Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 18
18 %iygarðshornið LAUGARDAGUR 1. MAI 1999 Það er gaman að fylgjast með VG-fólki í kosningabaráttunni - þau eru svo glöð en um leið svo einörð. Það ríkir hjá þeim hveiti- brauðsdagastemmning, „við- krakkamir“-stemmning; fólskva- laus gleði þeirra sem uppgötvað hafa að þau eiga vel saman og fagna hjartanlega og af einlægni sérhverjum nýjum liðsmanni. Þetta er andinn sem aUtaf hefur fylgt nýjum flokkum í íslenskri vinstrihreyfingu, andinn sem fylgdi Kvennó þegar þær voru að byrja. Vom að byrja: þetta eru góðu dagamir fyrir syndafallið. ****** Flokkakynning þeirra bar af því sem ég hef séð: flottasta stefið, skemmtilegasta myndatakan, vog- uðustu efnistökin, afslöppuðustu og einlægustu frambjóðendumir, samhengið og framvindan og til- fínningin sem þetta aUt skUdi eftir sig: það riljaðist upp fyrir manni gamla góða og soldið hippalega vinstri stefnan, og það er gott til þess að vita að á alþingi íslendinga skuli nú vera að fæðast afl með hreina áru klassískrar vinstri steöiu. En það em mótsagnir í hreyfmg- unni. Sú sem helst sker í augun er þessi: rautt og grænt era algjörlega andstæðir litir. Það er engan veg- inn sjálfgefíð að það fari vel saman að aðhyUast skýlausa umhverfis- vemd og svo aftur sósíalisma eins og hann hefúr verið skUgreindur af sumu því fólki sem nokkuð hef- ur haft sig í frammi á vegum VG. Margir af þeim gömlu aUaböUum sem nú eru loksins lausir við kratahyskið og finna sig nú í hreinum flokki og ganga í endur- nýjun lífdaganna em lenínistar - ef ekki hreinlega stalínistar. Rautt og grænt, andstæðulitimir, verða kannski sérlega skerandi í skurð- punktinum ef maður reynir að sjá fyrir sér standa hlið við hlið Kol- brúnu HaUdórsdóttur og Óla komma. Þar með er ekki sagt að hér sé á ferðinni andlýðræðislegt afl og að málsvarar helstu fjöldamorðingja aldarinnar séu áberandi í hreyf- ingunni, hvað þá að þeir ráði ferð- inni: aðeins hitt - fólk er þama á misjöfnum forsendum. Og gamli sósíalistakjaminn samanstendur af fólki sem telur það aUs ekki fuU- reynt að hægt sé að koma á komm- únisma. Þrátt fyrir aUan hreinleikann og þessa pínulítið óhugnanlegu áherslu á að allir tali eins í hreyf- ingunni þá er í henni vísir að þverbresti. ****** Kannski gæti maður litið fram- hjá þessum alræðissinnuðu ele- mentum í flokknum og einblínt á HaUdórsdæturnar, Kristínu og Kolbrúnu. Og kannski gæti maður leitt hjá sér þjóðemisstefnu hreyf- ingarinnar sem á sér sína röklegu niðurstöðu í kröfunni: ísland úr EFTA! Þetta er rödd sem á að heyr- ast í lýðræðissamfélagi, afl sem á að vera á þingi, nauðsynlegt að- hald frá vinstri og kannski gæti maður einblínt á það og hugsað um þá mannúðlegu vinstri stefhu sem sat eftir í manni eftir sjón- varpskynninguna. Það er bara tvennt sem kemur í veg fyrir það. Hið fyrra er þetta: gagnstætt því sem svona hreyfingar em gjamar á að telja okkur trú um þá er þetta fólk aUs ekki eitt um að hugsa svona, það hefur ekkert einkaleyfi á hugsjónum. Hið síðara upplýsti Hannes H. Gissurarson mig um. Hann er oft hjálplegur, þurfi maður að gera upp hug sinn. **^r*** Ég lenti í sjónvarpsþætti hjá Agli Helgasyni ásamt Hrafni Jök- ulssyni og Hannesi á dögimum. Hrafn var í stuði, Hannes talaði mikið en virtist leiðast, fannst varla taka því að kjósa, en átaldi mig fyrir útsendingu fyrir að kunna ekki að fagna tilhlýðUega því að fá að vera á dögum um leið og Davíð Oddsson og fá að vera þegn hans. Sjálfur var ég eins og venjulega í sjónvarpinu: átti fuUt í fangi með að reyna að muna hvað ég héti, hvað ég væri að gera þama, um hvað ég væri að tala og hvað ég hefði eiginlega ætlað að segja næst. Samt rámar mig 1 eina af ræð- um Hannesar: hann hafði nýlokið Guðmundur Andri Thorsson við að tala fagurlega um Fram- sóknarflokkinn og hvatt aUa tU að kjósa hann - sem ætia ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn - og talið barst að VG. Þá kviknaði loksins á honum svo um munaði. Hann ljómaði af hrifhingu á því stjóm- málaafli. Hann sagði að þegar hann var ungur þá hefðu flokkar verið stofnaðir í kringum hugsjón- ir og VG minnti hann á þá gömlu góðu daga - Samfylkingin hins vegar væri bara stofnuð tU að ásælast völd. * Þegar ég var kominn heim og lá í rúminu við þá iðju að ímynda mér aUt sem ég hefði átt að segja í þættinum rann loksins upp fyrir mér hvað Hannes var óvart að segja. Hann setti hugsjónir og völd upp sem andstæður. Hægri flokkar eiga að vera stórir og hafa völd, vinstri flokkar eiga að vera litiir og hafa hugsjónir. VG-fólkið og Hannes hugsa eins: í þessum hug- myndaheimi fara völd og hugsjón- ir aldrei saman. VG er fyrst og fremst hreyfíng sem berst fyrir áframhaldandi rétti vinstri manna tU valdaleysis. dagur í lífi Dagur í lífi Ara Edwalds, ritstjóra Viðskiptablaðsins: W I erilsamri afmælisviku Miðvikudagurinn 28. apríl 1999. Ég vaknaði kl. 7.10 eins og oftast upp á síðkastið. Miðvikudagar em venjulega pínulítið afslappaðri en aðrir virkir dagar vegna þess að það er útgáfudagur Viðskipta- blaðsins, en því var ekki að heUsa í þessari viku þar sem Viðskipta- blaðið heldur nú upp á fimm ára afmæli sitt og í mörg hom að líta. M.a. haldin afmæUsráðstefna með yfirskrUtinni Uppstokkun at- vinnultisins - hvað gerist næstu flmm árin? Mikið partí verður haldið á ritstjóm og gefið út sér- stakt afmælisblað. Stalst til að hitta kon- una Fljótlega eftir að ég vaknaði kom í ljós að 7 ára gömul dóttir okkar var orðin veik og komst ekki i skólann. Úr varð að mamma hennar yrði eitt- hvað heima en reyndi að fá pössun. Ég fór með strákinn sem er tveggja ára tU dagmömmu og var ekki kom- inn í vinnuna fyrr en 8.50. Ég byrjaði á að fara yfir öU fram- kvæmdaatriði vegna ráðstefnunnar með Emi framkvæmdastjóra. (Þegar þessu er sktiað er ráðstefnunni lok- ið og tókst hún frábærlega. Á annað hundrað manns kom tU að hlýða á vel undirbúin erindi og ávarpi Dav- íðs Oddssonar var fagnað með dynj- andi lófataki). Þá var ýmislegt rætt varðandi nýjan og endurbættan Við- skiptavef á visi.is, sem opna skyldi 30. apríl í samstaríi við Tölvumynd- ir. Þá þurfti ég að funda með manni sem ætlar að aðstoða við afmælis- blaðið og fleira. Reyndar truflaðist fundurinn af heimsókn góðra kvenna sem ætla að þrífa stassjón- ina rækUega vegna afmælisins. Heimtuðu þær á kurteislegan hátt að vel yrði skilið við og meira að segja stóllinn settur upp á borð áður en ég færi. Kl. 10-11 stalst ég frá til að hitta konuna mína hjá fasteignasala til að ganga frá sölu á íbúðinni okkar, en biðin eftir afgreiðslu íbúðalánasjóðs var sex vikur eftir að skrtiað var undir kauptUboö. Ótrúlegt. Við erum búin að kaupa annað og hlökk- um til að flytja. Kl. 11-12 ræddi ég við nokkra framsögumenn á ráð- stefnunni og tók símtöl. Meðal ann- ars talaði ég við Róbert Guðfmnsson framsögumann, sem bauð mér að Ari Edwald, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur haft nóg að gera í tengslum við afmæli blaðsins. hitta sig og upplýsingastjóra SH yfir brauðsneið i hádeginu. Það var fróð- legt og skemmtUegt. Kl. 13.30 var ég kominn aftur á rit- stjómina og kláraði ýmis símtöl og tölvupóst til 15.30 þegar okkur tókst að halda ritstjómarfund um efni næsta blaðs. Þeir eru annars á morgnana og síðan útgáfustjórn, sem að þessu sinni var afgreidd kvöldið áður. Hljóp á bretti og mætti of seint Rétt fyrir flmm náði ég í strák- inn tU dagmömmunnar og fór með hann heim, en síðan aftur upp á blað og tók útvarpsspjall við Þjóð- braut Bylgjunnar um hlutabréfa- markaðinn. Hugaði síðan að stöð- unni á Viðskiptavefnum. Um kvöldmat hringdi ég í Þóranni konu mina og spurði frétta. Dóttir- in hafði þá verið talsvert veik og Þórann ætiaði ekki að fara frá. Ég skrapp þá í leikfimi (tek fram að þetta er óvenjulegur dagur og Þ. hefur tekið alveg sérstakt tillit tU mín, enda nýkomin frá París með saumaklúbbnum) og hljóp á bretti þar til ég mætti aðeins of seint í kosningamiðstöð Sjátistæðis- flokksins í Skipholti (kl. 8.30) á fund hjá Félagi sjátistæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, en ég er for- maður félagsins. Við ætiuðum bara aö ræða kosningastarfið fram að kjördegi, en það var svo gaman að við spjölluðum fram undir 11. Þegar ég kom heim hafði komið læknir að líta á dóttm-ina, sem hafði haft háan hita. Ég þurfti því í leiðangur með sýni og í apótek. Þorgeir Ástvaldsson hringdi í mig í farsíma og bókaði mig í þátt sinn upp úr 8 morguninn eftir vegna af- mælis Viðskiptablaðsins og fleira. Ég ætiaði að grípa upp gögn á skrtistofunni en komst ekki að út af hreingemingunum sem vora i fullum gangi. Þegar ég kom heim upp úr mið- nætti datt ég í að fara að lesa göm- ul dagblöð og endaði meira að segja í Séð og heyrt og Vikunni, þangað tU ég sofnaði um tvöleytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.