Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 41
JL>V LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 nærmynd Magnús með konu sinni, Susan, og dóttur, Jútíönu Margréti, árið 1989. Son- ur Susan og Magnúsar heitir Philip Keilir og er fæddur árið 1993. Þorsteinsson verður Thorstenn Magnús Gylfi kynntist Susan Esposito á námsárum sínum í Austur- ríki. Hún er dóttir læknisins Alberts og kennarans Margaret sem búa í Bellport í New York. Eftir að hafa starfað með Susan í Evrópu í eitt ár fluttist Magnús með henni til New York þar sem þau stofnuðu málflutn- ingsstofu. Magnús vann mikið fyrir íslend- inga í Bandaríkjunum og höfðu kon- súlar í New York og sendiráðið í Was- hington milligöngu um mörg mál sem hann tók að sér. I Helgarblaði DV árið 1990 er viðtal við Magnús. Aðalverksvið Magnúsar var aðstoð við fyrirtæki og einstak- linga við að setja upp og reka fyrir- tæki í Bandaríkjunum. Reynsla hans á því sviði kemur sér vel þegar kem- ur að því að stjórna stórfyrirtæki eins og Atlanta. Stuttu eftir að Magnús lauk námi kom mál upp á borð til hans sem var mikið hitamál hér á landi. Hann tók að sér Hafskipsmálið í Bandaríkjun- um. í áðurnefndu viðtali kemur fram að skiptaráðendur réðu hann til að sjá um innheimtu og frágang mála Haf- skips i Bandaríkjunum. Skáti í New York Magnús var búsettur í Bandaríkj- unum í 13 ár. Líkt og margir íslend- ingar togaði fósturjörðin þó í hann og lýsir hann því í viðtalinu árið 1990 með þessum orðum: „Við erum mjög ánægð hér en það er ekki þar með sagt að við gæt- um ekki hugsað okkur að skipta ef upp kæmu góð tilboð. Ég finn alltaf fyrir heimþrá og fer oft til íslands. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hversu mikið ég tala ís- lensku og komst að því að ég geri það á hverjum degi. Það sem ég sakna mest er landið sjálft. Ég var mikill útiverumaður og fór mikið úr bænum um helgar. Hér er mjög erfitt að komast í burtu frá fólki í kyrrð og ró.“ Magnús Gylfi á þeim tíma sem hann skrifaði um popp í Tímanum. Það var um 1980. Hér er hann að skemmta sér í Hollywood. mörgum á óvart að hann hafi „meikað" það í útlöndum þar sem hann hafi ekki haft sig mikið i frammi á námsárunum. Aldrei rifist Kristinn Hallgrímsson hæstaréttar- lögmaður er mikill vinur Magnúsar og hefur svo verið frá því þeir hittust fyrst í níu ára bekk í Austurbæjar- skólanum fyrir um 30 árum. Þeir gengu saman í skátafélag og ferðuðust mikið saman. „Á þessum tímum létu menn sig lít- ið varða veður og vindáttir og því kom það fyrir að við rammvilltumst á gönguferðum um Hellisheiði í slag- viðri og þoku en höfðum sem betur fer aldrei verra af þótt oft hafi munað litlu. Kemur þar til seigla og þrjóska, í jákvæðri merkingu þeirra orða, sem eru ríkjandi skapgerðareiginleikar hjá Magga, enda klárar hann sig af öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Maggi er svo mikill íslendingur í sér, þótt hann borði ekki hangikjöt eða súrmat að neinu gagni, að það hlaut að koma að því að hann skilaði sér heim til starfa, a.m.k. um stundar- sakir. Ég er sannfærður um, ef hann fær ráðrúm til þess, að hann muni skila góðu dagsverki hjá Atlanta. Maggi á auðvelt með samskipti við fólk, er fljótur að átta sig á aðalatrið- unum en eina hættan er að það hvað hann er blátt áfram og hreinskilinn komi honum í bobba, þvi honum er ekki gefið að tala undir rós nema að Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla íslands, þekkti Magnús ágætlega á námsárum hans. Hann segir að hann hafi verið nokkuð góður námsmaður. Um Magnús hefur hann aðeins gott að segja. „Magnús Gylfi var nemandi minn og ég minnist hans með ánægju. Hann er hinn besti piltur og stóð sig vel.“ Elsa S. Þorkelsdóttir var samtíða Magnúsi í lögfræði í Háskóla íslands og sat með honum í stjórn Órators 1980-81. Hún segist minnast hans hlýlega. „Magnús Gylfi var mjög þægilegur í umgengni og sérlega gott að vinna með honum. Hann var einstaklega ljúfur og góð- ur drengur. Það var mikið í hann spunnið og hann veu- góður náms- maður." Elsa segir aö það hafi komið Kenndt skotaflokknum bléstursaðferðina f vikunni: BJARGAÐI DRENG í SUNDLAUGUNUM í GÆR Úrklippa úr Vísi 19. febrúar 1975. Forsíðu- fréttin segir frá því að Magnús Gylfi, 17 ára skátaforingi, bjargaði sex ára dreng frá drukknun. takmörkuðu leyti. Hann er hins vegar sanngjarn sem sést best á því að ég man ekki eftir að við höfum rifist hressilega öll þau ár sem við höfum þekkst." -sm Einkar Ijúfur og þægilegur Ur frændgaröi Magnúsar Gylfa Thorstenn, forstjóra flugfélagsins Atlanta Ragnheiöur Magnúsdóttir, ■■ húsmóöir í Reykajvík. 1 Magnús Sigmundsson, ™ b. á Vindheimum í Skagafiröi. h Sigmundur Andrésson, 1 b. á Vindheimum 1 í Skagafiröi. Júíana Svanhvtít Guömundsdóttir, wT húsmóöir í Reykjavík. ■ Margrét Guömundsdóttir, 1 ”1 h Katrín Andrésdóttir, húsfreyja 1 á Neöri-Brunnastööum. 1 í - 1 m % V «ST' . Guömundur í. Guömundsson utanríkisráöherra. Pétur Magnússon, bankastjóri og ráöherra 1 í Reykjavík. Magnús Andrésson, prófastur og alþm. á Gilsbakka í Hvítársíöu. Kristján Sigurjónsson, 1 læknir ■*■ í Reykjavík. Jóhanna Katrín m Kristjánsdóttir, húsmóöir í Reykjavík. h Kristján Magnússon, 1 b. á Bolafæti í Hrunamannahreppi. I ****+• v 7)1 ££- J Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu. Magnús Helgason, m stjórnarformaöur Hörpu. Helgi Magnússon, 1 stórkaupmaöur H* í Reykjavík. Andrés Magnússon, hreppstóri í Syöra-Langholti. h Magnús Kristinsson, barnatannlæknir í Reykjavík. Magnús Magnússon, b. í Syöra-Langholti og í Stöölakoti í Reykjavík. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.