum eyrum í mörg ^ ár og skrifað tölvupistla í dagblöð fór Holberg að tengja saman tölvur í net (eins og nú þekkist í nánast hverju fyrirtæki og stofnun). Seinna stofnaði hann fyrirtækið Netverk sem hefur á undanfómum árum verið að gera tugmilljóna samninga erlendis. Fyritækið framleiðir hug- búnað fyrir gervihnattasamskipti undir vöru- merkinu Marstar fyrir stofnanir og fyrirtæki og Jpr að þróa útfærslu fyrir einstaklinga. Vegna ört vaxandi viðskipta þurfti að stofna móðurfélag í Bracknell, rétt vestan við London (í breska Silicon Valley). Núna fer allt rann- sóknar- og þróunarstarf fram á íslandi en hugsanlegt að flytja þurfi það að einhverju leyti út. Alls starfa 55 manns hjá Netverki en reiknað er með að tala þeirra tvöfaldist fyrir árslok. Megnið, eða 90% framleiðslunnar, fer til útflutnings og farið verður með Netverk á markað erlendis fyrir árslok 2000. Þá er aldei að vita nema hann slái metið á loftbelg um- hverfis jörðina en Holberg er einn helsti sér- fræðingur íslendinga um þau loftför. tæki eru væntanleg í haust. Starfsmannaflöld- inn hefur tífaldast og farið úr fimm í 50 manns. Samt þýðir ekkert að sækja um vinnu hjá Flögu. Ekki eru ráðnir neinir nema vinir og vandamenn og vinir þeirra. Ekkert er greitt fyrir yfirvinnu enda kannski ekki ástæða til því allir starfsmennirnir eiga hlut í fyrirtækinu og meirihluti Flögu er í eigu starfsmanna. Erlendir flárfestar eiga svo 20% og íslenskir flárfestar 25%. Flaga hlaut nýver- ið nýsköpunarverðlaun Rannsóknaráðs og Út- flutningsráðs. Nafn frumkvöðuls: Helgi Kristbjarnar- son. Aldur: 48 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Menntun: Læknir frá HÍ, doktor 1 taugalífeðlisfræði og sérfræðingur í geðlækningum. Fyrirtæki: Flaga. Áætlað markaðsvirði: 1,5 milljarðar kr. Eignarhlutur: 25%. Áætlað virði: 375 milljónir kr. Ræður bara vini og vandamenn Helgi Kristbjarnarson stundaði svefn- rannsóknir á geðdeild Landspítalans þar til hann stofnaði Flögu 1992. Ástæðan fyrir stofn- un fyrirtækisins var sú að Helgi hafði ekki eingöngu skoðað sjúklingana heldur ekki síö- ur tækjabúnaðinn. Varð honum ljóst að tæk- in til rannsóknanna mætti betrumbæta og minnka að umfangi. Árangurinn varð Embla, tæki til svefnrannsókna, og hugbúnaðurinn somnologica. Þessi búnaður var öflugri og fyrirferðarminni en áður hafði þekkst og sló í gegn á svefnrannsóknastofum. Enn er Embla iðin við kolann og tvö ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.