Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 C fanga sem eru ólöglega I haldi eöa ódæmdir. Síöan árið 1993 hafa sam- tökin náð aö leysa um 3-4 þúsund fanga úr haldi. Þetta er nú gert í samráði við fangelsisyfirvöld og saksóknara í Lagos og á undanfom- um mánuðum hefur orðið mikil breyting á. Þar er bæði um að ræða ódæmda fanga, sem sitja inni fyrir litlar sakir, sem og pólitíska fanga. Okkur hefur orðið talsvert ágengt í þessum efnum að undanfomu og við vonumst eftir auknum árangri á þessu sviði.“ Þriðji liðurinn í starfseminni er rekstur áfangaheimilisins í Lagos, þar sem skotið er skjólshúsi yfir fanga sem losna úr haldi. Þar er þeim veitt nauðsynlegasta aðstoð, svo sem húsaskjól og fæði, auk þess sem þeim gefst kostur á að læra undirstöðu í einhverri iðn, svo sem saumaskap og fleim. Fólk barið með leður- svipum Baldur hefur búið lengst af á áfangaheimilinu og lætur nokkuð vel af vistinni. „Fyrst i stað var ég nokkuð hræddur, þar sem flest allir sem búa þarna em fyrrverandi fangar. Ég hef síðan vanist þeirri hugsun, auk þess sem ég komst að því að þetta er margt hið besta fólk. Það hefur þó komið fyrir að hlutir hafa horfið, en það má segja að það sé vandamál sem einskorðist ekki við það sem við köllum afbrota- menn, heldur er það spurning um almennan hugsunarhátt." Her og lögregla er gríðarlega áberandi í öllu mannlífi í Nígeríu, bæði á götum úti og í stjómkerfi landsins. Ekki þarf að dvelja lengi í landinu til að verða þess áskynja að herinn er allsráðandi og að yfir- mönnum í her og lögreglu em allir vegir færir. Til að halda uppi aga nota þeir leðursvipur og önnur bar- efli óspart og berja fólk miskunnar- laust ef þeir telja sig þurfa. Einnig veigra þeir sér ekki við að nota skotvopnin, oft af litlu eða engu til- efni, og hefur Baldur ekki farið var- hluta af því. „Ég var á ferð í Lagos ásamt bíl- stjóra okkar og vorum við stöðvaðir af hernum. Ég sat í aftursæti bílsins og skipaði hermaðurinn bílstjóran- um að koma út úr bílnum og hótaði meö því að veifa riffli sínum. Þeir hurfu sjónum mér, en skyndilega heyrði ég skot hlaupa úr riffli her- mannsins. Ég hélt hreinlega að hann hefði skotið bílstjórann úti á miðri götu, sem reyndist sem betur fer ekki raunin. Mér brá alveg rosa- lega og þetta segir manni að hægt er að eiga von á hverju sem er.“ Spillingin gríðarleg Nigeria er eitt fjölmennasta land í heimi, telur um 120 milljónir íbúa, og er landið mjög auðugt af auðlind- um. Olía er mikil og sjávarútvegur umfangsmikill, auk þess sem málm- ar af ýmsu tagi finnast í vinnanlegu magni. Þrátt fyrir þessar auðlindir hafa Nígeríubúar ekki borið gæfu til þess að nýta sér þessar auðlindir í þágu allrar þjóðarinnar. Gott dæmi um þetta er að öll olía er flutt og seld óunnin út úr landinu, þar sem allar olíuhreinsunarstöðvar í landinu eru óstarfhæfar, en í stað þess er keypt eldsneyti frá Brasilíu til að knýja ökutæki landsmanna. Stéttaskipting er gríðarleg í land- inu og misskipting auðsins algjör og kemur herinn þar mjög við sögu. Herinn hefur öll yfirráð yfir olíu- auðnum og eru yfirmenn í hernum mjög auðugir menn. Spilling er gríð- arleg í öllu viðskiptalífi í Nígeríu og veigra erlend stórfyrirtæki sér við því að gera viöskipti við Nígeríu- menn. Baldur segir þó að á undan- förnum mánuðum hafi örlað á breytingum í átt til hins betra. Á síðasta ári lést herstjórinn og ein- ræðisherrann Abacha, en talið er að honum hefði verið byrlað eitur. Við embætti hans tók Abubakar, sem var næstæðsti maður í hemum, og hefur hann reynst umbótasinnaður. í kjöfarið var efnt til kosninga, í þeim sigraði Obasanjo og mun hann taka við embætti nú innan tíðar. Verður það í fyrsta sinn í mjög lang- an tíma sem æðsti maður þjóðarinn- ar situr ekki beint í krafti hervalds viðtal „Ég hélt hreinlega að hann hefði skotið bílstjórann úti á miðri götu, sem reyndist sem betur fer ekki raunin. Mér brá alveg rosalega og þetta segir manni að hægt er að eiga von á hverju sem er.“ og er ekki hermaður, þó sami mað- ur hafi ríkt sem herstjóri fyrir um 20 árum, en hann hefur nú látið af hermennsku. Ætla aftur til Nígeríu „Staðan er þannig að ég held að ástandið geti ekki annað en batnað. Þetta getur ekki orðið verra. Niger- íumenn sjálfir em hins vegar mjög vantrúaðir á að þessi þjóð nái sér upp úr því ástandi sem nú er ríkj- andi. Mér verður hins vegar alltaf hugsað til þeirrar þróunar sem orð- ið hefur hjá okkur, þó í raun sé erfitt að bera það saman, en það er jú eini samanburðurinn sem ég hef. Við hvaða aðstæður bjuggum við fyrir um hundrað árum síðan og hvar erum við nú?“ Baldur er, eins og kom fram í upphafi, sjálfboðaliði og þiggur ekki laun fyrir vinnuframlag sitt, aðeins húsnæði og mat. Með þessu segist hann halda sjálfstæði sínu og sé frjálsari. Baldur er þó ekki eini ís- lendingurinn í Nígeríu því auk Baldurs búa þar þær Sólveig Norð- fjörð, 22 ára, sem starfar á munaðar- leysingjahæli í Lagos-borg, og Rebekka Jónasdóttir, sem starfar hjá norska sendiráðinu í Lagos. Rebekka er gift nígerískum manni og hefur búið lengi í landinu, en Sól- veig fór til Nígeríu á vegum sömu samtaka og Baldur. Hvað framtiðina varðar segir Baldur aö á honum sé engan bilbug að finna. Hann muni dvelja í Lagos fram í janúar næstkomandi, en þá sé ráðningartími hans á enda. Hann ætli að vitja heimalandsins um hríð, en hann sé hins vegar staðráð- inn í því að shúa til baka til Níger- íu. „Ég er alveg tilbúinn til að búa hér í einhvem tíma, en um það hvort ég er tilbúinn til að eyða því sem eftir er af ævinni hér, get ég ekki sagt til um,“ segir Baldur að lokum. Texti og myndir: Pjetur Sigurðsson 63 Verslunin Sófalist er flutt að Laugavegi 92. Fallegar yfirbreiðslur á sófa. 10% afsláttur á löngum laugardegi. Sófalist Sfmi 551 7111 Askrifendur fá oitt rnil// hibty aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smóauglýsingar % FBJI 550 5000 ar: 150,- 650,- 150,- 950,- idu og njóttu þess að gæða þér á safaríkum íingabitum. Kjúklingurinn og kryddið er okkar vörumerki. SOUTHERN Boröað FRIED á staðnum eða CHICKEN tekið með heim Við hliðina á Svörtu Pönnunni v/Tryggvagötu • s. 551 6480 Vélkomin í nýja afgreiðslu Orkuveitu Reykjavfkur að Suðurlandsbraut 34 Frá og með mánudeginum, 3. maí næstkomandi, veröur öll afgreiðsla Orkuveitu Reykjavíkur, fyrir heitt vatn og rafmagn, sameinuð að Suburlandsbraut 34. Orkuveita Reykjavíkur Inníhald pakka: 2 bítar pr. mann, franskar sósa og salat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.