Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 TtV ^'Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrifl: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Þrjár lexíur baráttunnar Kosningabaráttunni er aö mestu lokið, enda er aðeins vika til dóms kjósenda. Þeir fáu, sem enn eiga eftir að ákveða sig, munu flestir gera það á grundvelli áhrifa, sem þeir hafa þegar orðið fyrir. Þess vegna er núna strax óhætt að reyna að brjóta baráttuna til mergjar. Hér í blaðinu er lokið nærri öllu kosningaefni nema auglýsingum. Lokið er yfirreið um kjördæmin og beinni línu flokksformanna. Kjallaragreinar fjara út um miðja næstu viku og á mánudaginn verður birt tafla um mis- jafnar áherzlur flokkanna í einstökum málum Þrjú atriði skera í augu, þegar borin er saman kosn- ingabarátta flokkanna. í fyrsta lagi er það misjöfn áherzla á flokksformanninn. í öðru lagi er það misjöfn áherzla á yfirboð í kosningaloforðum. í þriðja lagi er það misjafn kostnaður flokkanna af framboðum sínum. Þrír af þeim fjórum flokkum, sem mesta von eiga í þingsætum, láta kosningabaráttuna meira eða minna snúast um formann sinn. Eina undantekningin er Sam- fylkingin, sem sætir því að hafa ekki gert upp við sig, hver verði leiðtoginn á næsta kjörtímabili. Margrét Frímannsdóttir er kölluð talsmaður Samfylk- ingarinnar, sumpart í sárabætur fyrir veika stöðu Al- þýðubandalagsins í samanburði við Alþýðuflokkinn. Henni er hins vegar ekki hampað í baráttunni í líkingu við það, sem aðrir hampa sínum formanni. Langt er síðan DV spáði Samfylkingunni erfiðu gengi í þessum fyrstu kosningum sínum. Bræðingur úr þrem- ur flokkum þarf heilt kjörtímabil í stjórnarandstöðu til að stilla saman strengi og átta sig á hinni nýju stöðu. Skoðanakannanir staðfesta allar þessa gömlu spá. Sjálfstæðisflokkurinn og Græna vinstrið fara sparlega með kosningaloforðin en því meira grýta Framsóknar- flokkurinn og Samfylkingin þeim út um víðan völl. Verðeiningin í loforðaflóði Framsóknarflokksins er milljarður króna, sem er orðinn „milla“ nútímans. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir halda hvor sína leið í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn telur heppilegt að vísa til orðins árangurs á liðnu kjörtímabili. Framsókn- arflokkurinn byrjaði þannig, en söðlaði fljótt um og vís- ar nú eingöngu til væntanlegs árangurs á því næsta. Kosningabaráttan einkennist af mikilli fyrirferð í yfir- boðum Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í kosningaloforðum. Sumpart stafar það af samkeppni þeirra á miðjunni í stjórnmálunum og sumpart stafar það af taugaveiklun út af erfiðu gengi í könnunum. Flokkarnir eru missparir á útgjöld í kosningabarátt- unni. Framsóknarflokkurinn ver 2,5 milljónum á hvert prósent atkvæða sinna og Samfylkingin ver 2 milljónum. Sjálfstæðisflokkurinn og Græna vinstrið verja hins veg- ar aðeins tæpri milljón á hvert prósent í fylgi. Að ókönnuðu máli hefði mátt ætla, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði sem flokkur auðmagns greiðastan að- gang að fjármagni og að Samfylkingin ætti peningalega erfitt uppdráttar sem nýtt afl í pólitíkinni. Þessi kenning hefur síður en svo verið staðfest í baráttunni. Ekkert bendir heldur til, að samband sé milli mikillar fjárhagslegrar fyrirferðar Framsóknarflokksins og Sam- fylkingarinnar í kosningabaráttunni og mikillar áherzlu sömu flokka á girnileg kosningaloforð annars vegar og hins vegar á gengi þeirra i framvindu baráttunnar. Það má læra af undirbúningi þessara kosninga, að gott sé að hafa formann, sem unnt sé að hafa í eldlínunni og að gott sé að hafa hóf á loforðum og útgjöldum. Jónas Kristjánsson Gleymda álfan Enginn hluti heimsins hefur á síðustu áratugum verið jafnrík uppspretta vondra frétta og Afr- íka. Þetta virðist hafa þreytt menn og deyft svo mjög að áhuga- leysi virðist ríkja víðast í heimin- um um örlög Afríku. Það hefur enn teygst á gömlum kvörðum um afstætt mikilvægi mannslífa og nú er tæpast lengur sagt frá stríðum Afríkumanna. Mann- skæðasta stríð síðustu missera, svo dæmi sé tekið, er ekki stríðið í Kosovo heldur strið sem Eþíópía og Eritrea hafa háð síðustu vikur og mánuöi. Tugir þúsunda manna féllu þar í einum einasta bardaga nú nýverið. Þótt þetta væri blóðugasti bardagi i heimin- um í mörg ár vakti hann hverf- andi litla athygli fjölmiöa utan Afríku. Mannskæð stríð standa líka í tíu öðrum ríkja álfunnar og hörmungar þeirra milljóna sem flýja þessi stríð eru slíkar að umfang vandans á Balkanskaga sýnist ekki stórt í samanburði. Menntun Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Afríka og Asía Auður Asíu liggur í mannhafi álfunn- ar og ríkin sem best stóðu sig lögðu megináherslu á aukna menntun. Sumt í menntastefnu þessara ríkja þætti lít- ið aðlaðandi í okkar heimshluta en ár- angurinn er litt umdeildur. Samhliða áherslu á menntun byggðist stefna flestra þessara ríkja á tilraunum til þess að beina atvinnulífinu inn á brautir sífellt meiri tæknivæðingar og sífellt meiri samkeppni á alþjóðavett- vangi, stundum með hvatningu, oft með stuðningi og stundum jafnvel með þvingunum. í Afríku hafa framfarir í menntun verið takmarkaðar. í senn hefur því vantað pólitískar og mennt- unarlegar forsendur fyrir tæknivæð- ingu atvinnulífsins. Við lok nýlendu- tímans naut aðeins fjóröungur bama Afríku menntunar. Það hlutfall hefur meira en tvölfaldast en nær helmingur Afríkumanna fær þó enga eða sáralitla menntun. Menntakerfi nokkurra Asíulanda þar sem lífskjör voru síst betri en í Afríku fyrir fáum áratugum skila nú betur menntuðu fólki en til að mynda íslenska menntakerfið. Fyrir fjörutíu árum voru flestir bjartsýnir á fram- tíð Afríku en svartsýnir á framtíð Asíu. Þessi skoðun byggðist á misskilningi á efnahagslegum og pólitísk- um forsendum hagvaxtar. Þau lönd Asíu sem fyrst urðu rík áttu það sameiginlegt að vera einstaklega fá- tæk af auðlindum en tvö þeirra þurftu að flytja inn drykkjavatn, hvað þá annað. Mörg af auðlindaríkustu löndum Afríku eru hins vegar hreinar rústir í efna- hagslegu og pólitísku tilliti. Ástæðurnar fyrir því að draumar Afríkumanna snerust upp i martraðir, en óttinn um Asíu vék fyrir mestu lífskjarabyltingu mannkynssögunnar eru margar og flóknar en tvær þeirra segja líklega einna mest um viðfangsefni fram- tíðarinnar í Afríku. Ríki og hagsmunir í flestum ríkjum Austur- og Suðaustur-Asíu mynd- aðist skilvirkt ríkisvald sem af ýmsum ástæðum náði sjálfstæði frá sértækum hagsmunum í atvinnulífinu. Þetta gerði þann gæfumun að Asíuríkin gátu fylgt efnahagsstefnu sem var sjálfstæð frá sértækum hags- munum tengdum frumframleiðslu og hráefnaútflutn- ingi þó löndin ættu það í upphafi sameiginlegt með Afríku að byggja á slíkum greinum. Upp úr því fari komust Asíulöndin með upp- byggingu tæknivædds atvinnulífs. Af ýmsum ástæðum, ekki síst vegna þess að nýlendu- tíminn skildi eftir sig gersamlega ósamstæð og tilviljanakennd ríki um alla álfuna, þróað- ist ríkisvald með allt öðrum hætti í Afríku en þar hefur það víðast verið sveigt undir hagsmuni einstakra hópa og tilraunir þeirra til að mjólka sem mest hefðbundnar en hnignandi útflutn- ingsgreinar. Hlutdeild Afríku í alþjóðavið- skiptum er nú innan við 2% Ekki byrði Framfarir í menntun eru lykillinn að betri framtíð fyrir Afriku. Fæst ríki áffunnar hafa hins vegar afl til þess að snúa við vítahring sem myndast hefur í þess- um efnum og þvi skiptir utanaðkomandi hjálp miklu. Reynslan af þróunaraðstoð iðnríkja heimsins við Afr- íku er nokkuð blendin, að ekki sé meira sagt, en þar hallar ekki síður á veitendur aðstoðarinnar, sem oft hafa verið uppteknir við eigin markmið, en á stjórn- völd í Afríku. Aðstoðin er líka minni en margir álíta, aðeins eitt þeirra tíu ríkja heimsins sem mesta þró- unaraðstoð þiggja er í Afríku sunnan Sahara. Aðstoð Bandaríkjanna við ísrael er til að mynda meiri en að- stoðin við alla Afríku. Nokkur Afríkuríki eru nú að komast inn á heillavænlegri brautir en áður og það tækifæri ættu ríkari þjóðir að nota til skilvirkrar að- stoðar við framfarir þar. Um leið eru önnur ríki álf- unnar að sökkva enn dýpra í vonleysi, átök og hreina upplausn. Ömurleg örlög þeirra ættu hins vegar ekki aö blinda menn fyrir þeim möguleikum til örra fram- fara og vaxandi viðskipta sem nú er að finna allvíða i Afríku. „Þetta gerði þann gæfumun að Asíuríkin gátu fylgt efnahagsstefnu sem var sjálfstæð frá sértækum hagsmunum tengdum frumframleiðslu og hráefnaútflutningi, þó löndin ættu það í upphafi sameiginlegt með Afríku að byggja á slíkum greinum." Hjkoðanir annarra Tryggir NATO-menn „A hinum pólitíska heimamarkaði hefur norska rík- i isstjómin lítt haft sig í frammi á meðan NATO hefur staðið í stríðinu gegn Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseta. En í NATO og á leiðtogafundinum í Was- hington héldu Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og Knut Vollebæk utanríkisráðherra á sannfærandi hátt á lofti merki Noregs sem dyggs NATO-lands. Það . gerist á sama tíma og Noregur sinnir skyldum for- mennsku í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.“ Úr forystugrein Aftenposten 26. apríl. Að koma böndum á byssur „Harmleikurinn í Kólóradó hefur skapað rétta tæki- færið til að taka málefni eftirlits með byssueign til endurskoðunar og þoka þeim áleiðis. Bill Clinton for- : seti virðist hafa skynjað að slíkt tækifæri er fyrir hendi, að landsmenn séu komnir að þeim sjaldgæfa vendipunkti þar sem geðshræring og reiði almennings | skapa réttu skilyrðin fyrir meiriháttar lagabreyting- um. Á þriðjudag lagði hann fram pakka af traustum tillögum tO að hafa stjóm á byssueigninni. Pakkinn, sem í eru gamlar tillögur sem þingheimur hefur huns- að og nokkrar nýjar, er engin trygging fyrir þvi að hryllingurinn í Kólóradó endurtaki sig ekki. Engin lög megna það. Það sem þessar tillögur gera er að trufluð- um ungmennum mun veitast erfiðara að komast yfir byssur og sprengiefni." Úr forystugrein New York Times 29. apríl. Skipbrot NATO „Markmið bandalags Evrópu og Bandarikjanna hef- ur ekkert breyst frá 24. mars: Þrýsta á Slobodan Milos- evic að semja um pólitíska lausn á framtíð Kosovo og Kosovobúa. TU að ná þessu markmiði skipulagði NATO aðgerðir sem minna meira á lögregluaðgerðir en hernað. Bandalagið vildi fá stjómina í Belgrad til að fara að lögum og þar sem hótanirnar báru ekki ár- angur var nauðsynlegt að gripa tU aðgeröa. Þessi stefna hefur beðið skipbrot.“ Úr forystugrein Libération 30. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.